Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. LÖGREGLUHA TARINN 44 Ed McBaín Þýðandi Haraldur Blöndal við störf í eigin umdæmi. Hann var því ekki til mikils gagns við að veita mönnum eftirför. Á hinn bóginn olli þetta mikilúðlega skegg mörgum þorparanum skelfingu þegar hann sá Faulk nálgast. Að þvi leyti gegndi hann svipuðu hlutverki og lögreglubifreiðin, sem bæði var glæpamönnum varnaðarmerki og skaut þeim skelk í bringu. Faulk var ekki sérlega ánægður með að vera kvaddur til starfa í 87. umdæmi á jafn ömurlegum degi og þessum. En hann var dúðaður i peysur og trefla. Yzt fata var hann í svellþykkum frakka. Hann var með Iítið taltæki í vasanum. Nunnurnar tvær, sem sátu á öðrum bekk voru þeir leynilögreglumennirnir Meyer Meyer og Bert Kling. í fyrstu hefði mátt halda að nunnurnar væru á bæn. En í raun og veru voru þeir félagarnir að bölva Byrnes fyrir að úthúða sér svona f rammi fyrir Hawes og Willis. Þeir Kling og Meyer höfðu báðir farið hjá sér og liðið eins og tvihöfða furðuskepnu. — Mér f innst ég hálf kjánalegur þessa stundina, hvísl- aði Meyer. — Hvers vegna, hvíslaði Kling á móti. — Það er eins og ég sé að gera eitthvað skammarlegt. Ástríðuf ulla parið var hlutverk, sem menn máttu velja um. Þeir Hawes og Willis köstuðu upp á það. Ástæðan fyrir því að dregið var um þetta verk var einfaldlega sú að mótherjinn var sannkallaður valkostur og sá ekki af lakara taginu, lögreglukonan Eileen Burke. Nokkrum árum fyrr hafði Willis unnið með henni að rannsókn á ráni. Eileen var rauðhærð og augun sægræn. Fætur hennar voru langir og spengilegir, öklarnir eins og mesta listasmíð. Barmurinn var fagurskapaður. Willis var ekki stærri en svo, að hann fullnægði með herkjum þeim skilyrðum sem gerð eru til líkamshæðar lögreglu- manns. En þó Eileen væri miklu stærri en Willis, þá setti hann það alls ekki f yrir sig. Hávaxnar stúlkur höfðu allt- af verið hans veika hlið og gagnstætt. — Við eigum bara að látast, sagði hann við Eileen og þrýsti henni að sér í hlýjum svefnpokanum. — Varirnar á mér eru að f rjósa, sagði hún. — Þú ert með fallegar varir, sagði Willis. — Við erum komin hér til að vinna, sagði hún. — Mmmmmm — Taktu höndina af bakhlutanum á mér. — Er þetta hann? — Hlustaðu... — Ég heyri það, sagði hann. — Einhver er að koma. Þér er bezt að kyssa mig. Hún kyssti hann, en Willis hafði þó auga með bekkn- um. HVELL G E I R I Uppi á klett urum hátt fyrir ofan dal skrimslanna. f Ég bjargaöi V’ Ef vinir hennar^ konunni Vulcan\ koma ekki til konungur og þvijað b.iarga henni.l er hún min. " EF, segir þú'i^Ég gef Þú verður þá þeim viku að berjast við Þá- K I K Di ana á leiðinni hingað! yT. Vf \,aY\ó^a ) Hve mörg tungumál talar © Eull'í • I f * s i o IIIIII iiill Sunnudagur 19.október 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Branden- borgarkonsert nr. 4 i G-dúr eftir Bach. Adolf Busch stjórnar kammersveitinni sem leikur. b. Flautukons- ert i G-dúr eftir Gluck. Camille Wanausek og Pro Musica hljómsveitin i Vin- arborg leika, Charles Adler stjórnar.c. Pianósónata iA- dúr eftir Haydn. Charles Rosen leikur. d. Vatnasvita nr. 1 i F-dúr eftir Handel. Hátiöarhljómsveitin i Bath leikur. Yehudi Menuhin stjórnar. 11.00 Messa i Hallgrimskirkju. Prestur: Séra Karl Sigur- björnsson. Organleikari: Páll Halldórsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 1 fylgd með fullorðnum. Rósberg G. Snædal rithöf- undur spjallar við hlustend- 13.40 Harmonikulög. Franco Scarica leikur. 14.00 „Stóðu meyjar að megin- verkum” Samfelld dagskrá um vinnandi konur i ellefu hundruð ár, tekin saman af Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristjáni Jónssyni, Turið Joensen og Þorvaldi Krist- inssyni. Flytjendur: Brfet Héðinsdóttir, Guðrún Al- freðsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steinunn Jó- h annesdóttir, Hjördis Bergsdóttir, Kjartan Ragn- arsson, Magnús Pétursson og Norma Samúelsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiðinni I Salzburg s.l. sumar. I Solisti Veneti leika undir stjórn Claudio Scimone. Einleikarar á fiðl- ur: Piero Toso og Juan Car- los Rybin. Einleikari á mandólin: Alessandro Pit- relli. a. Konsert i A-dúr fyrir fiðlur og strengjasveit eftir Vivaldi. b. Konsert i G-dúr fyrir mandólin og strengja- sveit eftir Giuliano. c. Són- ata fyrir strengjasveit i D- dúr, „La Tempesta” eftir Rossini. c. Divertimento i D-dúr (K334) eftir Mozart. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Staldrað við á Vopnafirði — þriðji þáttur Jónas Jónas- son litast um og spjallar við fólk. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanumSverrir Kjartansson annast þáttinn 20.00 tslenzk tónlist.a. Hljóm- sveitarsvita eftir Helga Pálsson. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur, Páll P. Páls- son stjórnar. b. Einleikssón- ata fyrir fiðlu eftir Hallgrim Helgason. Howard Leyton- Brown leikur. 20.30 Skáld við ritstjórn. Þætt- ir úr blaðamennsku Einars Hjörleifssonar, Gests Páls- sonar og Jóns Ólafssonar i Winnipeg. — Fimmti og sið- asti þáttur. Sveinn Skorri Höskuldsson tók saman. Lesararmeð honum: óskar Halldórsson og Þorleifur Hauksson. 21.30 Kórsöngur. Park- drengjakórinn og Norski einsöngvarakórinn syngja lögeftirdönsk og norsk tón- skáld. Stjórnendur: Jörgen Bremholt og Knut Nysted. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ástvaldsson velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.