Tíminn - 21.10.1975, Page 4

Tíminn - 21.10.1975, Page 4
4 Þriðjudagur 21. október 1975 ■ ■ Síðasti einka-goldólinn SÍBasti og eini einstaklingur- inn i Feneyjum, sem á gondól, er bandariska margmilljóna- frúin og listdýrkandinn Peggy Guggenheim. Er hún fyrir 26 arum keypti sér höll frá 18. öld við Canal Grande beint á móti St. Markúsartorgi,sagðihún, að Feneyjar væru sá staður í öllum heimi, sem hún dáði mest. Nú er Peggy Guggenheim þrekin, ræðin, hvithærð kona, sem lifað hefur 76 vor og hefur að nokkru breytt um skoðun. Feneyjabúar er málgefnir smámunasamir og ihaldssamir, segirhún. Ég held ekki að þeim falli betur við mig en mér við þá — þvi að þeir eru ekki hrifnir af nútlmalist. Ferðamenn fjölmenna hins vegar á heimili Peggy Guggen- heim, sem einnig er safn nú- timalistar. Þar eru m.a. sex málverk eftir Picasso, tvö eftir Braque, mörg eftir Klee, Mondrian og Miro og einnig verk eftir marga fulltrúa nýj- ustu listastefna. Safnið er til sýnis almenningi þrisvar I viku siðdegis án endurgjalds. Þá heldur frú Guggenheim sjálf til á þaki hússins I sólinni. — Annars kemur fólk alltaf og segir: „Ég þekkti systur yðar fyrir 25 árum,” eða ,,Ég held ég hafi hitt yður áður”. Snemma kvölds fer frú Guggenheim alltaf i siglingu á gondþlnum. — Það er bezti tími dagsins til að skoða Feneyjar. En verst er að þessi fallega borg er að sökkva. Og Feneyjabúar hafa auövitað ekki ákveðið hvað þeir ætla að gera I málinu. Enginn miskunn hjó AAagnúsi — Það ætti að lífláta alla blökkumenn, sem eru I tygjum við hvitar konur. Og sérhver maður, sem ekki er múhameðs- trúar, ætti að hljóta liflátsdóm fyrir að snerta múhameðstrúar- konu, segir Múhameð Ali, heimsmeistari i þungavigt. Ali lét þessi orð falla á blaða- mannafundi, skömmu eftir heimsmeistaraeinvigið I hnefa- leikum, sem fram fór fyrir skömmu. Þegar hann var spurður að þvi, hvað hann vildi láta gera við múhameðstrúar- konu, sem hefði samneyti við mann — svartan eöa hvitan — sem ekki væri sömu trúar og hún, svaraði kempan: — Auðvitað á að drepa hana lika. I viðtali, sem birtast mun i nóvember-hefti Playboy, segir Ali meðal annars, að á sama hátt og hvitir menn refsuðu áður negrum fyrir það eitt að líta á hvita konur, beri nú múhameðs- trúarmönnum að vernda ,,sln- ar” konur. — Hver sá sem dirfist að for- færa, nauðga eða misþyrma á annan hátt múhameðstrúar- konu, á ekkert betra skilið en að vera liflátinn. Og þetta á ekki aðeins við um hvita menn, heldur alla, sem ekki játa múhameðstrú, hvaða litarhátt sem þeir hafa. Danny ekki einn um hituna Danny Kaye hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera ötull við að safna fé handa bágstöddum börnum. Nú hefur hann eignazt skæðan keppinaut I Jerry Lew- is, starfsbróður stnum. Hann hefur gengið svo ötullega fram á þessu sviði, undanfariö, að hann var útnefndur „heimsins af- kastamesti betlari” I Las Vegas á dögunum. Jerry hélt upp á þetta með heljarmiklum sjón- varpsþætti, þar sem hann hvatti fólk óspart til að hjálpa sér aö safna fé handa sveltandi börn- um I Eþiópiu. Þátturinn var varla háfnaður, þegar pening- arnir fóru að streyma að, og að kvöldi næsta dags höfðu borizt u.þ.b. þrjú þúsund milljónir Is- lenzkra króna. Geri aðrir betur! Ringo Starr, fyrrverandi Bitill og vinur villta vestursins, var næstum orðinn „Cowboy” fyrir 14 árum. Hann var atvinnulaus og skrifaði verzlunarráði Houstonborgar I Texas og fékk sendán lista um ráðningarstofur nágrennisins. Um sama leyti buðu Bitlarnir honum stöðu trommuleikara i hljómsveit sinni. Þannig eyðilagðist bernskudraumurinn. Seinna fékk hann smáhlutverk i ,,Cowboy”mynd. AAennt er móttur Nigerluher steypti forsetanum, Yakuba Gowon hershöfðingja af stóli, meðan hann var I heim- sókn I Uganda. Gowon fór þegar I stað til Englands, þar sem hann á allmarga ættingja, og lét innrita sig i Warwick-háskóla. — Ég á eflaust margt ólært, seg- ir forsetinn fyrrverandi. Og auðvitað eru það stjórnvlsindi, sem hann hyggst leggja stund á. Eiginkonan I dag er þegar svo sjálfstæð.... ....einfaldlega gerir.... að hún án tillits til almenns álits... ...það sem maðurinn hennar segir henni. DENNI DÆMALAUSI „Pabbi er heldur ekki eins ungur og hann var einu sinni. Ég held að það sé mikið um þetta hér I ná- grenninu.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.