Tíminn - 22.10.1975, Qupperneq 5
MlftviliBéagT 22. oktébcr
TIMINN
5
Einn varaþing-
maður d dag
Á siðasta þingi var kvartað
undan þvi, aðóeðlilega margir
varamenn hefðu tekið sæti á
Alþingi i fjarveru kjörinna
þingmanna. Ekki virðist ætla
að verða nein breyting til
batnaðar i þessum efnum, ef
marka má straum varaþing-
manna i þingsali i byrjun
þingsins nú, en varla liður sá
dagur, að ekki komi inn nýr
varamaður.
tJt af fyrir sig er það ekki
kvörtunarefni, þótt varamenn
séu kallaðir inn, þegar þing-
menn þurfa að sinna
aðkailandi verkefnum innan-
lands eða erlendis, og getaaf
þeim sökum ekki gegnt þing-
störfum. Eða þegar þingmenn
forfaiiast vegna veikinda.
Það er gert ráð fyrir þvi, að i
slikum tiifellum hlaupi vara-
menn i skarðið.
En ekki er grunlaust, að i
sumum tilfellum hafi verift
ástæðulaust að kaila til vara-
menn. Ekki sýnist t.d.
nauðsyniegt að boða vara-
menn, þótt þingmaður sé fjar-
verandi I vikutima vegna
erindagerða erlendis, eins og
iðulega gerist.
Aðstæður geta þó verið mis-
munandi. Ef þingstyrkur
rikisstjórnar byggist á fárra
atkvæða meirihluta, er ekki
nema eðlilegt, að leitað sé til
varamanna. En eins og nú
háttar, þegar stjórnin hefur að
baki sér tvo þriðju hluta
þingmanna, er um allt annað
viðhorf að ræða.
Annars eru stjórnar-
flokkarnir ekki einir I sök. Það
eru ekki sfður þingmenn
stjórnarandstöðunnar sem
kalla til varamenn. Þetta mál
varðar þvi aila flokka
þingsins. Og enn frekar er
ástæða til þess, að þingmenn
athugi sinn gang i þessum efn-
um, þegar það er haft i huga,
að þeir hafa sjálfir boðað að
gæta verði sparnaðar og
aðhaldssemi. Tið þátttaka
varamanna I störfum Aiþingis
eykur útgjaidakostnað
Alþingis, sem er hár fýrir.
Tilraunakennsla í
vélfræði í fyrsta
skipti í vetur
MSig-Reyðarfirði — Barna og
gagnfræðaskóli Reyðarfjarðar
tók til starfa fyrir nokkru. Starf-
ræktur er forskóli og gagnfræða-
deild. Bekkjardeildir eru ellefu.
Fastir kennarar við skólann eru
niu auk skólastjóra. Stundakenn-
arar eru þrir. Nemendur eru alls
171, I vetur. í vetur fer I fyrsta
sinn fram tilraunakennsla i vél-
fræði, skv. leyfi skólarannsóknar-
deildar.
Þrlr efstu bekkir skólans eiga
kostá valgreinum, s.s. bókfærslu,
iðnteikningu, blokkskrift, sjó-
vinnu og handavinnu, auk þeirrar
handavinnu, sem er skyldunáms-
grein við skólann.
Skólahúsið á Reyðarfirði er til-
tölulega nýlegt, en þó nú þegar
allt of litið, og er kennt að hluta i
félagsheimilinu. Brýnt verkefni
skólans á næstunni er söfnun bóka
til skólabókasafns, að sögn skóla-
stjórans, Kristins Þ. Einarsson-
ar.
Tónlistarskóli tók nú i fyrsta
sinn til starfa hér i haust. Er hann
rekinn af Eskifjarðarkaupstað og
Reyðarfjarðarhreppi i samein-
ingu. Kennari er Pavel Smid frá
Prag i Tékkóslóvakiu, sem er há-
skólamenntaður tónlistarkenn-
ari, með pianó- og orgelleik sem
sérgreinar. Unnið er að útvegun
annars kennara, sem annaztgæti
kennslu á blásturshljóðfæri o.fl.
Skráðir nemendur eru 22 hér og
álika margir eða fleiri á Eski-
firði.
Auk tónlistarkennslunnar ann-
ast Pavel stjórn kirkjukórsins og
er organisti i krikjunni.
Samvinna Eskfirðinga og
Reyðfirðinga um þetta mál og
fleiri, er staðirnir eiga sameigin-
leg, hefur gengið mjög vel og er
til fyrirmyndar.
Tálknfirðingar
hefja hesta-
mennsku
SJ-Reykjavik. I haust voru sex
hestar fluttir inn til Tálkna-
fjarðar, en ekki hafa verið hestar
þar í langan tima, jafnvel hátt á
þriðja áratug. Það eru ýmsir
Tálknfirðingar, sem eiga
hestana, og ætla þeir að leggja
stund á hestamennsku i fristund-
um og hugsa gott til að fara I út-
reiðartúra næsta sumar. Nóg er
af gömlum húsum i sveitinni, sem
hægt er að nota fyrir hesthús án
mikilla breytinga.
1975
Alþjóðlegt sueðismót í
Zmal Toumament in
Skáksambcmdíslands
Taflfélag Reykjavikur
SVARTUR DAGUR
FYRIR ÍSLENDINGA
1. umferð:
Friðrik—Parma, 0-1, 25 leikir.
Hamann— Björn 1-0, 28 leikir.
Timman—Ostermeyer, 1-0, 17
leikir.
Hartston—Laine, 1-0, 38 leikir.
Poutiainen—van der Broeck, 1-
0, 28 leikir.
Zwaig—Jansa, 1-0, 40 leikir.
Liberzon—Murray, frestað.
Ribli sat hjá.
Fyrsta umferð svæðamótsins
i skák gat loks hafizt I fyrradag,
20. október, degi siðar en ákveð-
iö hafði verið. Astæðan var sú,
að Liberzon (ísrael) og Murray
(írlandi) komu ekki til landsins
fyrr en á mánudagskvöld.
Murray tafðist vegna þoku, en
ekki er enn vitað um ástæðuna
fyrir seinkun Liberzons.
Svæðamót er fyrsta þrepið I
kerfi alþjóðaskáksambandsins
til að ákveða næsta áskoranda
heimsmeistarans. Svæðamótin
eru mörg um allan heim, og
komast efstu menn þeirra I tvö
millisvæðamót, ásamt nokkrum
stórmeisturum, sem alþjóða-
skáksambandið velur sérstak-
lega. Mótið hér i Reykjavlk
veitir tvö sæti I millisvæðamót.
Efstu menn millisvæðamótanna
komast i áskorendamót, en
sigurvegari þess móts teflir við
heimsmeistarann um titilinn
eftirsóknarverða.
Mikil barátta einkenndi fyrstu
umferðina á mótinu á Hótel
Esju. Ekkert jafntefli og engin
biðskák sýnir, að hart er barizt
þegar I upphafi. Umferðin var
mjög óhagstæð okkur íslending-
um, Friðrik og Björn töpuðu
báðir, en gamalt máltæki segir,
að fall sé fararheill.
Friðrik hafði hvitt gegn júgó-
slavneska stórmeistaranum,
Bruno Parma. Friðrik tefldi
byrjunina mjög hvasst enda á
hann harma að hefna á Parma,
hefur tvisvar tapað fyrir hon-
um, en aldrei unnið. Friðrik
fórnaði peði, en Júgóslavinn
tefldi af öryggi og náði undir-
tökunum. Friðrik lenti I miklu
timahraki og tapaði eftir 25
leiki.
Björn tefldi við Sven
Hammann frá Danmörku.Dan-
inn fékk hættuleg sóknarfæri,
sem Björn réði ekki við I miklu
timahraki. Lauk sákinni með
þvi, að Björn féll á tima i 28. leik
I tapaðri stöðu.
Hollenzki stórmeistarinn, Jan
Timman, átti léttan dag. Peter
Ostermeyer frá V.-Þýzkalandi
vissi greinilega litið hvað hann
var að gera og varð að gefast
upp eftir aðeins 17 leiki. Tauga-
spenna er oft mikil I fyrstu um-
ferð stórmóta og hefur Oster-
meyer sennilega verið óstyrkur.
Belgiumaðurinn, van den
Broeck, lenti i þekktri gildru
gegn Pertti Poutiainen frá
Finnlandi, og átti sér ekki
viðreisnar von eftir það.
William Hartston frá Eng-
landi vann öruggan sigur á
Eugene Laine frá Guernsey.
Norðmaðurinn, Arne Zwaig
vann sigur á V. Jansa, stór-
meistara frá Tékkóslóvakiu.
Byrjunin var frekar róleg, en
Zwaig tókst að skipta upp i
Reykjavík
Reykjavík
Lombardy mótsstjóri setur klukku Friftriks Olafssonar ai staft.
Fyrsta umferft svæftamótsins i Reykjavik er hafin. Timamynd:
Róbert.
I
betra endatafl. I timahraki lék
Tékkinn af sér manni i erfiðri
stöðu, sem hann hafði þó ein-
hverja möguleika á að halda.
Sigur Zwaigs er óvæntur, þvi
Jansa er einn af sterkustu
mönnum mótsins.
Hvitt: FriOrik
Svart: Parma
Drottningarindversk vörn
I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 - -
Friðrik hefur ekki löngun til
að tefla Nimzoindverska vörn,
er Parma þekkir flestum bet-
ur. Sú byrjun hefði komið upp
eftir 3. Rc3 Bb4.
3. - - bG 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6.
cxd5 exd5 7. Bg5 Be7 8. e3 0-0 9.
Hcl Rbd7 10. Bd3 c5 11. Bf5 - -
Tvieggjaður leikur. öruggara
hefði verið að hrókera stutt.
II. - - go 12. Bh3 BaG.
Parma reynir auðvitað koma
i veg fyrir að Friðrik leiki 13. 0-
0.
13. Da4 cxd4.
Auftvitaft ekki 13. - - Dc8 14.
Bxf6 ásamt 15. Bxd7.
14. DxaG - -
Ekki gengur 14. exd4 Bc4 og
kóngur Friðriks er illa settur á
miðju borði. Eftir 14. Rxd4 kem-
ur 14. - - Rc5 ásamt 15. - -Rd3+.
14. - - dxc3 15. b4 - -
Þessi leikur er líkiega aðalor-
sök tapsins. Friðrik nær aldrei
peðinu aftur og fær engin gagn-
færi. Betra virðist 15. Hxc3 Rc5,
16. De2 Rfe4 17. Bxe7 Dxe7 18.
Hc2 og þó aö Friðrik sé á eftir i
liðskipan, er ekki þar með sagt,
aö staðan sé töpuð.
15. - - Re4 16. Bh6 - -
Ekki gengur 16. Bxe7 Dxe7 17.
Db7 Hfd8 18. Rd4 (18. Dxd5 Rdc5
ásamt 19. - - Rd3+) Rd6 19. Da6
Hdc8 og hvitur á úr vöndu að
ráða.
16. - - He8 17. 0-0 Bd6 18. Dd3
Re5 19. Rxe5 - -
Ekki 19. Dxd5? Rxf3+ 20. gxf3
Bxh2+ o.s.frv.
19. - - Bxe5 20. g3 - -
Nú er orðiö ljóst, að Friftrik
stendur mjög höllum fæti. Hann
hefur peði minna og þar að auki
i miklu timahraki.
20. - - Bli8 21. f3 - -
Svarti riddarinn á e4 er ó-
þægilegur.
21. - - Rd2 22. Hf2 Df6 23. f4 - -
Svartur hótaði aö loka Bh6
inni með 23. - - g5. Eftir 23. Dxd5
Had8 24. Dg5 Rxi'3+ vinnur
svartur auðveldlega.
23. - - d4 24. exd4 Dxd4 25.
Hxc3 - -
Hvita staðan er töpuð.
25. - - Re4
og Friðrik gafst upp, þvi hann
tapar miklu liði eftir 26. Dxd4
Bxd4 27. Hc2 Rxf2 28. Hxf2 He2.
Ilvitt: Ilamman
Svart: Björn
Nimzoindversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3
Bb4 4. c3 c5 5. Bd3 d5 6. Rf3 0-0 7.
0-0 dxc4 8. Bxc4 Rc6 9. Bd3 cxd4
10. exd4 Be7 11. a3 b6 12. Be2 Bb7
13. Bg5 g6 14. Hel Rd5 15. Bh6
Rxc3 16. bxc3 He8 17. Dd2 Hc8
18. Rg5 Dc7 19. He3 Hcd8 20. Bdl
Ra5 21. Hh3 Dc6 22. f4 Bf6 23. Df2
Hxd4 24. Rxh7 Bh8 25. Bg5 f5 26.
cxd4 Bxd4 27. Rf6+ Bxf6 28.
Bxf6 og svartur féll á tima.
Hvitt: Zwaig
Svart: Jansa
Vængtafl
1. g3 g6 2. Bg2 Bg7 3. c4 d6 4.
Rc3 Rf6 5. Rf3 0-0 6. 0-0 c6 7. d3
a6 8. Bd2 He8 9. Dcl e5 10. Bh6 b5
11. Bxg7 Kxg7 12. Rd2 Ha7 13. b4
d5 14. a4 dxc4 15. dxc4 d4 16.
Rce4 Rxe4 17. Rxe4 f5 18. Rc5
DbO 19. Da3 a5 20. Hfbl Rd7 21.
Rxd7 Bxd7 22. c5 Da6 23. e3
dxc3 24. Dxe3 axb4 25. Hxb4 Dc8
26. a5 Dc7 27. a6 e4 28. Dc3+ Kg8
29. Bfl Be6 30. Habl Dg7 31.
Dxg7+ Kxg7 32. Hb7+ Hxb7 33.
Hxb7+ KfG 34. Hc7 Bd5 35. Hxh7
Bf7 36. h4 Hb8 37. Be2 Hbl 38.
Kg2 Hl)2 39. a7 Ha2 40. Hxf7+ og
svartur gafst upp.
Bragi Kristjánsson.