Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriðjudagur 21. október 1975 SAMTÖK OKKAR ERU ENN VEIK — en við viljum taka landbúnaðarmálin í okkar hendur hið fyrsta — AÐALAHUGAMAL okkar er aö táka landbúnaðarmálin ÖU i okkar hendur, sagöi Kaj Egede i viðtali við Timann, en hann hafði orð fyrir hópi þriggja Grænlendinga, sem hér hafa dvalizt í viku og kynnt sér sauð- fjárrækt, félagsmál bænda og fleira. Kaj Egede er landbún- aðarráðunautur, en með honum i för voru Jens Simonsen bóndi, varaformaður Fjárræktarfé- lagsins, sem eru einu samtök bænda i Grænlandi, og Poul Frederiksen bóndi, féhirðir sama félags. Konunglega Græn- landsverzlunin ræður fóður- innflutningi til Grænlands og á eina sláturhúsið á Grænlandi, sem er i Narssaq um 40 km frá Nassarsuaq. Þetta vilja bændur taka i sinar hendur. Einnig ér áhugi á að efla framleiðslu úr landbúnaðarafurðum, en hún er nánast engin eins og er. — Að þessu ætlum við að gera gangskör nú strax I vetur og á næsta ári og vinna að eflingu samtaka okkar. Héðan fóru Grænlendingarnir þrir til Danmerkur til viðræðu og ráðgjafar i Grænlandsráðu- neytinu um landbúnað Græn- lendinga, þróun hans og fram- tið. — Grænlenzkur landbúnaður ereingöngu sauðfjárrækt, sagði Kaj Egede, þegar víð spurðum hann um búskap i heimalandi hans. Við höfum engar kýr og ekki heldur svin. Siðustu kúnni var slátrað 1974. En fyrir þann tima var töluvert um kýr bæði i Görðum og Bröttuhlið. En þær þykja dýrar i fóðri, og það er hægt að fóðra margar kindur fyrir það sama og eina kú. Sauðfjárstofninn er um 20.000 ær, i sumar var sauðféð um 40.000 samtals en nú er slátrun lokið, svo að talan er um 20.000 10.000 fjár var slátrað í slátur- húsinu og um 10.000 heima á bæjum, að þessu sinni. Arið 1966 var f járstofninn tvö- falt meiri en nú, en bændur urðu fyrir miklum áföllum, Veturinn 1966—'67 var mjög harður og meira en helmingur fjárins dó. Það var snjóþungt og svell undir, veturinn stóð fram i júni og féð féll ur hungri. Veturinn 1971—72 var- ef til vill harðari en þetta harðæri, en þá voru bændur betur undirbún- ir og áttu meira fóður, svo af- leiðingarnar urðu ekki nándar nærri eins alvarlegar. Um hundrað fjölskyldur á Suður-Grænlandi stunda landbúnað. Bændum fækkaði 1967 eftir harðindin, en það voru einkum danskir og færeyskir bændur, sem hættu búskap, en fáir Grænlendingar. Við spyrjum þá félaga hvort landbúnaðarmálin séu ekki i góðu lagi nu, að svo miklu leyti sem þau snúa að Konunglegu Grænlandsverzluninni. — Konunglega Grænlands- verzlunin, eða KGH eins og hún er kölluð, er stórt fyrirtæki, sem rekur allar siglingar til Græn- lands og margt fleira. Hún hefur margar skrifstofur i Kaup- mannahöfn og á Grænlandi. Við teljum að það verði hagkvæm- ara að bændurnir taki sin mál i eigin hendur sagöi Kaj Egede. Fjárræktarfélagið á Græn- landi var stofnað 1925, en það er landssamband undirfélaga i hé.ruðunum. Sláturhúsið i Narsaq var tilbúið 1952, en hefur verið endurnýjað nokkrum sinnum siðan. Grænlendingarn- ir heimsóttu sláturhús hér og þótti gagnlegt. Töldu þeir slát- urhús Kaupfélagsins á Höfn henta sér hvað stærð snertir og þvi gott til viðmiðunar. Framleiðsla úr sauðfjáraf- urðum er nánast engin á Græn- landi, nema litilsháttar heimilisiðnaður til eigin nota. Fyrir tveim árum var þó stofn- uð saumastofa, þar sem fram- leiddar eru loðkápur og jakkar úr gærum og selskinnum. Þar starfa 30 manns. Þá er sútun einnig nýbyrjuð á Grænlandi, en Poul Frederiksen bóndi I Umanartivaraq, Kaj Egede ráðunautur og Jens Simonsen bóndi I Tasins- saq. TfmamyndGE hún er einkafyrirtæki dansks manns. — Við komum hingað til að reyna að læra að skipuleggja mál okkar betur, sagði Kaj Egede. — Við höfum lært margt i ferðinni. Samtök islenzkra bænda eru sterk, en okkar sam- tök eru enn mjög veik. Við höfum kynnt okkur hér fóðrun og meðferð sauðfjár, ræktun og framleiðslu fóðurs, meðferð, vinnslu sauðfjáraf- urða og verzlun með þær, svo og verðlagsmál búvöru, lánamál og fjárfestingarmál landbúnað- arins, svo að nokkuð sé nefnt. Það hefur verið mjög gagnlegt. — Tekst ykkur að ná fram þeim breytingum, sem þið viljið á skömmum tima? — Nei, ég hef ekki trú á að það náist á einu ári. Við þurfum að ná betri tengslum við stjórn- málamennina. Fyrst og fremst okkar eigin i Grænlandsráðinu, sem er raunar aðeins ráðgef- andi aðili gagnvart danska þinginu, og einnig stjórnmála- menn i Danmörku. Einn áfangi hefur þegar náðst: landbúnaðarstöðin I Upernaviarssuk, skammt frá Julianehaab, þar sem Kaj Egede starfar, verður sjálfs- eignarstofnun frá næstu ára- mótum, rekin af Grænlandsráð- inu fjórum sveitarfélögum og Fjárræktarfélaginu. Ráðgjafar- starfsemin eins og hún er nú er ný af nálinni eða frá 1972. Tveir ráðunautar starfa i Uper- naviarssuk, sem hefur verið eign KGH til þessa. Áður störf- uðu ráðunautar á vegum Kon- unglegu Grænlandsverzunar- innar. Við kveðjum grænlenzku bændurna tvo og ráðunaut þeirra og óskum þeim góðs gengis IKaupmannahafnarferð. SJ Innheimtumaður óskast Sala Varnarliðseigna Saltsíldarverðið ákveðið YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á slld til söltunar frá 16. október til 31. desember 1975: A. Stór sild (32 sm og stærri), hvert kg. kr. 40.00. B. Smærri slld (undir 32 sm), hvert kg. kr. 26.00. Stærðarflokkun framkvæmist af Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða. Verðið er miðað við sildina komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Sfld, sem veidd er I herpinót og landað er til söltunar í landi, skal vera fsuð í kassa, sbr. skilyrði sjávarútvegsráðuneytisins fyrir FRAMSOKNARVIST OG DANS Fyrsta framsóknarvist vetrarins verður ab Hótel Sögu, í Súlnasalnum, miðvikudaginn 22. október kl. 20:30, i «•¦ wf Sverrir Bergmann, wk>' 'æknir flytur ávarp Húsið opnað kl 20:00 Framsóknarfélag Reykjavikur Baldur Hólmgeirsson stjórnar Ánaegjuleg kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna þessum veiðum. Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða skal annast sýnitöku á þess- ari sfld, er verði hagað þannig, að 1 kassi af hverjum 20-30 verði teknir sem sýnishorn og inni- haldið vegið Islaust. Niðurstaða þessi gildi fyrir allan farminn. Við afhendingu á slld, sem sölt- uð er um borð I veiðiskipi, gilda eftirfarandi reglur: Hver tunna, sem inniheldur 95 kg af hausskor- inni og slógdreginni slld, reiknast 136 kg af heilli slld. Afhending miðast við þunga I tunnu þann dag, sem slldin er lögð á land. Sfld, sem er 300-500 stk. I tunnu miðað við hver 100 kg, mest 6 stk. Ikllói, telst stör slld, og slld, sem er 500-700 stk. I tunnu miðað við hver 100 kg, mest 8 stk. I kllói, telst smærri slld. Hver tunna, sem inniheldur 95 kg af heiisalt- arði sfld, reiknast 104 kg af ferskri sfld. Lágmarksverð á slld til heilsöltunar skal vera það sama og að framan greinir um smærri sild en 32 sm, þ.e. hvert kg krónur 26.00. Framleiðslueft- irlit sjávarafurða skal taka sýnishorn af slldinni (1 tunnu af hverjum 20), vega innihaldið og ákveða stykkjafjölda. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda I nefndinni gegn atkvæðum full- trúa kaupenda. í yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davlðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda, og Jón Þ. Árnason og Margeir Jóns- son af hálfu kaupenda. AAiðstöðvar- ketill 4,5 rúmm, mjög góður, meö öllu tilheyrandi er til sölu. Upplýsingar i sima 5-23-73.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.