Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 23. október 1975. TÍMINN llmurinn kemur úr bolnum Nú er óþarfi aö setja á sig ilm- vatn. Bandariskir framleiðend- ur hafa komið með boli á markaðinn, sem eru meö marg- vislegum ilmtegundum. Þaö er hægt að fá ávaxtailm, allt frá sitrónu (sjá mynd) til of- þroskaðs banana. Fyrir þá, sem hafa dálæti á pizzu eru til bolir með þess konar ilmi. Það má þvo flikina fimm sinnum, áöur en hin örsmáu lyktarkorn eyð- ast. Ný halastjarna fundin Visindamenn við stjarneðlis- fræðirannsóknastöðina á Krim hafa fundið nýja halastjörnu á milli stjörnumerkjanna ljóns- ins og krabbans. Er halastjarn- an i 450 millj km fjarlægð frá jöröu i belti smástirna. Visinda- mennirnir segja að á grundvelli þeirra upplýsinga, sem rann- sóknastöðin hefur aflað, megi á- kvarða efnasamsetning hala- stjörnunnar og braut hennar umhverfis sólu. Rannsóknastöðin gerir vis- indamönnum kleift að svara mörgum spurningum 1 sam- bandi við uppruna plánetanna I sólkerfinu. Ursula Andress stigur upp úr vatninu á ný. Það gerði hún áður, I fyrstu James Bond myndinni, Dr. No. Nú vætir hún sig fyrir næstum 25 milljónir I myndinni „Astarævintýri Scaramouche”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.