Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.10.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 21. október 1975 TÍMINN 19 Ofveiði Rannsóknir á stærð sildarstofna gefa til kynna, að sumar gotssildin hafi rétt verulega við undanf arið, en ekki hefur enn orðið vart bata að þvi er varðar vor- gotssild, vegna veiðibanns. Sildveiðar verður þvi um fyrirsjáanlega framtið að stunda með ýtrustu var- kárni. Um loðnuveiði segir i skýrslunni, að margt bendi til þess, að úr stofninum megi taka allmiklu meira, en gerthefur verið, án þess að þess sjái merki i viðgangi stofnsins. Og með tilliti til hins góða ásigkomulags loðnustofnsins sé engin ástæða til að kveða á um há- marksafla að svo stöddu. Rækjuveiðar hafa lengi verið háðar leyfum og ber að halda þvi. Flest mið eru innan gömlu 12 milna fisk- veiðilandhelginnar og þau, sem utan eru, einungis nýtt af islenzkum veiðiskipum. Hámarksafli sá, sem settur var á humarveiðina ár- ið 1973 hefur gefið góða raun og er stofninn nú I vexti, þótt vertiðin i ár hafi gengið verr en efni stóðu til vegna slæms tiðarfars. Reiknað er með að auka megi aflahámark á næstu árum. Til hagkvæmrar nýtingar á hörpudiskstofninum þarf að beina veiðiskipunum á fleiri veiðisvæði, en gert hefur verið að undanförnu. Nauðsynlegt er að halda gildandi ákvæðum um lágmarksstærð hörpu- disks sem landa má. Siðast i skýrslunni ségir Hafrannsóknastofnunin, að nauðsynlegt sé, að henni verði veitt heimild til að stöðva veiðar á ákveðnum svæðum fyrirvaralaust i allt að 10 daga, enda fari strax fram nákvæm rann- sókn á viðkomandi svæði, sem ákvarðanir stjórn- valda um frekari aðgerðir geti byggzt á. Stofnunin telur, að þetta sé raunhæfasta og öruggasta leiðin til þess að koma i veg fyrir skaðlegar veiðar á viðkvæm- um svæðum án þess að hindra aðrar veiðar umfram það, sem nauðsyn krefur. Þá telur Hafrannsókna- stofnunin nauðsynlegt, að hún fái sérstakt skip til eftirlits á veiðisvæðunum. Stofnunin telur nauðsynlegt að lögbinda stærri möskva, m.a. við þorskveiðar til þess að koma i veg fyrir ofveiði smáfisks. Einnig kemur fram, að stofn- unin telur æskilegt, að draga talsvert úr sókn með þorskanetum á vetrarvertið. Skýrsla stofnunarinnar verður birt I blaðinu i heild á morgun. Háskóli íslands: Kosningarnar á morgun dagskrá 1. des. hátíðarhaldanna ákveðin gébeRvik. — Kosningar fara fram i Háskóla tslands á morgun en kosningarétt hafa allir innritaðir stúdentar við li;i- skólann haustið 1975. Kosið verður á fundi i Sigtúni og hefst fundurinn kl. 20:00 og fara þá fram umræður, en húsinu verður lokaðkl.21:30oghefstþá kosning Tveir framboðslistar liggja frammi, listi Vöku og listi Verðandi. Framboðslista Vöku, A-listann, skipa: Kristin Vala Ragnars dóttir, Þorvaldur Friðriksson, Þorkell Sigurlaugsson, Júlia Ingvarsdóttir, Baldvin Hafsteins- son, Alfreð Jóhannsson og Jón Skaptason. Á lista Verðandi, B-listanum eru: Skúli Thoroddsen, Sólrún Gisladóttir, Ivar Jónsson, Kristín Astgeirsdóttir, Kolbeinn Arna- son, Skafti Þ. Halldórsson og Stefán Hjálmarsson. Kosningafyrirkomulag er óbreytt frá siðasta ári, en talning atkvæða hefst þegar að lokinni at- kvæðagreiðslu, og er búizt við að úrslit verði ljtís þegar um miðnætti eða fljótlega eftir það. Dagskrá 1. desember er nú að mestu ákveðin, og hefjast hátiðarhöldin með guðsþjónustu i Há skólakapellunni um morguninn. Klukkan tvö um daginn hefst fundur i Háskólabiói og er ætlunin að fjalla um kreppuna, orsakir hennar og af- leiðingar og sýna hvernig hún birtist. Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari Menntasko'lans á ísafirði flytur ræðu en að mestu leyti er dagskráin unnin i starfs- hópum sem hver verður með sitt verksvið. Auk þess munu heyrast ýmsar raddir ur þjóðlifinu og létt ivaf i milli. Dansleikur verður siðan haldinn um kvöldið. Steinbítsriklingur Til sölu óbarinn steinbitsriklingur i 4ra og 5 kg pakkningum. Barinn i 100 g pakkningum. Sérstök gæðavara. — Sendum um land allt. VONIN H.F. Súgandafirði — Simi 94-6176 Eoa qieruiiar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnumldag. Auk þess fáið þér frian álpappfr með. Hagkvæmasta einangrunarefnið I flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. í Sendum hvert á land sem er. 1111 iiitn iii 19111 ir^o iLI.l.r Ll I I m T 1 T I I l l 'I ™'!l!!'l O Útlönd urinn málsins: Sigaunar mega ekki eignast samastað i grennd við okkur. Svo er talið, að i Norðurálfu séu nú um tólf hundruð og fimmtiu þúsund Sigaunar. Fjöl- mennastir eru þeir i Austur-Evrópu, og þar er þeim ekki leyft að fara úr landi, svo að ekki verði sagt, að þeir séu hraktirþaðan. „Sigauna-vanda- málið" hefur verið til umræðu i Evröpuráðinu siðan 1967 — og setið við orðaflauminn einan. Gert er ráð fyrir, að þrjú hundr- uð Sigaunar séu i þeim löndum, sem aðild eiga að ráðinu. Og i öllum þessum löndum eru þeir öreigarnir á meðal öreiganna. Sigaunarnir hafa lengi þrauk- að við ómannleg kjör. Halda þeir velli framvegis eins og hingað til? Eða sökkva þeir smám saman til botns og farast i örbirgðarhverfum og skúma- skotum útskúfaðs fólks, sem alltaf er að fjölga? Týna þeir lifsháttum, þagna söngvarnir, gleymist þeim dansinn? (Stuðztviðgreini Nationen) Tí minn er i peníngar Banaslys við Borgarnes - 18 ára piltur lézt, þrennt liggur slasað á sjúkrahúsi gébé Rvlk — Hörmulegt slys varð siðdegis á laugardag, þegar tvær bifreiðir skullu saman rétt fyrir ofan Borgarnes eða við Hrafna- kletta, með þeim afleiðingum, að ökumaður annarrar bifreiðarinn- ar lézt. Var hann átján ára gam- all. Með honum I bifreiðinni var ung stúlka, sem uú liggur á Borgarspitalanum, mikið slösuð. t hinni bifreiðinni voru tveir menn, bræöur, og slösuðust þeir nokkuð, þó ekki hættulega, og liggja á sjúkrahúsinu á Akranesi. Bifreiðarnar tvær, sem voru japönsk fólksbifreið og Mercedes Benz, skullu beint framan á hvor annarri. Slysið varð klukkan rúmlega fimm á laugardag. Með þeim fyrstu, sem komu á slys- staðinn, var læknir frá Akranesi, sem veitti hinum slösuðu fyrstu hjálp, en lögreglan kom mjög fljótt á vettvang. Þurfti slðan að flytja hina slösuðu 64 km leið á sjúkrahúsið á Akranesi, en ekkert sjúkrahús er I Borgarnesi. Reyndist ökumaður japönsku bif- reiðarinnar látinn þegar til Akra- ness kom. Hann var aðeins átján ára gamall og hét Halldór Arndal, frá Ardal I Borgarfjarðarsýslu. Flugvél náði I stúlkuna, sem með honum var I bifreiðinni, og flutti hana á Borgarspitalann, þar sem hún liggur þungt haldin. Dalamenn Aðalfundur Framsóknarfélaganna i Dalasýslu verður haldinn að Asgarði sunnudaginn 26. október kl. 15. Venjuleg aðalfundar- störf. Félagsstjórnir. Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið á Hótel KEA, Akureyri 8.-9. nóv. n.k. Nánar auglýst slðar. Stjórnin. Framsóknarfélag Árnessýslu ¦3trA Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu veröur haldinn að Eyrarvegi 15Selfossi 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður ræðir stjórnmála- viðhorfið. Kjörnið verða fulltrúar á kjördæmisþing. Stjórnin. Árnessýsla Akveðið er að Framsóknarfélag Árnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld I nóvember. Hið fyrsta verður að Aratungu 14. nó v, annað að Borg 21. nóv. og þriðja og siðasta spilakvöldið I Árnesi 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík OPIÐHÚS—basarvinnaaðRauðarárstig 18n.k. fimmtudag 23. þ.m. kl. 20.30. Fjölmennið. Basarnefndin. Viotalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals kl. 10-12 n.k. laugardag á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18. Mennirnir tveir i Mercedes Benz-bifreiðinni, slösuðust einnig nokkuð, og liggja þeir nú á sjúkrahúsinu á Akranesi, en eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Að sögn Asgeirs Péturssonar sýslumanns, stendur rannsókn i málinu yfir, en hann sagði að áreksturinn hefði orðíð á beygju á veginum við Hrafnakletta, og að svo stöddu væri ekkert hægt aö fullyröa um orsakir slyssins, enda lægju aðalvitnin á sjúkra- húsum, og hafa ekki verið yfir- heyrö enn. Þó er það talið vist að bifreiðarnar hafi lent beint fram- an á hvor annarri. Auglýsítf íTímanum sM KINVERSKLo^FIAALEIKAFLOKKURINN TIENTSIN ACROBATIC TROUPE sýnir í kvöld kl. 20 í Laugardalshöll SÍÐUSTU SÝNINGAR FLOKKSINS: AAiðvikudag kl. 5 AAiðvikudag kl. 8 AUKASYNING VERÐUR MIÐVIKUDAG KL. 5 Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 800 Stæði kr. 500 Miðasala í Laugardalshöll í dag kl. 5,30-8 ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.