Tíminn - 21.10.1975, Síða 16

Tíminn - 21.10.1975, Síða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 21. október 1975 Cruyff til Cosmos? HOLLENDINGURINN fljúgandi, I Johan Cruyff, sem leikur með I spánska liðinu Barcelona, hefur I fengið freistandi tilboð frá bandariska liðinu Cosmos I New _ York. Forráðamenn Cosmos-liðs- I ins, hafa mikinn áhuga á, að I Cruyff komi til New York, þegar I samningur hans við Barcelona ■ rennur út i júni 1976. Cruyff, sem hefur mikinn áhuga á að gerast leikmaður á ítaliu eða Frakk- landi, er nú að kanna tilboðið frá Cosinos. ÍR-VÉLIN FÓR í GANG — þegar „Trukkurinn" fór út af með 5 villur íR-vélin, undir stjórn Kristins Jörundssonar, fór heldur betur í gang, þegar KR-^trukkurinn" Curtiss Carter fékk aö hvíla sig — með 5 villur. Staðan var þá 57:52 fyrir KR-liðið — en það var sannarlega vatn á myllu IR-vélarinnar, þeg- ar „trukkurinn" yfirgaf vöilinn. Kristinn Jörunds- son (sem skoraði 28 stig í leiknum) og félagar hans tóku þá leikinn í sínar hendur og unnu góðan sig- ur 87:81. Kolbeinn Pálsson, sem hefur átt við meiðsl að striða, lék aftur með KR-liðinu — og setti að sjálf- sögðu skemmtilegan svip á það. Þessi lágvaxni og skemmtilegi körfuknattleiksmaður skoraði 30 stig i leiknum, á sama tima og „trukkurinn” skoraði aðeins 19 stig. Það stefnir að úrslitaleik milli IR-inga og Armenninga i Reykja- vikurmótinu. Armenningar, með Bandarikjamanninn Jimmy Rog- ers i fararbroddi, sýndu stórleik gegn Valsmönnum, sem þeir tóku i kennslustund. Armenningar skoruðu 117 stig i leiknum, en Valsmenn aðeins 68 — mikill I KRISTINN JÖRUNDSSON.... átti mjög góðan leik gegn KR-liðinu — skoraði 28 stig. munur það. Rogers sýndi allar sinar beztu hliðar, bæði i vörn og sókn — hann skoraði 29 stig. Jón Sigurðsson var einnig i ham, skoraði 29 stig, og unglingurinn stórefnilegi Gunnsteinn Ingi- marsson, lét ekki sitt eftir liggja — hann skoraði 31 stig. Það er greinilegt, að það verður erfitt að hamra gegn Ármanns-liðinu i vetur. Nýliðar Fram voru einnig i sviðsljósinu um helgina — þeir veittu stúdentum harða keppni i æsispennandi leik sem lauk með sigri IS-liðsins, 57:54. STÓRSIGUR UNGVERJA UNGVERJINN Nyilasi var held- ur betur á skotskónum, þegar Ungverjar unnu stórsigur (8:1) I leik gegn Luxemborgarmönnum i Evrópukeppni landsliða. Nyilasi skoraði 5 mörk f leiknum, sem fór fram i Szombathely I Ungverja- landi. Þrátt fyrir þennan störsig- ur blanda Ungverjar sér ekki i baráttuna á toppnum i 2. riðli keppninnar. Staðan er nú þannig i riðlinum: Wales...........5 4 0 1 13:4 8 Austurriki......5 3 1111:6 7 Ungverjaland... .6 3 12 15:8 7 Luxemborg......6006 7:28 0 Wales dugar jafntefli gegn Austurrikismönnum, þegar þeir mætast i Wrexham i Wales i sið- asta leik riðilsins. ENSKA KNATTSPYRNAN Stórglæsilegt mark Pearson's — þegar AAanchester United skauzt upp á toppinn með góðum sigri (3:1) yfir Arsenal STUART PEARSON, nýliðinn i enska landsliðs- hópnum, skoraði stórglæsi- legt mark, þegar Manchester United vann góðan sigur (3:1) yfir Ar- senal á Old Trafford. Þulur B.B.C. útvarps- stöðvarinnar átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á markinu, sem Pearson skoraði eftir sendingu frá Jimmy Nicholl — Pearson tók knöttinn niður með brjóstinu og skaut viðstöðulaustu skoti, sem þandi út metmöskva Ar- senal-marksins — algjör- 1. DEILD i Birmingham — Leeds ...2:2 Burnley — Q.P.R ..1:0 Coventry — Liverpool ..0:0 Derby —Wolves ..3:2 Everton — Aston Villa ..2:1 Ipswich — Leicester ..1:1 Man.Utd. — Arsenal ..3:1 Middlesb. — WestHam .... ..3:0 Newcastle — Norwich ..5:2 Sheff. Utd. — Stoke . .0:2 Tottenham—Man.City ... ..2:2 2. DEILD Bolton — Notts C..........2:1 BristolR. — Sunderland....1:0 Charlton — Oldham ........3:1 Chelsea—Blackpool.........2:0 Luton — Fulham ...........1:0 Nott.For. — Southampton ....3:1. Orient —Carlisle..........1:0 Oxford — Blackburn.........0:0 Portsmouth — Hull.........1:1 W.B.A. — Plymouth.........1:0 York — Bristol C..........1:4 JIMMY GREENHOFF... skoraði bæði mörk Stoke. Hann hefur skorað 101 deildarmark. lega óverjandi skot fyrir Jimmy Rimmer, mark- vörð Arsenal og fyrrum markvörð United-liðsins. Manchester United-liðið, sem hefur nú tekið forystuna i baráttunni um Englands- meistaratitilinn, sýndi stórgóðan leik — Leikmennirnir skoruðu þrjú góð mörk, sem Jimmy Rimmer réði ekki við. Það var unglingurinn Stephen Coppell, sem var hetja United-liðsins. Hann kom ,,Rauðu djöflunum” á strikið, þegar hann skoraði glæsi- legt mark með skalla. En leik- menn Arsenal, sem sýndu góðan leik, voru fljótir að jafna. — Eddie Kelly, fyrirliði Lundúna- liðsins, svaraði eftir aðeins þrjár min., þegar hann skoraði gott mark með þrumufleyg af 3 m færi. Spennan var mikil fyrir hina 53 þús. áhorfendur, sem lögðu leið sina á Old Trafford — enda var leikurinn mjög fjörugur og vel leikinn af báðum liðum. STUART PEARSON sveik ekki hina fjölmörgu áhorfendur, og hann skoraði stórglæsilegt mark — eins og fyrr segir — og kom United-liðinu yfir 2:1. Siðan innsiglaði Coppell sigur (3:1) Manchester United, sem hefur tekið forystuna. — Hin toppliðin West Ham og Queens Park Rangers töpuðu sinum leikjum. FRANK CASPER var hetja Burnley á Turf Morr, þar sem hann enn á ný sýndi eftirminni- legan leik. Casper, sem lék sinn fyrsta leik i 19 mánuði — hann hefur gengið undir þrjá uppskurði vegna meiðsla i hné — skoraði sigurmark (1:0) Burnley gegn „spútnikliðinu” Queens Park Rangers, þegar aðeins voru þrjár minútur til leiksloka. Hann sendi knöttinn þá i mark Lundúna- liðsins, beint úr aukaspyrnu — Þar með varð 100. deildarmark hans staðreynd. Casper hefur skorað 74 deildarmörk fyrir Burnley, en áður hafði hann skorað 26 mörk fyrir Rotherham. JIMMY GREENHOFF, fyrir- liði Stoke, skoraði einnig sitt 100. deildarmark á laugardaginn, þegar hann kom Stoke á strikið (1:0) gegn Sheffield United á Bramall Lane. Greenhoff bætti siðan öðru marki við og innsiglaði góðan sigur (2:0) Stoke.Greenhoff hefur skorað 19 deildarmörk fyrir Leeds, 14 fyrir Birmingham og 68 fyrir Stoke. Þess má geta, að nýr fram- kvæmdastjóri — Jimmy Sirrel —stjórnaði Sheffield-liðinu á laugardaginn. Sirrel var áður STUART PEARSON... sést hér fagna marki. Hann skoraði stórglæsl- legt mark á laugardaginn gegn Arsenal. framkvæmdastjóri Notts County. GRAHAM SOUNESS, Dave Armstrong og Alan Foggon léku aðalhlutverkið hjá Middles- brough, þegar „Boro” yfirspilaði Lundúnaliðið West Ham á Ayre- some Park — þeir skoruðu mörk Middlesborough-liðsins sem hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli i deildinni. Marvin Oayátti góðan Ieik i marki West Ham en réði ekki við mörkin — og þetta varð þar með fyrsta tap Lundúnaliðsins á útivelli i keppnistimabilinu. GERRY JONES skoraði bæði mörk Everton gegn Aston Villa — fyrst með þrumuskoti, en siðan úr vitaspyrnu. Unglingurinn Bob Lee skoraði fyrir Leicester á Portman Road, en Trevor Whymark tókst að jafna (1:1) fyrir Ipswich. Malcolm MacDonald — „Super Mac” skoraði 2 mörk fyrir Newcastle gegn Norwich á St. James Park. Félagihans Alan Gowlingskoraði einnig tvö mörk — Þeir hafa nú skorað sin hvor 10 mörkin á keppnistimabilinu. Markakóng- urinn Ted MacDougall skoraði eitt mark i leiknum — sitt 16. mark á keppnistimabilinu — en það dugði ekki gegn Newcastle, sem vann stórsigur (5:2) ALLAN CLARKE átti snlldar- leik, þegar Leeds náði að vinna upp tveggja marka (2:0) forystu Birmingham á St. Andrews.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.