Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. október 1975. TÍMINN jffll II tl „Maður sagði manni, að maður hefði sagt sér..." Nýlega birtist frétt í Mbi. þess efnis, að Hannes Jónsson, ambassador tslands I Sovét- rikjunum, hafi sagt á blaða- mannafundi i Moskvu, ,,að is- lendingar neyðist e.t.v. aö skipta um bandamenn, ef Atlantshafsbandalagslöndin og önnur vestræn ríki sjái ekki til þess, að 200 milna fiskveiði- lögsaga islands verði virt.” i framhaldi af þvi leitaði Mbl. til utanríkisráðherra og spurði, hvort sendiherrar hefðu heimild tii að gefa svona yfirlýsingar, og er greinilegt, að blaðið hefur tekið heimild- armenn sfna trúanlega, en frétt um þetta efni birtist i dönskum blöðum eftir frönsku fréttastofunni i Moskvu. Vegna þessarar „fréttar” óskaði Hannes eftir leiðrétt- ingu i Mbl., þar sem hann segir m.a.: „Aö gefnu tilefni skal eftirfarandi tekiö fram: 1. Undirrit- aður efndi til fréttamanna- fundar I sendiráðinu i Moskvu i tilefni útfærslu fiskveiöilög- sögunnar 15. október si. Efni fundarins var kynning á land- helgismálinu, en ekki öryggis- mál. Farið var yfir fréttatil- kynningu utanrikisráðuneyt- isins um málið og henni dreift á rússnesku og ensku. Sfðan voru spurningar og svör um málið. 2. A fundinum voru fulltrúar helztu fjölmiöla Sovétrfkjanna og nokkrir fréttamenn frá Vesturlöndum og Asiu. Frönskum fréttamönnum var boðið, en þeir boöuöu forföll og mættu ekki vegna anna í sam- bandi við heimsókn Frakk- landsforseta I Sovétrikjunum. 3. Eftir að fram höfðu komið á fundinum svör við spurning- um um afstöðu Sovétrikjanna og vestrænna rikja til út- færslnanna 1952, 1958 og 1972 spurði einn fréttamanna hvort landhelgismálið væri ekki lffs- hagsmunamál tslendinga. Þvi var svarað játandi. Spurði hann þá hvort ekki kæmi til greina, að tsland skipti um bandamenn úr þvf að i hópi Atlantshafsbandalagsrikj- anna væru þau ríki, sem alltaf hefðu staðið gegn þessu lifs- hagsmunamáli tslendinga en innan Varsjárbandalagsins riki, sem heföu virt lifshags- muni tslands. Þessu svaraði undirritaður, að þetta hefði aldrei verið á dagskrá, en hins vegar færi það ekki framhjá islendingum, aö það fælist viss mótsögn I þvi að andstaða við Iffshagsmuni tslendinga kæmi frá bandamönnum okk- ar i NATO en skilningur og oft jafnvel beinn stuðningur frá rikjum Varsjárbandalagsins. — Að öðru leytl komu banda- lögin og öryggísmál ekki til umræðu á fundinum. Ljóst er af framansögöu, að undirritaður gaf hvorki yfir- lýsingu um „breytta stefnu til NATO” né „aö tslendingar neyðíst ef tfl vill til áð skipta um bandamenn....” — Hins vegar hefur frásögnin af fréttamannafundinum I Moskvu brenglazt meira en litiö i meðför fréttamanna og undirrituðum gert upp að hafa gefið yfirlýsingu I anda spurn- ingar framangreinds frétta- manns. Þennan fréttabandvef má leysa upp I eftirfarandi formúlu: „Maður sagði manni.... (Morgunblaðið), aö maður heföi sagt sér.. (ótilgreind dönsk blöð), að annar hefði sagt sér.... franskir frétta- menn), aö maður heföi sagt.. (sendiherra tslands i Moskvu).” Hversu ábyggileg getur fréttamennska byggö á slíkri formúlu verið? Er það ekki aðalsmerki góðrar fréttamennsku að leita sannleiksgildis ósennilegra keðjufréttafrásagna af þessu tagi fyrir birtingu, með þvi að bera þær beint undir þann, sem borinn er fyrir þeim?” —a.þ. -JTNS 1._____( SUHL5 1975 Álþjóölegt sweöismót í Reylgavík Zornl Toumament in Reykjavik Skaksambandlskmds Taflfélag Reykjavikur Fyrsta stórmeistarajafnteflið 2. umferð: Jansa — Timman, 1/2—1/2, 24 leikir. . Laine — Hamann, 1/2—1/2, 44 leikir. Van den Broeck — Hartston 0—1, 24 leikir. Parma — Zwaig, 1/2—1/2, 27 leikir. , Björn — Friðrik, 0—1, 31 leikur. Ostermeyer — Liberzon, bið- skák. Ribli 7 Poutiainen, biðskák. Eftir mikla baráttu i 1. um- ferð kom fyrsta stórmeistara- jafnteflið. Jansa virtist fá hag- stæða stööu gegn Timman I byrjun, en fann ekkert framhald og jafntefli var samiö eftir 24 leiki. Van den Broeck gaf Hartston kost á að tefla byrjun, sem sá siðarnefndi hefur fjallað um i bók. Englendingurinn þakkaöi fyrir sig meö vel tefldri skák. Hamann komst að raun um, aö betra er að vanda sig, þótt andstæðingurinn sé ekki álitinn sterkur. Daninn fór um- hugsunarlaust út í flækjur, sem leiddu til endatafls með mislit- um biskupum. Jafntefli var samið eftir 44 leiki. Parma stóö allan timann bet- , ur gegn Zwaig, en sá siðar- nefndi varöist af mikilli hörku. Eftir 27 leiki sömdu þeir jafn- tefli, þvi þá áttu þeir aðeins eftir 1 minútu hvort til að ljúka þeim 13 leikjum, sem eftir voru. Friðrik tefldi byrjunina mjög hvasst gegn Birni. Staöan varð snemma mjög erfiö og vand- tefld, og Friðrik náði undirtök- unum. Báðir lentu i miklu tima- hráki, og vann Friðrik skákina á sókn. Ostermeyer og Liberzon tefldu þæfingsskák. Undir lokin vann Þjóðverjinn peö og hefur vinningslikur i biðstöðunni. Liberzon » » C 4 • I g h Ostermeyer Hvitur lék biðleik. Ribli stóð allan timann, örlitið betur gegn Poutiainen, en vafa- samt er, að það hefði dugað, ef ekki hefði komiö til timahrak Finnans. Isiöasta leiknum fyrir bið veikti Poutiainen stöðu sina mjög. í biöstöðunni hefur hann mann yfir, en tapar honum aft- ur og virðist eiga tapað tafl. Poutiainen. Ribli Hvitur lék biðleik. Hvitt: Björn. Svart: Friörik. Sikileyjar vörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6. Paulsen-afbrigðið, sem verið hefur mjög vinsælt undanfarið. 5. Rc3 - - Aðrar leiöir eru 5. Bd3 og 5. c4. 5. - - b5 6. Bd3 Bb7 7. 0-0 b4 8. 5 Kaupitf stnw-og LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 í annarri umferð svæðismótsins leiddu íslendingarnir saman hesta sina, þeir Björn Þorsteinsson og Friðrik Ólafsson. Viður- eigninni Iauk með sigri Friðriks. Rbl - - Það virðist óeðlilegt að leika riddaranum upp i borð, en B jörn ætlar honum ef til vill staö á c4 eða b3. 8. - - Dc7 9. c3 - - Einungis timatap. Betra er 9. c4. 9. - - Rf6 10. Hel Rc6 11. Rxc6 Bxc6 12. e5 Rd5 13. c4 Re7 14. Bf4 Gefur Friðriki kost á að leika 14. - - f5. Betra virðist vera 14. b3 ásamt Bb2, Rd2 - e4. 14. - - f5 15. Rd2 - - Framhaldið sýnir ljóslega, aö hvitur verður i vandræðum með að finna virka áætlun. Þess vegna er sennilega betra að leika 15. exf6 e.p. Dxf4 16. fxe7 Bxe7 17. Dh5+ Df7 18. Dh3 Bc5 19. He2 o.s.frv. 15. - - Rg6 16. Bg3 Be7 17. f4 - - Keppendur voru hér báðir komnir I mikla timaþröng. Björn er i vandræðum, þvi Bg3 stendur mjög illa. 17. - - 0-0 18. De2 Kh8 19. De3 Bb7 20. Bf2 d6 21. Rf3 - - Hvitur á ekki betri leik, þvi eftir 21. exd6 peðin á f4 og g2, þvi g3 gengur ekki vegna - - Dc6. 21. - - Bxf3 22. gxf3 Dc6 23. Hadl h6 24. Be2 dxe5 25. fxe5 Had8 26. f4 - - Birni yfirsést hótun Friöriks, en staöan er orðin mjög erfið og timinn litill. 26. - - Rh4 27. Dg3 g5 28. Dh3 gxf4 29. Bxh4 Hg8+ 30. Bg3 - - Eða 30. Kf2 Bc5+ 31. Kfl Hgl mát. 30. - - Bc5 + og hvitur gafst upp, þvi hann verður mát eftir 31. Kfl Dhl. Hvftt: van dcn Broeck. Svart: Hartston. Ben-Dni. 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3 d6 5. e4 Be7 6. Bd3 0-0 7. h3 Rbd7 8. Rf3 a6 9. g4 Re8 10. a4 g6 11. Bh6 Rg7 12. Dc2 Rf6 13. Re2 Bd7 14. 0-0 Kh8 15. Rg3 Rg8 16. Bxg7+ Kxg7 17. Kh2 Bg5 18. Rxg5Dxg519.a5Rf6 20. Hael h5 21. f3 hxg4 22. hxg4 Hh8+ 23. Kgl Hh3 24. Dg2 Íni4 og hvitur gafst upp. Bragi Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.