Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 40
SÍMI 12234 •HERftA EARÐURINN AÐAkSTWETI 8 fyrirgóAan mat ^ KJÖTÍÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - ' ' ‘ Úthlutun haustlána hefst á morgun Unnið var af fulluni krafti i togaranum Fáli Pálssyni i gær viö að setja niður nýju flotvörpuvinduna, sem sést fyrir miöri inynd, en einnig var i gær settur nýr löndunarkrani i skipið. Timamynd: G.E. MENNTAMALARAÐU- NEYTIÐ hefur sent Lánasjóði islenzkra námsmanna eftir- farandi bréf: „Ráðuneytið hefur tryggt sér, að hægt verði að nýta lán- tökuheimild sjóðsins sam- kvæmtfjárlögum 1975, alls 100 milljón krónur að fullu. Ennfremur er tryggt, að bein fjárframlög úr rikissjóði verði hækkuð um 40 milljónir króna á þessu ári (vegna gengisbreytinga fyrrá árinu). Auk þess verða til ráðstöfunar i janúar 1976 alls 100 milljónir króna. Ráðuneytið leggur þvi til að úthlutun haustlána verði hafin nú þegar á grundvelli þess fjármagns, sem þannig er til ráðstöfunar.” Úthlutun haustlána mun þvi að öllum likindum hefjast á morgun. AAEÐALÞUNGI DILKA MEIRI EN í FYRRA M.Ó. Reykjavik.Nú sigur á siðari hluta sauðfjárslátrunar á þessu hausti. Slátrun mun vera lokið á Siglufirði og er langt komin á nokkrum öðrum stöðum. t einstaka sláturhúsi mun slátrun þó ekki verða lokið fyrr en um mánaðamót að sögn Jónmundar Ólafssonar hjá framleiðsluráöi landbúnaðarins. t fyrra var alls slátrað rúml 907 þúsund dilkum og liklegt er taliö að i ár verði slátrun 5-8% meiri. Meðalþungi dilka var i fyrra 14.2 kg. en allar likur benda til að hann verði nokkru meiri i ár. T.d. var rieðalþunginn 15.21 kg. um siðrjtu helgi i sláturhúsinu á Blónduósi, en var 14.85 kg. á sama tima i fyrra. A undanförnum árum hefur verið unnið að uppbyggingu sláturhúsanna viða um land. Hafa nú sláturhúsin i Borgarnesi, á Blönduósi, Sauðárkróki, Húsa- vik og Selfossi verið endurbyggð. Þar fer slátrun fram á færibönd- um og er af þvi mikil vinnuhag- ræðing. Lífeyrissjóðirnir kaupa skuldabréf Byggingasjóðs ffyrlr meira fé en óður FB—Reykjavik. Allt bendir til þess að kaup lifeyrissjóða i land- inu á skuldabréfum Bygginga- sjóös rikisins verði sizt minni en undanfarin ár, að því er Sigurður E. Guðmundsson framkvæmda- stjóri Húsnæðismálastofnunar rikisins, sagði i viðtali við Tim- ann. Timinn sneri sér til Sigurðar og spurðist fyrir um það, hvort nú lægju fyrir endanlegar upplýsing- ar um það, hversu mikið fé lif- eyrissjóðirnir myndu leggja i skuldabréfakaup að þessu sinni, en hann kvað það ekki vera enn sem komið væri, og bjóst ekki við að lokatölur lægju fyrir fyrr en upp úr mánaðamótunum. — Hitt er þó vist, að lifeyris- sjóðirnir munu kaupa skuldabréf fyrir mörg hundrnð milljónir króna, og verður það ekki lægri upphæð nú en undanfarin ár, enda fer krónutalan stöðugt hækkandi i þessu eins og öðru, sagði Sigurð- ur. Ekki sagðist Sigurður geta sagt fyrir um það, hvenær þessir fjármunir gætu komið til úthlut- unar sem húsnæðismálastjórnar- lán, enda tæki nokkurn tima að koma öllum þessum málum i kring. Islendingur meðal hæstu skattgreið- enda í Málmey FB-Rcykjavik. Margir kvarta og kveina undan sköttunum sin- um hér á landi, og það þótti tið- indum sæta, þegar einstakling- ur fékk hér tiu milljónir i skatta. En það eru þó smámunir i samanburði við skatta fólks viða erlendis, enda má vel vera að kaupið þar og hér sé tæpast sambærilegt. Nýlega barst okk- ur listi yfir rúmlega 90 hæstu skattgreiðendur i Málmey i Svi- þjóð. Efst á listanum er kona, sem heitir Ulla Áberg, og hefur þann yfirlætislausa titil — kontoristi — skrifstofumaður. 1 fimmtugasta og fimmta sæti er svo Islendingur, tæknilegur framkvæmdastjóri, Ólafur Sigurðsson, með rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur sænskar i skatta. Ólafur Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri hjá Kockum- skipasmiðastöðinni, sem flestir lslendingar þekkja vel af afspurn. Ólafur er bróðir Péturs Sigurðssonar, forstjóra Land- helgisgæzlunnar. Pétur sagði okkur, að Ólafur bróðir hans hefði upphaflega farið til Sviþjóðar fyrir strið til náms. Hann dvaldist þar á striðsárun- um, og kom svo heim og var for- stjóri i Landssmiðjunni um tima, en hélt svo til Sviþjóðar aftur og hefur búið þar siðan. Ólafur er ekki með þungt heimili til frádráttar, þar sem hann á aðeins tvær uppkomnar dætur. Pétur Sigurðsson sagði, að þegar fólk i Sviþjóð væri komið með tekjur á borð við þær, sem hér mætti reikna með, færu að minnsta kosti 70% þeirra beint i skatta. Nákvæm- lega á Ólafur að greiða 308.130 sænskar krónur, sem er töluvert á tólftu miiljón króna. Eins og fyrr segir er Ulla Áberg kontorist með mestu skattana i Málmey. Henni ber að greiða 3.496.900 sænskar krónur, sem er meira en 10 sinn- um hærri upphæð héldur en Ólafur greiðir. Neðstur á listan- um yfir þessa miklu skattgreið- endur er Stig Edvin Nylén lyf- sali, og er hann með rúmlega 250 þúsund krónur i skatta, og eftir það þykir þeim á Málmey ekki fréttnæmt að tiunda skatt- ana. ^Ákenag BöTjB-SVenssé Direktör Karl Einar Nilss'S Ingenjör Gunnar Skoog Erik Ragnvald Olssons dödsbo VD Nils-Hákan Hakansson Éjr|>onnnt SvpnrAlia-'lnhtUisson ekn dir Olafur SiqurdssonY ngi sennen ðankdireiítör Bengt sennéDy Direktör Henry Ljung Direktör Elof Wilhelmsson iiyilejcgnpm La|M&elbaD 324 I S18 5!> 315 <3Q 308 1] 307 I 305 01 301 ÍSLENZK FLOTVÖRPUVINDA: — Fyrsta vindan sem hönnuð og smíðuð er hér gébé Rvik — Unnið var að niður- setningu fyrstu alislenzku flot- vörpuvindunnar, sem hönnuð er hér á landi f gær. Vindan er i skut- togaranum Páli Pálssyni IS 102 frá llnifsdal. Miklar vonir eru bundnar við þessa islenzku frum- sinið, sem kunnugir telja, að sé fyllilega samkcppnisfær við þær erlendu að gæðum — og þó sér- staklega verði, en íslenzka vindan cr um 20-30% ódýrari en þær er- lendu. Það er Vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar, sem hann- aði og smiðaði vinduna, en tilboð Jósafats var það hagstæðasta, sem útgerð Páls Pálssonar barst. Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS 102 er frá Hnifsdal og er tæplega þriggja ára gamall. Skipstjóri á honum er Guðjón Kristjánsson og fór skipið frá Reykjavik i gær- kvöldi áleiðis vestur og var búizt við, að það myndi þegar i dag halda til veiða, og mun þvi Djótt koma reynsla á hina nýju vindu. Ekki gat Jósafat Hinriksson sagt til um hve mikið hin nýja flotvörpuvinda kostaði, en sagði, aðhún væri mun ódýrari en hinar innfluttu vindur sem hingað til hafa verið notaðar i skuttog- arana. Vélaverkstæði J. Hinriks- son hefur um árabil sérhæft sig i smiði allskonar togveiðibúnaðar og I þvi sambandi má nefna út- flutning fyrirtækisins á togveiði- búnaði m.a. til Færeyja og Noregs. tslenzka flotvörpuvindan er um margt hagkvæmari en þær er- lendu, t.d. er öxullinn boltaður á, þannig ef eitthvað bilar er hann tekinn af. 1 erlendu vindunum er öxullinn aftur á móti soðinn fast- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.