Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 19. oktdber 1975. Fjórir kótir hvolpar Hvolparnir, sem þessi saga fjallar um, fæddust snemma vors. Þeir sváfu i notalegum kassa i hlýjunni frá eldavélinni og höfðu aldrei komið út fyrir hússins dyr. Þess vegna höfðu þeir ekki hugmynd um hvað him- inninn var, og heldur ekki tré og gras. Og þeir höfðu aldrei heyrt minnzt á árstiðirnar, vetur, sumar, vor og haust. En dag nokkurn voru þeir orðnir nógu gamlir til þess að fara út i sól- skinið. Þeir kútveltust niður tröppurnar og gátu ekki fótað sig, þvi að þrepin voru allt of há fyrir litlu fæturna þeirra. En þeim var al- veg sama. Þeir voru svo forvitnir og lá svo mikið á að skoða veröldina ut- an dyra. Þeir þefuðu af grasinu og veltu sér i þvi. Siðan fóru þeir i elt- ingarleik, og þannig leið þessi fyrsti dagur þeirra úti i náttúrunni. — Þetta er skemmti- legasti dagur, sem ég hef lifað, sagði einn hvolpanna. Og hinir voru honum hjartanlega sammála. Hvolparnir fóru út á hver jum degi, og smám saman urðu þrepin auð- veldari viðureignar. — Þau hafa minnkað, sagði einn þeirra. — Vitlaus ertu, sagði annar. Við höfum auð- vitað stækkað. Hver dagurinn leið af öðrum og alltaf gátu hvolparnir fundið sér eitthvað nýtt og spenn- andi að fást við. Stund- um striddu þeir kálorm- unum i garðinum, og stundum eltust þeir við fiðrildin. En þótt þeir væru i miðjum spenn- andi leik, þegar kallað var á þá heiman frá hús- inu hættu þeir sam- stundis og hlupu eins og fætur toguðuheim á leið, þvi að þeir vissu, að þar beið þeirra indæíis mat- ur. Þeir voru nefnilega alltaf svangir og fannst þeir aldrei fá nóg. Þeir stækkuðu lika ört, og brátt kom að þvi, að þeir áttu ekki i minnstu erf- iðleikum með að komast niður þrepin frá húsinu. Timinn leið, og hvolp- arnir voru svo önnum kafnir við að njóta lifsins, að þeir tóku ekk- ert eftir þvi, að það voru ekki bara þeir, sem stækkuðu og breyttust. Umhverfið breyttist lika, án þess að þeir yrðu þess varir. Dag nokkurn gerðu þeir sér þó grein fyrir þvi, að þeir gátu ekki lengur leikið sömu leikina og áður. Vindurinn hvein, sólin var ekki lengur eins heit og hún hafði BRIDGESTONE Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. CURHIHIVINNU ST0FAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 verið. Þeim fannst meira að segja grasið vera orðið kalt undir fót- um þeirra. Og ekki nóg með það, fiðrildin voru horfin og kálormurinn hafði falið sig. — Þetta er stórfurðu- legt, sögðu hvolpamir og horfðu steinhissa hver á annan. Og loks tóku þeir eftir þvi að laufið á trjánum var orðið svo undarlegt á lit- inn, bæði gult og rautt i staðinn fyrir fagur- grænt, eins og þegar þeir sáu það fyrst. Daginn eftir blés vind- urinn svo harkalega, að blómin á fallega rósa- runnanum þeyttust út i loftið og laufið fauk af trjánum. Þetta fannst hvolpunum alveg hræði- legt. Þeir reyndu að setja blöðin og blómin aftur á sinn stað, en það var auðvitað ekki hægt. Látlu hvolparnir voru svo miður sin, að þeir settust niður og fóru að hágráta. Nú var allt ó- nýtt, og þeir höfðu ekk- ert til að leika sér að. — Þið eruð nú meiri kjánarnir, sagði ikorni, sem sat uppi i gömlu tré og fylgdist með hvolpun- um. — Það er alveg ó- þarfi að vera að gráta yfir þessu. Þegar laufið á tr jánum verður gult og rautt og fellur svo til jarðar, vitum við að sumarið er á enda, og haustið er komið. Og haustið getur verið al- veg jafn skemmtilegt og sumarið, sannið þið til. íkorninn hafði rétt fyrir sér. Þegar laufið á trjánum þakti jörðina, var gaman fyrir litla hvolpa að sparka þvi til og velta sér upp úr þvi, milli þess sem þeir fóru i feluleik i laufdyngjun- um. En alltaf vom þeir jafn fljótir heim i mat- inn, þegar kallað var, þvi að ekki minnkaði matarlystin. Þeir stækkuðu dag frá degi, og brátt kom að þvi, að þeir gátu tekið tvö þrep i einu stökki. — Enn minnka þrep- in, sagði einn hvolp- anna. — Nei, nei, sagði þá annar. Skilurðu ekki að það erum við sem alltaf erum að stækka. Dág nokkurn uppgötv- uðu hvolparnir að allt umhverfið var enn að breytast. Pollarnir, sem þeir höfðu haft svo gam- an af að sulla i eftir haustrigningarnar, voru orðnir harðir eins og gler, og vindurinn var iskaldur og reif i eyrun á þeim. Hann feykti lika burtu öllu laufinu, sem hafði veitt þeim svo mikla ánægju. — Þetta er undarlegt, sögðu hvolparnir hver við annan. Þeir reyndu að halda fast i laufblöð- in, en vindurinn var miklu sterkari en þeir og reif þau af þeim. Þá settust vesalings hvolp- arnir niður og hágrétu. — Þið eruð alveg jafn miklir kjánar og þið vor- uð, sagði nú ikorninn vinur þeirra. — Skiljið þið það ekki, að þegar pollarnir verða að is og norðanvindurinn verður napur, þá er haustið lið- ið og veturinn genginn i garð. Veturinn er að visu kaldur, en leiðin- legur er hann aldrei. Og ikominn hafði rétt fyrir sér. Þegar hvolp- arnir komu út næsta dag, var hvitur snjór yfir öllu. Þeir skemmtu sér konunglega i snjón- um. Þeir renndu sér niður brekkurnar, grófu trýnið i snjóinn og létu sig sökkva i djúpa snjó- skaflana. Þannig leið hver dagurinn af öðrum, og þar kom, að hvolpun- um fannst hægðarleikur að taka þrjú þrep i einu stökki. En þeir tóku ekk- ert eftir þvi, að enn var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.