Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 21. október 1975 LÖGREGLUHA TARINN 45 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Sá sem leiðátti fram hjá bekknum var barnfóstra, sem ýtti á undan sér kerruvagni. Hverjum skyldi koma til hugar að senda barn út á svona degi? Konan gekk f ram hjá með kerruvagninn. Willis hélt áf ram að kyssa Eileen Burke leynilögreglumann. — Éb hem úse frn. — Mmmm? — Eileen losnaði f rá kossinum og virtist laf móð: — Ég sagðist halda að hún væri farin. — Hvað er þetta, sagði Willis skyndilega. — Vertu ekki hræddur, Ijúfur. Þetta er aðeins byssan min, sagði hún og hló. — Nei, ekki byssan. Heyrir þú ekki fótatak á gang- stígnum? Þau lögðu við hlustir. Á gagnstígnum var enn einhver á ferð og nálgaðist þau. xxx Richard Genero sat á f jórða bekk frá innganginum í garðinn. Hann var með svört sólgleraugu og klappaði á koll þýzka f járhundsins, sem lá við fætur hans. Hann kastaði brauðmolum að dúfunum. Hann sá greinilega unga manninn, sem gekk hratt í átt að þriðja bekknum, tók upp skrínuna, leit snögglega um öxl og gekk svo EKKI ÚT ÚR GARÐINUM HELDUR LENGRA INN I HANN. I fyrstu vissi Genero tæpast hvað til bragðs skyldi taka. Hann hafði verið skyldaður til starfa þennan dag, þar eð skortur var á mannaf la. Auk þess var honum komið f yrir á stað, sem minnsta áhættu haf ði í f ör með sér. Það var gert ráð fyrir því, að sá sem sækti nestisskrínuna, myndi samstundis snúa við og fara út úr garðinum inn á Grover-götu. Þar áttu þeir kexsölumaðurinn Faulk og Hawes, sem sat í bíl sínum, að blanda sér i málið og handtaka hann. En þess í stað gekk maðurinn ekki út úr garðinum heldur lengra inn í hann og stefndi í átt að bekknum, sem Generosatá. Genero var maður friðsam- ur að eðlisfari og litt gef inn fyrir of beldi. Hann sat sem steinrunninn og óskaði þess heitt að hann væri heima hjá sér uppi í rúmi, móðir hans sæti við rúmstokkinn og gæf i honum heittsúkkulaði og syngi fyrir hann gamlar ítalsk- ar aríur. Hundurinn við fætur hans var þrautþjálfaður lög- regluhundur. Gensro hafði lært fáeinar skipanir og hljóðmerki til að stjórna dýrinU, skömmu áður en hann var sendur af stað að gegna skyldustörf um sínum sem blindi maðurinn á f jórða bekknum. Verra var þó að Genero var dauðhræddur við hunda. Einkum þó stóra hunda. Hann var hræddur um að gefa dýrinu vitlausa skipun og fylltist því ótta og tók að skjálfa og titra. Kannski skipaði hann hundinum óvart að stökkva á sjálfan sig en ekki þennan unga mann, sem nú var í um þriggja metra f jarlægð og gekk hratt í átt frá honum. öðru hverju leit hann um öxl sér. Hvað myndi gerast, ef hundurinn rif i hann sjálfan í tætlur? Hvað myndi móðir hans segja þá? — Che bella cosa, og þú þurftir endilega að verða lög- reglumaður? Á meðan þessu fór fram, laumaði Willis vasasendi- tækinu upp á lostafagran barm Eileen Burke og sendi þessar upplýsingar til Hawes, sem sat í bíl sínum við Grover-götu. Þar var gott að vera þessa stundina. Eink- um með tilliti til þess, að sá grunaði stefndi í allt aðra átt. Willis barðist þessa stundina við að opna svefnpok- ann. En af einhverjum dularfullum orsökum sat renni- lásinn fastur. Ekki þar fyrir, að Willis væri ekki sama þátthann væri fastur ísvefnpoka með kvenmanni á borð við Eileen Burke, sem barðist um og spriklaði. Hún reyndi hvað hún gat til að hjálpa honurn við að opna pok- ann. En skyndilega sá hann fyrir sér flokksstjórann, sem úthúðaði honum og skammaði á svipaðan hátt og Kling og Meyer höfðu mátt þola. Willis barðist því heið- arlegri baráttu við rennilásinn. En með sjálfum sér gældi hann við þá hugmynd, að ungfrú Burke félli vel þetta ungæðingslega brölt á svo skemmtilegum vígvelli. Genero hafði auðvitað ekki hugmynd um, að búið var að gera Hawes viðvart. Hann vissi aðeins að sá grunaði var nú beint f yrir f raman hann og gekk f ram hjá bekknum. Á örskammri stund var hann kominn í allnokkra f jar- lægð. Genero stóð því upp. Fyrst tók hann of an sólgler- augun. Þá hneppti hann f rá sér f rakkanum, eins og hann hafði séð leynilögreglumenn gera í sjónvarpsþáttunum. Hann seildist inn undir f rakkann eftir byssunni, en ákaf- inn og f umið urðu til þess, að hann hleypti óvart af skoti, sem fór i fót hans. HVELL Þau geta lyft okkur upp á . klettana V T5n það er takmarkað eldsneytiáþeim. i<s >ívW %ápi 5^í C! m Eftir tvær klukkustundir köma þau að Drefcahöf ða. —-^^— /En hvað\ / þessi \ í hundur er J V^asnalegur./ /^Égþoriað /veðja að hann l hefur ekki leyfi. . \Hefurhann engin skjöl?! / Ekki siðan\ í hann var 1 \litill hvolpur/ Þriðjudagur 21.október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessi" eftir Dorothy Canfield í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (14). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. HljómplötusafniO kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 1 léttum dúr. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferö" eftir Oscar Clausen. Þorsteinn Matthiasson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tóniist.a. „ömmusög- ur", hljómsveitarsvíta eftir Sigurð Þórðarson. Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Lög eftir Hallgrim Helga- son. Guðriín Tómasdóttir syngur. Elias Daviðsson leikur á pianó. c. Balletttón- list eftir Arna Björnsson úr „Nýársnóttinni". Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pákson, stjórnar. d. Lög eftir Björgvin Guð- mundsson, Askel Snorra- son, Stef án Agúst Kristjáns- son og Jóhann Ó. Haralds- son. Sigurveig Hjaltested syngur, Ragnar Björnsson leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatlminn. 17.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þáttur Ur sögu borgar- skipulags.Liney Skúladóttir arkitekt flytur slðara erindi sitt. 20.00 Lögunga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Xjr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Sinfónla nr. 4 i G-dúr op. 88 eftir Dvorák. Columbia- sinfónluhljómsveitin leikur, Bruno Walter stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálmsson.Höfundur les (4). 22.35 Skákfréttir 22.40 Harmonikulög 23.00 A hljdðbergi. a. „The Miller's Tale eftir Geoffrey Chaucer. Stanley Holloway les. b. Astarlóð eftir John Donne. Richard Burton les. Dagskrá þessi var flutt i fyrsta þættinum A hljóð- bergi i vetrarbyrjun 1965. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 21.október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræðslumyndaflokkur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ölafur Guðmundsson. 20.50 ÞingmálÞáttur um störf alþingis, sem fyrirhugað er að birtist annan hvern þriðjudag i vetur. Umsjónarmenn eru hinir sömu og Þingvikunnar i fyrra: Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.30 Svona er ástin Bandarlsk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.20 Utan úr heimiÞáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.