Tíminn - 21.10.1975, Síða 15

Tíminn - 21.10.1975, Síða 15
Þriðjudagur 21. október 1975 TtMINN 15 HAUKAR SKUTU ISLANDS- MEISTARANA í BÓLAKAF Frábær vörn og góð markvarzla Gunnars færðu Haukum sigur. Haukar voru allán tímann sterkari aðilinn og sigruðu Víking með 8 marka mun, 22:14 islandsmeistarar Vlkings voru skotnir á bólakaf af Haukum, sem næstum ótrufiaðir gátu leikið all- ar sinar listir — gegn ráðvilltum islandsmeisturum, sem gátu aidrei slegið frá sér. Haukar iéku mjög vel — hafa sjaldan leikið betur. — Þeir léku sér að Vfking- um eins og köttur að mús — og uppskáru eftir þvi stórsigur 22:14. Varnarleikur Haukanna var einn- ig mjög vel skipulagður. Leik- skipulag Vikingsliðsins brást algjörlega vegna geysisterks varnarleiks Hauka. Gunnar Einarsson átti snilldar- leik I marki Haukanna, hann var I essinu sínu fyrir aftan hinn sterka varnarvegg Hauka. Haukar léku af öryggi og skynsemi og gáfu aldrei eftir. Hörður Sigmarsson og Elias Jónasson voru aðal- mennirnir i leikskipulagi Hafnar- fjarðarliðsins. Vikingar reyndu að taka þá báða úr umferð um tlma. — Það heppnaðist ekki, þvi að Haukar áttu sterkt tromp i bakhöndinni — linuspilið. Haukarnir komu skemmtilega á óvart gegn íslandsmeisturunum. I leik þeirra sameinaðist hraði, ákveðni, góð langskot, linuspil, úthald, góð vörn og markvarzla — sem sé allt sem prýtt getur gott handknattleikslið. Það verður gaman að fylgjast með „spútnik- liði” Hauka i vetur — liðinu sem hefur engan þjálfara! Hörður Sigmarsson lék vel — skoraði 6 mörk, en annars skipt- ust mörk Haukanna þannig: Elias 5, Jón 3, Ólafur 2, Guð- mundur 2, Svavar, Sigurgeir, Arnór og Ingimar eitt hver. Þeir voru sem niðurbrotnir menn, Islandsmeistararnir, þeg- ar þeir yfirgáfu völlinn — enda örugglega erfitt að kyngja þessu stóra tapi. Mörk liðsins skoruðu Páll 4 (1 viti), Viggó 3, Skarphéð- inn 3, Magnús, Þorbergur, Stefán og Erlendur eitt hver. ,Éq vissi qð Hörður myndi ekkl breqðast' — sagði Ragnar Gunnarsson, eftir að Hörður hafði skorað jöfnunarmark (12:12) Armanns gegn Fram úr vítakasti á síðustu stundu — Það er alltaf gott að hafa gamlar og reyndar kempur I sinum herbúð- um, sem hægt er að treysta á. — Ég vissi, að Hörður myndi ekki bregð- ast á örlagastundu, sagði Ragnar Gunnarsson, hinn snjalli markvörður Ármanns, eftir að Hörður Kristinsson, sem lék að nýju með Ármanns- liðinu, hafði jafnað (12:12) fyrir Ármann gegn Fram úr vitakasti, rétt áður en leiktimanum lauk. — Ég er óánægður með úrslitin. Eftir að hafa komizt 6 mörk yfir (8:2) i siðari hálfleik áttum við að hafa sigur- inn i hendi okkar. Jafntefli var ósigur fyrir okkur, sagði Ingólfur Óskarsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. Armenningar máttu kallást heppnir að tryggja sér jafntefli — ótima- bært skot eins Fram-arans rétt fyrir leikslok, kostaði Fram sigur. Ar- menningar náðu hraðaupphlaupi og Stefán Hafstein fiskaði vitakast, sem Hörður skoraði örugglega úr og jafnaði 12:12. Fram-liðið var ekki nógu sannfærandi I leiknum. — Leikmenn liðsins gerðu sig seka um ljót mistök og þeir létu siðan skapið hlaupa með sig i gönur. Mörk liðsins skoruðu þeir: Pétur 3, Hannes 3, Arnar 2, Gústaf 2, Pálmi og Sigurbergur, eitt hvor. Ragnar Gunnarsson, markvörður, var beztur hjá Ármannsliðinu, sem lék án þeirra Vilbergs Sigtryggssonar og Björns Jóhannssonar — meiddir. Þá var Pétur Ingólfsson liflegur og sömuleiðis Jens Jensson. Mörk Ármanns skoruðu: Jens 4, Hörður K. 3 (2 viti), Gunnar 2, Pétur 2 og Stefán, eitt. Gróttumenn voru auðveld- ir viðfangs — fyrir bikarmeistara FH, sem sigruðu léttilega 25:18 VIÐAR SÍMONARSON, einvald- ur og landsliðsþjálfari I hand- knattleik, lék aðalhlutverkið hjá FH-liðinu, sem átti ekki I erfið- leikum með Gróttu-liðið. Viðar skoraði 8 mörk og hann var pott- urinn og pannan I leik Hafnar- fjarðarliðsins. Þá átti Geir Hall- steinsson góða spretti — ógnaði stöðugt. Annars var leikurinn mjög daufur og litið spennandi fyrir áhorfendur. Gróttumenn stóðu i FH-ingum til að byrja með, en siðan náðu FH-ingar tökum á leiknum og sigruðu örugglega 25:18. Eins og fyrr segir, þá var Viðar drýgstur við að skora fyrir FH-liðið, eða 8 (4 viti) mörk, Þórarinn 6 (1 viti), Geir 5 (1 viti), Kristján og Guðmundur Árni tvö hvor. Atli Þór Héðinsson, knatt- spyrnukappi úr KR, skoraði flest mörk Gróttu, eða 5. Hin mörkin skoruðu þeir Björn 4 (3 viti), Arni 2, Axel 2, Magnús 2, Halldór,. Hörður Már og Kristmundur, eitt hvor. STAÐAN Órslit leikja i 1. deildarkcppn- inni um helgina: Haukar — Vikingur......22:14 FH —Grótta.............25:18 Valur — Þróttur........20:10 Ármann—Fram............12:12 Staðan er nú þessi I 1. deildar- keppninni: Valur............2 2 0 0 44:26 4 Haukar.......... 1 1 0 0 22:14 2 FH.............. 1 1 0 0 25:18 2 Vlkingur.........2 1 0 1 39:36 2 Fram.............1 0 1 0 12:12 1 Ármann...........2 0 1 1 26:37 1 Þróttur......... 1 0 0 1 10:20 0 Grótta...........2 0 0 2 34:49 0 BJARNI JÓNSSON....sést hér skora eitt af mörkunum sinum 5 gegn sinum gömlu félogum. (Timamynd Róbert). Harður vetur fram undan hjá Þrótti Valsmenn áttu ekki í erfiðleikum með þá og unnu með 10 marka mun, 20:10 Það er harður og erfiður vetur framundan hjá Bjarna Jónssyni og lærisveinum hans i Þrótti — það sáu hinir örfáu áhorfendur (aðeins 520), sem lögðu leið sina i Laugardalshöllina á sunnudags- kvöldið. Handknattleikurinn sem Þróttarar léku, er ekkert til að hrópa húrra fyrir — hann var bit- laus og einhæfur. Frammistaða leikmanna Valsliðsins var litið skárri — þeir léku langt undir beztu getu sinni. Leikurinn var alls ekki spenn- andi fyrir áhorfendur, sem fengu aðeins að sjá fjögur mörk (2:2) fyrstu tuttugu minúturnar. En þá skiptust þeir Marteinn Arnason, markvörður Þróttar og Ólafur Benediktsson i Valsmarkinu á að verja — oft glæsilega. Þeir þurftu þó ekki að taka á honum stóra sinum, þvi að sóknarleikur lið- anna og skot voru mjög bitlaus. Þegar hér var komið við sögu vöknuðu Valsmenn upp við vond- an draum — og þeir fóru að leika skynsamlega. Arangurinn lét ekki á sér standa. Þeir höfðu yfir 7:2 i hálfleik, og i siðari hálfleik breikkaði bilið á milli liðanna — og öruggur sigur (20:10) Vals var I höfn. Ólafur Benediktsson átti góðan leik i marki Valsliðsins, sem var með daufara móti. Mörk liðsins skiptust þannig: Stefán 5 (1 viti), Jón Pétur 3 (1 viti), Gunnar 3 (1 viti), Jón Karlsson 2, Þorbjörn 2, Jóhannes, Steindór og Jóhann Ingi eitt hvor. Bjarni Jónsson og Marteinn Arnason báru af i Þróttar-liðinu. Þá átti Friðrik Friðriksson góða spretti — hann var þó ekki nógu jákvæður i sóknarleiknum, of ein- hæfur. Mörk Þróttar skoruðu Bjarni 5 (1 viti), Friðrik 3, Halld- ór og Gunnar, eitt hvor.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.