Tíminn - 21.10.1975, Page 20

Tíminn - 21.10.1975, Page 20
' Þriðjudagur 21. októbcr 1975 - SÍMI 12234 •HERRA GflRÐURINN -A-QAbSTR-fETl 3 - G fcJÐI fyrirgódan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Öryggisráðið frestaði umræðum um gönguna til Sahara beita Spánverjar vopnavaldi? Reuter/ S.Þ. Marrakesh, Madrid. öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna ákvað á fundi sinum i gær, að fresta þvi, að taka ákvörðun um beiðni Spánarstjórnar þess efnis, að öryggisráðið beini þeim tilmælum til Hassans, Marokkokonungs, að fresta fyrirhugaðri för 350 þúsund Marokkobúa til spönsku Sahara. Forseti öryggis- ráðsins, Olof Rydbeck, ambassador Sviþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði i gær, að fulltrúar i ráðinu myndu eiga einkaviðræður um máliö, áður en til frekari fundahalda um þetta mál kæmi. Spænski sendiherrann hjá Sameinuðu þjóðunum, Jaime de Pinies, sagði i gær, að stjórn hans tæki enga ábyrgð á þvi, sem gerast kynni, ef Hassan Marokkokonungur héldi fast við þá ákvörðun sina að senda göngumennina inn Ispænsku-Sahara. Ásakaði hann jafnframt Marokko- stjórn fyrir að undirbúa innrás á landsvæðið. öryggisráðiö var i gær, samkvæmt kröfu de Pines, kvatt mjög skyndilega til aukafundar. Á fundinum út- skýrði de Pinies kröfur stjórnar sinnar og krafðist þess jafnframt, að öryggis- ráðið gripi þegar til ráðstafana vegna máls þessa. Sendiherra Marokko, Dirss Slaou neitaðiþviákaft á fundi öryggisráðsins, að Marokkostjórn hefði i hyggju að ráðast með valdi inn i Sahara. Þeir hefðu einungis i hyggju að snúa aftur til heimkynna sinna, og slikt væri alls ekki hægt að kalla innrás. Ásakaði hann spænsku stjórnina fyrir að rasa um ráð fram með þvi að leggja málið fyrir öryggisráðið. Lagði hann til, að ráðið frestaði öllum frekari viðræðum um gönguna. í lok ræðu sinnar sagöi hann, að hann tryði þvlekki að öryggisráðið myndi ásaka Marokkomenn fyrir að snúa aftur til heimkynna sinna. Hassan konungur ákvað að efna til göngunnar, er alþjóða- dómstóllinn i Haag komst að þeirri niðurstöðu i siðustu viku, að ákveðnir þjóðflokkar i Sahara hefðu svarið soldánin- um i Marokko hollustueiða áður en Spánverjar slógu eign sinni á landið fyrir um það bil öld. Lita Marokkomenn svo á, að með þessu hafi þeir öðlast lögvarinn rétt til yfirráða yfir svæðinu. Spænska stjórnin hefur nýlega lýst þvi yfir, að hún ætli sér að gera spænsku-- Sahara að fullvalda riki á þann hátt sem bezt henti ibú- um svæðisins, en þeir eru um 70 þúsund talsins. Landsvæðið sjálft er hins vegar nokkru stærra að flatarmáli heldur en Bretland. Fyrstu 20 þúsund sjálfboða- liðarnir til göngunnar hefja förina á morgun, en fleiri munu svo bætast i hópinn. í fréttum frá Marokko I gær sagði, að stjórn landsins ætlaði sér að virða að vettugi allar áskoranir, sem berast kynnu frá Sameinuðu þjóðun- um um það að hætta við förina, nema þvi aðeins að spænska stjórnin lofi að láta af hendi hið umdeilda landsvæði. Haft var og eftir áreiðanleg- um heimildum frá Marokko, að stjórn landsins, hefði i hyggju að koma á laggirnar einhvers konar stjórn i Sahara, þegar göngu- mennirnir væru komnir á leiðarenda. Spænska rikisstjórnin kom saman til fundar i gær til þess að ræða niðurstöður þær, sem fengustá fundi öryggisráðsins I gær, en þar var eins og fyrr segir, ákveðið að fresta öllum umræðum um málið, en fréttir af þeim fundi höfðu ekki borizt, þegar blaðið fór í prentun. Þjóðarflokkurinn i Sahara, sem erannar af þeim tveimur flokkum, sem spænska stjórnin hefur leyft i landinu, bað i gær Spánverja um hernaðaraðstoð til þess að vernda svæðið. Spænska stjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun um þessa beiðni flokksins. Nixon gefur einkunn! Reuter/New York. Fregnir frá New York herma að Nixon, fyrr- um Bandarikjaforseti, hafi sagt við Ford, núverandi forseta að nauðsyn bæri til að lækka aðeins rostann í Henry Kissinger, utan- rikisráðherra. Kemur frétt þessi tæpri viku eftir að fregnir bárust af þvi, að Kissinger hefði lýst Nixon, sem óþægilegum, undar- legum og tilgerðarlegum. Mengunar- viðræður Reuter/London. Fulitrúar frá niu Evrópurikjum hófu í gær i London viðræður um ábyrgð oliu- félaga vegna hugsanlegrar mengunar, er stafa kynni frá oliuleitar- og olfuvinnslusvæðun- um i Norðursjó. Smith baðst afsökunar Reuter/Pretoria. Ian Smith, for- sætisráðherra Rhodesiu, bað i gær John Vorster, forsætisráð- herra Suður-Afriku, afsökunar á allri þeirri ringulreið, er ummæli Smith’s i sjónvarpsviðtali i síð- ustu viku, höfðu valdið. Smith fór i gær til Suðu-Afriku samkvæmt kröfu Vorsters til viðræðna um framangreind ummæli Smith’s. Átti viðræður við vestur- þýzka stjórnmálaleiðtoga Reuter/Bonn. George Wallace, rikisstjóri I Alabama, hóf I gær viðræður við leiðtoga þriggja stærstu stjórnmálaflokka i Vestur-Þýzkalandi. Lagði hann 'mikla áherzlu á hina miklu vináttu Vestur-Þjóðverja og Bandarikjamanna í viðræðum sinum. Fyist átti Wallace viðræður við Alfred Kubel, forseta efri deiidar þingsins, en Kubel er úr flokki Sosialdemókrata, flokki Helmut Schmidt, kanslara. Þvi næst átti Wallace viðræður við Hans Dietrich Genscher, utanrikis- ráðherra, formann flokks frjáls- lyndra demokrata. Loks ræddi Wallace við Helmut Kohl, leiðtoga stjórnarandstöðunnar og formann kristilega demókrata- flokksins. í dag heldur Wallace til Vestur- Berlinar, sem er 175 km inn i Austur-Þýzkalandi. Aöur mun hann eiga viðræður við vestur- þýzka viðskiptajöfra. Frá Vestur-Þýzkalandi liggur leið rikisstjórans svo til Frakklands og Skotlands. Er fréttamenn spurðu Wallace um það, hvernig honum likaði i Vestur-Þýzkalandi sagði hann: „íbúar Vestur-Þýzkalands eru vinir ibúa Bandarikjanna og ibúar Bandarikjanna eru vinir i- búa Vestur-Þýzkalands, og ég geri ráð fyrir þvi að rikisstjórnir beggja landanna geri sér ljóst hve NATO gegnir þýðingarmiklu hlutverki til þess að tryggja frið i heiminum.” Kornsalan til Sovétríkjanna: Samningaviðræð- unum er lokið — ekki tilkynnt um niðurstöður viðræðnanna Reuter/Moskvu. Charles Kobin- son, aðstoðarviöskiptaráðherra Bandarikjanna hélt i gærdag frá Moskvu eftir fjögurra daga viðræður viö sovézka leiðtoga uin gerö langtimasamnings um korn- sölu Bandarfkjanna til Sovétrlkj- anna. Við brottförina sagði Kobinson, að yfirlýsing um árangur viðræðnanna yrði gel'in út I Washington „mjög bráðlega” eins og hann orðaði: það. Robinson vildi ekki gefa frétta- mönnum nánari upplýsingar um niðurstöður viðræöna sinna við sovézka leiðtoga, er hann hélt frá Moskvu, en sagðist hafa verið bjartsýnn við komu sina til Moskvu og aö hann væri það enn. Samningaviðræður Banda- rikjamanna og Sovétmanna um komkaupin hafa nú staðið yfir i sex vikur, og á þeim tima hafa bandariskir embættismenn farið 3 ferðir til samningaviðræðna við sovézk stjórnvöld. Kornkaup- um Sovétmanna i Bandarikjun- um hefur verið þannig háttað undanfarin ár, að gerðir hafa ver ið til skamms tima samningar um sölu á miklu magni. Nú stendur hins vegar til að breyta þessu og gera samningana til langs tima. Robinson sagði, að samninga- viðræðurnar hefðu verið erfiðar og flóknar, en kæmu til með að verða mjög þýðingarmiklar fyrir Bandarikin og Sovétrikin. Frétta- skýrendur telja að helzta ágreiningsefnið á viðræðufundun- um hafi verið um oliusölu Sovét- manna til Bandarikjanna, sem koma á sem endurgjald fyrir kornið. Haft var eftir opinberum heimildarmönnum i Washington i gær, að deilur hafi risið milli samninganefnda landanna er bandariska samninganefndin krafðistþess, að olian yrði seld til USA á verði, sem er undir heims- markaðsverði. Aðstoðarviðskiptaráðherra Sovétrikjanna, Vladimir Alkhi- mov sagði hins vegar i viðtali við ___bandariskt timarit, sem birt var i gær, að Rússar ætluðu sér ekki að selja oliuna ódýrt. Orðrétt sagði ráðherrann: „Allir forgangssölusamningar um oliusölu til Bandarikjanna verða að grundvallast á heims- markaðsverðinu á oliu,” sagði ráðherrann i viðtali við banda- riska timaritið. Herstöðvarnar í Tyrkiandi: Bandaríkjamenn vilja að Tyrkir taki afstöðu Reuter/Ankara. öryggisráð Tyrklands sat á sjö klukku- stunda fundi i gær og ræddi Kýpurmálið og möguleikana á þvi að opnaðar verði nokkrar bandariskar herstoðvar i landinu, en bandaríska stjórnin hefur lagt fast að Tyrkjum upp á siðkastið að taka af skarið i báðum þessum málum. Bandarikjaþing aflétti fyrir skömrhu — að hluta — vopna- sölubanninu á Tyrklandi og ætlast- bandariska stjórnin til endurgjalds -af hálfu Tyrkja vegna þeirrar ákvörðunar. 1 yfirlýsingu frá öryggisráðinu sagði, að það væri jákvætt i af- stöðu sinni til þessara mála- leitana bandariskra stjórnvalda og yrðu skoðanir ráðsins lagðar fyrir rikisstjórnarfund, sem haldinn verður seinna i þessum mánuði. Engar frekari upplýsingar var að hafa úr yfir- lýsingu öryggisráðsins. Hin fjögurra flokka sam- steypustjórn Suleymans Demirel, forsætisráðherra, mun ekki veraeinhuga i afstöðu sinni til þess, hvort opna eigi aftur bandarisku herstöðvarnar. Segir i fréttum frá Ankara, að Demirel hafi gefiö bandariskum leiðtogum það i skyn, að leiðtogi þjóðfrelsisflokksins Necmettin Erbakan, standi i vegi fyrir þvi að unnt sé að ná samkomulagi i þessu viðkvæma deilumáli. Talið er, að þjóðfrelsis- flokkurinn hafi hótað þvi að rjúfa stjórnarsamstarfið, verði herstöðvarnar opnaðar aftur. Haft var eftir bandariskum embættismönnum' i gær, að Tyrkir. megi eiga von á þvi að Bandarikjaþing endurskoði af- stöðu sina um það að aflétta vopnasölubanninu, leggi Tyrkir ekki fram ákveðnar tillögur i Kýpurdeilunni og herstöðvar- málinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.