Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. AÐ SKYNJA VERÖLDINA MEÐ FINGRUNUM... Skólastofan er ekki stór, enda engin þörf á því, nemendurnir eru ekki svo margir. En strax og þ.ú stígur inn fyrir þröskuld- inn, finnur þú, að hún er í ýmsu frábrugðin öðrum skólastofum. Ýmislegt er þarna af kennslutækjum, sem þú kannast við, eins og hnattlíkan, sem þó er frá- brugðið. Þar eru landa- mærin nefnilega upphleypt lika. Og svo er engin tafla á veggnum. Hún kæmi nemendunum ekki að full- komnum notum. Þeir sjá nefnilega talsvert verr heldur en við — og sumir þeirra eru alveg blindir. Engu að síður stunda þeir nám sittaf kappi og skynja veröldina að mestu með fingrunum. Það er krafta- verkið, sem við segjum f rá að þessu sinni. Okkur þykir vænt um að geta veitt þeim skólarými Við erum staddir i Laugarnes- skóla. Jón Freyr Þórarinsson er þar skólastjóri, og hann hefur heilsað og boðið okkur velkomna, og rabbar við okkur á meðan við biðum þeirrar, sem við áttum aðalerindið við i dag, Margrét F. Sigurðardóttur, sem hefur með höndum forstöðu Blindaskólans, sem ér til húsa þarna i skólanum. — Við gerum okkur fyllilega grein fyrir þvi, að aðstaðan er ekki eins góð og hún þyrfti að vera, kennslan fer fram i einu herbergi eins og er, en okkur finnst mikils um vert, að þessi börn geti stundað venjulegt nám með öðrum börnum. Ég fyrir mitt leyti er mjög fylgjandi þvi, að öll börn séu i venjulegum skólum, og stundi kennslustundir, nema þvi aðeins þar sem sérþarfir þeirra gera það ókleift með öllu. En okk- ur hérna við Laugarnesskóla þyk- ir vænt um, að hafa verið þess megnug að skjóta skjólshúsi yfir þessi börn og geta veitt þeim skólarými innan veggja þessa skóla, enda þótt við gerum okkur ljóst, að aðstæður séu ekki sem beztar. Þannig komst Jón Freyr Þórar- insson skólastjóri að orði, meðan við röbbuðum saman, og við innt- um hann eftir þvi, hvort sambúð- in milli barnanna væri ekki góð, eins og barna yfirleitt. Sambúöin er afskap- lega góð — Ja, það er nú nefnilega það, sambúðin er góð, en það er eins og hin börnin vilji hjálpa þeim blindu of mikið. Það er til dæmis alger óþarfi að sýna öf mikla hjálpfýsi i mörgum tilfellum, það vill bara fara i skapið á þeim og valda leiðindum. Og nú er hún Margrét komin inn til okkar, og hún tekur undir þessi orð. — Félagslyndi hjá börnum er afskaplega mismunandi, og það er þvi mismunandi, hve vel þau samlagast hinum börnunum. Sum eru blátt áfram þannig gerð, að þau vilja vera sem mest út af fyrir sig, — og fá þá kannski ekki frið til þess. — Hversu mörg eru blindu börnin i þessum skóla? — Þau eru sex talsins, á aldrin- um sex til fimmtán ára. — Þið byrjið þá að kenna þeim svona ungum? — Já, alveg endilega. Við tök- um við þeim, þegar þau eru á mörkunum að verða sex ára, og höfum þau hjá okkur i heilan vet- ur til að byrja með, og svo áfram. Víðsvegar aðaf landinu — Eru þessi börn öll úr Reykjavik? — Nei, þau eru einnig utan af landi. Hér er kappsamlega starfað. Fremst á myndinni er Ragnhildur kennslukona að aðstoða Guðbjörgu við lesturinn. Margrét og Ægir kynna sér heiminn af upphieypta hnattlikaninu. — Og er þeim fylgt i skólann? — Já, þau sjá afskaplega litið, ef nokkuð, og þá aðeins i þoku. — Þau, sem eru utan af landi, búa þá ekki i heimavist hérna? — Nei, þau búa hjá ættingjum, sem hafa umsjón með þeim. — Nú er Laugarnesskólinn rekinn af borginni? — Já, já, og skólinn fyrir blindu börnin er rikisskóli, sem rekinn er innan veggja Laugarnesskól- ans. Þetta hefur verið ákjósan- legasta samstarf — til fyrirmynd- ar i einu og öllu. Um það eru þau Margrét og Jón Freyr sammála. — Og hversu lengi hefur skól- inn starfað? — f fjögur ár hérna i Laugar- nesskólanum. — Er hann sæmjlega búinn að kennslutækjum? Þá brosir Margrét og segir, að það sé langbezt, að við komum með henni inn i kennslustofuna og göngum úr skugga um það sjálfir. Þarna upplifðum við kraftaverkið Og þarna var það, i litlu kennslustofunni á efstu hæð i austurálmu Laugarnesskólans, sem við Timamenn upplifðum kraftaverkið. Þau voru öll önnum kafin. Fjóla er elzt barnanna, hún sat við skrifvélina sina og var önnum kafin við að skrifa, þegar við komum. Hún var þegar búin að fá bláa viðurkenninarstjörnu á blað- ið sitt ofanvert, og nú var hún að ljúka við það. Tveir kotrosknir strákar voru að skrifa með blýanti. Þeir heita Skúli og Sverrir, og það eru dugn- aðarlegir strákar, fullir af atorku og keppnisskapi, — og þeir skrifa ljómandi fallega prentstafi, nokk- uð stóra að visu, en það gera allir, sem eru að byrja að draga til starfs. Agústa, hljóðlát, indæl stúlka, er að reikna. Hún hefur verið blind frá fæðingu, en hún á ekki i neinum erfiðleikum með reikninginn sinn. Ekki i neinum erfiðleikum, kannt þú að segja, lesand’i minn, og það er von. Blind stuiKa smu- ar, önnur reiknar, og á ekki i neinum erfiðleikum. Og þetta er satt. Þetta' er nefnilega það, sem við leyfum okkur að kalla krafta- verkið. Búa sjálfar til kennslubækurnar Skrifvélin hennar Fjólu er með sex nokkuð stórum leturtökkum, sem móta pappirinn mismunandi eftir þvi, hvaða staf hún er að skrifa. Margrét fullvissar mig um það, að þau þurfi ekki að skorta neinar kennslubækur. — Við skrifum allar kennslu- bækur, sem þau þurfa, á vélarn- ar, sem skólinn á. Þær eru sjö eða átta, og börnin læra á þær og skrifa sjálf á þær stila og önnur verkefni. Við skrifum lika dæmin á þessar vélar, og siðan leysa þau dæmin eftir sinum leiðum. Og þessar leiðir eru mjög svip- aðar þvi, sem gerast i handsetn- ingu hjá prenturum. Þau hafa málmkubba með tölustöfunum Texti: BH Myndir: GE Fjóla skrifar stil. HUn fékk viðurkenningarstjörnu fyrir þann sföasta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.