Tíminn - 21.10.1975, Page 11

Tíminn - 21.10.1975, Page 11
Þriðjudagur 21. október 1975 TÍMINN 11 „Vandi frdskilinna feðra með börn smámunir hjá vandamálum fráskilinna kvenna í sömu aðstöðu" — 296 einstæðir feður með börn á landinu, þar af um 150 fráskildir SJ-Reykjavík Nærri mun láta að fráskildir feður, sem hafa forræði barna sinna, séu um 150 á öllu landinu. Þetta kemur fram i grein, sem fráskilinn faðir Egill Friðleifsson ritar í nýútkomið félagsbréf Félags einstæðra for- eldra. Undrasthann, að fleiri feð- ur skuli ekki hafa forræði barna sinna,en hjónaskilnuðum fjölgaði nær um helming á áratugnum 1963 tii 1973 (úr 196 i 384). Börnin fylgja móðurinni i langflestum tilvikum eftir skilnað, þótt réttur föðurins eigi að vera sá sami samkvæmt lögum. — Getur verið, að móðurréttur- inn sé sterkari þegar á reynir, eða vilja feður hreinlega ekki fá for- ræði barna sinna? spyr Egill. Sennilega eiga báðar tilgáturnar við einhver rök að styðjast. Ef ekki næst samkomulag um for- ræði barna við skilnað, fellur úr- skurður yfirvalda oftast móður- inni i vil, og oft mun það gerast, að faðir gefur eftir sinn rétt vegna þess að honum vex i augum það amstur og erfiði, sem uppeldi og heimilisstörf útheimta. Veiga- mikil rSi eru einnig, að ekki þykir heppilegt að sti'a systkinum i sundur við skilnað. Það er vi'ðtekin skoðun, að karl- menn séu vart færir um að ala upp börn svo i lagi sé. Athugun bendir hins vegar til, að bömum virðist ekki siður vegna vel hjá föður en móður. Ef samanburður er gerður á högum einstæðra feðra og mæðra, kemur i ljós, að feðurnir eru mun betur settir hvaðytri aðbúnað snertir, þegar á heildina er litið. Þeir standa oft- ast fastari fótum i atvinnulifinu og hafa hærri meðaltekjur. Hús- næði þeirra er i mun betra lagi og svo mætti lengi telja. — Nú má enginn skilja orð min svo, að verið sé að kasta rýrð á móðurhlutverkið, segir Egill. — Ég vil aðeins benda á að við búum við breytta þjóðfélagshætti, þar sem hefðbundin verkskipting kynjanna er á hröðu undanhaldi. Mæður vinna i auknum mæli utan heimilis.og áreiðanlega væri far- sælla i mörgum tilvikum, ef hlut- ur feðra væri stærri i uppeldis- málum-en nú er. Og Egill Friðleifsson spyr er.n, hver séu helztu vandamálin, sem mæta föður, er halda vill heimili fyrir börn sin? E.t.v. fyrst og fremst heimilisstörfin, i sumum tilvikum að minnsta kosti (hér er sleppt þeim tilfinningalegu og fjárhagslegu erfiðleikum, sem oft fylgja skilnaði, og er vandamál beggja aðila). Það getur verið töluvert átak fyrir mann, sem vanur er þvi eftir langan vinnu- dag að setjast inn i sófa með kaffibolla i annarri hendi og dag- blað i hinni, að þurfa allt i einu að burðast við að elda mat, puða við að þvo og skúra og jafnvel reyna að staga i sokka eða gera við saumsprettu. Störf, sem eru svo auðveld þegar horft er á aðra vinna þau, vefjast svo sannarlega fyrir þeim, sem óvanir eru. Hins vegar eru þetta engan veginn óyfirstiganlegir erfiðieikar. Það tekur aðeins tima að venjast breyttum aðstæðum, og með æfingunni hefst það. Alla vega eru það smámunir hjá vanda frá- skildu móðurinnar, sem þarf að fara út á vinnumarkaðinn kannski eftir áralangt hlé,og á oft aðeins kost á illa launuðu og erfiðu starfi. Þess skal að lokum getið, að 1. des. 1974 voru á öllu landin 5013 einstæðar mæður er höfðu forræði 12343 barna, en einstæðir feður voru 296 með 732 börn á sinum vegum. Ef tölur þessar eru lagðar saman kemur i ljós, að hér er um að ræða næstum tiunda hluta is- lenzku þjóðarinnar. Félag ein- stæðra foreldra hefur þvi mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna, að gæta hagsmuna þeirra rúmlega 13 þúsund barna, er hér um ræðir.og vinna að þvi að veita þeim sömu skilyrði til vaxtar og þroska og önnur börn hafa. Það er aðalatriðið. Að þvi marki er vert að keppa. LEÐURHUSGÖGN Nú stóraukum við úrvalið í leðurhúsgögnum Þér getið valið úr a.m.k. 5 gerðum og 9 litum af sófasettum og stakir leðurstólar eru fyrirliggjandi í miklu úrvali, íslenzkir, norskir eða belgískir Nýja leðurdeildin er á 3ju hæð og þangað bjóðum við öllum þeim að koma, sem eru að leita að vandaðri og góðri vöru Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.