Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 1
ALGJÖR SAMSTAÐA SJÓMANNA BH—Reykjavík. — Ég fæ ekki betur séö en mótmæli yfirmanna og undirmanna á fiskiskipa- flotanum séu algjör, og fiski- skiptaflotinn sé allur að stöðvast, sagði óskar Vigfússon, sjómaður í Hafnarfirði i viðtali við Timann i gær, en Óskar er einn forsvars- manna samstarfsnefndarinnar, sem hefur með höndum mót- mælaaðgerðir sjómanna gegn fiskverði og sjóðafyrirkomulagi sjávarútvegsins. — Það voru ýmsir, sem biðu átekta fram yfir hádegið i dag, sagði Óskar Vigfússon, en yfir- lýsingin frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins varð til að þjappa mönnum saman, svo að nú er teningunum kastað, og ég held ekki að nokkur skerist úr leik. Hér er að visu um ósamræmdar aðgerðir að ræða, eins og við höf- um marg-tekið fram, og undir hverjum og einum komið, hvaö hann gerir, en ég veit ekki betur, en allur flotinn sé annað hvort kominn til hafnar, eðá af stað ýmist til heimahafnar eða með stefnu á Faxaflóa-svæðið. Ég hafði fregnir af þvi, að þeir sið- ustu hefðu verið að taka upp um tvö-leytið, en þá eiga náttúrlega margir langa siglingu fyrir hönd- um, eða allt að tuttugu-og-fjórum timum. Timinn hafði samband við Landssamband Islenzkra útvegs- manna, og þar varð Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri, fyrir svörum. — Landssambandi islenzkra útvegsmanna hafa ekki borizt neinar tilkynningar um stöðvun fiskiskipa, en viðhöfum heyrt það utan að okkur, að einhver brögð séu að þvi, en það er þá algerlega einstaklingsbundið og ekki i nein- um tengslum við samtök út- gerðarmanna, né samninga þess við sjómenn. Guðmundur Sveinsson frétta- ritari Timans á Isafirði sagði okkur, að I gærmorgun hefðu 27 stærri fiskiskip verið stödd úti á Skutulsfirðinum og urmull linu- báta hefði komið inn á höfnina, og hefðu þeir verið frá ýmsum stöð- um á Vestfjörðum. Þá hefði veríð glampandi sólskin og logn á firð- inum og 10 stiga hiti, og menn haft við orð, að sjómennirnir væru bara að sólbaka sig. Meöal fiskiskipanna úti á firði voru togararnir frá Akureyri, Siglu- firði og Sauðárkróki. Hafði allur flotinn horfið af vettvangi upp úr hádegi. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafði boðað brottför togarans Júni i gær, en ekkert varð af þvi, að togarinn léti úr höfn. Þá var mikið um að vera I Reykjavikurhöfn i gær, en fyrstu bátarnir komu á niunda timanum i gærmorgun til hafnar, þeytandi flautur sinar með miklum gný. Gekk svo fram eftir degi, að bátar og skip voru að koma inn, binda landfestar og koma sér fyrir i höfninni. 1 yfirlýsingu Verðlagsráðs sjávarútvegsins er tekið fram, að verðákvörðunin sé óuppsegjanleg af hálfu seljenda og kaupenda og verði ekki breytt nema með lög- um frá Alþingi, sem annað hvort þýði breytingu á lögum um Verð- lagsráð eða Alþingi ákveði sjálft nýtt fiskverð fyrir umrætt verð- tímabil. Þá er og bent á það, að allt þetta ár hafi fiskverö byggzt á innistæðum i Verðjöfnunarsjóði. Við lok siðasta verðtimabils hafi innistæðan verið til þurrðar geng- in. Fiskverð fyrir þetta verðtima rikissjóður ábyrgist greiðslugetu byggist þvi algerlega á þvi, að Rikissjóður ábyrgist greiðslugetu Verðjöfnunarsjóðs til áramóta. Megi af framansögðu ljóst vera, að það sé á misskilningi byggt, að endurupptaka fiskverðsákvörð- unar sé til afgreiðslu i Verðlags- ráði sjávarútvegsins. Þá hefur og borizt frétta- tilkynning frá Sjávarútvegsráðu- neytinu, þar sem segir, að „frá siðastliðnum áramótum hækkaði almennt fiskverð um 14.5%, frá fyrsta júni s.l. um 11.5% og frá 1. október s.l. um 4.5%, sem þýðir I raun samtals 33.5% hækkun. Er þetta meiri hækkun en hefur átt sér stað á almennum kauptöxtum i landinu á sama timabili. Til þess að gera siðustu fisk- verðshækkun kleifa ábyrgist rikissjóður greiðslugetu Verð- jöfnunarsjóðs að þvi marki að fiskverð hækki til jafns við al- mennar launahækkanir 1. október s.l. Ef áframhald yrði á slíkri ábyrgð, mundi hún nema a.m.k. um 2 milljörðum króna á árs- grundvelli miðað við núverandi verðlag og gengi. Vegna framkominnar kröfu sjómanna um endurskoðun sjóða- kerfis sjávarútvegsins, vill ráðu- neytið upplýsa, að I þeirri nefnd, er að þeirri endurskoðun starfar sitja 6 fulltrúar sjómanna viðs- vegar að af landinu og ber nefnd- inni samkvæmt erindisbréfi sinu að skila áliti fyrir 1. desember n.k., og mun ráðuneytið fylgja þvi fast eftir að svo verði." I gærdag barst stuðningsyfir- lýsing frá skipverjum á 36 skipum, sem verið hafa á veiðum fyrir Vesturlandi, og eru þau skip nú á leið til sinnar heimahafnar. Af þessum 36 skipum eru 21 tog- arar. Síðustu fréttir: Ólafur Vigfússon hjá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar sagði i samtali við Timann i gær- kvöldi, að hann hefði fregnað að skip á Austfjarðamiðum væru nú að taka inn sin veiðarfæri og stefna til hafnar, — en eins og Við spörum 25 millj. í gjaldeyri með heyköggla- framleiðslu, en gætum sparað 247 milljónir ef næg aðstaða væri til Gsal-Reykjavik — Aætlaður sparnaður i erlendum gjaldeyri vegna minnkaðra fóðurbætis- kaupa, væri aðstaða hér á landi til að framleiða 50 þús. tonn af hey- kögglum, er um 247 millj. kr. miðað við verðlag ársins 1974. Af- kastageta grænfóðursverksmiðja á islandi er hins vegar i dag að- eins um liooo t onn, og talið er að sú framleiðsla spari sem næst 25 millj. kr. I gjaldeyri. Þessara upplýsinga aflaði Tim- inn sér hjá landbúnaðarráðuneyt- inu f gær, en jafnt og þétt er unnið að framleiðsluaukningu á hey- kögglum hérlendis. Arleg notkun fóðurbætis hér er um 60 þús. tonn, og talið er að unnt sé að nota heyköggla 75% i stað fóðurbætis, sem þyðir, að hérlendis þyrfti að framleiða um 50 þús. tonn af heykögglum, — en afkastageta verksmiðjanna er nú um 6000 tonn, eins og áður sagði. Verð á kögglum hefur verið litillega hærra en á kjarnfóðri, t.d. kostaði kg. af kjarnfóðri sem næst kr. 30.00 árið 1974 en af kögglum kr. 35.00. 1 sumar hefur tólg og lýsi verið bætt i köggla, sem framleiddir eru I Gunnarsholti og eykur það - fóðurgildi kögglanna. Með fleiri iblöndunarefnum, svo sem fiski- mjöli, er ekki talið óraunhæft, að graskögglar geti fyllilega komið I stað innflutts kjarnfóðurs. greint hefur verið frá, hefur litið frétzt af aðgerðum austfirzkra sjómanna i þessu máli. Bátar i Reykjavlkurhöfn I gær. Timamynd: Guðjón. Úrhristivél fyrir reknet Gsal—Reykjavlk. — Það er búið að vera draumur okkar I mörg ár, að framleiða vél, em gæti hrist sildina úr reknetunum, enda er það mjög þreytandi starf að hrista slldina úr netunum með handafli, sagði Guð- bjartur Einarsson, forstjóri Véltaks h.f. I samtali við Tlmann I gær, en fyrirtækið hefur nú sent frá sér svonefnda úrhristivél fyrir reknet, og I gærkvöldi var lokið við að koma fyrstu vélinni fyrir I Sigurvoninni frá Stykkishólmi. Fyritækið er tilbúið með aðra vél, og er áformað að hún verði send til Hornaf jarðar I dag og verði sett niður I Akureyna. — Við teljum, að með tilkomu vélarinnar geti orðið nánast 'gjör- bylting I sambandi viö þessar veiðar, sagði Guðbjartur. — 1 fyrsta lagi gerir vélin fleiri bátum kleift að stunda þessar veiðar, þar eð bátarnir geta f jölgað netum allt að 50% sem leiðir af sér aukið aflamagn, — og miða ég þá við sama tima meö gömlu aöferðinni. Ennfremur má leiða likur að þvi, að auðveldara verði að fá mannskap i bátana, sem stunda þessar veiðar, þvi það þykir mjög lýjandi starf að hrista sildina úr net- unum. Guöbjartur gat þess, að með þvi að vélvæða þennan veiðiskap meira en nú er, skapaðist jafnframt rheira tóm fyrir sjómenn til að huga að betri nýtingu aflans, t.d. að kassa s'ldina og bæta fráganginn. Úrhristivél fyrir reknet er teiknuð og unnin af forráðamönnum Vél- taks i samráði við tæknifræðing sem starfar á vegum fyrirtækisins. Vélin er framleidd i vélaverkastæði Véltaks, Dugguvogi 21, Reykjavik. Guðbjartur kvað svipaðar vélar hafa verið framleiddar i Færeyjum, en að öðru leyti kvaðst hann ekki vita um sams konar vélar á Ve'stur- löndum. Hann sagði, að þessi vél væri hins vegar töluvert frábrugðin færeysku vélunum. Guðbjartur kvað reknetasjómenn hafa tekið vélinni mjjBg vel, og ráð- gert væri að smiða um 10 slikar vélar i vetur. Myndina hér fyrir neðan tók Guðjón er lirhristivélin var settum borð i Sigurvon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.