Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. október 1975. TÍMINN 17 Erlendur Einarsson forstjóri Sambands islenzkra samvinnufé- laga I ræðustól. um yrði framar öðru að byggjast á þvi, að farið væri i auknum mæli að nýta fisktegundir, sem 'litt eða ekki hefðu verið veiddar til þessa. Einnig benti hann á annað, sem var, að þróunin i heiminum stefndi nú greinilega i þá átt, að strandriki yfirtækju lögsögu yfir fiskimiðum undan ströndum sinum, sem þýddi, að fiskveiðar myndu framvegis fyrst og fremst verða stundaðar frá þessum rikjum, en veiðar á fjar- lægum miðum myndu óhjá- kvæmilega dragast saman. Þetta myndi skapa talsverða breytingu á viðhorfum frá sjónarhóli þróun- arlandanna, og hann lagði á- herzlu á, að i sambandi við aukn- ingu á tækni og endurbætur á skipulagi vinnubragða við veið- arnar hefði samvinnuhreyfingin verulega miklu hlutverki að gegna. Sex málaflokkar — Svo hefur væntanlega verið vikið nánar að einstökum þáttum þessara mála síðar á ráðstefn- unni, var ekki svo? — Jú, viðfangsefnum ráðstefn- unnar var skipt niður i sex mála- flokka og fjallað um hvern þeirra fyrir sig undir sérstökum dag- skrárlið. Nánar til tekið var fyrsti flokkurinn Framleiðsla sjávaraf- urða og varðveizla fiskistofn- anna, annar flokkurinn var Sala og framleiðsla á sjávarafurðum, sá þriðji nefndist Tæknivæðing i samvinnufiskiðnaði, hinn fjórði Samvinnufélög um fiskveiði, fimmti flokkurinn var Sérrann- sóknir i þróunarlöndunum, og loks var sjötti málaflokkurinn, sem nefndist Tæknileg aðstoð viö þróun fiskveiðisamvinnuféiaga I þriðja heiminum. Undir öllum þessum málaflokkum voru flutt fleiri eða færri erindi um afmörk- uð svið innan hvers flokks fyrir sig, og eins og gefur að skilja kom þar fram mikill fróðleikur og meiri en svo að hægt sé að rekja hann hér. Ég vil lika geta þess, að þess var farið á leit við mig að vera fundarstjóri á ráðstefnunni einn daginn, sem ég gerði, enda taldi ég það vera vott um viður- kenningu á þvi hlutverki, sem Is- land gæti gegnt á sviði aðstoðar við þróunarlöndin i fiskveiðimál- Kyuning á islenzkum viðhorfum — En ef við vikjum þá að þinu eigin erindi á ráðstefnunni, á hvað lagðir þú helzt áherzlu þar? — Erindi mitt féll undir annan málaflokk ráðstefnunnar, en i þvi fjallaði ég um fiskveiðar við Is- land, fiskvinnslu hér og útfiutning á frystum fiskafurðum. Þessu var þannig háttað, að ég lagði fram skriflegt erindi fyrir ráðstefnuna, sem var dreift þar á þrem tungu- málum: ensku, frönsku og japönsku,en þessi þrjú tungumál voru notuð á ráðstefnunni. I er- indinu leitaðist ég við að gera grein fyrir þróun þessara mála hér á landi síðustu áratugina. Ég lagði sérstaka áherzlu á það, að með áræði og dugnaði hefði okkur íslendingum tekizt að byggja upp myndarlegan fiskveiðiflota á- samt nýtizkulegum fiskvinnslu- stöðvum, og með þvi móti hefði okkur tekizt að tryggja okkur mjög góð lifskjör miðað við það sem gerðist viða i öðrum heims- hlutum. Ég gerði þar einnig grein fyrir hlutverki Sambandsins og kaupfélaganna i sambandi við þessa uppbyggingu, en sérstak- lega rakti ég þó þróun landhelgis- málanna og leitaðist við að út- skýra, hvers vegna við teldum okkur svo mikilvægt sem raun ber vitni að vernda fiskistofnana við landið. Ég rakti helztu rök, sem lægju að baki útfærslunni i 200 milur og leitaðist við að sýna fram á, að hún væri gerð af brýnni nauðsyn og til þess að koma i veg fyrir, að erlendar stórþjóðir eyðilegðu þessar auð- lindir undan ströndum landsins með rányrkju. A sjálfri ráðstefn- unni kynnti ég siðan þessi mál með stuttri ræðu, þar sem ég dró fram aðalatriðin i erindi minu, og mér er mikil ánægja að geta skýrt frá þvi, að sjónarmið okkar I landhelgismálinu virtust mæta þarna skilningi. I sjálfum loka- niöurstöðum ráðstefnunnar voru þau siðan tekin upp i formi úr- dráttar úr erindi minu, án þess að nokkur gerði við það athuga- semdir eða hreyfði mótmælum. Þar fyrir utan er það svo von min, að erindi mitt hafi komið að nokkru gagni fyrir fulltrúana frá þróunarlöndunum á ráðstefnunni, þannig að þeir hafi getað dregið einhverja lærdóma af reynslu okkar Islendinga á sviðum fisk- veiða og fisksölumála, sem ég lýsti þar. Samvinnufélög i Japan — Svo hefur þú væntanlega notað tækifærið og litazt eitthvað um i Japan. Geturðu sagt okkur nokkuð frá starfsemi samvinnu- félaga þar i landi? — Eins og gefur að skilja var timinn til skoðunarferða mjög naumur, en ég reyndi þó eftir föngum að afla mér upplýsinga um starfsemi samvinnufélaga i landinu. 1 Japan er samvinnu- hreyfingin mjög útbreidd og gegnir veigamiklu þjóðfélagslegu hlutverki. Segja má, að japanska samvinnuhreyfingin skiptist nið- ur i þrjár höfuð greinar: 1. „Fjölþætt” samvinnufélög, þar sem bændasamtökin eru bak hjallinn. Þessi samvinnufélög, sem eru um 5000 talsins, eru mjög lik islenzku kaupfélögunum, sem viðskipti hafa við bændur. Félög- in reka smásöluverzlun, vinnslu og sölu landbúnaðarafurða, inn- lánsdeildir og vátryggingar o.s.frv. Félögin starfa i borgum, bæjum, þorpum og sveitum. 2. Hrein neytendasamvinnufélög, eins og við þekkjum þau i ná- grannalöndunum. 3. Samvinnufélög fiskimanna, en fjöldi þeirra er um 2300. Þá er starfandi mjög öflugur samvinnubanki I Japan i tengsl- um við fjölþættu samvinnufélögin og fiskimannafélögin. Þessi banki er einnig eins konar miðbanki (central bank) fyrir innlánsdeild- irnar og fylkis samvinnuspari- sjóðina. Innlán i þessum fjár- málastofnunum samvinnufélag- anna, þann 31. marz 1975, voru sem hér segir i Bandariskum dollurum. 1. I Innlánsdeildum U.S. $43,0 milljarðareða isl. krónur um 7095 milljarðar. 2. I Fylkis-samvinnusparisjóðum (Prefectural Credit Federations) U.S. $21.0 milljarðar eða isl. krónur 3.465 milljarðar. 3. 1 Samvinnubankanum U.S. $9.5 milljarðar eða Isl. krónur 1.567 milljarðar. Samtals eru þessi innlán i Is- lenzkum krónum 12.127 milljarð- ar, og gefur sú upphæð nokkra hugmynd um umfang þessarar starfsemi sam vinnufélaga i Japan, en peningastofnanir neyt- enda samvinnufélaga eru hér ekki meðtaldar. Fiskirækt — Telur þú, að við getum e.t.v. lært eitthvað af Japönum i sam- bandi við fiskveiðar og fisksölu- mál? — Það er erfitt að svara þvi, en einna mesta athygli mina vöktu þó þær upplýsingar, sem fram komu á ráðstefnunni um fiskirækt Japana og þær aðgerðir, sem þeir nota til að auka fiskgengd og rækta upp fiskistofnana. Þeir eru mjög athafnasamir á þessu sviði og nota mjög margvislegar að- ferðir i þessum tilgangi, allt frá beinni ræktun I þar til gerðum fiskþróm og upp i það að dreifa næringu á hefðbundum fiskimið- um og vernda þau gegn mengun með þvi að hreinsa burt hvers konar mengunarvalda. Þeir eru mjög athafnasamir á þessu sviði, og m.a. hafa samvinnufélög fiski- manna komið þar mjög við sögu, jafnt að þvi er varðar fiskirækt I ferskvatni og I sjó. Eins og ég gat um nefndi Mr. Popper það I inn- gangserindi sinu, að flestir þeir fiskistofnar, sem fiskveiðar nú- timans byggðust á, væru um það bil fullnýttir. Það virðist benda til þess, að fiskiræktin verði lausn- arorð framtiðarinnar i sambandi við alla aukningu á matvælaöflun úr sjó og vötnum, og i þvi sam- bandi sýnist mér, að aðrar þjóðir hljóti að geta lært margt af Japönum, og þá e.t.v. einnig við Islendingar. Við þökkum Erlendi Einarssyni forstjóra fyrir þessa frásögn. ES Túnfiskur á einum fiskmarkaðanna. Flestir kannast við Las Palmas á Kanarleyjum, sem mikinn ferðamannastað en færri vita eða gera sér grein fyrir þvi, að þaðan eru stundaðar umfangsmiklar fiskveiðar. Japönsk túnfiskveiðiskip og japanskir togarar, sem veiðar stunda á þessum slóðuiii hafa bækistöð i Las Paimas. Engin þjóð veraldar stundar fiskveiðar af jafn miklu kappi og Japanir, sem veiða um tiu milljónir lesta af fiski árlega. — Á efri myndinni má sjá eitt af nýrri fiskiskipum þeirra „Kaiyo maru”, sem er 3200 lestir, en á þeirri neðri eitt þeirra skipa, sem eftirlit hefur meö fiskveiöunum. Annars voru það samvinnufé- lög fiskimanna I Japan, sem vöktu mesta athygli mina, en það form samvinnurekstrar hefur eins og kunnugt er aldrei náð fót- festu hér á landi, þótt Sambands- kaupfélögin hafi haft meiri og minni afskipti af útgerð og fisk- vinnslu. Japanir hafa nú um all- langt skeið lagt mjög mikla á- herzlu á að efla fiskveiðar sinar, og m.a. eru þær mjög mikið rikis- styrktar. Ég komst líka að einu þarna, sem mér var ekki kunnugt áður, en það er, að fyrirkomulag- ið hjá þeim er þannig, að það eru viðkomandi héraðastjórnir á hverjum stað, sem virðast eiga réttinn á fiskimiðunum undan ströndum landsins og ráðstafa af- notunum af þeim með leigukjör- um. Fiskveiðarnar meðfram ströndunum eru siðan nær undan- tekningarlaust skipulagðar innan samvinnufélaga fiskimannanna sjálfra, og það eru þau sem taka miðin á leigu hjá héraðastjórnun- um og hafa þannig einkarétt á veiðum hvert á sinu svæði. Þessi samvinnufélög eru síðan félags- mönnum sinum mjög innan hand- ar á öllum sviðum veiðanna, þvi að þau hjálpa þeim til að eignast skip, veiðarfæri og annan nauð- synlegan útbúnað til að stunda fiskveiðarnar. Siðan annast þau einnig söluna, en fisksölukerfið hjá Japönum er mjög flókið. Það hefst yfirleitt alltaf á þvi, að fisk- urinn er boðinn upp á sérstökum fiskmörkuðum, og þar selja sam- vinnufélögin hann til þeirra kaup- enda, sem hæst bjóða hverju sinni. I landinu eru um eitt þús- und slikir fiskmarkaðir. Þaðan fer fiskurinn til félaganna. Þaðan fer fiskurinn siðan eftir margvís- legum dreifingarleiðum, þar til hann er loks seldur neytendum á mörkuðum i stórborgunum. Þetta dreifingarkerfi er mjög flókið og margþætt, en það stafar fyrst og fremst af þvi, að þvi er ætlað að taka við mjög miklu magni af fiski og dreifa honum á sem skemmstum tima til óhemju- mikils fjölda neytenda i borgun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.