Alþýðublaðið - 04.08.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.08.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ,íóri: Gerið feaup yðar á tóbafei þar sém það er ódýrast, nýtt og bezt — hjá Villemoes fer hé9s.n 8. suður og austur utn land samkvæmt 5. áætl unnfai'ð e. .Steriíag”. . Flutnirasué til allFa bafnft ■••sfei.st tilk.ys>.t- uv hið fyrata. Jafnffaœt aagiýsist það, a5 6 .strandíerð fdiur oiður, ea .ViUe- moes" mun avo í by jua október fora í straad'eið saœkvæmt 7 ferð áíetlutiar e, s. „Sterliug”. H. f. Eimskip afélag1 íslands. Sjókrasamiag Eeyhjavíkur. J Alþbl. er blaÖ allrar alþýðu. Ökey pis Við höfnm fersgið sokkur hundr uð einfalda heugiiaœpa og eídhús- jstnpa fyrir rafljós, sem við seljam »'jög ódýrt, og setjum upp ókeypis, — Notið tækifærið og kaupið laœpi yðar hjá otekur, Hf Rafmf. Hltl & JLjés Laugaveg 20 B Sími 830 Arstillög’nm tii verkamaflnafélagsins Dagsbrúa er veitt œóttaka á faugardögum k!. 5—7 e m. í húsjjsu nr 3 við Tryggvagötu. — Fjármálaritari Dagsbrúwar. — Jón Jónsson. Skoðuuarlæteair prói. "Sæm Bjarn héðiftsíoa, Laugaveg 11, kl 2—3 e. h.; gjaldteeri Isieifur skóíastjóri fóasíoo. B«rgstaðastræti 3, sain- Isgstiini kl. 6—8 e. h. Rítstfört og ábyrgö«5rs'mðu!: Olajnr FriðrikssoM, Prcntsuuöjaw Gutenberje Edgar Rice Burreughs: Tarzan snýr aflnr. las Rokoff er, þá mun þetta atvik, þó siðar verði, neyða yður til þess að minnast hans". „Mér er nóg að vita það um yður, herra minn, að þér eruð bæði bleyða og þorpari", mælti Tarzan og snéri sér við til þess að spyrja konuna hvort Rokoflf, lieíði meitt hana, en þá var hún farin. Hann hélt því áfram göngu sinni um þilfarið án þess að virða þá fé- laga frekar viðlits. Tarzan braut heilan um það, hvaða samsæri væri hér á ferðum, eða hver væri ætlun þessara tveggja manna. Hann þóttist hálfpartinn kannast við hjúpuðu konuna, sem hann háfði hjálpað, en þar eð hann háfði ekki séð í andlit hennar var hann ekki vís um hvort hann hefði séð hana áður. Hann '.hafði veitt hring er hún bar á einum fingri þeirrar handar er Rokoff hélt í sérstaka athygli, og ákvað því að gefa gætur að fingrum kvenn- farþeganna, ef ske kynni að hann á þann hátt sæi kon- una aftur og gæti betur haft gætur á frámferði 'Rokoffs. Tarzan settist í stól á þilfarinu og fór að hugsa um öll þau dæmi um grimd manna, eigingirni og svik er hann hafði orðið vitni að í þau fjögur ár, sem liðin voru slðan hann 1 fyrsta sinn hatði litið mann augjim — hinn grannvaxna, svarta Kulonga, sem með spjóti sínu hafði drepið Kölu, stóru apynjuna, og rænt hinn unga Tarzan einu móðurinni, sem hann nokkurn tíma hafði þekt. Hann mintist þess, er Snipes, maðurinn með rottu- andlitið, drap King; hann sá f huganum meðferð upp- reistarmannanna á Örinni á Porter prófessor og fylgd- arliði hans; grimd svertingjanna hans Monga við fangp sfna; og öfund þá er hreystiverk hans 1 nýlendunni á vest- urströnd Afnku höfðu vakið meðal hvítuyfirmannannaþar. „Ðroitinn minnl“ hugsaði hann, „allir eru þeir eins. Svíkja, myrða, ljúga, berjast. og það eingöngu vegna hluta sem skógardýrin ekki mundu líta við — peninga til þess að kaupa fyrir glingur og einskis nýt þægindi væskilmenna. Qg samt eru þeir bundnir fánýtum sið- um, sem gera þá að þrælum tilverunnar, þrátt fyrir það, að þeir halda, að þeir séu drotnarar heimsins og lifi því eina sanna lífi. í skóginum mundi tæplega nokkur standa aðgerðarlaus hjá meðan annar tæki maka hans. Þetta er auma veröldin, vitlaus — bandvitlaus, — og Tarzan apabróðir var aumi asninn, þegar hann afsalaði sér frelsinu og gæfunni í skóginum sfnum og L.gði af stað út í heiminn". Meðan hann sat þannig, fanst honum alt í einu að einhver fyrir aftan sig horfði á sig. Hið gamla næmi villidýrsins braust f gegnum þunnan vegg menningar- innar, svo Tarzan snéri sér svo snögt við, að augu ungrar konu er hafði horft á hann-höfðu ekki tfma ti! þess að líta niður, og mættu því óviðbúin spyrjaiídi augnaráði gráeyga apamannsins. Þegar konan leit niður sá Tarzan, að daufur roði færðist í kinnar hennar. Hann brosti að árangrinum af hinu mjög svo ókurt- eisa framferði sínu, því hann hafði ekki litið undan, er augu hans mættu augum hinnar ungu konu. Hún var mjög ung, og að sama skapi lagleg. Auk þess var eitthvað það við hana, er honum fanst hann kannast við. Hann hagræddi sér aftur í stólnum, og innan skamms varð hann þess var, að hún var að fara burtu. Þegar hún fór fram hjá, snéri Tarzan sér við til þess áð athuga, hvort hann gæti ekki komið henni fyrir sig. Það varð héldur ekki til einskis, þvf þegar hún fór, bar hún hendina upp að slæðunni á hatti sfnum, og sá hann þá fingurgullið einkennilega, Ijóma á einum fingri hennar. Þetta var þá konan, sem Rokoff otsótti. Tarzan flaug f hug hver hún mundi vera, og hvaða samband gæti verið milli svo laglegrar konu og hins illmannlega skeggjaða Rússa. Að kveldverði loknura gekk Tarzan fram á skipið, og dvaldi þar fram í myrkur í samtali við fyrsta stýri- mann. En þegar skyldan kallaði yfirmanninn labbaði Tarzan letilegá aftur eftir skipinu og horfði á tungls- skinið'glampa 1 bylgjunum. Hann var í skjóli við -bát- hengi, svo að tveir menn er nálguðust, sáu hann ekki, og er þeir fóru framhjá, heyrði Tarzan nóg af samtali

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.