Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 33
7 ''WfvílNN Sunnudagur 19. október 1975. *3 náttúran að breytast Sólin var orðin heitari, og þótt ekki rigndi, féllu samt dropar af greinum trjánna. Það var auðvit- að vetrarsnjórinn, sem bráðnaði fyrir vorsól- inni, en það vissu hvolp- arnir ekkert um. Og daginn eftir var ekki lengur hægt að renna sér i brekkunum, þvi að viða voru brúnir blettir á jörðinni, þar sem snjór- inn var alveg horfinn. — Þetta er undarlegt, sögðu hvolparnir og stöðru steinhissa hver á annan. Þeir reyndu að safna saman snjónum, sem eftir var, svo að þeir gætu haldið áfram að leika sér að honum, en hann varð bara að vatni milli fótann á þeim og hvarf niður i jörðina. Þá fóru hvolparnir að hágráta. — Blessaðir hættið þið að gráta, heyrðist allt i einu sagt einhvers stað- ar fyrir ofan þá. Þeir litu upp og sáu þá ikornann, vin sinn, sem sat uppi i tré og hristi höfuðið yfir þvi, hvað þeir voru miklir kjánar. — Þegar sólin verður heitari og snjórinn bráðnar, eiga allir að vera kátir, þvi að það táknar að veturinn sé um garð genginn og vor- ið sé i nánd. Það liður lika áreiðanlega ekki á löngu þar til þið upp- götvið, hvað kemur næst á eftir vorinu. Það er eiginlega hægt að likja árstiðunum við hjól, sem sifellt snýst i hring. Ein árstiðin tekur við af annarri, og röðin er allt- af sú sama. Hvað haldið þið svo að taki við af blessuðu vorinu? Hvolparnir settust á blauta jörðina og veltu vöngum. Þeir hugsuðu og hugsuðu, og loks hrópaði einn þeirra: — Núveitég það! Það er sumarið, og þá koma fiðrildin, sem eru svo falleg og skemmtileg. — Já, sagði annar hvolpur. Og þegar sum- arið er búið, tekur haustið við. Þá fara blöðin að fjúka af trján- um og blómin að detta af rósarunnunum. — Næst hlýtur að koma vetur með indæl- an, hvitan snjó, sem gaman er að leika sér i, sagði sá þriðji. — Nú má ég, nú má ég, sagði fjórði hvolpur- ihn, sem var orðinn fjarskalega óþolinmóð- ur. — Vorið kemur að loknum vetri, og þá vaxa aftur ný blöð á trén og blóm á runnana. — Nú skiljum við þetta alveg, hrópuðu all- ir hvolparnir i kór. Svona gengur þetta koll af kolli, og það er alveg óþarfi að gráta, þótt ein árstið taki við af ann- arri. Þær eru allar skemmtilegar, hver á sinn hátt. — Úr þvi að þið vitið orðið svona mikið, verð ég vist að hætta að kalla ykkur kjána, sagði nú ikorninn, sem setið hafði steinþegjandi á trjá- greininni, meðan hvolp- arnir rifjuðu upp það sem þeir höfðu lært á þessu fyrsta ári ævi sinnar. — Ef við erum ekki kjánar, sögðu hvolparn- ir, hvað erum við þá? — Þá eruð þið auðvit- að orðnir stórir, vitrir hundar, sagði ikorninn hlæjandi. Og auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, eins og ævinlega. zomBi Töf raborðið fyrir allt og ekkert ZOMBI er sófaboró. ZOMBI er sjónvarpsborð. ZOMBI er reykborð. ZOMBI er hljómtækjaborð. ZOMBI er morgunverðarborð. ZOMBI er skrautborð. ZOMBI erá hjólum. UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. ZOMBI ER ALLT. /fT% HÚSGAGNAVERKSMIÐJA Fæst í teak, Ijósri og dökkri eik ^| KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. (wenge lituð). ^„ö<> Keykjavik simi 25870

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.