Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 73
44 28. október 2005 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is ... einfaldlega betri! Skeifunni 5 og Viðarhöfða 6 í Reykjavík • Smiðjuvegi 6 í Kópavogi • Melabraut 24 í Hafnarfirði • Iðavöllum 8 í Keflavík • Njarðarnesi 1 á Akureyri • Miðási 23 á Egilsstöðum • Víkurbraut 4 á Höfn og Gagnheiði 13 á Selfossi DVD Topp 250 IMDB (Internet Movie Database) Bryggjubúllan Lyngás 17 • 210 Garðabær HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Föstudagur OKTÓBER � � SJÓNVARP � 07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er sýndur til kl 9 og svo aftur kl. 18. � 18.00 Upphitun á Skjá einum. � 19.00 Mótorsport á Sýn. Hestöfl og hasar. � 19.30 NFL-tilþrif á Sýn. Flottustu tilþrif síðustu helgar í NFL-boltanum. � 20.30 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur. � 21.00 Sloppið naumlega á Sýn. Ótrúlegur þáttur um ofurhuga sem sluppu með skrekkinn. � 22.20 Bestu NBA-leikirnir á Sýn. Leikur Chicago og Utah frá árinu 1997. � 23.50 K-1 á Sýn. Bardagaíþrótt fyrir alvöru karlmenn. FÓTBOLTI Landsliðskonurnar Mar- grét Lára Viðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir ætla að spila með Vals- stúlkum í Landsbankadeildinni næsta sumar og kveðast ákveðnar í að neita forráðamönnum Breiða- bliks ef kallið komi þaðan. Blikar eru stórhuga fyrir næsta tímabil og hafa verið að sanka að sér nok- krum af fremstu knattspyrnukon- um landsins en öruggt er að Mar- grét Lára og Laufey munu ekki vera í þeim hópi. „Það gengur náttúrulega ekki að eitt lið fái til sín alla leikmenn- ina. Það verður að vera einhver spenna í deildinni,“ sagði Mar- grét Lára kímin við Fréttablaðið í gær og bætti því að Breiðablik hefði ekki haft samband enn sem komið er. „Ég mun segja nei við Breiðablik. Ég ætla að spila með besta liði landsins næsta sumar, sem er Valur,“ bætti hún við en verið er að ganga frá nýjum samningi milli Margrétar Láru og Vals þar sem upphaflegi samn- ingurinn rann út eftir tímabilið í ár. Laufey, sem valin hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins síðustu tvö ár, hefur enn ekki ákveðið hvað hún gerir næsta sumar og svo gæti farið að hún legði skóna á hilluna. „Ég á eitt ár eftir að samningi mínum við Val en hann er uppsegjanlegur. Það er ýmislegt sem spilar inn í en ég er ekki enn búin að taka ákvörðun,“ sagði hún við Frétta- blaðið en staðfesti þó að hún færi ekki til Breiðabliks. „Það er ekki sniðugt þegar allir leikmenn ákveða að fara til eins liðs.“ Óvíst er hvað tekur við hjá Margréti Láru eftir næsta sumar en þó má telja fullvíst að hún haldi í atvinnumennsku. Þýska stórliðið Potsdam, sem fór illa með Vals- stúlkur í Evrópukeppninni fyrir skemmstu, vildi fá Margréti Láru til liðs við sig strax um áramótin en það tilboð féllst hún ekki á og sendi þess í stað gagntilboð. „Ég hef óskað eftir því við full- trúa Potsdam að fara til þeirra þegar næsta leiktíð hefst og von- ast til að þeir séu opnir fyrir því. Ég er í skóla hér heima sem ég hef hug á að klára og ég vil spila eitt sumar í viðbót hér heima til að vera tilbúnari fyrir atvinnu- mennskuna. Mig langar mikið til Potsdam, þetta er eitt af stærstu félögum heims og það er hrein- lega ekki hægt að segja nei,“ segir Margrét Lára, sem er þó með önnur járn í eldinum ef Potsdam missir áhugann. „Það er áhugi frá sænskum liðum en ég er ekkert að flýta mér í þessum málum. Nú er ég að ein- beita mér að því að klára skólann og ætla svo að klára næsta sumar með Val. Svo sjáum við til.“ vignir@frettabladid.is Munu segja nei við Blika Tvær af sterkustu leikmönnum kvennaboltans, Margrét Lára Viðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir, eru ekki á leið til Breiðabliks. Margrét Lára verður áfram í herbúðum Vals en Laufey er enn að hugsa sinn gang. LAUFEY OG MARGRÉT LÁRA Fóru ekki tómhentar heim frá lokahófi KSÍ sem haldið var fyrir skemmstu. Laufey var valin leikmaður ársins en Margrét Lára hlaut gullskóinn. FÓTBOLTI Framtíð Húsvíkingsins Pálma Rafns Pálmasonar mun skýrast um helgina eða í upphafi næstu viku en þá mun hann, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins, semja við bikarmeistara Vals. Pálmi hafnaði samningstilboði KR fyrr í vikunni og val hans stóð því á milli Vals og FH. Samkvæmt mjög áreiðanleg- um heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að Pálmi fari til FH og heimildir blaðsins herma enn fremur að aðeins sé formsatriði hjá Pálma að ganga frá samningi við Val, sem er eina félagið sem hann er í viðræðum við sem stendur. Pálmi var þögull þegar Fréttablaðið spurði hann út í málið og hann vildi hvorki játa því né neita að hann væri á leið í Val. „Þetta er ekki alveg komið hjá mér en ég mun semja við eitthvert lið um helgina eða strax eftir helgi. Það eina sem ég get sagt er að það lið er fyrir sunnan,“ sagði Pálmi Rafn. - hbg Framtíð Pálma Rafns Pálmasonar að skýrast: Á leið á Hlíðarenda PÁLMI RAFN Aðeins í viðræðum við Val og semur við félagið á næstu dögum sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Borðar Mæja í stofunni? Athyglisverð auglýsing er inni á heima- síðu FH, fh.is, þar sem handboltagoð- sögnin Geir Hallsteinsson, sem situr í stjórn handknattleiksdeildar FH, óskar eftir eldhúsborði og sjónvarpi á lítinn eða engan pening. Hlutirnir munu fara í íbúð dönsku stórkyttunnar Mæju Grön- bæk sem hefur, samkvæmt þessu, mátt búa við þröngan kost. > Þórarinn á leið úr bænum Framherjinn Þórarinn Kristjánsson staðfesti við Fréttablaðið að hann myndi ekki leika með liði í Reykjavík næsta sumar. Þórarinn er á leið undir hnífinn vegna hnémeiðsla en hann verður kominn á ról aftur eftir 2-3 vikur. Til stendur að hann fari til reynslu hjá sænsku félagi í kringum áramótin en verði ekkert úr þeirri ferð mun hann leika á Íslandi. Þar stend- ur valið á milli tveggja félaga - Grindavíkur og Keflavíkur - en Þórarinn er alinn upp hjá Keflavík. Íslenska landsliðið í hand- knattleik vann eins marks sigur gegn Pólverjum, 38-37, í fyrsta leik sínum í fjögurra liða móti sem fram fer í Póllandi. Íslenska liðið leiddi allan leikinn og hafði eins marks forystu í leikhléi, 18-17. Ólafur Stef- ánsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með tíu mörk en margir leikmenn íslenska liðsins áttu góðan leik og þá sér- staklega í sókninni þar sem nýting leikmanna var til mikillar fyrir- myndar. „Þetta var mjög fínt. Við tókum forystuna strax í byrj- un og leiddum allan leikinn,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ og fyrrverandi aðstoð- arlandsliðsþjálfari, sem er með íslenska liðinu í Póllandi. „Við vorum með 4-5 marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir en dómarar leiksins voru ansi duglegir að henda okkur af velli síðustu tíu mínútur leiksins og það gerði okkur erfitt fyrir. Sem betur fer lánaðist okkur að klára dæmið. Við vorum klárlega betra liðið í dag og áttum sigurinn skil- inn.“ Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Íslands fínn en vörn og mark- varsla var eins og venjulega langt frá því að vera ásættanleg. „Það var mikill hraði í leiknum og svo sátum við utan vallar í 24 mínútur á meðan Pólverjarnir þurftu aðeins að hvíla sig í 8 mínútur. Liðið var mjög massíft og mér fannst liðsheildin mjög góð og það eru allir vel yfir 50% nýtingu. Þetta var bara fínn leikur,“ sagði Einar. Viggó Sigurðsson neitaði að ræða við Fréttablaðið, sem fyrr, eftir leikinn og skellti á blaðamann. Næsti leikur íslenska liðsins er klukkan þrjú í dag gegn Dönum. ÍSLENSKA HANDBOLTALANDSLIÐIÐ: LÉK VEL Í FYRSTA LEIK Á FJÖGURRA LIÐA MÓTI Í PÓLLANDI Ólafur með stórleik í eins marks sigri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.