Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 19. október 1975. TÍMINN 13 yfir aö ráöa, hvort sem öðrum þjóöum likar þaö betur eða verr. Við vitum, að við eigum samiíð, skilningi og stuðningi að mætahjá mörgum þjóðum. Það ber að þakka. En voldugar þjóð- ir eru okkur einnig andsniinar og munu e.t.v. reyna að gera okkur margvislegt ógagn. En á þessu stigi vil ég ekki vera með neina spádóma um slikt. Von min er sií, að langflestar þjóðir viöurkenni útfærsluna i verki, þó að ekki sé frá þeim að vænta neinna formlegra yfirlýsinga. En af viðbrögðum annarra þjóða við þessu lifshagsmuna- máli okkar munum við álykta um hug þeirra i okkar garð og afstaða okkar til þeirra hlýtur af þvi að mótast. Það er óhjá- kvæmilegt. Alþ j óðadó m stólli nn í þessu máli er ekki um neinn venjulegan lagaágreining að tefla. Við litum svo á, að fram- kvæmd þeirrar ákvörðunar að stækka fiskveiðilandhelgina þýði I raun réttri lif eða dauða fyrir sjálfstæða islenzka þjóð — varði grundvöll framtiðar- tilveru hennar og fullveldis. Verndun fiskimiðanna er i raun- inni liftrygging islenzku þjóðar- innar. Þess konar mál leggjum við ekki — og engin þjóð undir úrskurð alþjóðadómstóls eða neinnar alþjóðastofnunar. Is- lendingar munu þvi i engu sinna þeim málarekstri, sem Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa stofnað til fyrir alþjóðadóm- stólnum. Framhald þess mála- reksturs þjónar þvi engum til- gangi. Grundvöllur þess mála- tilbúnaðar er enginn annar en hið svokallaða samkomulag frá 1961, sem Alþingi hefur einróma lýst yfir, að ekki geti lengur átt við og séu íslendingar ekki lengur bundnir af þvi. Það samkomulag viö Breta var vægast sagt gert undir erfiöum og óvenjulegum kring- umstæðum, þar sem herskipa- floti frá Bretlandi var hér við land. Samkomulagið var gert i fullri andstöðu við alla stjórnar- andstöðuna, 28 þingmenn, er lýstu þvi yfir á Alþingi, að þeir myndu nota fyrsta tækifæri til þess að léysa þjóðina undan þvi. Aðstæður eru svo gerbreyttar frá þvi 1961, að óliklegt er, að nokkur hefði gert þetta sam- komulag, ef hann hefði séð þró- unina fyrir. Samkomulagið hefur og þjónað tilgangi sinum og þvi hefur verið sagt upp með hæfilegum fyrirfara. En þótt við íslendingar teljum okkur hvorki lagalega né sið- ferðilega skylt að hlita lögsögu alþjóðadómstólsins um þetta mál, höfum við verið og erum reiðubúnir til viðræðna við Breta og Vestur-Þjóðverja og aörar þjóðir, sem hér eiga sér- stakra hagsmuna að gæta um timabundið samkomulag til þess að leysa á sanngjarnan hátt vandamál þeirra útgerðar- staða, sem verða fyrir skakka- föllum af útfærslu fiskveiði- markanna. Slikt samkomulag hefur enn ekki náðst. En ég er þeirrar skoðunar, að slikum samkomulagstilraunum eigi að halda áfram, þó að útfærslan komi nú að sjálfsögðu til fram- kvæmda. Ég álit, að sliku sam- komulagi ætti að vera hægt að ná, ef báðir aðilar fást til að skoða sjónarmið hvors annars af sanngirni og án þess að hugsa of mikið um lagaflækjur og úr- eltar kennisetningar. Það er min skoðun að heiðarlegt og sanngjarnt bráðabirgðasam- komulag væri beztur kostur fyrir þessar þjóðir, bæði fyrir okkur og þær, þar sem Bretar og Þjóöverjar hafa lengstum verið vinaþjóðir Islands og við höfum haft við þær mikil við- skipti til gagns fyrir alla aðila. En við skulum vera við öllu búnir. Viðskulum gera ráðfyrir að búa okkur undir langa og stranga baráttu. Sú barátta get- ur kostað fórnir. Sú barátta get- ur kostað það, að við verðum að neita okkur um sitthvað i bili. En barátta verður ekki unnin með neinum skyndiupphlaup- um, stóryrðum eða æsifregnum, heldur með þrautseigju, æðru- leysi, og ódrepandi úthaldi. Ég heiti á alla landsmenn að sýna stillingu. Ég veit að mönnum hleypur eðlilega kapp i kinn. En vanhugsuð fljótræðisverk geta gert ógagn. Brezkt veiðihólf i 50-milunum. Fjærst vomir freigátan yfir landhelgisbrjótunum. Tveir um eitt troll: Þannig reyndu brezku togararnir að svara kiippum varðskipanna. Fremri togarinn er að veiðum, en hinn fylgir á eftir á „klippuvakt”. Málað yfir nafn og númer. Ég heiti á alla landsmenn að standa saman i þessu máli sem einn maður, alveg án tillits til allra flokkaskila. Það ber um- fram allt að leggja áherzlu á al- gera þjóðareiningu. 1 sambandi við þetta mál á allt dægurþras að þagna. Við þurfum öll að standa saman sem einn maður, hvar i stétt eða stjórnmálaflokki sem við annars stöndum. Þjóð- fylkingin i þessari baráttu mun ekki rofna. Það mun fólkið um allt land — ungir sem gamlir — sjá um. Þjóð, sem er jafn ein- huga og Isí. þjóðin i þessu máli, verður ekki komið á kné. Fyrr eða seinna mun einhugur- inn færa okkur sigur. Það er stór dagur á morgun. Þá stækkar tsland. Þess dags mun lengi minnst. Þess dags mun minnst á meðan íslands- sagan er skráð. Þetta voru orð Ólafs Jóhannessonar i ávarpi til þjóðarinnar 1. september árið 1972 (millifyrirs. blaðsins). Umræður urðu ekki um þessa útfærslu á Alþingi, þar eð Alþingi var í sumarleyfi, en náið samstarf var haft við stjórnar- andstööuna um málið og alger samstaða hafði náðst. Voru þvi gefin út bráðabirgðalög sam- kvæmt 28. gr. stjórnarskrárinn- ar. öðluðust lögin gildi 30. ágúst 1972. Varðskipin beittu nýrri aðferð Varðskipin hófu þegar að- gerðir til þess að bægja erlend- um togurum frá hinum friðuðu svæðum. Var nú beitt nýrri aö- ferð, sem átti eftir að öðlast mikla frægð, það er að veiðar- færin voru klippt aftan úr togur- unum með nýju verkfæri, „kiippunum”, sem áttu eftir að sanna ágæti sitt. Klippurnar ollu miklu irafári hjá erlendu veiðiþjófunum og strax á fyrstu dögunum eftir út- færsluna komu kröfur um að brezkir togarar yrðu verndaðir með herskipaflota eins og gert hafðiveriðþegar landhelgin var færð út i 12 sjómilur. Hátt settir menn i Bretlandi gáfu óform- legar yfirlýsingar um að herskipum yrði beitt, ef Islend- ingar hættu ekki áreitni sinni, og þótt Bretar gripu ekki til her- flotansþegar istað varhann ná- lægur. Brptar mundu vel vand- ræðin frá 1958 og brezki flotinn var ekki alltof fús til aðgerða, meðal annars vegna þess álits- hnekkis, sem hann varð fyrir i þorskastriðinu. Málarekstur var hins vegar hafinn gegn Islendingum fyrir Haag dómstólnum. Voru það Bretar og Þjóðverjar sem stefndu. Fór það svo, að varöskipin torvelduðu landhelgisveiðarnar mjög og klipptu veiðarfærin aftan úr fjölda togara. Var frá þvi skýrtnýlega, að búið væri að klippa veiðarfærin aftan úr 100 erlendum togurum. Samningar við aðrar þjóðir um aðlögun Skömmu eftir útfærsluna í 50 milur hófust viðræður við ýmsar þjóðir. Fór svo, að samn- ingar náðust við Belga, sem fengu að veiða i 7 hólfum við suðurströndina.enleyfiðnáði til 19 belgiskra togara. Gilti sam- komulag þetta til 1. júni árið 1974. Einar Agústsson utanrikis- ráöherra undirritaði samkomu- lagið fyrir hönd rikisstjórnar- innar, og sagði i þvi sambandi að hann teldi þetta verulegan ávinning fyrir íslendinga að ná sam ningum, þótt þeir fælu ekki i sér formlega viðurkenningu á réttmæti 50 milnanna. Samningar voru einnig gerðir við Færeyinga og Norðmenn. Viðræður höfðu einnig farið' fram við Breta og V-Þjóðverja, en án árangurs. Nokkrar þjóðir virtu landhelgina i verki, t.d. Rússar, Pólverjar og A-Þjóð- verjar. Kinverjar veittu form- lega viðurkenningu. Auk þess barst stuðningur viða að. Herskipin koma Það kom i ljós, að islenzka landhelgisgæzlan var þess megnug að stugga Bretum frá landhelginni. Háværar kröfur voru sendar frá brezkum tog- aramönnum og útgerðarmönn- um um vernd herskipa. Brezka stjórnin sendi dráttar- báta togurunum til verndar, en herskipin biðu átekta utar. Fór svo að lokum að brezki togara- flotinn á Islandsmiðum gerði „verkfall”. Hinn 17. mai tóku brezkir togaraskipstjórar þá ákvörðun að sigla heim, ef ekki fengist herskipavernd. Sigldu togararnir þar með út fyrir 50 milna mörkin. 19. mai taldi brezka stjórnin að við svo búið mætti ekki standa, og ákvað að endurtaka leikinnfrá l958og senda herskip til verndar brezka togaraflotan- um. Skömmu siðar sigldu her- skipin inn fyrir 50 milurnar og hófu aðgerðir togurunum til verndar. Framkoma Breta vakti gifur- lega reiði á Islandi. Aðþýðusambandið boðaði til útifundar á Lækjartorgi og var taliðað þriðja tug þúsunda hefði sótt fundinn. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að hernaðar- ástand rikti og kvaðst þó vona að ekki kæmi til slita á stjóm- máiasambandi við Breta. Hann kvað samningaviðræður útilok- aðar meðan brezk herskip væru innan landhelginnar. Til mjög alvarlegra átaka kom á m iðunum, þvi að herskip- in og dráttarbátarnir gerðu Itarlegar tilraunir til þess að sigla niöur varöskipin. Grófast var, þegar minnstu munaði að þeir sigldu niður varðskipið Ar- vakur út af suðurströnd lands- ins. Þá stóð fundur Nixons og Pompidou á Kjarvalsstöðum og málið komst i heimsfréttirnar. Harka færist i landhelgismálið. Ólafur Jóhannesson og Edward Heath semja Hinn 27. september 1973 sam- þykkti islenzka rikisstjórnin að slita stjórnmálasambandi við Breta, ef herskipin flyttu sig ekki út úr hinni nýju iandhelgi. Var herskipunum gefin frestur til 3. október, eða stjórnvöldum i Bretlandi var gefinn sá frestur til þess að kalla herskipin heim. Þetta varð til þess, að sér- stakt bréf frá forsætisráðherra Breta barst til Ólafs Jóhannes- sonar, bar sem boðuð var breytt stefna. Varð það úr, að ólafur Jóhannesson fór til fundar við Heath 15. október og stóðu við- ræðufundur forsætisráðherr- anna I tvo daga. 20. sama mán- aðar var samningsgrundvöllur milli Breta og Islendinga birtur almenningi og var bráðabirgða- samkomulag þetta staðfest af Alþingi 14. nóvember. I forystugrein Timans er farið svofelldum orðum um sam- komulagið: „Alþingi hefur nú samþykkt, með yfirgnæfandi meirihluta, tillögu um að heimila rikis- stjórninni að ganga til bráða- birgðasamninga við Breta um veiðar þeirra innan fiskveiöi- lögsögu Islands. Með þessu bráðabirgðasamkomulagi vinnst þrennt. Bretar viður- kenna óbeint hina nýju fisk- veiðilögsögu, þar sem þeir sam- þykkja að draga úr veiðum sin- um innan hennar. Agangur Breta á fiskimiðin minnkar þvi verulega miðað við það, sem liklegt er, að ella hefði oröið. Meö samningnum er svo afstýrt þeim árekstrum og hættum, sem annars voru yfirvofandi. Hér hefur þvi mikið áunnizt, þótt það gildi i þessu tilfelli eins og mörgum fleiri, að margir hefðu óskað þess að ná enn betri niðurstöðu. Óþarft er að rekja það, aö ekki Lefur gengið þrautalaust að fá Breta til að fallast á þetta samkomulags. 1 fyrstu kröfðust þeir þess að mega veiða eins mikið á Islandsmiðum og þeir höfðu veitt til jafnaðar undan- farinár. Þeir ætluðu m.ö.o. ekk- ert að skerða veiðar sinar. Þeir espuðust i þessum ásetningi, þegar Alþjóðadómstóllinn studdi þessa kröfu þeirra. Smátt og smátt neyddust þeir til að láta undan þrautseigju og ein- beitni Islendinga, og öflugur áróður þeirra út á við knúði Breta til undanhalds. Niður- staðan varð sú, að þeir féllust að lokum á 55 þús. tonna minni árs- afla en þeir kröfðust i upphafi. Enn meira er það þó vert, að þeir féllust á ýmis raunhæf skerðingarákvæði, t.d. i sam- bandi við tölu og stærð skipa. Það er furðuleg fjarstæða, þegar fylgismenn undanhalds- samningsins, sem gerður var við Breta, reyna að halda þvi fram, að hann hafi verið betri en það samkomulag, sem nú hefur verið gert. I þvi efni visa þeir helzt til þess, að þá hafi fengizt formleg viðurkenning á 12 mil- unum. Það lá ljóst fyrir þá, að þessa viðurkenningu þurfti ekki Framhald á bls. 39 Edward Heath, forsætisráðherra Breta, býður Ólaf Jóhannesson, for- sætisráðherra, velkominn til fundarins i Powning-stræti 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.