Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. Ti Hafnarfjörður - Olíustyrkur Greiðsla oliustyrks fyrir timabilið júni — ágúst ’75 fer fram i bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofan- greint timabil. Framvisa þarf persónuskilríkjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A—F þriðjudaginn21. okt. kl. 10-12 og 13-16. G— H miðvikudaginn22. okt. kl. 10-12 og 13 -16. I—M fimmtudaginn23. okt. kl. 10-12 og 13-16. föstudaginn 24. okt. engin útborgun. N— S mánudaginn27. okt. kl. 10-12 og 13-16. T—ö þriðjudaginn25. okt. kl. 10-12 og 13-16. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. SÖLUSTAÐIR GOODfYEAR HJÓLBARÐ Reykjavík Hjólbarðaþjónusta Heklu h/f Laugavegi 1 70—172, sími 21 245 HjólbarðaverkstæSi Sigurjóns Gíslasonar Laugavegi 171, sími 1 5508 Ólafsvík Maris Gilsfjörð bifreiðarstjóri Stykkishólmur Hjólbarðaverkstæði Stykkishólms c/o Hörður Sigurðs- son. ísafjörður Vélsmiðjan Þór h/f sími 3041 Húnavatnssýsla Vélaverkstæðið Viðir, Viðidal Sauðárkrókur Vélsmiðjan Logi sími 51 65 Hotsós Bílaverkstæði Páls Magnúsarsími 6380 Ólafsfjörður Bílaverkstæði Múlatindur, sími 621 94. Dalvik Bílavr'rkstæði Dalvíkur sími 611 22. Hafnarfjörður Hjólbarðaverkstæði Reykjavíkurvegi 56 simi 51538. Akuryeri Hjólbarðaþjónustan Glerárgötu 34, simi, 22840. Bílaverkstæðið Baugur Norðurgötu 62 sími 22875. Neskaupstaður Bifreiðaþjónustan Neskaupstað, sími 7447. Reyðarfjörður Bílaverkstæðið Lykill simi 41 99 Egilsstaðir Þráinn Jónsson sími 1136. Hornafjörður Bilaverkstæði Jóns Ágústssonar, simi 8392 Kirkjubæjarklaustur Steinþór Jóhannesson simi 7025 Hella Kaupf. Þór simi 5831. Vestmannaeyjar Hjólbarðastofa Guðna v/Strandv. simi 1414. Grindavík Hjólbarðaverkst. Grindavikur s/f, sími 8397. Keflavik Hjólbarðasalan Skólavegi 1 6 c/o Hörður Valdimarsson sími 1426. Garðahreppur Nýbarðinn, Garðahreppi, sími, 50606. Öryggi í vetrarakstri á GOOD YEAR HEKLA H.F. Laugavegi 170—172 Sími 21 240. ATHUGASEMD FRÁ STÚDENTUM Vegna ummæla i forystugrein blaðs yðar hinn 16. október vilj- um við koma eftirfarandi at- hugsemd á framfæri, og mælumst til þess að hún verði þegar birt á sama stað i blaði yðar og áðurnefnd forystu- grein. Það er ekki rétt sem haldið var fram i forystugrein Timans hinn 16. þ.m. að „stúdentar hafi látið i ljós að þeir muni gripa til sérstakra mótmælaaðgerða, ef ekki verður fallizt á hlutfalls- lega hækkun námslána frá þvi sem nú er.” Hið rétta er, að meginorsök þess að námsmenn neyðast nú til að gripa til aðgerða til að verja hagsmuni sina er sú, að fyrir liggja áform ráðamanna um að skerða námsaðstoð fyrir- varalaust um 50%. Á þessu tvennu — staðhæfing- um Timans og staðreyndum málsins — er grundvallar- munur, sem leiðarahöfundi hlýtur að hafa verið ljós. Þeirri ósmekklegu athuga- semd að „e.t.v. (verði) flestir hinna uppvaxandi mennta- manna þjóðarinnar i setuverk- falli hinn 13. nóvember og (leggi) fram sinn skerf til þorskastriðsins á þann hátt,” vísum við á bug sem ómerki- legri tilraun til að rægja náms- menn við alþjóð og afflytja mál- stað þeirra. F. h. kjarabaráttunefndai Gestur Guðmundsson. Þau ummæli min, að stúdentar krefðust hlutfalls- legrar hækkunar á námslánum, voru byggð á þvi orðalagi i ályktun stúdentafundar, að gripið skyldi til sérstakra verk- fallsaðgerða, ef fjárlaga- frumvarp rikisstjórnarinnar gengi þvert á þann lagabókstaf, að stefnt skuli að fullri brúun umframfjárþarfar. Þetta skildi ég sem kröfu um hlutfallslega hækkun f rá þvi sem verið hefur i fjárlögum. Ég hef verið hlynntur þvi, og er, að stefnt skuli að þessu marki,en stúdentar verða jafnt og aðrir að taka tillit til fjárhags legra erfiðleika þjóðarinnar. Ég tel lika, að stúdentar vinni þessari stefnu ekki gagh með verkfallsaðgerðum, og er gott til þess að vita, að það er ekki fyrirætlun þeirra, en þannig skil ég framangreinda athugasemd. -Þ.Þ. t DAG, sunnudag, klukkan þrjú er bazar i Félagsheimili Bústaðakirkju á vegum Foreldrafélags barna með sérþarfir, áður Foreldrafélag fjöl- fatlaðra barna. A myndinni sést hluti af munum þeim, sem þarna verða til sölu, en það eru handunnar vörur, lopavörur, barnafatnaður og ýmsir aðrir munir. Einnig verða seldir lukkupokar fyrir börn. Opnuð hefur verið sýning á verkum Drffu Viöar, listmálara en hún lézt áriö 1971. Það eru börn listakonunnar, sem gangast fyrir þessari sýn-, ingu, sem haldin er f Bogasal Þjóðminjasafnsins. Drifa Viðar var þekktur málari i sinni tið, nam myndlist i Bandarikjunum og i Frakk- landi (Parfs). Drifa var giftSkúla heitnum Thoroddsen, augnlækni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.