Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 19. október 1975. TÍMINN 37 ■I Ragnhildur ólafsdóttir: FÓLK ÁFÖRUM Þýðandi Elisabet Jónasdóttir. Helgafell, 1975, 133 bls. EF TIL VILL mun einhverj- um finnast það vera að bera i bakkafullan lækinn að skrifa i Timann um bók Ragnhildar ólafsdóttur, Fólk á förum, þvi að tvisvar var hennar getið hér i blaðinu isiðasta mánuði. Fyrst i frétt 6.sept og siðan var skrifað viðtal við höfundinn, og birtist það i Timanum 28. sept. Þar var allýtarlega fjallað um efni þessarar bókar, þótt tilgangur viðtalsins væri að sönnu annar og meiri en að ræða um þessa einu bók. Þó þykir nú hlýða að skrifa hér nokkur orð um bókina Fólk á förum, og ber fleira en eitt til þess. í fyrsta lagi er það ekki á hverjum degi að islenzkur rit- höfundur kveðji sér hljóðs á er- lendum vettvangi á þann hátt að eftir sé tekið, og i öðru lagi á bókinerindi til okkarallra,hvort sem við erum ung eða gömul, hraust eða hrum. Fólk á förum lýsir fólki á elliheimili. Við fáum i fæstum tilvikum að vita, hvers konar lifi það hafði lifað, áður en það kom á hælið, enda gerist þess kannski ekki þörf. Hingað er það komið oghérmun það verða þar til yfir lýkur — þangað til það leggur upp i þá för, sem öll- um er jafnvis, hvort sem þeir eru rikir eða fátækir, voldugir eða volaðir. Af miskunnarlausu raunsæi og án allra væmni eða tilfinningasemi leiðir höfund- urinn persónur sinar fram á svið frásagnarinnar. Sumir eru farlama og komast ekkert nema i hjólastól, aðrir eru komnir ,,út úr heiminum”, eins og það er kallað. Þeir klina hægðum sin- um i kringum sig, eða stinga þeim niður i glasið á nátt- borðinu, við hliðina á gervitönnunum sinum. Enn aðrir eru svo langt leiddir, að þeir eiga i rauninni ekkert eftir nema andardráttinn. Er þetta þá ljót bók? Er það sem hún lýsir, nokkurs konar smámynd af hugmyndum kristinna manna um Helviti? Nei, öðru nær. Gildi bókarinnar er einmitt ekki hvað sizt fólgið i J m/iv Ákall og áskorun Ragnhildur ólafsdóttir. þvi, að hún lýsir staðreyndum. Hrörnun og dauði eru ekki óeðli- legri en f æðing og þroski. Hér er ekkert sagt, sem læknum og hjúkrunarliði kemur á óvart, og þarf raunar ekki hjúkrunarfólk til. Við, sveitakrakkarnir, sem urðum vitni að þvi, þegar gamalt fólk hrörnaði og dó.heima hjá okkur eða i á bæjunum I kring — og sáum kynslóðir húsdýra koma og fara eftir órjúfanlegu lögmáli nátt- úrunnar — við lærðum flest að skynja dauðann eins og hvern annan sjálfsagðan hlut — óvel- kominn gest að visu, oftast nær, en engu að siður eina, bókstaf- lega eina fasta punktinn i tilverunni. Hitt er annað mál, að sumt sem Ragnhildur ólafsdóttir lýsir i bók sinni er ekki til þess fallið að auka á virðingu okkar . fyrir mannkindinni, svona yfir- leitt. Sumir gleyma sinum nánustu og nenna ekki einu sinni að heimsækja þá á elliheimilið, aðrir koma þar aðeins til þess að niðast á þessum allslausu einstæðingum — foreldrum sin- um! Dætur frú Holm hætta ei fyrr en þær hafa látið hana af- henda sér alla skartgripina, þessa fáu einkamuni, sem hún hafði haft með sér á hælið, og hann Christian gamli Sörensen átti son, sem heimsótti hann að- eins til þess að snikja út úr hon- um aura og éta matinn hans, þegar hjúkrunarfólkið sá ekki til. Hér erum við komin að þvi sem kalla mætti burðarás þess- arar bókar. Hún er ákall og áskorun um mannúð. Ragnhild- ur ólafsdóttir tekur ekki afstöðu til þess I bók sinni, hvort gamal- menni eigi að dveljast á einka- heimilum eða opinberum stofn- unum siðustu ár ævinnar, en öll bókin, frá upphafi til enda, er bæn um skilning á högum þeirra, sem lokið hafa starfs- degi sinum. Þeir eiga skilyrðis- lausan rétt á allri þeirri hjúkrun, umönnun og ástúð sem hægt er að láta i té. — Þetta er sú ályktun, sem hver lesandi hlýtur að draga, þótt höfundur- inn forðist að gera sig að pré- dikara eða dómara. Elisabet Jónasdóttir hefur þýtt Fólk á förum á islenzku en bókin er frumsamin á dönsku Höfundurinn, Ragnhildur Ólafs- dóttir, lét svo um mælt við und- irritaðan þegar hún var hér á landi I haust, að Elisabetu tækist ágætlega að ná stil og frásagnarhætti bókarinnar eins og hann væri á frummálinu. En þótt svo sé, verður hinu ekki neitað, að hið islenzka mál á bókinni er engan veginn hnökra- laust. Þýðandinn ofnotar mjög sögnina að „ske”, þar sem auðvelt væri aðsegja „gerðist” eða „varð”. „Þegar það skeði ekki....” „Hvað var það sem skeði þá—” Þetta stendur með fárra orða millibili efst á bls. 109 Neðst á bls. 108 er taláð um hóp manna „...allir voru undrandi..” en svo segir, að þau hafi horft „hvort á annað..... (Þarna gæti prentvillupúkinn að visu hafa sett o I staðinn fyrir e) Hitt er , skrambakornið, ekki prentvilla, þegar talað er um það tvisvar efst á bls. 88, að dyrnar hafi likzt „hver annarri!” „Dyr” er kvenkyns- orð i fleirtölu — eins og buxur-. Annað hvort er hér um að ræða slæman prófarkalestur eða hroðvirknislega þýðingu, nema hvort tveggja sé. En þótt hin islenzka gerð bókarinnar Fólk á förum sé þannig ekki fullkominn, fremur en önnur mannanna verk, er hitt deginum ljósara, að hér er á ferðinni bók, sem óhætt er að mæla með við islenzka lesend- ur. Bókin er ekki samin eins og hefðbundin skáldsaga með sam- felldum söguþræði, heldur er brugðið upp skyndimyndum úr lífi persónanna, eftir að þær eru seztar um kyrrt i biðsal dauðans. Um aðferðir rit- höfunda er hægt að deila enda- laust. Hver og einn notar þá túlkunaraðferð, sem honum hentar bezt. Þótt Ragnhildur ólafsdóttir prediki hvergi, þá ýtir bókin hennar þéttingsfast við okkur. Hún er tilvalin lesning fyrir þá, sem eiga föður eða móður, afa eða ömmu á lifi. Er ekki ein- hvers staðar gamalmenni, sem þarf á liðsinni okkar að halda? -VS. GEYMSLU hólf GEYMSLUHÓLF I ÞREMUR STÆRÐUM. NÝ ÞJONUSTA VID VIDSKIPTAVINI I NÝBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7 Sqmvinnubankinn Tíminner pesiingar Skrifstofustarf Afgreiðslu- og operatorstarf á bæjarskrif- stofunni i Kópavogi er laust til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða vélritunarkunnáttu og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 26. október og skal skila umsóknum til undirritaðs sem veitir allar nánari upplýsingar ásamt Magnúsi Á. Bjarnasyni aðalbókara. Bæjarritarinn i Kópavogi. WEEDlf-BAR KEÐJUR er lausnin Það er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum i snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bilinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bilnum stöðugri á vegi Þér getið treyst WEED-V-BAR keðjunum Sendum i póstkröfu um allt land. tCecetrCGJC] llLJLjliíltíLJIi Lir Suðurlandsbravt 20 * Sími 8-66-33 VERnpOÐ Á FULLNEGLDUM SNJODEKKJUM. ^fUvuÁm. vetrarhjOlbarðar (NEGLDIR) RADIAL Kr. 145 SR 12 ! OR 7 5.950,— 165 SR 14 I OR ! 7 8.990,— cvutm VETRARHJOLBARÐAR (NEGLDIR) DIAGONAL ° Kr. 520 12/4 OS 14 4.720,— 550 12/4 OS 14 5.520,— 590 13/4 OS 14 7.010,— s 640 13/4 os 14 8.310.— 615/155 14/4 OS 14 6.750.— 700 14/8 OS 14 9.920.— 590 15/4 os 14 7.210.— 600 15/4 os 14 9.210,— 640/670 15/6 os 14 9.530,— 670 15/6 OS 14 9.530,— 600 16/6 NB 16 m/slöngu 10.070,— 650 16/6 TP 7 m/slöngu 11.790,— 750 16/6 TP 7 m/slöngu 13.240,— TEKKNESKA BIFREIÐA UMBODIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 KÖPAVOGI SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið ó Akureyri h.f. Óseyri 8 Fnilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar JLL Litil félagssamtök óska eftir jörð eða sumar- bústaðalandi Tilboð óskast send á afgr. Timans, Aðal- stræti 7, Reykjavik — merkt Sumar- bústaðaland 1873.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.