Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 23. október 1975. Þúsundir náms- manna á fundinum á Austurvelli gébé Rvik — Mótmælafundur námsmunna á Austurvelli á mið- vikudag var mjög fjölmennur, eða þrjú til fjögur þúsund manns. Það voru tiu skólar, sem að fundinum stóðu. Söfnuðust nemendur við skólana og gengu siöan fylktu liði niður á Austur- völl, þar sem nokkrar ræöur voru fiuttar, og svo kveöjur og stuön- ingsyfirlýsingar frá ýmsum aöil- um, námsmönnum erlendis, al- þýðusamböndum, BSRB og einn- ig frá stjórn norska stúdentasam- bandsins. Eftir fundinn var for- sætisráðherra, Geir Hallgrims- syni, afhent harðort mótmæla- bréf, vegna kjárask'erðingar námsiána, og tók hann á móti bréfinu i dyrum aiþingishússins. Fundarstjóri á fundinum var Sigurður Tómasson, háskóla- nemi, en ræður fluttu Gestur Guð- mundsson, formaöur Stúdenta- ráðs, Kristinn Hrólfsson, fyrir hönd iðnnemasambandsins, Finnur Birgisson, fulltrúi náms- manna erlendis (SINE) og Ásgeir Magnússon, formaður nemenda- ráðs tækniskólans. Hlutu ræðu- menn góðar viðtökur og var vel fagnað, og þá ekki siöur þeim mörgu stuðningsyfirlýsingum sem fundinum bárust Að sögn formanns Stúdenta- ráðs, er næsta skrefið að koma út dreifibréfi á vinnustaði og af- henda það einnig á götum úti, til að kynna ástandið i lánamálum námsmanna til hlítar. Þá verður reynt að ná fundi ráðherra, strax og þeir gefa sér tima til aö ræða við námsmennina, sem að likind- um veröur þó ekki fyrr en i næstu viku. Á fyrrgreindum fundi var einn- ig samþykkt einróma, að lýsa yfir fullum stuðningi við baráttu sjó- manna fyrir bættum kjörum. Segir i yfirlýsingunni: Sameigin- leg barátta okkar gegn f jandsam- legu rikisvaldi hlýtur að skipa okkur i sameiginlega fylkingu. Við mótmælum þvi að láglauna- fólki i landinu sé ætlað að axla kreppu auðvaldsins. Almennur vilji virðist vera meðal námsmanna að halda bar- áttunni áfram um leiðréttingu yfirvalda á fjármagni til Lána- sjóðs isl. námsmanna, og segjast þeir halda áfram þar til sigur hafi unnizt. Námsmenn i Osló settust að i sendiráðinu i gærmorgun, og hef- ur veriö fylgst með aðgerðum þeirra af áhuga af þarlendum fréttamönnum. Ekki ollu þeir neinu ónæði i sendiráðinu, en þeir vilja með þessu lýsa yfir stuðn- ingi sinum við aðgerðir hér heima fyrir. í Kaupmannahöfn voru einnig mótmæli við Isl. sendiráð- ið. Vilhjáimur Hjálmarsson hlýddi með athygii á ræðu formanns stú- dentaráðs og klappaöi honum iof i lófa að henni lokinni. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra tók á móti mótmæiaskjali nem enda i anddyri alþingishússins. Timamyndir: Róbert Á fjöldafundi námsmanna á Austurvelli, kom sjúkrabifreiö allt I einu æðandi með sirenuvæli. Ung stúlka hafði fengið aðsvif og slasast þegar hún féll. Timamynd: Róbert !l 11 *% l| IÍQ Fundurinn var mjög fjöl- mennur eins og sjá má og höfðu námsmenn uppi áletraða boröa og spjöid með kröfum sínum. Timamynd: G.E. Settir fræðslustjórar á Norðurlandi Menntamálaráðuneytið hefur eystra, báða um eins árs skeið frá sett Svein Kjartansson, skóla- 1. nóvember nk. að telja. stjóra, fræðslustjóra i Norður- landsumdæmi vestra, og Valgarð Fræðslustjóri Norðurlands- Haraldsson, námsstjóra, fræöslu- umdæmis eystra hefur aðsetur á stjóra i Norðurlandsumdæmi Akureyri, en hinn á Blönduósi. Tryggingafélög græða milljónir króna ó Reykjavík ór hvert — tillaga Kristjáns Benediktssonar um uppsögn allra trygginga borgarinnar nema skyldutrygginga rædd í borgarstjórn BH-Reykjavik. — „Borgarstjórn samþykkir að segja upp frá 1. janúar n.k. öllum tryggingum, öðrum en skyldutryggingum, sem nú eru i gildi hjá borginni og stofnunum hennar. Þau tjón, sem verða kunna á þeim munum, sem falla úr trygg- ingu, verði greidd af rekstrar- eða framkvæmdafé borgarinnar eða viðkomandi stofnunar. Þá samþykkir borgarstjórn, aö hagsýslustjóri, I samvinnu við borgarendurskoðanda, kanni og skili um það áliti til borgarráðs, hvort ástæða sé tii i einstökum til- vikum, að borgin og stofnanir hennar kaupi sérstakar trygging- ar. Verði um slikt að ræða, sam- þykkir borgarstjórn, að þær tryggingar verði ávallt boðnar út á frjálsum markaði.” Þannig hljóðar tillaga, sem Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins bar fram á siðasta borgarstjórn- arfundi, er verið var að ræða fyr- irspurnir frá honum, svohljóð- andi: „Hvernig er frjálsum trygging- um (ekki lögbundnum) háttað hjá Reykjavikurborg? a. Hver er heildarfjárhæð hins tryggða? b. Hvað námu iðgjaldagreiðslur hárri upphæö á s.l. ári og hvernig skiptust þær milli tryggingarfélaga? c. Hvað námu tjónagreiöslur hárri upphæð á s.l. ári og hvernig skiptast þær á trygg- ingafélög? d. Hverju nema heildariðgjalda- greiðslur Reykjavikurborgar vegna þessara trygginga s.l. 10 ár, reiknuð i núverandi verð- gildi peninga, og hverjar hafa tjónagreiðslur verið á sama tima?” Varð borgarstjóri, Birgir fsleif- ur Gunnarsson, fyrir svörum, en Kristján Benediktsson taldi svör- in ekki að öllu leyti fullnægjandi og bar þvi tillögu sina fram, en i ræðu sinni benti hann á megin- atriði þessa máls, sem hann kvaö búið að vera á umræðu og at- hugunarstigi i 3 ár, og á meðan greiddi borgin milljónir til trygg- ingafélaganna. Fyrir lægju tvær skýrslur hagsýslustjóra, frá árunum 1973 og 1974, þar sem segir meðal annars, að ljóst sé, aö engin samræmd stefna sé I frjáls- um tryggingum hjá Reykjavikur- borg. Tryggt sé hjá fimm trygg- ingasölum, og sé viöa litið sam- band milli tryggingafjárhæðar og núvirðis, yfirleitt of lágt tryggt. Þá séu viða verömæti, sem alls ekki séu tryggö. Hið tryggða sé mjög dreift um borgina, og rekstrarleg stærð Reykjavfkur- borgar mikil, sem geri henni áhættuminna að taka eigin áhættu i stað þess aö tryggja. Loks segir i skýrslu hagsýslu- stjóra: „Hagsýsluskrifstofan leggur tií, að borgarráð staðfesti það sama meginsjónarmið og rikiö og fram kemur i reglum um kaup rikisins á vátryggingum, aö Reykjavikurborg og stofnanir hennar skuli ekki kaupa frjálsar Frh. á bls. 15 ’ KONANENN ÓFUNDIN Gsal-Reykjavik — Leitin aö gömlu konunni, sem hvarf frá EHiheimilinu Skjaldarvik á Akur- eyri I fyrrinótt, hefur enn engan árangur borið. 1 gærdag var leit- að á mjög stóru svæöi, allt frá Hörgá til Akureyrar og ennfrem- ur var leitaö upp til fjalla og froskmenn leituðu í sjó. Sporhundar, sem fengnir voru frá Hafnarfirði, tóku þátt I leitinni I gær og fóru þeir þrivegis niður að sjó, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Konan, sem leitað er að, heitir Sigurbjörg Hjörleifsdóttir og er hún 78 ára að aldri. Leit hefst i býtið á morgun. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 19,3 milljarða fyrstu níu mánuði þessa árs BH-Reykjavik. — Vöruskipta- jöfnuðurinn varð óhagstæður um 2.771,3 millj. króna I septembcrinánuði. Ut var flutt fyrir 2.864.7 millj. kr. en inn fyrir 2.771,3 milljónir króna i 5.635 millj. Vöruskiptajöfnuður- inn fyrstu 9 mán. ársins er óhag- stæður um alls 19.265.1 millj. króna. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu niu mánuði síðast liðins árs var alls óhagstæður um 10.955,3 inillj. kr. Af útflutningnum má nefna, að ál og álmelmi var flutt út i sept- ember fyrir 386 millj., eða alls 9 fyrstu mánuði ársins fyrir 2.885 6 millj. Fyrstu niu mánuði sl. árs nam þessi útflutningur 3.887.4 millj. Til septemberloka þessa árs nam innflutningur til islenzka álfélagsins alls kr. 10.107.7 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.