Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Landvélarhf TOPUÐU BÁÐIR A svæðismótinu i skák, sem hófst hér i Reykjavik i gær hljótum viö að beina at- hyglinni að islensku þátt- takendunum tveim, sem taka þátt i keppninni, en þeir eru Friðrik Ólafsson og Björn Þorsteinsson, sem sjást hér á myndinni. Fyrsta umferðin var erfið fyrir Is- lendingana Friðrik tapaði fyrir Parma og Björn fyrir Hamann. —Timamynd: Róbert HAFRANNSOKNARSTOFNUNIN •i ifM fcWS ¦m 31 uT??fl ustu fiskistofnunum FB-Reykjavik. Hafrannsóknastofnunin hefur samiö skýrslu um ástand fiskstofna og annarra dýrateg- unda Á íslandsmiðum og. nauðsynlegar friðunarað- gerðir innan Islenzkrar fiskveiðilandhelgi. Sam- kvæmt skýslunni hefur orðið mikill samdráttur I veiðum flestra fiskitegunda hér við land og með áframhaldandi sókn virðast þær vera i mikilli hættu. „Nauðsyn hagkvæmrar nýtingar hefur aldrei verið meiri en nú, þar sem mikilvægustu fiskstofnar okkar eru þegar ofveiddir, jafnframt þvi, sem sókn á fjar- læg mið fer ört minnkandi," segir I skýrslunni. En með útfærslu Islenzku fiskveiðilögsögunnar I 200 sjó- mllur segir stofnunin að loks hilli undir það, að ís- lendingar fái fullkomna stjórn á nýtingu flestra þeirra fiskstofna, sem veiðast á Islandsmiöum. Um meðalafla botnlægra tegunda á íslandsmiðum segir, að á undanförnum árum hafi hann numið um 700 þús. tonnum. Taliðsé, að með hagkvæmri nýtingu mætti auka aflann I um 850 þús. tonn, og sé islenzki fiskiskipastóllinn I núverandi stærð fullfær um að veiða það magn. Sé þvl mjög þýðingarmikið, að út- lendingar hætti fiskveiðum á Islenzka landgrunninu. Meðalþorskafli á Islandsmiðum undanfarna tvo áratugihefur verið um 400 þús. tonn. Mestur varð afl- inn árið 1954 tæplega 550 þús. tonn, en minnstur árið 1967, 345 þús. tonn. Aflinn óx aftur næstu tvö til þrjú árin, en siðan árið 1970 hefur hann farið slminnkandi og var aðeins 375 þús. tonn árið 1974. Með stækkandi fiskiskipastól hefur sóknin I ókynþroska hluta stofns- ins farið ört vaxandi, þannig að þéim fiskum, sem ná ky"þroska og ganga á hrygningarstöðvarnar fer fækkandi, segir I skýrslunni. Vegna þessarar miklu sóknar I þorskinn á uppeldisstöðvunum fyrir Norður- og Austurlandi fæst ekki lengur hámarksnýting úr stof ninum. Telur Hafrannsóknastofnunin, að til þess að ná 500 þús. tonna hámarksafrakstri á ári þurfi að minnka nuverandi heildarsóknarþunga I þorskinn um helm- ing og ennfremur að koma I veg fyrir veiði smáfísks, þriggja ára og yngri og draga verulega úr veiðum á fjögurra ára fiski. Þá segir Hafrannsóknastofnunin, að fiskiskipastóil sá, sem stundar þorskveiðar á Islandsmiðum sé allt of stór. „Arið 1954 veiddust nær 550 þúsund tonn af þorski. Þá mun fiskveiðidánarstuðull (sóknareining) I kynþroska hluta stofnsins hafa verið innan við 0.5. 1 dag er afli flotans verulega minni, en fiskveiöidánar- stuðull 0.9-1.0, þ.e. sóknin hefur að minnsta kosti tvö- faldazt, án þess að afli hafi aukizt." „Hlutdeild útlendinga I heildarsókn á islenzka þorskstofninn var 37% á sl. ári. Þvl er ljóst, að jafnvel þótt erlend veiðiskip hyrfu af miðunum, er islenzki fiskiskipastóllinn of stór til hagkvæmrar nýtingar þorskstofnsins, eins og sókn Islenzka flotans er háttað I dag," segir I skýrslunni. Um ýsuveiðina segir, að árið 1962 hafi aflinn á Is- landsmiðum verið 119 þús. tonn, en varð aðeins 39 þús. tonn árið 1972. Aðalástæðan er röð lélegra ár- ganga um margra ára skeið. Með tilliti til núverandi ástands ýsustofnsins leggur Hafrannsóknastofnunin til aö aflahámark ýsu árið 1976 verði 38 þús. lestir. Um ufsaveiðina segir m.a., að komið hafi I ljós, að ufsaárgangar nokkuri*a undanfarinna ára hafi verið lélegir. Smáufsaveiðar hafa verið bannaðar og beri að halda þvi. Of nærri karfastofninum hefur verið gengið, og veiðin hefur i æ ríkari mæli verið borin uppi af smá- karfa, samkvæmt áliti Hafrannsóknastofnunarinnar. Reglugerð, sem sett var um lágmarksstærð á karfa, sem landa má, hefur ekki komið að gagni sem friðunarráðstöfun, þar sem ungviði og vænn karfi eru viða á sama stað. Skarkolastofninn virðist nú á góðri leið með að gef a af sér meðalhámarksafrakstur, en hann er talinn vera um 10 þús. tonn á ári. Grálúðustofninn er nú talinn ofveiddur, og með til- liti til þess, er lagt til að heildaraflinn árið 1976 fari ekki fram úr 15 þús. tonnum. Llklegt er talið, að taka mætti úr stofninum 20 þúsund tonn, er hann hefur náð sér. Um steinbít segir I skýrslunni, að miðað við ástand stofnsins sé ekki talin ástæða til frekari verndunar, hvorki lokun veiðisvæða né að ákveða hámarksafla. Þó telur stofnunin, að draga beri úr sókn I steinbit á hrygningartlma og fyrst eftir, enda er hann lélegt hráefni á þessum tima. Spærlingsstofninn er ennþá lltið nýttur, að þvi er taliö er. Veiðin hefur komizt upp i 14 þús. tonn á ári, en áætlað er að afkastageta stofnsins sé margfalt meiri. ' Framhald á bls. 19 ROA ALLS EKKI A RÆKJU — nema úrbætur fáist t. d. á olíuverði til bátanna BH-Reykjavík. — Það voru mikil fundahöldhér vestra um helgina, og það varð ofan á hjá rækjusjó- mönnum, að ekki skyldi róið, nema einhverjar breytingar yrðu gerðar, og var þá ekki endilega verið að ræða rækjuverðið sjálft, heldur jafnvel f remur leiðrétting- ar á öðrum sviðum, svo sem hækkun á fjölda rækju i kilóinu, og oliusölu til bátanna á réttu verði. Þannig komst Guðmundur Sveinsson, fréttaritari Tlmans, að orði við okkur i gær, er við inntum hann fregna af viðbrögð- um manna við Djúp af rækju- verðinu. Kvað Guðmundur funda- höld hafa staðið frá föstudags- kvöldi fram á sunnudagskvöld. Auk Isfirðinga sátu þessa fundi Bolvíkingar og Súðvikingar. — A sunnudaginn komu saman eigendur smábátanna á tsafirði, og þar var tekin sú ákvöðun að hefja ekki róðra á rækju fyrr en eitthvað raunhæft hefur verið gert I útgerðarmálunum. Það er þessi Oliusjóður, sem mönnum er mikill þyrnir i augúm, og finnst bátaeigendum hér, að selja éigi oliuna til þeirra á réttu verði i staðinn fyrir það, sem nu er i lög- um, að menn skuli greiða fyrir olluna eftir afla, kannski allt að áttfóldu verði! Lagfæringar á þessu gætu haft sitt að segja til að leysa vandann, og það er áreiðan- legt, að ályktanir rækjusjómanna eru komnar til sjávarútvegsráðu- neytisins, þvi að fulltrúar ráðu- neytisins voru hérna um helgina. Samþykktin um að róa ekki var gerð með 16 atkvæðum gegn 8. Róðrar á rækju eru enn ekki hafnir frá Hólmavik, og atvinnu- ástandið orðið harla bágborið. í gær var verið að ljiika við naut- gripaslátrun, og eftir það er ekki um nemasnöpaðræða, þangað til róörarhefjast. 1 dag má þvibúast við, að velflestir atvinnufærir karlmenn hér I kauptúninu verði komnir á atvinnuleysisskrá. At- vinnuleysi er algert á Drangsnesi þar sem ekki er um vinnu við slátrun að ræða þar. Þannig komst Jón Alfreðsson, >. Hólmavík að orði, er Timinn ræddi við hann i gærkvöldi. gærkvöldi. — Þetta er þvi alvarlegra ástand, sagði Jón Alfreðsson, sem rækjan er eina atvinnugreinin hér i sambandi við vetrarvertiðina. Fiskurinn er það langt úti, að við höfum ekki báta til að sækja hann. Og meðan beðið er eftir uthlut- un rækjuleyfa frá sjávarútvegs- ráðuneytinu velta menn á Hóma- vík þvl fyrir sér, hvort það sé nokkurt vit I þvi að stunda rækju- una upp á þessi kjör. — Ég veit ekki hvað segja skal um þetta, sagöi Jón Alfreösson. Ég geri ráð fyrir, að verðið sé I sjálfu sér nokkuð rétt, en báðir aðilar eiga i erfiðleikum. Kaup- endur geta ekki borgað þetta fyrir hana, af því að rækjan er ekki markaðsvara sem stendur, og seljendur verða að fá sitt fyrir hana vegna alls kostnaðar við út- haldið. Húsvíkingarmunu hefja rækju- veiðar I dag, eins og til stóð, en rækjan á miðum Húsavikurbáta er heldur stærri en annars staðar gerist á rækjumiðum, og ekki fjarri lagi, að hún fari svo til öll i hærri verðflokkinn. Loftur Baldvinsson EA: Seldi fyrir rúmar 18 milljónir í síðustu viku gébé Rvlk — Tuttugu islenzk sildveiðiskip seldu afla sinn I Danmörku i siðustu viku, flest seldu tvisvar i vikunni og sum jafnvel þrisvar. Aflahæsta skip- ið er enn Loftur Baldvinsson EA, en Súlan EA og Gisli Arni RE fylgja fast á eftir. Afla- magnið siðan 18. april i vor til 18. október er nú orðið 14.504.794 lestir að verðmæti 606.160.004.- ki., sem er þónokkru minna en i fyrra, en á timabilinu 7. mai til 19. október 1974 var aflinh 31.611.900 lestir að verðmæti 893.449.947.- kr. Loftur Baldvinsson EA seldi mjög vel i siðustu viku i þrem söluferðum, þann 13., 15. og 17. október. Reyndist aflinn vera 381.504 lestir að verðmæti 18.392.816.- kr. Heildaraflamagn skipsins var þvi orðiö, 18. októ- ber, 1.517.171 lestir að verðmæti 60.059.742.- kr., meðalverö á kg er 39.59 kr. Næst er Sulan meö 1.143.404 lestir að verömæti 50.548.313.- kr., meðalverö á kg 44,21 kr. og slðan Gisli Arni RE með 909.622 lestir fyrir 45.589.058.- kr., meðalverð á kg 50,12 kr. Heiídarafli íslenzku sildveiðiskipanna i siöustu viku var mjög góður, eða 3.199.693 lestir, verðmæti 155.162.852,^- kr., meðalverð á kg 48,49. Þar fyrir utan fóru 119.033 lestir I bræðslu, 1.278 lestir seldust af makril og 0.251 lest af ufsa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.