Tíminn - 21.10.1975, Síða 3

Tíminn - 21.10.1975, Síða 3
Þriðjudagur 21. október 1975 TÍMINN 3 SJÖ VARA- ÞINGAAENN Á ALÞINGI AÞ-Reykjavik. Sjö vara- þingmenn vitja nú á Aiþingi i upphafi þings. Olafur Ragnar Grimsson kemur i stað Magmísar Torfa Ólafssonar, sem situr þing Sameinuðu þjóðanna, Pétur Blöndal skipar sæti Sverris Hermannssonar, sem er erlendis i opinberum erindum. Jón G. Sólnes er einnig erlendis i opinberum erindagjörðum og situr I hans stað Halldór Blöndal. Garðar Sigurðsson er á þingi Sameinuðu þjóðanna og situr Sigurður Björgvinsson, bóndi, á Alþingi i hans stað. Vilborg Harðardóttir situr á Alþingi I stað Magnúsar Kjartanssonar, Gunnar J. Friðriksson i stað Péturs Sigurðssonar og Ólafur Þórðarson i stað Steingrims Hermannssonar. Þau Sigurður Björgvins- son og Vilborg Harðardóttir hafa ekki setið á Alþingi áð- ur. Fékk lík í vörp- una gébé Rvik — Togarinn Júni frá Hafnarfirði fékk lik I vörpuna um 47 sjómflur út af Látrabjargi rétt fyrir helgina. t gær kom togarinn til Hafnarfjarðar með likið og hefur þegar verið borið kennsl á það. Reyndist það vera af Guð- mundi H. Gislasyni, skipverja á Guðbjörgu frá tsafirði, en hann féll útbyrðis ásamt tveim félög- um sinum 29. nóvember i fyrra, þegar brotsjór reið yfir skipið. Guðbjörg frá Isafirði var að veiðum nokkuð djúpt út af Látra- bjargi 29. nóvember i fyrra, þeg- ar þrjá menn tók út er brotsjór reið yfir skipið. Tveir mannanna féllu i vörpu skipsins sem var úti og náðust þeir upp en voru báðir látnir. Þriðji maðurinn fannst ekki, fyrr en lik hans kom I vörpu Júninú fyrir helgina. Guðmundur heitinn var frá Isafirði, fæddur 19.5. 1935. SVÆÐAAAÓTIÐ í SKÁK FJ-Reykjavik. Bókaútgáfa GUÐJóNSó hefur gefið út „Fjaðrafok og önnur leikrit” eftir Matthias Johannessen. Auk Fjaðrafoks eru i bókinni leikritin: Jón gamli, Eins og þér sáið, Sólborg, Lungnaæfing, Hús- kveðja — eða: Ung var ég gefin Njáli,Ófelia og Sókrates. Höfund- ur skrifar svo „Viðskilnað” þar sem hann rekur tilorðningu leikritanna og gerir grein fyrir þeim, hverju fyrir sig. Áöur hefur komið út leikritið Sólmyrkvi eftir Matthias hjá Helgafelli. „Fjaðrafok og önnur leikrit” er 295 blaðsiður. BK-Reykjav., Fyrsta umferð svæðamótsins i skák var tefld I gær, en henni var frestað á sunnudag vegna f jarveru tveggja keppenda. Mótið var sett á laugardags- kvöld og fluttu þá ávörp Gunnar Gunnarsson forseti Skáksam- bands íslands, Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, og Lombardy aðaldómari mótsins. Þá var dregið um töfluröð keppenda og kosið i kærunefnd mótsins. t þá nefnd voru kjörnir Friðrik ólafsson, Jansa og Hamann, og til vara Poutiainen og Hartston. Ókomnir voru af keppendum Israelsmaðurinn Liberzon og trinn Mörray. Þegar svo ekkert fréttist frá Liberzon og sýnt var að Mörray kæmist ekki hingað i tæka tið var ákveðið að fresta fyrstu umferðinni, að draga um töfluröð keppenda upp á nýtt og raða þá saman þeim fjarstöddu i fyrstu umferð. Keppendur mótsins samþykktu þessa ráðstöfun, og var svo dregið um nýja töfluröð klukkan 20 á sunnu- dagskvöld (Sjá töflu með fréttinni). Keppendur á mótinu eru (skákstíg — Elo stig): 1. Friðrik Ólafsson, Island, 2535, 2. Björn Lombardy aðalmótstjóri þaggar niður i áhorfendum á fyrstu umferð svæðamótsins i gær. Timamynd: Róbert eftir Matthías Johannessen 1. Ribli 2. Pouriainen 1 3. Hartston 1 4. Hamann 1 5. Friðrik 0 6. Zwaig 1 7. Timman 1 8. Liberzon 9. McMurray 10. Ostermeyer o 11. Jansa o 12. Parma 1 13. Björn 0 14. Laine 0 15. VandenBroeck O Þorsteinsson, tsland, 2410, 3. Van den Broeck Belgia (2350) 4. Vlastimi! Jansa Tékkóslóvakiu 2540, 5. Poutiainen, Finnland, 2395, 6. Vladimir Liberzon ísrael, 2485, 7. Zoltan Ribli Ungverjal. 2520, 8. Arne Zwaig, Noregi 2430, 9. Mc Murray, trland (2350), 10. Svend Hamann, Danmörk 2485, 11. D. Ostermayer, V-Þýxkaland (2350) 12. Eugene Lain, ggvuersn- ey (2350), 13.Jan Timman, Hol- land 2510, 14.Bruce Parma Júgóslavia 2510, 15. William R. Haítston, England 2475. Stórmeistarar í þessum hópi eru:. Friðrik, Jansa, Liberzon, Parma, Timman og Ribli. Alþjóðlegir meistarar eru: Hamann, Hartston og Zwaig, sem nú nýlega var útnefndur alþj. meistari. t fyrstu umferðinni urðu úrslit þessi: Parma vann Friðrik i 25 leikj- um, Timman vann Ostermayer, Hartston vann Laine, Hamann vann Björn, Poutiainen vann Van den Broeck og Zwaig vann Janza. Leikritabók Þjófur kveikir í verksmiðju gébé-Rvik. — Það er án efa slökkviliðinu i Hafnarfirði að þakka að skemmdir og tjón varð ekki meira en raun bar vitni I Þakpappaverksmiðjunni i Silfur- túni i Garðahreppi á sunnudags- morgun, þegar eldur kom þar upp. Leigubilsstjóri sem átti þarna leið um klukkan hálf sjö um morguninn sá mikinn reyk leggja út frá vörugéymslu verk- smiðjunnar og gerði þegar viðvart. Slökkviliðið kom mjög fljótt á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins er ekki hafði náð að magnast neitt að ráði. Að sögn rannsóknarlögreglunnar i Hafnarfirði var greinilegt að tilraun hafði verið gerð til innbrots I verzlunina og er talið að þjófurinn hafi kvikt i i ógáti. Rétt fyrir hálf sex um morguninn sást til ferða manns, sem var að fara út úr portinu við verk- smiðjuna og er jafnvel talið að þar hafi þjófurinn verið á ferð. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar i Hafnarfirði mun greinilegt, að tilraun hafi verið gerð til innbrots. Farið var inn um brotinn glugga á suðurgafli vörugeymslunnar og þaðan reynt að komast inn i verzlunina með þvi að brjóta upp hurð, en það mistókst. Er talið sennilegt að við þá tilraun hafi kviknað i, þjófurinn sennilega notað eld- spýtu til að lýsa fyrir sér og fleygt henni frá sér. Mikið var af eld- fimum efnum i geymslunni, tjörupappi og plast til einangrunar. Siðan mun þjófurinn hafa farið að skrifstofubyggingunni, brotið þar glugga, en áður en hann komst til að fara þar inn, virðist sem einhver styggð hafi komið að honum eða aðhann hafi orðið var við eldinn og þvi forðað sér, án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Skemmdir urðu miklar á vörubirgðum i geymslunni, en að sögn slökkviliðsstjórans i Hafnar- firði, var eldur ekki mjög mikill, þegar að var komið heldur mjög mikill reykur. Sót og reykur komstinn i verzlunina, en að öðru leyti urðu ekki skemmdir þar. Rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði vinnur nú að rannsókn málsins. Ný bók eftir Halldór Laxness: Minningasaga fró bernskudögum JH-Reykjavik. — „Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst I timburhúsinu uppt i lóðinni á Laugavegi 32 þar sem stelpan missti mig útum gluggann, heldur muni það nafa gerst i steinbænum fast við götuna, þar sem kötturinn stökk uppi vögguna til að læsa klónum i audlitið á barninu meðan það svaf .” Þannig hefst ný bók eftir Halldór Laxness, og heitir i túninu heinta. Þetta er minningasaga frá bernskudögum skáldsins, og i henni er túniði Laxnesi „Imynd liðins heims, sem að visu sér hindrunarlaust i gegnum afturi fornöld.... en er þó fyrst og fremst hinn episki, Is- lenzki sveitaheimur 19. aldar,” segirá bókarkápu, þar sem grein er sögð á bókinni. Halldór Laxness hefur oft lýst fagurlega hinu kyrrláta, hófsama og grandvara alþýðufólki bernskudaga sinna, mildu og æðrulausu og góðfúsu af eðlisávisun og án þess að vita af þvi, og einmitt þetta fólk skipar sinn sess I þessari nýju bók, ásamt mörgum öðrum, sem i Mosfellsdalnum voru á þeim ár- um. En fyrst og fremst lýsir hann lifsviðhorfum sinum i uppvextin- um, hugrenningum og atburðum, og kennir þar ærið margra grasa. Bókinni lýkur, er Halldór er I heimanbúnaði til náms i Reykja- vík: „Ég vissi vel að ég var að fara að heiman fyrir fullt og allt, við vissum það öll en létum sem ekk- et væri. Faðir minn var geinginn út til hestanna og ég kvaddi móður mina i fyrsta sinn. Hún sagði i fyrsta sinn: guð fylgi þér. Lokið á katlinum var byrjað að glarma, þvi suðan var að koma upp á vatninu i seinni hituna". Og siðan smáerindi: ,,á þessu nesi i þessu túni stóð bær..”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.