Tíminn - 21.10.1975, Side 2

Tíminn - 21.10.1975, Side 2
TÍMINN Þriftjudagur 21. október 1975 2 , Áhugi á landbúnað- aráætlun fyrir sveitirnar á Skaga Þa.r eru nú 82 jarðir í byggð, en bú lítilog fólki hefurfækkað allt að 56% frá 1940 Brýn samgöngubót í Breiðholti: Veginum milli Stekkjarhakka og Vesfurhóla lokið 1976 SJ-Reykjavik Meðalbústærð á Skagasvæði er mun minni en meðalbú. Fólksfækkun hefur orð- ið meiri i þessum hreppum á undanförnum áratugum en al- mennt i sveitum landsins að Skarðshreppi "undanskildum. Þetta kom m.a. fram á fundi á Blönduósi á laugardag, sem hreppsnefndarmenn Vindhælis- og Skagahrepps, sem eru vestan á Skaga, og Skefilsstaðahrepps og Skarðshrepps, sem eru að austanverðu, sátu ásamt Askeli Einarssyni framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlend- inga, Guðmundi Sigþórssyni for- manni Landbúnaðaráætlana- nefndar og Arna Jónssyni land- námsstjóra og fleiri. Fundur þessi var haldinn til að ræða möguleika á að efna til land- búnaðaráætlunar fyrir Skaga svæðið, sagði Askell Einarsson i viðtali við Timann. Fjórðungs- samband Norðlendinga hefur beitt sér fyrir, að gerðar væru landbúnaðaráætlanir og bent sér- staklega á nokkur svæði, þar sem þær eru nauðsynlegar. Þannig var t.d. bent á Norður-Þingeyjar- sýslu, en þar á nú einmitt að fara að ráðast i að framkvæma land- búnaðaráætlun. A fjórðungsþingi 1974 komu fram tilmæli frá Kirkjuhvammshreppi á Vatns- nesi um landbúnaðaráætlun, sem varð til þess aö þar stendur yfir könnun á búskaparaðstöðu A fjórðungsþingi 1975 var þessi stefna itrekuð með áskorun um að I landshlutaáætlun fyrir Norður- land vestra yrði landbúnaður tek- inn með, og voru þá sveitirnar á Skaga og austanveröur Skaga- fjöröur sérstaklega hafðar i huga ásamt Vatnsnesinu. Með bréfi 4. september frá Landbúnaðar- áætlananefnd varð Fjórðungs- samband Norðlendinga sam- starfsaðili um landbúnaðar- áætlanagerð á Norðurlandi. 1 framhaldi af þessu skrifuðum við hjá Fjórðungssambandinu oddvitum hreppanna á Skaga bréf um að taka þyrfti þessi mál til umræðu. 1 framhaldi af þvi var svo fundurinn á laugardag. — Á fundinum kom margt merkilegt fram, sagði Áskell Einarsson. — Meðalbústærð i hreppunum á Skaga er allmiklu fyrir neðan stærð meðalbúa á landinu öllu. Það var rómur manna að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir, sem tækju til landbúnaðar, sam- gangna og félagsþátta. A fundinum var samþykkt samhljóða að fela Fjórðungssam- bandinu að fara þess á leit við stjórnvöld, að i vetur verði gerð undirbúningskönnun á þessu svæði með landbúnaðaráætlun i huga. — Telur þú að hægt sé að breyta þeirri þróun, sem átt hefur sér stað á Skagasvæðinu undanfarna áratugi? — Við teljum að það sé mögu- legt að stööva hana. Það er stað- reynd að þarna er viða góð bú- skaparaöstaöa. Byggðin hefur grisjast smátt og smátt. Þarna eru hlunnindajarðir, sem komnar eru i eyði, en eigendurnir nytja, þótt þeir búi annars staðar að jafnaði. Þessar sveitir eru af- skiptar að mörgu leyti. Þarna eru t.d. bæir, sem enn er ekki búið að raflýsa. Það þarf að gera könnun á hverju einasta búi á þessu svæði, ogfyrirgreiðsla áekkiað koma til nema til handa þeim, sem af- skiptir eru. Á fundinum kom fram, að menn töldu að bætt lánafyrirgreiðsla gæti auðveldað kynslóðaskipti á bújörðum. Hins vegar voru menn ekki á þvi að greiddar skyldu staðaruppbætur. Það ætti í raun og veru ekki að kalla þetta landbúnaðaráætlanir, þvi að margt annað kemur til greina en landbúnaður, svo sem efling iðnaðar, t.d. viðgerðar- þjónustu. Réttara nafn væri strjálbýlisáætlun, en það yrði að- eins til að rugla menn, að fara að koma með nýtt heiti á þessum að- gerðum. — Hve margir bæir eru i byggð á Skaga? — 1 Vindhælishreppi eru 18 bú og meðalbústærð er 361 ærgildi. 1 Skagahreppi eru 25 bú, meðalbú- stærð 262 ærgildi. Og 23 bú eru i Skarðshreppi, meðalbústærð 304 ærgildi. Meðalbúið, eða visitölu- búið, er hins vegar 420-430 ær- gildi. 1 Vindhælishreppi fækkaði fólki um 38% á árunum 1940-1972, i Skagahreppi varð fólksfækkunin á þessum sama tima 52%. 1 Skefilsstaðahreppi fækkaði fólki um 56% 1940-1972, en i Skarðs- • hreppi fjölgaði fólki um 2,8-3%, en helmingur hreppsins er innan við Sauðárkrók. Fólksfækkun i sveitum landsins iheild á þessum sama tima var 33%, en i sveitum á Norðurlandi 23%. gébé-Rvik. — 1 september voru gerðir út 127 bátar til bolfiskveiða frá Vestfjörðum. Heildaraflinn i mánuðinum var 2,913 lestir, en var 2,640 lestir á sama tima i fyrra. Er heildaraflinn á sumar- vertiðinni þá orðinn 20,211 lestir, en var 17,716 lestir á siðustu sum- arvertið. Þetta er þvi bezta sum- arvertlö á Vestfjöröum á seinni árum. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofu Fiskifélags íslands á Isa- firði voru gæftir i september orðnar fremur óstöðugar fyrir færabátana. Gátu þeir litið að- hafzt, og hættu þvi margir veið- um fljótlega upp úr mánaðamót- um. Afli dragnótabátanna var einnig orðinn verulega tregari heldur en var i sumar. Hjá tog- batunum var einnig almennt afla- leysi allan septembermánuð. Nokkrir stærri bátarnir voru byrjaðir róðra með linu, og var afli þeirra allsæmilegur, 4—7 lestir i róðri. Litur þvi heldur vel út með afla á linu, ef gæftir verða góöar i haust. Tveir bátar voru með net i Djúpinu um tima með heldur litlum árangri. Mikil ó- vissa er með rækjuveiðar i haust, og hafa þvi margir stærri rækjubátar haldið lengur áfram á færum, heldur en þeir eru vanir að gera. Framkvæmdir ganga vel í Neskaupstað SJ-Reykjavik. Margt aðkomufólk hefur verið i Neskaupstað i sumar og er enn, að sögn Loga Kristjánssonar, bæjarstjóra þar. Unnið er af fullum krafti að upp- byggingu sildarverksmiðjunnar, og er bræðsluhúsið aö verða fok- helt. Einnig er unniö við höfnina. Þar er verið að ganga frá og laga legukanta og slá upp fyrir stýr- ingu til að reka niður stálþil, sem var fengiö frá' Akureyri i sumar. Þá hefur verið unnið að sjúkrahúsbyggingu, og gengur það verk mjög vel. — Það hefur verið gott sumar, og hér hefur mikið verið unnið, sagði Logi. Það er veðrinu og dugnaði fólksins að þakka að miklu hefur verið áorkað i upp- byggingunni. Nú er það helzt fjár- málahliðin, sem við erum farnir að hafa áhyggjur af. BH-Reykjavik — 1 dag verða opnuð útboð hjá Innkaupastofnun Iteykjavikurborgar á gatnagcrð milli núverandi Stekkjarbakka við Hamrastekk og Vesturhóla, cn hér er um að ræða brýna sam- göngubót fyrir ibúa i efra Breiöholti sem orðið hafa að leggja á leið sina verulega lykkju, niður á Reykjanesbraut, sem er eina samgönguæð Breiðholtsins út úr hverfinu. t útboðinu var tekiö fram, að verkinu skuli lokið fyrir 1. ágúst 1976, en þættir út- boösins eru all-margir, þvi að 79 bátar stunduðu handfæra- veiðar I september, 22 reru með linu, 14 með dragnót, 10 með botn- vörpu og 2 með net. Aflahæstur báta I september gébé-Rvik — Félag Isl. iðnrek- enda fékk styrk frá Iðniánasjóði til að ráða tæknifræðing og rekstrarhagfræðing tii starfa að rekstrarráðgjöf við fyrirtæki i framleiðsluiðnaði, og hefur Mogéns Höst verkfræðingur, sem hér starfar á vegum Iðnþróunar- stofnunar SÞ (UNIDO) einnig unnið að þessum málum. Hafa ráðgjafarnir unnið siðan um ára- mót I um 20 fyrirtækjum, og er sérstaklega stefnt að þvi að gera heildarúttekt á stöðu hvers fyrir- tækis. Jafnframt þvi sem rekstr- arráðgjafar F.l.I. hafa starfað I fyrirtækjum, hafa stjórnendur þeirra komið til funda þar sem ýmis rekstrarvandamál eru tekin fyrir, og er þannig reynt að sam- eina fræðslu og framkvæmd. Sem kunnugt er mun islenzkur iðnaður á næstu fimm árum mæta aukinni erlendri samkeppni vegna stiglækkandi aðflutnings- gjalda frá EFTA- og EBE-lönd- um. Félagi tslenzkra iðnrekenda er ljóst, að með aukinni rekstrar- tækni má bæta samkeppnishæfni Islenzkra fyrirtækja, og félagið hyggst I framtfðinni beina starfi GERT ER ráð fyrir að af fram- leiðslu þessa árs af dilkakjöti verði flutt út um 4000 tonn. Þegar hafa verið flutt út til Noregs 1000 tonn og til Færeyja 200 tonn. Norðmenn munu sennilega kaupa af okkur 2000—2500 tonn, þar fæst einnig bezta verðið fyrir kjötið. Mun hærra verð er greitt fyrir islenzka dilkakjötið heldur en kjöt, sem þeir hafa keypt frá Nýja-Sjálandi. A smásöluverði hluti leiðarinnar verður upphitaður, auk þess sem leggja verður undirgöng undir Stekkjar- bakka. Gatnagerð sú, sem hér um ræðir, liggur. á milli Stekkjar- bakka og hefst við Hamrastekk. Liggur siðan i eins konar zetu eftir Höfðabakka upp að Vestur- hólum. Þarna er bratti mikill og verður þvi tengingin milli Höfða- brekku og Vesturhóla að hluta upphituð, sömuleiðis hægri ak- rein upp beygju frá Stekkjar- var Július Geirmundsson frá Isa- firði, sem fékk 264,7 lestir i 5 róðr- um. Heildarafli sem landað var á ísafirði i september, var 1,111 lestir, en var 1,185 lestir sl. ár. slnu i auknum mæli inn á við, þ.e. aö fyrirtækjunum sjálfum. Hinir tveir nýju starfsmenn, sem Fll fékk styrk frá Iönþróun- arsjóöi til að ráða, er þeir Berg- þór Konráðsson rekstrarhagfræð- ingur og Guðmundur S. Guð- mundsson tæknifræðingur. I heildarúttekt á stöðu fyrirtækj- anna er stuðzt við ritapakkaVSI, sem inniheldur niu bæklinga og spurningalista,sem forráðamenn fyrirtækja svara samvizkusam- lega, en siðan eru fyrirtæki að- stoðuö við þau svið rekstursins, sem helzt virðist vera ábótavant. I framhaldi af þessu hefur Fé- lag ísl. iðnrekenda ákveðið að gangast fyrir námskeiði um „Stjórnun og arðsemi”, þar sem þessi aðferð er kynnt mjög ræki- lega. Námskeið þetta verður haldið dagana 3.-5. nóvember að Hdtel Loftleiðum, og eru leiðbein- endur René Mortensen fram- kvæmdastjóri og Palle Hansen prófessor, sem kunnur er af skrif- um um þessi efni, auk þess sem hann er talinn vera einn af fær- ustu kennurum á þessu sviði. Þess má einnig geta, að þeir hafa haldiö námskeið um þetta viöa á munar um 75 kr. isl. á kg. Ekki er vitað um endanlegt verð fyrir Isl. kjötið I Noregi, en reiknað er með nokkurri hækkun frá i fyrra. Þá fengust um 270 kr. fyrir kg., en siðan fékkst uppbót á þetta verð. Talið er nú, að niðurgreiðslur á dilkakjöt i Noregi muni lækka um 60 kr. á kg., þannig að islenzkir framleiðendur koma til með að njóta góðs af þeirri lækkun. bakka að Höfðabakka. Einnig segir i útboðinu, að leggja skuli ræsi og reisa undir- göng undir Stekkjarbakka og setja upp vegleiðara. Samkvæmt upplýsingum gatnamálastjóra borgarinnar er i notki’" jamli Vatnsveituvegur- inn úi Blesugrófinni upp að Stekkjarbakka og gengur strætis- vagninn eftir honum, og umferð er um hann að norðanverðu i neðra Breiðholti. Ekki kvaðst gatnamálastjóri gera sér grein fyrir þvi á þessu stigi málsins, hvaða götur yrðu tengdar hinni nýju umferðaræð út á Reykja- nesbraut, þegar þar að kæmi, en gerði ekki ráð fyrir notkun Vatns- veituvegarins, þar eð ekki væri gert ráð fyrir varanlegu slitlagi á hann á þessu svæði. Hins vegar hefði verið rætt um að lengja Stekkjarbakkann beint i vestur að Reykjanesbraut, auk þess sem Alfabakkinn væri nú þegar kominn I samband við Reykja- nesbrautina. Norðurlöndum, i Englandi, Hol- landi, Sviss og Þýzkalandi, en hérlendis hafa þeir áður verið, það var árið 1973, þá á vegum Stjómunarfélags Islands. Námskeiðið er að þessu sinni sérstaklega ætlað iðnfyrirtækj- um, en auk þess hefur nokkrum starfsmönnum verðlagsstjóra verið boðin þátttaka.Meðal þess efnis, sem á dagskrá verður á námskeiðinu má nefna: Hvaða hagnað þurfa fyrirtæki? Grund- vallaratriði arðsemiaðferðarinn- ar. Aukið hagnaðinn með kerfis- bundinni hugmyndaleit, og margt fleira. Þegar hefur fjöldi fyrir- tækja látið skrá sig á námskeiðið. Með starfsemi þeirri, sem hér hefur verið nefnd, er ætlað að bæta að einhverju leyti úr mikl- um skorti á ýmiss konar þjónustu á sviði rekstrartækni fyrir iðnað- inn. Vonazter til að ráðgjafaþjón- usta FII veröi til þess að vekja athygli fyrirtækja á nauðsyn þess að notfæra sér þá þjónustu opin- berra stofnana og ráðgjafafyrir- tækja, sem þegar eru fyrir hendi, en jafnframt er ætlunin að fá upp- lýsingar um, á hvaða sviðum tækniþjónustu er helzt þörf. Norskir bændur fá nú um 500 kr. isl. fyrir kg. af dilkakjöti. Sviarhafa ákveðið að kaupa 650 tonn af dilkakjöti héðan, og verður það flutt út i febrúar. Dan- ir og Færeyingar munu kaupa af- ganginn að mestu. Á undanförnum árum hefur út- flutningur sjaldan verið meiri en 3000 tonn. Mestur varð útflutning- ur fyrir 6 árum, þá 5800 tonn, en stærsti hlutinn fór þá á brezka markaðinn. Vestflróir: Bezta sumarvertíð í mörg ár Víðtæk rekstrarráðgjöf á vegum Félags ísl. iðnrekenda HÆKKANDI VERÐ á íslenzku dilkakjöti í Noregi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.