Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 19
SUtinudagyr 19. október 1975. TÍMINN 19 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Dauðinn í kaupbæti Um langt skeið hefur hverjum, sem vita vill- verið það fullkunnugt, að sigarettureykingar eru orsök alvarlegra og kvalafullra sjúkdóma, sem verða fjölda fólks að aldurtila á ári hverju. Það er einnig kunnugt, að þessi hætta er þeim mun meiri, sem fólk byrjar yngra að reykja og sækir reyking- arnar fastar. Nokkurn veginn frá sama tima og fólki varð kunnugt um, að þetta hafði verið visindalega sann- að, hafa sigarettureykingar barna hér á landi farið stórvaxandi, og nú er svo komið, að 51,1% sextán ára drengja og 61,6% seytján ára stúlkna reykja. Á siðastliðnum fimmtán árum hafa reykingar stúlkna tvö- til þrefaldazt. Jafnframt hefur það gerzt, að æ yngri börn fara að iðka reykingar, og af niu ára drengjum hafa 4,7% farið út á þá braut og af jafngömlum telpum 2,5%. Þessar tölur verða ekki raktar hér frekar, enda eru þær tiltækar i blaðafréttum siðustu dagana. Á hinn bóginn er þetta svo alvarlegt mál, að það væri tómlæti i meira lagi að vekja ekki á þvi athygli, hvert stefnir og hvar komið er. Með sérhverri aukningu á reykingum barna og unglinga er verið að leggja drög að ótimabærum sjúkleika og dauða fólks fyrir aldur fram á ókomn- um árum, og þar á ofan er þjóðfélaginu og ein- staklingunum bundinn fjárhagslegur baggi við heilbrigðisþjónustu og vanabindandi tóbakskaup, samtimis þvi og allir þykjast ofhlaðnir sköttum og álögum og hafa úr minni fjármunum að moða en þeir geti sætt sig við. Þversögnin i þessu ætti að liggja i augum uppi, ef einhver vildi leggja á sig þá fyrirhöfn, sem nefnist hugsun, og það er vægt að orði kveðið, að þau þjóðfélagsöfl, er átt hefðu að standa á verði gegn háska af þessu tagi, hafa illa brugðizt, þrátt fyrir eindregna viðleitni einstakra manna, til dæmis i læknastétt, að vara við voðan- um. Hér hefur samfélagið, og leiðandi menn þess, enn einu sinni orðið sér til skammar sökum and- varaleysis og getuleysis og látið undir höfuð leggj- ast að sporna við þvi, sem til ófarnaðar horfir. Það kemur meðal annars fram i skýrslu þeirri um reykingar barna og unglinga, sem hér er vitn- að til, að fikt og forvitni hafi mestu valdið um það, að reykingarnar hófust. En þar kemur einnig fram að reykingavenjur á heimilum hafa mikil áhrif i þessu efni. Þar gæti þó mun meira áhrifa frá móð- urinni en föðurnum, en mest frá systkinum, sem byrjuð eru að reykja. Þetta er váboði. Þegar til þess er litið, að reykingar telpna aukast nú miklú hraðar en drengja, liggur i augum uppi, að mæðr- um, sem reykja, mun fjölga stórlega á næstu ára- tugum, og það hefur aftur i för með sér, að þau börn, sem enn eru ófædd, munu fleiri en áður vaxa úr grasi við fordæmi, sem þeim er hættulegt. Það er vitaskuld góðra gjalda vert að kanna mál sem þessi og semja um þau skýrslur, sem sýna, hvar við stöndum. En það gildir um allar skýrslur, að not af þeim verða litil, ef þeim er stungið niður i skúffur, er þær hafa verið samdar. Þessi skýrsla er þess eðlis, að hún má ekki falla i fyrnsku, án þess að marka einhver spor. Hver, sem lætur hana sem vind um eyrun þjóta, gerist sekur um það að láta sig einu gilda, hvernig næstu kynslóðum reiðir af—þar á meðal börnum sinum og barnabörnum. Hann sýnir skeytingarleysi um það, hvort kom- andi kynslóðir njóta eðlilegrar heilbrigði eða falla i valinn fyrir aðhaldsleysi, sem samfélagið er allt samsekt um. Tómas Árnason alþm. Þýðing hersins og staða í vitund þjóðarinnar Flutt í ríkisútvarpið 12. þ.m. Tömas Arnason i útvarpsþættinum „Til umræðu” voru nýlega flutt svör fjögurra manna við spurningunni um þýðingu varnarliðsins og stöðu þess I vitund þjóðarinnar. Tómas Arnason alþingismaður var einn þessara manna og fer svar hans hér á eftir: ÞEGAR ræða skal þýðingu varnarliðsins hér á landi er rétt að rifja upp ástæðurnar fyrir gerð varnarsamningsins milli íslands og Banda- rikjanna frá árinu 1951. 1 inngangsorðum samningsins segir svo: „Þar sem Islendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess i voða, þar sem tvisýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-At- lantshafsbandalagið farið þess á leit við Island og Bandarikin að þau geri ráðstafanir til, að látin verði i té aðstaða á tslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði þvi, sem Norður- Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlants- hafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á þvi svæði, fyrir augum.” Þess ber að geta að varnarsamningurinn var upphaflega gerður á dimmum dögum kalda striðsins, þegar stórstyrjöld gat skollið á fyrir- varalaust. Þá voru allir is- lenzkir þingmenn, nema þing- menn Sósialistaflokksins, sammála um, að ekki væri fært að hafa landið varnar- laust. Ég er ekki herfróður maður og á því erfitt með að meta þýðingu varnarliðsins við að verja beinlinis landið. Hins vegar álit ég, að varnarliðið gegni þvi meginhlutverki að vera hlekkur i varnar og eftir- litskerfi Norður- Atlantshafsrikjanna hér á norðurslóðum og fylgjast með hernaðarumsvifum á þessu svæði, sem þvi miður virðast fara vaxandi eins og sakir standa. 1 öðru lagi að halda Keflavikurflugvelli i þvi ástandi að hægt sé að efla hér varnir ef til alvörunnar kæmi, Samkvæmt orðanna hljóðan er varnarsamningurinn, sammjngur milli lýðveldisins tslands og Bandarikja Norður- Ameriku á grundvelli Norður- Atlantshafsbandalagsins. INNGANGSORÐ að Norður- Atlantshafssamningnum eru á þessa leið: Aðilar samnings þessa lýsa yfir að nýju tryggð sinni við markmið og meginreglur sátt- mála Sameinuðu þjóðanna og ósk sinni um að lifa i friði við allar þjóðir og allar rikis- stjómir. Þeir eru staráðnir i þvi að varðveita frelsi þjóða sinna, sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvila á meginreglum lýðræðis, einstaklingsfrelsis og lögum og rétti. Þeir leitast við að efla jafn- vægi og velmegun á Norður-- Atlantshafssvæðinu. Þeir hafa ákveðið að taka höndum saman um sameiginlegar varnir og varðveizlu friðar og öryggis. Ég trúi þvi að At- lantshafsbandalagið hafi átt rikan þátt I að tryggja frið og öryggi við Norður-Atlantshaf seinasta aldarfjórðung. UM STÖÐU varnarliðsins i vitund þjóðarinnar vildi ég mega segja þetta. Þegar ts- land gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu fyrir rúm- lega 26 árum siðan rikti full samstaða um það milli þáver- andi rikisstjórnarflokka, að þótt aðild okkar að banda- laginu væri nauðsynleg, bæri að gæta þess vandlega, að Is- land héldi eftir sem áður full- um sjálfsákvörðunarrétti sin- um og réði þvf sjálft hvort eða hvenærhér væri erlendur her og herstöðvar. Þessu til tryggingar fóru þrir ráðherrar, einn frá hverjum flokki, til Washington og fengu 'staðfestingu bandarisku stjórnarinnar á þvi að tsland hefði fullt sjálfsákvörðunar- vald um þessi efni, þótt það gengi i bandalagið. I samræmi við þennan skilning var varnarsamning- urinn siðan gerður rúmum tveimur árum siðar. Staða varnarliðsins byggist á þessum samningi, en sam- kvæmt honum skal það vera háð samþykki Islands hverrar þjóöar menn eru I varnar- liðinu svo og með hverjum hætti það tekurviðog hagnýtir þá aðstöðu á Islandi sem veitt er meö samningnum. Einnig skal það háð samþykki is- lenzku rikisstjórnarinnar hversu margir menn hafa setu á tslandi samkvæmt varnarsa mningnum. ÞA ERU sérstök ákvæði i samningnum um það hvernig honum skuli sagt upp eða á þessa leið. Hvor rikisstjórnin getur hvenær sem er að undanfarinni tilkynningu til hinnar rikisstjórnarinnar farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbanda- lagsins að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu og geri tillögur til beggja rikis- stjórnanna um það hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slik málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess, að rikisstjornirnar verði ásátt ar innan sex mánaða frá þvi að málaleitunin var borin fram, getur hvor rikisstjórnin hvenær sem er eftir það sagt samningnum upp og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum siðar. Af þessu er ljóst, að varnar- samningurinn er ekki varan- legur samningur, heldur samningur, sem hægt er að segja upp af hálfu beggja aðila með tilteknum stuttum fresti. Ég álit, að þjóðinni sé full- komlega ljóst, að þróun alþjóðamála leiddi til þess að varnarsamningurinn var gerður á sinum tima og minnkandi vopnuð átök og friðsamlegri horfur i alþjóð- legum samskiptum flýti fyrir þvi að varnarliðið hverfi af landi brott. ÞAÐ ERU margvislegir annmarkar samfara dvöl er- lends herliðs i landinu, og æskilegast væri að Island gæti gegnt hlutverki sinu sem hlekkuri eftirlitskerfi Norður- Atlantshafsbandalagsins i hafsvæðunum kringum landið. Meðan varnarliðið dvelur i landinu ber að leggja höfuð- áherziu á að herlifi og þjóðlifi sé haldið eins aðskildu og framast 'eru tök á. Vonandi kemur að þvi fyrr en seinna að menn verði sam- mála um að varnarliðið hverfi úr landinu. Þær vonir eru ekki sizt bundnar við áframhaldandi viðleitni til slökunar á spennu milli austurs og vesturs. Þrátt fyrir ófullkomleika Helsinki- samkomulagsins um batnandi sambúð var þó samið um aukin samskipti, t.d. um að I fjölskyldum sitt hvoru megin markanna yrði gert kleift að hittast og búa saman, um frjálsar giftingar fólks af mis- munandi þjóðerni, um gagn- kvæmar upplýsingar og aukna möguleika á frjálsum ferða- lögum og bættum vinnuskilyrðum fréttamanna og viðskiptaaðila. Eftir er að sjá hvort hér verður aðeins um að ræða orðin tóm. Við Islendingar fögnum allri viðleitni i þessa átt sem eina forsvaranlega möguleikanum gagnvart stefnu ofbeldis og ófriðar. En við viljum flestir friálst þjóðfélag, grundvallað einstaklingnum. þjóðfélag. sem er stjórnað með sam- þykki og vilja þjóðarinnar sjálfrar. Staða varnarliðsins i landinu i vitund þjóðarinnar er að minu mati mjög háð þvi, hvernig þessum stóru málum miðar fram á leið. Hvernig unnt er að auka gagnkvæmt traust og sannfæringu þjóðanna um einlægan friðar- vilja. JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.