Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 68

Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 68
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR góða skemmtun Rás 2 hljóðritaði fjörutíu tónlist- aratriði á Iceland Airwaves sem lauk um síðustu helgi. Verður öllum tónleikum útvarpað á næstu vikum og mánuðum, auk þess sem hluta þeirra verður útvarpað á fjölda útvarpsstöðva í Evrópu. Upptökurnar munu fyrst og fre- mst heyrast í þætti Andreu Jóns- dóttur, Konsert, sem er frá 21.00 til 22.00 fjögur kvöld í viku. Alls voru 29 tónleikar með íslensk- um nöfnum hljóðritaðir, fjórir frá Danmörku, þrír frá Englandi og þrír frá Bandaríkjunum. Á meðal hljóm- sveita og tónlistarmanna sem voru hljóðritaðir voru Ghostigital, The Fiery Furnaces, Forgotten Lores, Singapore Sling, Juliette & the Licks, The Viking Giant Show, Daníel Ágúst, The Zutons og Junior Senior. ■ Fjörutíu tónleikar hljóðritaðir Miðasala er hafin á tónleika sæn- sku þungarokksveitarinnar Amon Amarth sem verða haldnir 5. og 6. nóvember á Grandrokki og í Hell- inum. Amon Amarth hefur á að skipa fimm meðlimum sem gefa allt í tónleika sína. Tónlistin er kraft- mikið þungarokk með áherslur á melódíur, sterka gítarfrasa og kröftugan söng. Sveitin spilaði síð- ast hér á landi í mars á síðasta ári við góðar undirtektir. Miðasala á tónleikana fer fram í Geisladiska- búð Valda og á Grandrokki. Miða- verð er 1.200 krónur. ■ Miðasala hafin á Amarth AMON AMARTH Sænska þungarokksveitin er á leiðinni til Íslands í næsta mánuði. THE ZUTONS Enska hljómsveitin The Zutons stóð sig vel á Iceland Airwaves. prófkjör sjálfstæðismanna í reykjavík fer fram dagana 4. og 5. nóvember www.gislimarteinn.is Fram er komin ný kynslóð sem hugsar stórt og hefur kjark til að framkvæma. Til að ná árangri í borginni þarf Sjálfstæðisflokkurinn að veita þessari kynslóð brautargengi. Gísli Marteinn er framúrskarandi fulltrúi nýrra tíma - hann er mikill leiðtogi, heiðarlegur og vinnusamur. Ég treysti honum vel til góðra verka, Reykvíkingum til heilla. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.