Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 19. oktdber 1975. Sandur I Aðaldal, — bær sem á komandi öldum mun veröa órjúfanlega tengdur bókmenntasögu þjóöar- innar. ÞEGAR EINN TUGUR var liöinn af þeirri öld, sem viö nú lif- um, fæddist Guömundi skáldi á Sandi og Guðrúnu konu hans sonur. Sá var vatni ausinn og gefið nafnið Heiðrekur. Um Heiðrek segir i prentaðri heimiid, nánar tiltekið islenzkum samtiðarmönnum, að hann hafi unnið að búi foreldra sinna til 1940, þótt hann væri oft að heiman við ýmis störf, og að skólanám hans hafi verið „litið og stopult, engin próf.” Þrátt fyrir þetta hef- ur Heiðrekur orðið skáld gott, svo sem hann á kyn til, enda hafa að visu aldrei verið færðar á það neinar sönnur, að langskólanám séskáldum nauðsynlegt, þótt þeir á hinn bóginn þarfnist staðgóðrar menntunar, en hana geta menn öðlast án þess að slita buxum sin- um svo mjög á skólabekkjum. Bókmenntalegt andrúmsloft Heiðrekur Guðmundsson hefur ekki haft þann sið um dagana að blása i básúnu þótt út komi bók eftir hann. Þó hafa kvæðin hans náð eyrum islenzkra ljóðavina, og óneitanlega væri einum streng færra á ljóðhörpu þjóðarinnar, ef hann hefði sett ljós sitt undir mæliker. Það var ánægjulegt, að Heiðrekur skyldi láta til leiðast að spjalla við lesendur Timans um ævi sina og störf. Þvi skal nú það tækifærið notað, svo að þeir, sem áður voru kunnugir ljóðum hans, öðlist á þeim fyllri skilning — og á manninum, sem á bakvið verkin stendur. — Heiðrekur! Var ekki ákaflega bókmenntalegt andrúmsloft i kringum föður þinn, Guðmund á Sandi? — Mér eru minnisstæðastar gest- komur i þvi sambandi, einkum, þegar skáld og rithöfundar eða aðrir listamenn voru á ferðinni, oft langt að komnir, og enn frem- ur þegar pósturinn kom frá Laxa- mýri. Hann var sótturþangaðfrá Sandi, sjö til átta kilómetra leið. Áður var reynt að fylgjast ná- kvæmlega með skipaferðum til Húsavikur. Það var eitt af störf- um okkar bræðranna að sækja póstinn. ER hann kom, gleymdi faðir okkar sér gersamlega við lestur blaða, bréfa og timarita. Þegar fátiðir gestir komu, mér ókunnir og faðir minn ræddi við þá inni i norðurhúsi baðstofunnar, þá kom ég mér fyrir á kommóðu bakvið hurðina, i góðu skjóli, og hlustaði hugfanginn á viðræðurnar. — Heldur þú aö þú hafir skynjaö þaö snemma, aö faöir þinn væri mikiö skáld? — Sennilega mun ég hafa trúað þvi. En um það voru þó skiptar skoðanir á æskuárum minum. Faðir minn var umdeildur þá, bæði sem ljóðskáld og smásagna- höfundur. Og sumar þjóömála- greinar hans juku litt vinsældir hans, sizt heima i héraði. — Varðst þú — þegar þú haföir aldur og þroska til — var viö and- lega eða „vinnubragðalega” á- rekstra á milli skáldsins og bóndans I fööur þinum? — Ég vil svara þeirri spurningu með þvi að visa til erinda úr kvæði, sem ég orti um föður minn látinn, og birtist fyrstu ljóðabók minni Harðindatið og hafþök inn að sandi hertu þitt skap á fyrstu þroskabraut Sögur þu reizt, er vetur lá I landi, ljóðin þú kvaðst er napur stormur þaut. Svo þegar sólin skein um heimahaga hugur þinn var með störfum tengdur þeim Þannig var, faðir, öll þin ævisaga ofin frá rotum, meginþáttum tveim. Sannleikurinn var sá, að að- staðaföðurminstil riststarfa var ekki slæm, að minnsta kosti ekki frá þeim tlma, sem ég fór fyrst að þenkja um slika hiuti, kringum tiu ára aldur. Þá var faðir minn um fimmtugt, og eldri bræður minir, sex að tölu, á aldrinum tólf til tuttugu ára, voru flestir heima. Við systkinin öll gerðum okkur það fyllilega ljóst, strax á æskuárum, hvers búið þarfnaðist og krafðist af okkur. Við urðum fúslega við þeim kröfum, og lögðum raunar metnað okkar i það. Meðal annars þess vegna gáfust föður . okkar fleiri tómstundir en ella. Hann þurfti sjaldan að annast búfjárhirðingu á vetrum frá þvi ég man fyrst eftir mér, og alls ekki að vaka við ritstörf f-ram á nætur, eins og sumir rithöfundar verða nú að gera, mitt i allri velgengninni. — Hitt er svo annað mál, að þjóðsögur eru enn að skapast ekki sizt i kringum listamenn, og I þeim er jafnan sannleiksneisti folginn. Reif bókina og brenndi hana svo — Las faðir þinn úr verkum sin- um fyrir ykkur, eða talaði um skáldskap sinn við fjölskyldu sina? — Einstaka sinnum gerði hann það, smásögur eða kvæði, þegar lokið var, og honum fannst að sér hefði vel tekizt. En hann var lengi að ganga frá kvæðum sinum og orti þau margsinnis upp. Smá- sögur sinar, sumar að minnsta kosti, skrifaði hanni einnistriklotu og breytti þeim litið eftir það. Um sinn eigin skáldskap ræddi hann fremur litið við börn sin, en hann kann að hafa rætt um hann við konu sina, |)ótt ég viti það ekki. En um skáldskap annarra spjallaði hann oft við heimilis- fólkið. Ég man eftir þvi að einn illviðrisdag á engjaslætti komum við bræður heim, holdvotir, og höfðum slegið niður mikið gras frá morgni til kvölds. Þá tók faðir okkar brosandi á móti okkur I bæjardyrunum og sagði: Miklu hafið þið afkastað i dag, drengir minir, en fyrir meira kaupi hef ég þó unnið. Ég hef ort verðlauna- kvæði hana Eimreiðinni, Hvað skortir islenzku þjóðina mest? — Heitið hafði verið tvö hundruð króna verðlaunum. — Siðan las hann kvæðið, sendi það Eimreiðinni, og hlaut verðlaunin. — En hvað um sjálfan þig Heiðrekur? Byrjaðir þú snemma að yrkja? — Ég byrjaði að hnoða leirinn á tiunda ári. Stal pappir frá föður minum, bjó til snotra bók, fæði þar inn visur minar og geymdi bókina i púlti undir rúminu. En eitt sinn kom ég inn i baðstofu og var þá eldri bróðir minn einn að lesa úr bókinni fyrir heimilis- fólkið og var hlegið dátt að skáld- skapnum. Ég reiddist ofsaleg; reif bókina i tætlur og brenndi siðan allt til ösku. Þannig eyðilagðist fyrsta ljóðahandrit mitt. Þetta víti lét ég mér til varnaðar verða og fór dult með ljóðagerð mina næstu árin. Lét ég þó ferskeytlur og gamanbragi fjúka, en eyddi ekki pappir eða bleki mér til dómsáfellis. Þó skal þess getið til gamans, að þegar ég var við nám á Laugum vetur- inn 1930-1931 þá leitaöi ég inngöngu I „Hendingafélagið” svonefnda, en reyndist ekki hlut- gengur, svo mér var synjað um aðild. Þannig lauk annarri tilraun minni á sviði skáldskaparins. Um framhaldið væri bezt að segja sem fæst. — Varð skáldskapur föður þins þér hvatning og fyrirmynd, eða verk annarra skálda, sem þú hafðir kynnzt af bókum? — Nei, ekki beint skáldskapur föður mins fremur en annarra, nema siður væri. Mér varð snemma lóst, að ég mætti sizt gera skáldskap hans að minni fyrirmynd. Þá myndi ég verða ævilangt i skugga hans sem ljóðskáld. Af ótta við það barðist ég árum saman gegn áráttu minni til skáldskapar. Taldi enn fremur meiri þörf fyrir mig við önnur störf á stórri og erfiðri bújörð. Bókaormur og iþróttamaður. — Og fyrst við minntumst á bóklestur: Varðst þú ekki mesti bókaormur, strax og þú hafðir lært að lesa? — Jú, ég varð fluglæs mjög ung- ur, hefur mér verið sagt, og las allt, sem ég náði i, einkum á vetrum. A sumrin áttu iþróttir, leikir og jafnvel hin daglegu störf hug minn allan. Sá raunveruleiki var mér eftirsóknarverðari en heimur bóktnenntanna. En þegar haustaði að, leitaði ég á vit hins ritaða máls, ljóða og skáldsagna fyrst og fremst. — A hvaða skáldum hafðir þú mestar mætur, þegar þú varst að alast upp? — Ég mun hafa hrifizt einna fyrst af Þorsteini Erlingssyni. Næ:st komu þeir Stefán frá Hvitadal og Davið, þá Tómas Guðmunds- son, Steinn Steinarr, Guðmundur Böðvarsson, Jóhannes úr Kötlum og fleiri. Og ekki má gleyma ljóðaþýðingum Magnúsar Ás- geirss. Kannski hafa þær orðið mér örlagarikastar til áhrifa. Þeir Stephan G. og Einar Ben. þóttu mér of strembnir i æsku, en siðar breyttist það. Annars hafa skoðanir minar á hinum ýmsu ljóðskálum breytzt nokkuð með árunum. Ljóð sem ungur maður skilur ekki vegna skorts á lifs- reynslu, getur hrifið hann fullorðinn, þegar leyndar- dómarnir hafa lokizt upp fyrir honum — og öfugt. — Hvaða þættir hinnar gamal- grónu þingeysku menningar heldur þú að hafi höfðað sterkast til þin á barns- og unglingsárum þínum? — Ég hafði mestan áhuga á Iþróttum, sem ungmennafélögin beittu sér fyrir á þessum árum, og ýmsum öðrum félagsmálum, sem þau höfðu þá á stefnuskrá sinni, og meginþorri æskufólks tók enn virkan þátt i. Var þá mikil keppni á milli félaga á hverju vori, sérstaklega á hinu sam- eiginlega iþróttamóti S.Þ.Ú. sem árlega var háð, fyrst á Breiðumýri og siðar á Laugum. önnur áhrif frá hinni „gamalgrónu” þingeysku menningu urðu mér ekki ljós fyrr en sföar. ,, Flóttamennirnir’ ’ rýmdu tii fyrir hinum — Þú hélzt lengi tryggð við heimahaga þina. Varstu ef tilvili að hugsa um að una þar ævilangt við búskap og skáidskap, eins og margir aðrir hafa gert? — Sennilega hef ég talið það sjálfgert. Um bústaðaskipti eða framtiðina yfirleitt hugsaði ég litið þar til ástin kom I spilið. Ég mætti ungri stúlku á förnum vegi Það varð ást við fyrstu sýn. Þar hreppti ég minn stærsta vinning. Siðan hef ég ekki þurft að spila i happdrætti. Þó kom það vitanlega i ljós, þegar staðreyndirnar blöstu við, að ekki gátum við öll systkinin búið á sömu jörðinni. Ég vil að gefnu tilefni benda á þá staðreynd, þar sem oft hefur að ósekju verið veitzt að þeim, sem úr sveitinni fóru á þessum árum og þeir kallaðir staðfestulausir flóttamenn, að slikum mönnum eiga raunar þeir, sem eftir urðu fremur þakkarskuld að gjald. Ég og minir likar rýmdu til fyrir þeim.Þaðgetur hverbóndisem vill skyggnzt um af sinu heima- hlaði í þéttbýlustu sveitum landsins og lagt fyrir sig þá spurningu,hvernig ástandið myndi vera i hans landareign, ef enginn hefði „flúið af hólmi”, sem kallað er. Ég er ekki ætt- fróður, en hygg þó, að afkomend- ur afa mins, Friðjóns á Sandi, séu orðnir svo margir, búsettir viðsvegarumlandið að væri þeim öllum safnað saman til búskapar i Aðaldælahreppi, þá myndu þeir þurfa flestar — ef ekki allar — jarðir sveitarinnar tii ábúðar. Það var tvibýli á mörgum jörð um þar á búskaparárum föður mins og afa, og enn er Aðaldalur með þéttbýlli sveitum. Jarðnæðisleysið var um alda- Sunnudagur 19. október 1975. TÍMINN raðir einn mesti bölvaldur is- lenzku þjóðarinnar. Fátæk hjú, sem vildu verða sjálfstæðir búendur að nafninu til, námu land upp um heiðar og inni i afdölum, en flosnuðu upp, þegar harðnaði á dalnum, og flúðu i þrengslin niður i byggðina, i hús - mennskuhokur, vinnumennsku eða á náðir hreppsins. Og á siðasta fjórðungi nitjándu aldar tók steininn úr, þegar fólkið hraktist þúsundum saman til Vesturheims, sumt af þvi með hjálp og fyrir atbeina sveitar- stjórnar. Flóttamannavanda- málin eru ekki ný i heiminum. En hvað sem þessum hug- leiðingum minum liður, þá var hitt staðreynd, að okkur hjóna- leysin vantaði lóð undir höll sumarlandsins, og ákváðum við þvi að taka saman föggur okkar, íeita að traustum grundvelli og reisa hana sjálf, helzt hjálpar- laust. — Fannst þér þú ekki eins og rótarslitin jurt, fyrst eftir að þú yfirgafst þá fögru sveit, sem hafði fóstrað þig? — Um þetta atr.iði væri hægt að skrifa langa blaðagrein. En ætli það sé ekki bezt að láta ljóðin sjálf tala þar sinu máli. En hafi eitt framar öðru valdið þvi að ég flónskaðist út á þá braut að fara að yrkja i alvöru, þá er það sú bylting, sem varð i lifi minu og hugarheimi, þegar ég litaðist um af bæjarfjallinu heima i siðasta sinn, og hóf leit að nýjum sannindum, nýrri kjölfestu og nýju landnámi. Á þeirri leið fann ég margt, áá og skynjaði með öðrum hætti en áður. Réttlætis- kennd min var næm og óréttlætið I mannheimi reyndist meira en ég hugði. Ég vil skirskota i þvi sambandi til upphafskvæðis mins i Arfi öreigans, sem ég orti um þær mundir og endar á þessum hendingum: „Þeim liður bezt, sem litið veit og sér og lokast inni I fjallahringnum bláa.” Þá brast stiflan, og kvæðin spruttu fram — Nú kom Arfur öreigans ekki út fyrr en sjö árumeftir að þú fluttist til Akureyrar, en margt og mikið hlýtur þú að hafa ort á meðan þú varst heima á Sandi? — Já, ég orti að visu heilmikið á þeim árum, en mest af þvi varð eldinum að bráð. Ég held, að elzta kvæðið i Arfi öreigans, sé ort árið 1938, en flest kvæðin i þeirri bók eru ort á árunum 1939-1944. Þótt bókin kæmi ekki út fyrr en árið 1947, þá hafði ég sent handritið til útgáfu tveim árum áður. Og þótt ég flytti ekki alfarinn frá Sandi fyrr en 1940 og ætti þar lögheimili þangað til.þá hafði ég verið lang- dvölum annars staðar, stundum heila vetur eða nolfkra ipánu^i.i senn á sumrin. A einu kvæði sem er í Mannheimum, en þeir komu út 1966, hafði ég byrjað 1930. Ég lauk því loks þannig að ég væri ánægður með það, 1965, eftir hálfan fjóðr áratug. Að visu stendur þar nú ekki einu sinni nafnið eftir, hvað þá brot úr ljóölinu. Kvæðið heitir Gestur. — í Arfi öreigans kennir sterkrar samúðar með verkamönnum en var ekki kreppan búin og striðs- gróðinn að byrja um það leyti sem þú gerðist verkamaður? — Nei, striðsgróðinn var ekki byrjaður i Reykjavik," þegar ég var þar atvinnulaus frá janúarlokum 1940 og langt fram á vor. Og ekki heldur á Akureyri 1940-1941, þegar ég fékk vinnu að- einsiþrjá daga frá 1. nóvember til 12. apríl. En um það leyti hófst setuliðsvinnan þar fyrir alvöru. Ég þekki þvi af eigin reynd kreppuna og atvinnuleysið. Þá varð margur maðurinn, jafnvel með stóra fjölskyldu, að lifa á sumarhýrunni allan veturinn. Góð atvinna á Raufarhöfn sumarið 1941 bjargaði mér og fjölskyldu minni veturinn þann. Og á þessum árum brast stiflan og kvæðin spruttu fram. Styrjöldin geisaði i algleymingi, nasisminn lagði undir sig löndin, og hinn rómantiski heimur myrkvaðist. Hann hefur aldrei orðið samur siðan. Segja má að flest kvæði minnar fyrstu bókar séu sprottin upp úr þessumjarðvegi og af persónu- legum toga spunnin. Að visu eru öll ljóð það, að öðrum þræði að minnsta kosti. í klemmu á milli tveggja heima — Arið 1950 kom svo næsta bók þin, Af heiðarbrún. Er hún ekki aö þinum dómi betri en fyrsta bókin, þótt báðar séu vitanlega skrifaðar af fullþroska manni? — Kvæðin voru aðminu viti betur gerð, en þó brá svo undarlega við að sú bók fékk lakari dóma, þrátt fyrir það. Kannski var or- sökin sú, að Arfur öreigans fékk óvenjugóðar viðtökur sem byrjendabók. Ef til vill hefur næsta bók goldið þess. En auk þess kom annað til: Ný ljóðskáldakynslóð var upp runnin með gerbyltingu formsins á stefnuskrá sinni. Þar fóru dug- legir áhuga- og áróðursmenn 1 fararbroddi með ný timarit, og nýir gagnrýnendur, ungir að ár- um, vaxnir upp úr nýjum jarðvegi, þokuðu til hliðar, smátt og smátt, flestum hinum eldri og reyndari mönnum, sem ritað höfðu um bækur.Eða þeir drógu sig i hlé.vildu ekki æsa til and- stöðu, óttuðust kannski að verða þá taldir menn hins gamla tima. afturhaldsseggir — nátttröll. Það þykir mörgum sárt. Ég lenti i klemmu á milli tveggja heima. Sannleikurinn er sá, að hver og einn túlkar bezt sitt aldursskeið og sinn mótunartima. Aðrir geta þvi ekki dæmt af sanngirni og hlutlaust það, sem þeir ekki skilja til hlitar. Sérhver höfundur lýsir bezt og næmast þvi, sem hann gerþekkir. Myndi ekki hið sama eiga við um gagn- rýnendur? 1 siðustu bók minni er ljóð, sem heitir Samstilling: Sá, er þóttist fullum fetum fylgja hverri nýrri list, hefur nú með hörðum aga hálfa sina dómgreind misst. Þótt hann vegna fornrar frægðar fái að visu góðan dóm, heyra þeir, sem ungir eru, i hans tónum falskan hljóm. Handa eigin aldursflokki ætti hann að semja lög. — Þvi er stóra stundaklukkan stillt við okkar hjartaslög. En þótt dómarnir um aðra Ijóðabók mina væru yfirleitt siðri en um þá fyrstu, þá man ég eftir einum, sem mér þótti sérstaklega vænt um, þar sem hvergi annars staðar hefur verið fjallað um þann þátt ljóðagerðar minnar svo ég muni. En niðurstaða þessa var sú, að ljóð min væru „söguljóð i nýjum stil”, að ég drægi fram i fáum og skýrum dráttum atvik eða brot úr sögu einstaklings, sem varpaði þó um leið ljósi á miklu stærra svið, en ljóðið sjálft afmarkaði. Gæti þvi margur þekkt sjálfan sig og sina samferðamenn i kvæðumminum. — Eitt sárasta og átakanlegasta kvæðið i bókinni Af heiðarbrún er Móðir niin I kvi, kvi. Var ekki erfitt að yrkja það? — Það var ekki sérlega erfitt að yrkja kvæðið sjálft, það er að segja að koma þvi saman. En hugleiðingarnar i sambandi við efnið voru að þvi leyti sárar, að ver.ða að viðurkenna þá staðreynd, að kjör óskilgetinna barna skyldu hafa verið slik hér á landi um aldaraðir, að dauðinn sjálfur yrði oft og tiðum þeirra einasta huggun, og ekki einasta barnanna sjálfra, heldur einnig hinna þrautpindu mæðra. Nú er öldin önnur, sem betur fer, að minnsta kosti hjá okkar þjóð. En hefði ég ort þetta kvæði og birt það einhvern tima á siðustu tveim-þrem misserum eða svo, hefði það liklega verið túlkað sem áróður varðandi tiltekið mál, sem mikið hefur verið deilt um hér á landi, og fer ég ekki nánar út iþað.A hitt má benda, að i trúmálum geta flestir vitnað i Bibliuna, kenningu sinni til staðfestingar. Guösrikiö er ekki enn komiö niöur á jöröina — i þessari bók er einnig launfyndið kvæði, sem heitir Gætinn maður. Ertu þar með tiltekna persónu ihuga, eða er kvæðið um alla þá, sem aldrei geta tekið af skarið eða vitað i hvora löppina þeir eiga að stiga? — Hvort tveggja. Ég hef kynnzt mörgum mönnum á lifsleiðinni, sem hafa átt erfitt með að taka á- kvarðanir.vilja helzt lifa i friði og engan styggja. En reynslan kennir okkur, að árekstralaust verður ekki komizt i gegnum lifið, þótt góðvild til alls og allra sitji þar i fyrirrúmi. Það virðist kannski fjarstæða, að slikt hugarfar kunni að valda öðrum tjóni. En þó, þvi miður getur góðmennska eins stundum orðið öðrum til ófarnaðar. En þótt slikt gerist ekki, þá er hætt við þvi að slikur maður sem kvæðið lýsir, muni hægt og rólega berast með straumnum að feigðar ósi. Guðs- rikið er ekki enn komið niður á jörðina. — Aður en við hættum að tala um þessa bók, Heiðrekur, langar mig að minnast á gott kvæði þar,sem heitir t bifreiðinni.Er persónuleg endurminning á bak við það ljóð, eða ertu einungis að segja dæmisögu? — Ekki beinlinis persónuleg minning heldur hugleiðingar um flóttann frá þvi marki, sem við stefndum að, þvi brautryðjanda- starfi, sem vikið var frá, eða yfirgefið þeirri hugsjónarbaráttu sem átti að gera öðrum leiðina greiðfærari. Sá, sem gefizt hefur upp á þeirri leið, en gerir aðra tilrauri siðar, kemur að lokuðum vegi. Hann hittir þar sjálfan sig fyrir. — Næst skulum við minnat á bók þina, Vordraumur og vetrarkvíði sem kom út árið 1958. Er það ekki rétt, að hún hafi verið gefin út tvisvar á sama árinu? — Það má segja. Ég stóð sjálfur að vissu leyti á bakvið þá útgáfu, safnað áskrifendum, tölusetti fimm hundruð eintök og ritaði á þau mitt heiðraða nafn. Siðan voru álika mörg eintök, eða kannskieitthvað fleiri, prent- uð ótölusett, og látin i bókabúðir. Þetta var nokkurs konar auglýsingabrella, liklega sú eina, sem ég hef reynt að nota mér til framdráttar á li'fsleiðinni. Þvi að áróðurstækni hefur ekki verið min sterka hlið. — Bókin hefur að minnsta kosti strax náð miklum vinsældum? — „Ekki segi ég það nú kannski”, sagði Ólafur Kárason Ljós- vikingur. — Þessi bók þin byrjar á gullfallegu kvæði, sem heitir Liðið sumar. Þar segir meðal annars svo: ,,Og inni var bærinn i brakandi þurrkinum svalur/þvl baðstofan geymdi til vetrarins sumarsins yl”. Þarna hlýtur að liggja til grundvallar endur- minning um gamlan og góðan torfbæ? — O, já. Var það ekki sameigin- legt einkenni allra gömlu torf- bæjanna, að þeir voru svalir á sumrin? Sólargeislarnir höfðu aðeins örsmáar rúður til þess að smjúga i gegnum, og ekki voru hinir þykku torfveggir hitanum auðveldir inngöngu. Og getur ekki jafnvel lágreist torfbaöstofa orðið að höll i endurminningunni, þegar tibrá og rómantiskar hillingar taka höndum saman? Lifsreynslan sjálf er þó nauðsynleg- asta hráefnið — 1 kvæði sem heitir Ritdómi svarað, og er í þessari sömu bók, talar þú um þá, sem „bera léttan sjóð” og elska skáldgyðjuna „i meinum.” Attu við með þessu, að árangur þinn á sviði listarinnar sé miklu minni en þú hefðir viljað? — Það er ógerningur að dæma um það, eða segja með nokkurri vissu,hvort árangur minn i 1 jó-ða gerð hefði orðð skárri við hag- stæðari skilyrði. En rétt er það, að ég hef nær eingöngu orðið að yrkja i tómstundum, aðallega um nætur, eftir langan vinnudag. Og þaðþykirekki „fagmannlegt” nú á dögum. Þetta kom þó ekki svo mjög að sök á meðan starfsþrekið var mest, en hin siðari ár hefur slik aðstaða orðið mér erfiðari og vafalaust valdið þvi að framleiðslan hefur dregizt saman með aldrinum og lengri timi liðið a milli ljóðabóka. En hitt er svo annað mál, hvort ekki sé bættur skaðann. Ég er búinn að yrkja fimm ljóðabækur — og það er sennilega fimm bókum of mikið. Fyrst ég er farinn að tala um aðstöðu mina sem rithöfundar og bera saman nútið og fortið, er ekki úr vegi að geta þess, að sá samanburður er ekki að öllu leyti nútiðinni hagstæður, sizt þegar á heildina er litið. Tökum til dæmis gömlu skáld- bændurna, sem ég hef áður drepið óbeint á. Þeir höfðu góðar tóm- stundir á vetrum, margir hverjir. Þá voru fleiri hjálparhendur á heimilum, og fátt sem truflaði þá við ritstörfin, gæfist þeim tæki- færi á annað borð. Börn voru oft heima fram á fullorðins ár og tóku að sér erfiðustu heimilis- verkin. Um hinn margumrædda lista- mannastyrk er það að segja, að hann var hlutfallslega miklu hærri á kreppuárunum. Ég minn- istþess, að átján hundruð króna skáldastyrkur, sem var nálægt meðaltali þá, jafngilti hundrað og áttatiu dilksverðum. Myndu það ekki verða átta til niu hundruð þúsund dýrtiðarkrónur nú? Ann- ars getur tölvan og Þjóðhags- stofnunin reiknað þetta nákvæm- ar. Um hitt er auðvitað hægt að deila endalaust, hvort æskilegt sé að skáld og aðrir listamenn vinni mikið, litið eða bókstaflega ekki neitt utan listgreinar sinnar. Vitaskuld væri ákjósanlegt aö hafa algert næði til dæmis við að yrkja kvæði eða vinna úr þvi efni, sem sækir svo fast á hugann, að þvi verður ekki þaðan þokað fyrr en fullmótað er. En lifsreynslan sjálf er þó ef til vill nauðsynlegasta hráefnið, ef ég má nota svo óskáldlegt orða- lag, kjarni og grundvöllur allrar listar. Og þá fyrst, þegar hennar hefur verið aflað, með hverjum hætti sem það var, — þá er næði og starfsfriður listamanninum bráðnauðsynlegur. Ádeilan hefur verið snar þáttur — Arið 1966 kemur svo út eftir þig Ijóðabókin Mannheimar. Hvað viltu segja lesendum okkar um hana? — Ekkert sérstakt, nema þá helztþað, að þá voru liðin átta ár frá þvf að siðasta ljóðabók min kom út. Segir það að vissu leyti sina sögu um afkastaleysi mitt i ljóðagerð á þvi timabili. sem rekja má að nokkru til aðstöðu minnar á þvi sviði um þær mund- ir. Tómstundirnar voru með allra fæsta móti þá. Framhald á bls. 39 Friðjón Jónsson á Sandi, faöir Guðmundar skálds og afi Heiöreks, sem hér er rætt við. — Afkomendur Friðjóns eru fjölmargir og hafa dreifzt víða, eins og við er að búast um vel gert og dugandi fólk, sem á margra kosta völ I lifinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.