Tíminn - 22.10.1975, Side 11

Tíminn - 22.10.1975, Side 11
10 TÍMINN Miövikudacriir 29 nktnhor Miövikiiriniriir 29 aItUKap TtlVITW Starfsiþróttir eru vinsælar. Hver er staða UMFÍ, innan is- lenzkrar iþróttahreyfingar? Þessi spurning hlýtur að vakna nú, þegar á næsta leiti er fjárlagagerð Alþingis, og i beinu framhaldi af þeirri umræðu sem Gunnar Sveinsson, gjaldkeri UMFI, hóf i fyrra eftir hina furðulegu afgreiðslu á fjárveitingum til landshreyfing- anna tveggja UMFI og ÍSÍ, þar sem UMFI fékk 800 þúsund kr. hækkun á móti 6milljónum til ISI. Lengst af sátu þessar lands- hreyfingar við sama borð i fjár- veitingum rlkisins, þar til nú hin slðari ár, að veruleg mismunun hefur átt sér stað i fjárveitingum til þeirra hver svo sem ástæðan er? Af gefnu tilefni virðist það lika vera nauðsyn að rifja upp nokkr- ar ákveðnar staðreyndir i þessu sambandi, þótt ekki væri til ann- ars en að kveða niður visvitandi sögufalsanir um uppruna is- lenzkrar iþróttahreyfingar, og siðast en ekki sizt til þess að gefa alþingismönnum og öðrum opin- berum aðilum upp raunverulega stöðu Ungmennafélags íslands innan Iþróttahreyfingarinnar fyrr og siðar. Landssamböndin tvö Með orðinu iþróttahreyfing er að sjálfsögðu átt við alla þá aðila með einni þjóð, sem að Iþrótta- starfseminni standa, bæði á frjálsum áhugamannagrundvelli, og á vegum opinberra aðila. Sam- kvæmt íþróttalögunum frá 1940 eru það landssamböndin tvö UMFl og ISI, sem spanna að mestu hinn félagslega þátt áhugamannastarfsins, en auk þess hefur iþróttastarfsemi skóla farið mjög vaxandi ár frá ári, og almannaiþróttir ófélagsbundins fólks aukast jafnt og þétt, meðal annars fyrir tilstilli áðurnefndra félagshreyfinga og jákvæða af- stöðu opinberra aðila hérlendis. Upphaf islenzkrar iþrótta- hreyfingar á félagslegum grund- velli hefst með stofnun ung- mennáfélaganna fyrir tæpum 70 árum og fyrsta landssamband fé- lagsbundis iþróttafólks hér á landi er Ungmennafélag Islands stofnað 1907. A öðru sambandsþingi UMFI sem haldið var 1908, var landinu skipt niður i fjórðungssambönd, og þegar stofnuð fjórðungssam- bönd i öllum landsfjórðungum nema Vestfirðingaf jórðungi. Fljótlega var svo rætt um að stofna sýslu-eða héraðssambönd, þar sem fjórðungssamböndin þóttu óeðlilega stór félagssvæði, kostnaðarsöm, og starfsemin öll þung I vöfum. A þriðja sam- bandsþingi UMFI kemur fram sú hugmynd að stofna eitt allsherj- ar-samband um iþróttir, er sér- staklega legði stund á útbreiðslu þeirra. Arið 1912 er svo íþrótta- samband Islands stofnað fyrst og fremst fyrir skelegga baráttu Sigurjóns Péturssonar á Álafossi, sem taldi slikt nauðsynlegt, ef is- lenzkir Iþróttamenn ættu að koma fram erlendis og taka þátt f kapp- mótum þar, og eins og segir i frétt frá þessum tima i Skinfaxa, mál- gagni islenzkra ungmennafélaga, „Máliðhafði lengi verið á döfinni og meðal annars verið eitt af áhugamálum nokkurra ung- mennafélaga”. Þannig greinir sagan okkur frá stofnun islenzkra ungmenna- félaga og annarra áhugamanna á sérsambandi um iþróttir ISl árið 1912. Eitt af fyrstu verkefnum hin nýstofnaða iþróttasambands var svo sem kunnugt er, að undir- búa þátttöku islenzkra iþrótta- manna i Olympiuleikunum i Stokkhólmi það sama ár. UMFí stofnar héraðs- samböndin Fyrir þennan tima höfðu komið fram megnar óánægjuraddir með fjórðungssamböndin, og fyrir sambandsþingið 1911 ræðir þá- verandi formaður UMFt, Helgi Valtýsson f Skinfaxa, um nauðsyn þess, að skipta landinu i sýslu- eða héraðssambönd, og var það siðan gert með lagabreytingu á sambandsþingum UMFÍ 1914 og 15. Það er þvi furðulegt, að ábyrgir starfsmenn innan iþrótta- hreyfingarinnar i dag skuli koma fram fyrir alþjóð I f jölmiðlum og halda þvi fram, að ISl hafi stofnað héraðssambönd islenzkra ungmennafélaga. Það er svona álika fávizkulegt og ef einhver heföi haldið þvi fram að UMFl hefði stofnað iþróttabandalögin innan ISÍ. öðru máli gegnir hins vegar um stofnun ÍSl, eins og áð- ur getur, og sérsambanda þess. Við stofnun sérsambandanna inn- an 1S1 hefur komið til fulltingi héraðs.sambandanna innan UMFI, þvi að ákveðinn fjölda iþróttabandalaga og héraðssam- banda þarf til stofnun sérsam- bands um sérstakar iþróttagrein- ar, samkvæmt lögum ISl. Móðurhreyfing islenzkra iþróttamanna Móðurhreyfing islenzkra iþróttamanna, UMFÍ, og forustu- menn hennar, hafa alltaf álitiö rétt að stofna sérsamband um Iþróttir, og sérsambönd um iþróttagreinar. Það stuðlar að framvindu og eflingu iþróttanna, sem er einn af höfuðþáttum i starfi ungmennafélagshreyfing- arinnar. Forustuhlutverk ISI, eins og það er skilgrein-i íþrótta- lögum, breytir ekki þeirri stað- reynd, að landssambönd is- lenzkra iþróttamanna hafa siðan 1912 verið tvö! UMFÍ og ÍSI og þessi skipan mála fékk svo ótvi- ræða lagalega staðfestingu með íþróttalögunum 1940. Margt bendir hins vegar til þess nú, að landssamböndum iþróttafólks á Islandi geti fjölgað á næstunni, og er þá helzt talað um stofnun sér- staks iþróttasambands skóla og ef til vill fleiri. Hér er ekki um neitt sérislenzkt fyrirbæri áö ræða, þvert á móti er það mjög algengt, að íþróttahreyfingar þjóða samanstandi af talsveröum fjölda iþróttasambanda, sem hvert um sig eru siðan sjálfstæðir Sýningaflokkur á landsmótinu á Laugarvatni. ______________ Starfið er margt Hafsteinn Þorvaldsson, form. U.M.F.Í.: Hver er staða UMFI innan íslenzkrar íþróttahreyfingar t aðilar innan iþróttahreyfingar- innar og njóta fjárhagslegrar fyrirgreiðslu opinberra aðila sem slik, eða i gegnum sameiginlegar fjáröflunarleiðir i hlutfalli við umsvif og starf. lþróttalögin gera ráð fyrir þvi að kosin sé sérstök Iþróttanefnd rikisins, sem sjái um framkvæmd laganna. Form. nefndarinnar er tilnefndur af menntamálaráð- herra án tilnefningar, en lands- samböndin tvö, UMFl og ISI til- nefna svo sinn fulltrúann hvor i nefndina. Rökstuðningur eins nefndar- manna sem sömdu iþróttalaga- frumvarpið 1940, Aðalsteins Sigmundssonar, var á þessa leið: „Eftir mikla og vandlega ihugun komst Iþróttanefndin, sem samdi frumvarpið, að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri og eðlilegast, að þrir menn ættu sæti i íþrótta- nefndinniog þeir væru valdir eins og lögin gera ráð fýrir. Að tveir nefridarmanna standi I beinni lif- andi snertingu við hina frjálsu, félagsbundnu iþróttastarfsemi áhugamanna i landinu, séu kunnugir henni og njóti óvéfengjanlegs trausts hennar. Þautvöfélagasambönd, sem eiga að velja menn i nefndina, hafa að vlsu bæði með höndum Iþrótta- hvatningu, þjálfun og kappleiki, og samvinna þeirra hefur ætið verið hin bezta, þau tæp þrjátiu ár, sem þau hafa starfað samtim- is. En verkum er þannig skipt meö þeim, að hvorugt þeirra get- ur komið fram i þessu efni fyrir hins hönd.... ISI fer einkum með iþróttastarfsemi I kaupstöðum og þéttbýli, og með allsherjarkapp- leiki og heildarstjórn Iþrótta- mála. UMFI hefur aftur á móti meginhluta iþróttastarfseminnar I sveitum og dreifbýli, þar sem öll aðstaða er örðugust. Þriðji neftidarmaðurinn gætir þar hags- muna rikisvaldsins og skólanna”. Þessi skilgreining á ákvæðum Iþróttalaganna um verkaskipt- ingu og stöðu UMFI og 1S1 er i fullu gildi enn þann dag í dag, og tekur af öll tvimæli um sjálfstæði þessara tveggja félagshreyfinga I iþróttastarfinu hér á landi. ÍSI, sem á sinum tima er stofnað sem sérsamband um iþróttir, getur á engan hátt talizt samband is- lenzkra ungmennafélaga, og hefur aldrei verið falið það hlut- verk. Fjölmörg stefnumál Stefnumál ungmennafélaganna eru fjölmörg önnur en iþróttir, svo sem alþjóð er kunnugt. Til þess að fyrirbyggja misskilning skal það þó tekið fram, að ung- mennafélögin eru öll aðilar að ISÍ til þess að öðlastfyllstu réttindi til hvers konar iþróttalegra sam- skipta, fyrst og fremst við erlenda aðila. Á sama hátt er UMFI aðiliað Landvernd með öll sin sambandsfélög vegna land- græðslustarfsins. En hver er þá hlutur UMFÍ inn- an Islenzkrar iþróttahreyfingar, og hvaða mælikvarði er þar óhlutdrægastur? Enn verður stuðzt við Iþróttalögin og þá út- reikninga sem fengizt hafa úr kennsluskýrslum Iþrótta- og ung- mennafélaga á s.l. áratug og þar má glöggt greina vaxandi starf- semi ungmennafélaganna á sviði Iþróttamála, sem meðal annars má rekja til stórbættrar aðstöðu úti á landsbyggðinni og vaxandi félags- og iþróttastarfsemi á vegum UMFl, einstakra héraðs- samnanda og ungmennafélaga. Þessu til viðbótar læt ég nægja að minna á Landsmót UMFI, sem ótviræðan vitnisburð, um árang- ur Islenzkra ungmennafélaga á sviði iþrótta- og félagsstarfs. Hafsteinn Þorvaldsson. íþróttahátiðir, sem allir lands- menn þekkja, ýmist af eigin þátt- töku, eða afspurn. Aðurgreinda stjórnunar- og hlutfallsskiptingu á milli lands- hreyfinganna tveggja, UMFI og ISI má rekja til annarra veiga- mikilla þátta iþróttastarfseminn- ar. Þannig eiga UMFI og ISÍ sinn fulltrúann hvort I stjórn tþrótta- kennaraskóla Islands. Eignarað- ild að íslenzkum getraunum skiptist þannig: ISÍ 70%, UMFl 20% og íþróttasjóður rlkisins 10%. Réttlætiskrafa UMFÍ Þá er ég komin-að kjarna máls- ins, sem sé, hvort ekki sé réttlátt að öörum opinberum fjárveiting- um, og tekjustofnum til frjálsrar Iþróttastarfsemi á vegum UMFI og ISI sé skipt i sömu hlutföllum og úrvinnsla kennsluskýrslna gefur til kynna hverju sinni. I dag er þar fyrst og fremst um að ræða hina svokölluðú sigarettupen- inga, en s.l. 10 ár hefur 1S1 haft fastan tekjustofn af sölu vindlingapakka i landinu á móti Slysavarnafélagi íslands, en pakkagjaldið var sem kunnugt er tvöfaldað við afgreiðslu fjárlaga ársins 1975. — Tekjustofn, sem ætlaður var til styrktar hinu' félagslega, og iþróttalega starfi landsbyggðarinnar, eins og orðað var á sinum tima. Vert er einnig að geta þess, að alþingismenn þess tima stóðu i þeirri góðu trú, að þeir væru að leysa sameigin- lega fjárþörf iþróttahreyfingar- innar með lögfestingu þessa tekjustofns, en siðar kom i ljós, að þessi tekjustofn var eingöngu ætlaður ISI til ráðstöfunar. Réttlætiskrafa hefur það þvi ver- ið alla tið, að skipta þessum tekjustofn til ráðstöfunar milli sambandanna, til dæmis sam- kvæmt útreikningi kennslu- skýrslna hverju sinni. Undirritaður væntir þess, að hæstvirtir alþingismenn geri sér Ijóst við afgreiðslu næstu fjárlaga rikisins, að UMFÍ er og hefur alltaf verið sjálfsagður aðili að iþróttastarfseminni i landinu, og engar fjárveitingar fengið af styrkveitingum til ÍSI, enda yrði það að teljast i' hæsta máta óeðli- leg afgreiðsla, þar sem UMFI er jafnrétthár aðili samkvæmt íþróttalögunum. Þá vænti ég þess að menn kynni sér starfsemi þjónustumiðstöðv- ar (skrifstofu) UMFI i Reykjavik við aðildarfélögin 190 viðs vegar um land, þeir sem ekki þegar hafa kynnzt þeirri starfsemi. Sama má segja um ýmsa veigamikla verkefnaþætti eins og Félagsmálaskóla UMFl, en þess- ar stofnanir báðar þekkir fjöldi landsmanna bæði innan hreyfing- arinnar og utan. Siðast en ekki sizt vænti ég þess að hæstvirtir alþingismenn meti að verðleikum eigin fjáröflun hreyfingarinnar, sem i dag nemur 2/3 hlutum af heildarveltu sambandsins. Frá landsmótinu á Sauðárkróki. Fjöimargir fylgjast með leik og keppni á Landsmótum. Eiöar 1968. Kennslustyrkir íþróttanefndar síðustu 10 órin Skipting milli ungmennafélaga og annara félaga Kennslust. alls Til ungmennaf. Til annarra Umf. önnur 1. 1964 500.000,- kr. 175.000,- kr. 325.000,- kr. 35% 65% 2. 1965 500.000,- kr. 170.000,- kr. 330.000,- kr. 34% 66% 3. 1966 1.000.000,- kr. 432.000,- kr. 568.000,- kr. 43,2% 56,8% 4. 1967 1.000.000,- kr. 328.000,- kr. 672.000,- kr. 32,8% 67,2% 5. 1968 925.000,- kr. 385.200,- kr. 539.800,- kr. 41,6% 58,4% 6. 1969 925.000,- kr. 424.000,- kr. 501.000,- kr. 45,8% 54,2% 7. 1970 925.000,- kr. 406.000,- kr. 519.000,- kr. 42,8% 57,2% 8. 1971 1.800.000,- kr. 812.000,- kr. 988.000,- kr. 45,1% 54,9% 9. 1972 2.000.000,- kr. 730.000,- kr. 1.270.000,- kr. 36,5% 64,5% 10. 1973 3.000.000,- kr. 1.500.000,- kr. 1.500.000,- kr. 50% 50% ATH. Samkv. reglu sem samþykkt var I april 1958 ættu félög eða sambönd I sveitum sem eru bæði i ISl og UMFÍ og fá 75% styrk á keypta kennslu og kemur sá hlutur til UMFÍ félaganna að jöfnu i gegnum ISl og UMFt frá Iþróttanefnd rikisins. t kaupstöðum er hlutfallið 50%. Meðaltal siðustu lOára: Meðaltal siðustu 5ára: Umf. Umf. Kennslustyrkir þessir eru reiknaðir út eftir áriegum kennsluskýrslum frá félögunuin, og er þetta eina raunhæfa matið á þvi hvar og hverjir framkvæma iþróttastarfiö. Þetta hlutfall ætti þvi að gilda í skiptingu allra framlaga rikisins til áðurnefndra félagshreyfinga UMFt og tSt. HBHHHH HHHHfiHnHHHBnHHBHHHHHHHHHHHHHHHHHHHI I^^HHHH^HIHHHHHHÍHHHII^IIHHHHhHHHHHIHHH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.