Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 19. október 1975. TÍMINN 29 Ný bók væntanleg fró Pétri Eggerz Ekki getur hjá þvi farið að menn, sem starfa áratugum saman i utanrikisþjónustu, öðlist margháttaða reynslu. Einn slíkur er Pétur Eggerz. Flestum mun vera i fersku minni, þegar bók hans, Létta leiðin ljúfa, kom út fyrir nokkrum árum. Sumir urðu sárhneykslaðir, en fleiri munu þó hinir hafa verið, sem kunnu að meta hreinskilni höfundarins. Blaðamaður frá Timanum hitti Pétur aö máli fyrir skömmu, og þá kom á daginn, að við megum eiga von á nýrri bók frá hend'i hans bráölega. — En hér fer á eftir nokkur hluti þess, sem á góma bar i samtali okkar. — Hvað ertu búinn að starfa lengi i utanrikisþjónustunni Pétur? — Ég er búinn að starfa þar f 34 ár. — Hvernig likar þcr starfið? — Mér þykir vænt um utan- rikisþjónustuna og það starf, sem ég gegni nú fellur mér mjög vei. — Hvaða starf er það? — Aðstoð við tslendinga. — t hverju eru þau störf falin? — Það er nú svo, að tslendingar, sem eru á ferð erlendis eða búa þar lenda oft f vandræðum eins og þegnar annarra þjóða. Slysfarir, veikindi, andlát, peningaskortur. 1 stórborgum erlendis gerist margt óvænt. Það er ráðizt á menn. Þeir eru rændir, þeir lenda ifangelsieða á sjúkrahúsum. Oft- ast koma tilkynningar um þetta frá sendiráðum Islands erlendis til utanrikisráðuneytisins. Það er þá hlutverk mitt að hafa samband við ættingjana hér heima, og siðan að gefa sendiráðunum is- lenzku fyrirmæli um hvað skuli aðhafzt eða gefa þeim fyrirmæli um að greiða kostnað, sem af sliku leiðir, sem aðstandendur hér heima taka ábyrgð á, ef þeir geta. — Er ekki erfitt fyrir þig aö gera þér grein fyrir hvað gert skuli er- lendis til þess að leysa vandann? — Nei, það er það ekki, og ef til vill er skýringin sú, að ég hef unnið samtals i 23 ár i islenzku sendiráðunum við að aðstoða ts- lendinga. Mér hefur stundum orðið vel ágengt við að semja við erlend vátryggingarfélög þegar efnalausir islenzkir stúdentar, Pétur Eggerz. Timamvnd GE. sem ekki hafa efni á að ráða sér lögfræðing hafa átt kröfu á þau. Annars eru erlend vátryggingar- félög erfiðustu viðskiptavinir, sem ég kemst i kast við. — Hefur þú fleiri störf með hönd- um? — Já, ég hef frá upphafi verið fulltrúi tslands i sjóði sem hefur aðsetur i Paris og vinnur að‘ þvi að útvega lán til félags- legra þarfa. Mörg fjársterk lönd eins og Sviss og Sambands- lýðveldið Þýzkaland eru aðilar að þessum sjóð. Hefur lsland fengið margra milljón dollara hagstæð lán til langs tima fyrir milligöngu þessa sjóðs og hefur þetta meðal annars orðið til þess að auöveldara hefúr orðið að fram- kvæma sum atriði i byggðastefn- unni. Auk þess hef ég með hjúskaparmál og persónurétt að gera. — Þú sagðir að þér þætti vænt um utanrikisþjónustuna. En i bók þinni ,,,Létta Leiðin Ljúfa” kem- ur fram hörð gagnrýni á hana. Hvernig skýrir þú þetta? — Það er nú svona Valgeir eins og þú veiztsjálfsagt jafnvelog ég, að manni getur þótt vænt um konu, þó að maður sjái á henni marga galla. Það væri hættulegt doðamerki á utanrikis- þjónustunni, ef allir starfs- menn hennar væru á sama máli. Utanrikisþjónustan á að minni skoðun að laga sig að timans þörf. Hins vegar hef ég sett fram svo róttækar breytingartillögur i þessu sambandiað vart erviðþvi að búast að hægt sé að fram- kvæma þær i snarhasti. Hins vegar er ég öruggur um að timinn vinnur með þeim tillögum, sem ég hef sett fram. — Hafa ekki margir oröið þér reiðir vegna þeirrar bókar? — Jú, sumir hvæsa á mig, þegar þeir hitta mig á götu. — Finnst þér þetta ekki óþægi- legt? — Maður venst þessu. Svo kemur það aftur á móti, að það eru fleiri, sem hafa látið i ljós við mig þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þvi hvernig utanrikisþjónustan starfar. — Var ekki hættulegt fyrir þig að skrifa svona bók? — Ég hugsaði ekki út i þá hlið málsins. Mig skipti það mestu máli að segja rétt og satt frá. Ekki féll þessi bók i smekk ráðuneytisstjóra. Hann hafði tvisvar orð á þvi við mig að rétt- ast hefði verið að reka mig úr utanrikisþjónustunni fyrir að hafa sirfað svona bók. Ég er mjög feginn þvi að hann gerði ekki al- vöru úr þessu. Það hefði verið leiðinlegt, ef utanrikisþjónustan hefði gengið i lið með þeim sem hefta vilja prentfrelsi. — Ertu kannski að skrifa nýja bók? — Ég er búinn að selja Skuggsjá bók, sem ber heitið: ítvað varstu að gera öll þessi ár? — Hyað viltusegja mér um þessa bók? — Að svo stöddu ekki annað en það að mér þótti gaman aö skrifa hana.! -vs Vaka eða víma Barnastúkur og ríkisvaldið Nokkrum sinnum hefur komið i ljós á Alþingi vilji til aö sporna gegn sigarettureykingum. Það er bannað að auglýsa þær utan- húss og i fjölmiðlum og þar mikill þrifnaður að, þegar þær auglýsingar hurfu úr bióunum. Um skeið var lögbundið að lima viðvörunarorð á alla sigarettu- pakka. Það kostaði mikið þref og var gert á þann hátt að þvi var likast sem reynt væri að fela aðvörunina. Þau lög voru svo afnumin en i þess stað var sam- þykkt að verja örlitlu broti af andvirði þess tóbaks sem seldist til að segja satt um eðli þess-ng áhrif i auglýsingaformi. Hvernig mætir svo rikisvaldið þeirri viðleitni sem er i landinu i þá átt að koma þvi til liðs á þessu sviði og stemma stigu við reykingum? Ætli það sé fjarri lagi að segja að það láti eins og það viti ekki af neinu sliku? Ég man ekki eftir nema tveimur félagshreyfingum i landinu, sem vinna beinlinis og ákveðið gegn tóbaksreykingum. Það er bindindisfélag aðvent- ista og unglingaregla góðtempl- ara. Barnastúkurnar eru einkum fyrir fólk á grunnskólaaldri. Eðlilegt væri að tengja starf- semi þeirra við skólahald og skólastarf þannig að það færi fram i skólahúsunum og fundir væru þar á laugardögum. Það væri sjálfsagt að þeir fundir væru metnir ekki minna en venjulegar kennslustundir svo að gsezlumenn fengju kaup fyrir fund sem stæði eina klst. og 20 minútur eins og tvær 40 minútna kennslustundir. Auðvitað er þess engin von, að fólk vilji binda sig ákveðna daga og taka á sig þær skyldur sem starfinu fylgja utan funda vegna þessar- ar greiðslu, en það væri þó viðurkenning rikisvaldsins á starfseminni. Ef til vill væri það meira virði en hin fjárhagslega þiónkun._ Þessi greiðsla til gæzlumann- anna -yrði auðvitað ekki bundin við það að þeir væru kennarar. Vitanlega færi bezt á þvi að skólinn hefði með að gera leið- beiningarstarf i félagslifi og tómstundum barnanna. Þó verður að horfast i augu við þá staðreynd að ýmsir annmarkar og meinbugir munu nú vera á þvi, að hver sem er starfandi kennara sé við.þvi búinn að taka að sér félagslega leiðsögu, sem hér er um að ræða. Og engan veg er það lastandi þó að utan- skólamenn kæmu þar til liðsinn- is og uppbótar við uppeldisstarf skólans. Við höfum ýmiss konar æsku- lýðsfulltrúa o.s.frv. Það er stað- festing þess að þörfin er viður- kennd. Um hitt má lengi ræða hvort byrjað sér þar og þannig sem mestu máli skiptir. Vissu- lega er það nokkuð hjáleitt, þeg- ar settar eru upp opinberar stofnanir til að fást við félgsmál ungu kynslóðarinnar að láta sér þá sjást yfir og einskismeta i reynd frjálst áhugastarf, þvi að vitanlega erallt vonlaust, nema áhugi unga fólksins sjálfs njóti sin i starfi. Þess vegna má rikisvaldið ekki láta ein s og það viti ekki af þvi að til er i landinu félagsskapur sem vinnur gegn eiturlyfjaneyzlu barna og unglinga. Sé löggjafarsamkomunni ein- hvers alvara að vinna gegn tóbaksreykingum er þetta til á- minningar og athugunar. H.Kr. þó nokkuð fyrir peningana! ATHUGIÐ BARA VERÐIN 685.000 il öryrkja CA KR. 505.00 C A KR. 740.000 il öryrkja CA KR. 551.00 CA KR. 825.000. Shodh 1WL Verö Skodr o^IWH Verö til öryrkja CA KR. 622.000 Sérstakt hausttilboð! BÍLARNIR ERU AFGREIDDIR Á FULLNEGLDUM BARUM SNJÖDEKKJUM. TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42600 eru framleiddir með mikla endingu Nýft og smekklegt útlit auk þekktra gæða IILOSSI?----------------- Skipholti 35 ■ Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa NÖTIÐ Þ\ÐBESTA rafgeymar Auglýsitf i Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.