Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. Menn og máUfni Þorskastríð vinnst ef þjóðin er einhuga Fjórða út- færslan Reglugerðin um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 milur hefur nú tekið gildi. Þetta er fjórða útfærsla á fiskveiðilög- sögunni, og sú, semnær yfir mest hafsvæði. Þótt enn séu ekki miklar veiðar á hafsvæðinu milli 50-200 milna, bendir margt til þess,að þær eigi eftir að aukast i náinni framtið. Þvi var óhjá- kvæmilegt að draga það ekki, að láta fiskveiðilögsöguna ná til þessa svæðis. Annars var m.a. hætta á, að erlend fiskiskip færu að sækja á þetta hafsvæði, þar sem önnur eru að lokast þeim t.d. vegna' aukinnar veiðitak- markana á Barentshafi og við Kanada. Þá er mikilvægt að geta strax hafið undirbúning á stjórn- un veiðanna á öllu svæðinu innan 200 milna markanna. Framundan eru nú viðræður við þær þjóðir, sem hafa fiskað innan tvö hundruð milnanna. Tilgangur þeirra viðræðna er að reyna að leiða i ljós, hvort við ná- úm friðun með samningum eða nýju þorskastriði. Um þetta fór- ust Ólafi Jóhannessyni dóms- málaráðherra svo orð i viðtali, sem birtist við hann hér i blaðinu daginn, sem útfærslan tók gildi. „Meginmarkmið okkar ■ með útfærslunni er að friða fiski- stofnana og minnka aflamagn þeirra erlendu togara, sem sækja miðin hér við land, auk þess að stefna að nýtingu fiskimiðanna fyrir tslendinga sjálfa. Þess vegna verður að meta það, hvort við teljum að við gétum dregið meira úr aflamagni erlendu togaranna með þvi að fara ein- hverja samkomulagsleið til bráðabirgða, eða með átökum og ófriði, sem liklega má búast við, takist samningar ekki.” Eins og nú horfir, virðist öllu 1 iklegra,að ekki verði komizthjá nýju þorskastriði. Þorskastrið á ekki að þurfa að óttast, ef þjóðin er nógu einhuga. Fyrri útfærslur Á þessu ári eru liðin 23 ár frá fyrstu útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Þá var grunnlinan dregin fyrir alla firði og flóa og fiskveiðilögsagan svo ákveðin fjórar milur. Það var stórt stökk að friða þannig alla firði og flóa fyrir veiðum útlendinga. Það var ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins undir forustu Steingrims Steinþórssonar, sem steig þetta mikilvæga skref i landhelgisbaráttunni, en áður hafði tvennt gerzt, er gerði þessa útfærslu mögulega. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson höfðu af hálfu Framsóknar- flokksins flutt tillögu á þinginu 1946 um uppsögn brezka samningsins, sem stóð i vegi fyrir þvi, að hægt væri að færa út fisk- veiöilögsöguna, og var samningn- um sagt upp nokkru siðar í fram- haldi af þessum tillöguflutningi. Þá voru sett á þinginu 1948 land. - grunnslögin svonefndu, en allar útfærslurnar á fiskveiðilög- sögunni hafa byggzt á þeim. Hans G. Andersen átti frumkvæðið að þessari lagasetningu. önnur útfærsla fiskveiðilögsög- unnar var framkvæmd 1958 af vinstri stjórninni, sem var undir forustu Hermanns Jónassonar. Þá var fiskveiðilögsagan færð út i 12 milur. Hér var um mikinn á- fanga að. ræða, þar sem allar helztu hrygningarstöðvarnar við landið eru innan 12 milna mark- anna. Þó er óhættað segja, að enn stærra skref hafi verið stigið 1972, þegar vinstri stjórnin, undir for- ustu Ólafs Jóhannessonar, færöi fiskveiðilögsöguna út i 50 milur, en innan 50 milna markanna hefur aðallega verið veitt á ís- landsmiðum, eins og áður segir. Þúttur Fram- sóknarflokksins Eins og sést á þvi, sem hér hefur verið rakið, er Framsókn- arflokkurinn eini flokkurinn, sem hefur átt sæti i öllum þeim rikis- stjómum, sem hafa fært út fisk- veiðilögsöguna. A honum hefur jafnan hvilt að gæta þess, að haldiðværiá þessum málum með festu og forsjá. Það getur þurft ekki siður nú en i fyrri skiptin. Svo langt er nú komið þróun hafréttarmálanna, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 200 milur hefur ekki sætt teljandi mótmæl- um. Deilan við Breta og Vestur- Þjóðverja snýst t.d. ekki um 200 milurnar, heldur um söguleg réttindi, sem þessar þjóðir þykj- ast eiga innan 50 milnanna. Þessi deila hefði alveg eins risið þótt útfærslan f 200 milur hefði ekki komið til sögunnar. Þessi deila er nú stærsta viðfangsefnið i land- helgismálinu, eins og fyrr, og veltur mikið á þvi, að þjóðin standi þar vel saman. Styrjöld stéttanna Það er mikið talað um þjóðar- einingu þessa dagana. Allar horf- ur benda til, að nýtt þorskastríð hefjist á Islandsmiðum hinn 13. nóvember. Flestir ræða fagur- lega um, að þá þurfi þjóðin að standa vel saman. Margt virðist hins vegar benda til þess, að sú samstaða verði meiri i orði en á borði. Þegar til alvörunnar kem- ur, er þvi miður þannig ástatt i Is- lenzka þjóðfélaginu um þessar mundir, að stéttarhagsmunir eru settir ofar þjóðarhagsmunum. Aðeins nokkur nýleg sýnishorn skulu nefnd þessu til sönnunar. Fyrst. er þá að geta um mót- mæli frá áhöfnum 119 fiskiskipa gegn hinu nýja fiskverði, sem felur I sér til jafnaðar 5% hækkun. Sú hækkun er ekki mikil en, mun þó geta kostað fjárvana rikissjóð veruleg útgjöld. út af fyrir sig, er samt ekkert við þvi að segja, þótt sjómenn mótmæli og styrki þann- ig aðstöðu sina við nýja samn- ingsgerð, en sá böggull fylgir hér skammrifi, að krafizt er svara innan viku, og siðan er látið að þvi liggja, að flotanum verði öllum stefnt til hafnar, ef ekki verði komið jákvætt svar fyrir þann tima. Það ástand getur þvi skap- azt, að islenzki fiskiflotinn verði allur i höfn, þegar hinn sögulegi 13. nóvember rennur upp. Sturlungaöld hin nýja Næst þessu er svo að geta þess, að samkvæmt atkvæðagreiðslu, sem hefur farið fram hjá opinber- um starfsmönnum, hefur meiri- hlutinn lýst yfir þvi, að hann sé fylgjandi þvi, að gripið verði til sérstakra aðgerða eftir 1. nóvem- ber, ef ekki hafi verið fallizt á verkfallsrétt fyrir þann tima. Ekki er ljóst, hvað átt er við með aðgerðum eftir 1. nóvember; en flogið hefur fyrir, að gripið verði til skæruverkfalla. Svo getur þvi veriö ástatt, þegar 13. nóvember rennur upp, að opinberir starfs- menn séu þá i meiri eða minni skæruverkföllum. 1 þriðja lagi er svö að nefna stúdentana. Þeir hafa látið i ljós, að þeir muni gripa til sér- stakra mótmælaaðgerða, ef ekki verður fallizt á kröfur þeirra. Að- gerðirnar, sem taldar eru koma til greina, eru að hætta að sækja háskólann eða hefja setuverkfall. Ef til vill verða þvi flestir hinna uppvaxandi menntamanna þjóð- arinnar i setuverkfalli hinn 13. nóvember og leggja fram sinn skerf til þorskastriðsins á þann hátt. Sjómenn, opinberir starfsmenn eða stúdentar eru ekki sérstak- lega nefndir hér vegna þess, að þeir haldi fastar fram einkakröf- um sinum en aðrir. Þessar stéttir eru aðeins nefndar hér vegna þess, að þetta eru nýjustu dæmin um þá sturlungaöld stéttanna, sem nú geisar á Islandi. Þar keppist nú hver stéttarhópurinn um það, sem bezt hann getur, að ota fram sinum tota. A sama tima fara viðskiptakjörin siversnandi. Sturlungaöld stéttanná minmr um margt á Sturlungaöld ættanna áður, og er enn i fersku minni hver endalok hún fékk. Deilan um flug- vélakaupin Af hálfu starfsmanna Land- helgisgæzlunnar hefur nú verið svarað þeim ásökunum, að rangt hafi verið að ráðast I kaup á nýrri Fokker F-27 fiugvél til gæzlu- starfa og björgunarleitar, heldur hafi átt að velja Beechcraft-flug- vél. 1 viðtali, sem blaðamenn áttu við Guðmund Kærnested skip- herra nýlega, segir hann það ein- dregið álit sitt, að hefði hann átt að velja flugvél til umræddra starfa, hefði hann hiklaust valið flugvél af gerðinni Orion, Neptun eða Fokkar. Af þessum gerðum sé Fokkar langódýrust. Guð- mundur Kærnested nefndi ákveð- iö dæmi mati sinu til stuðnings. Hann sagði: „Við skulum taka sem dæmi eina erfiðustu leitina, sem við hjá gæzlunni höfum lent I, leitina að Sjöstjörnunni frá Kefla- vik. Hver var reynslan af þessum vélum þá i lágflugi við erfiðar að- stæður? Fokkerinn stóð sig vel. Neptunvélarnar og Orioninn frá hernum lika, en Beechcraft-vél- arnar komu út á leitarsvæðið og fóru svo strax til baka aftur. Þær voru einfaldlega búnar!” (Þjóðv. 11. okt.) Björgunarleit 1 grein, sem birtist i Mbl. þann •16. þ.m. eftir Hálfdán Henrysson stýrimann, er gerð itarleg grein fyrir þvi, að rétt hafi verið að kaupa Fokker-flugvél. Hann segir m.a.: ,,Það er með engu móti hægt að réttlæta það, að íslendingar eigi ekki góðar flugvélar, sem nota megi til leitar þegar vetrarveður geisa. Slikar flugvélar verða að hafa möguleika á að vera lengi i lofti með ýmsan þann útbúnað sem talinn er nauðsynlegur i sliku flugi, svo sem björgunarbáta til að kasta niður til nauðstaddra, ennfremur verður að vera hægt að kasta út neyðarsendiduflum fyrir skip, svo þau geti miðað og fundið slika gúmmibáta. Enginn veit nema sá sem reynt hefur, hversu erfitt það er að leita dög- um saman yfir ólgandi hafi og reyna að finna örlitinn depil, þar sem lif gæti leynzt. Flugmenn og áhafnir Land- helgisgæzlunnar hafa hvað eftir annað leitað við slik skilyrði, þar sem flogið er i' 50 feta hæð timum saman og rýnt er i' gegnum salt- storkna glugga. Islenzkir sjó- menn eiga heimtingu á að njóta þess öryggis, sem það veitir, að til taks séu öruggar og góðar leit- arflugvélar, sem alltaf væru reiðubúnar með nauðsynlegan út- búnað, hvenær sem er.” Ýktar tölur Þá ræðir Hálfdán um kaupverð Fokker-flugvélarinnar og segir: „Það hefur verið látið liggja að þvi, að vél sú sem samið var um kosti 750 millj. króna. Þetta verð er alrangt, umsamið kaupverð var436 millj. króna, þá er eftir að setja i vélina sérhæfð tæki til landhelgisgæzlu fyrir um það bil 50millj. króna. Það má búast við að endanlegt verð verði um 500 millj. kr. en ekki 600 eða 750 millj., sem sumir blaðamenn hafa haldið fram. Þegar bráða- birgðalögin um flugvélakaupin voru sett, þá hljóðuðu þau upp á 450 millj. króna, þvi er þessi föls- un með verðið óskiljanleg.” Með kaupum á Fokker-flugvél- inni hefur þvi ekki verið farið út fyrir þann ramma, sem fólst i heimild Alþingis. Heimildin hefur hins vegar verið notuð til fulls til að tryggja Landhelgisgæzlunni sem fullkomnasta flugvél til björgunarleitar og til löggæzlu- eftirlits á margfalt stærra svæði en áður. Það er furðulegt, að ménn skuli telja eftir, að reynt sé eftir föngum að tryggja sem öruggast eftirlit með fiskveiðilög- sögunni og sem fullkomnasta björgunarleit. Áreiðanlega er á- stæða til að spara eitthvað frek- ar.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.