Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 23. október 1975. Ingólfur Davíðsson: FÝKUR HAUST- LITAÐ LAUF Laufin falla, litir dofna, ljúf- ust blóm á hausti sofna — bónd- inn inni byrgir kú. Horfinn fugl til hlýrri landa, hungurs leysir þungan vanda. Vetrardimman nálgast nú. I Reykjavik fjúka laufin um göturnar í miðjum október og leggjast i dyngjur þar sem skýlt er. Laufbúningur bjarkarinnar var þegar orðinn brúnflekkótt- ur, klæði viðisins gulnuð, en mörg reynitré skörtuðu rauðu. Lágur, eldrauður runni vekur sérstaka eftirtekt. Það er gljámispillinn, sem fær þennan óvenjufagra haustlit. Laufin falla sem óðast af viðjunni og fleiri viðitegundum. En til eru viðitegundir, sem standa al- grænar langt fram á haust, einkum gljáviöir og Vest- ur-bæjarviðir. Gljáviðirinn ber grængljá- andi, breið blöð. Hann laufgast seint á vorin, er einkar fagur i limgerði, en einnig sem stór runni, algrænn alveg niður að jörð. Til eru allstór gljáviðitré meö gildum stofni, t.d. hrislan i gamla kirkjugarðinum i Aðal- stræti, rétt hjá viðkomustað strætisvagna. Margar gljáviði hrislur i borginni eru út af henni komnar. Liklega hefur Schier- beck landlæknir gróðursett þetta tré fyrir aldamót — og lika stóra silfurreyninn skammt frá. Lús og maðkur sækja litið i gljáviði, og er það mikill kostur. Oft kelur yztu greinarenda á vetrum, en á vorin hylja nýir, laufgaðir sprotar brátt visnu stúfana. Það er seigt I gljáviðin- um, og greinar hans þola mikla sveigju. Oðruvisi er þvi fariö með Vesturbæjarviðinn. Hætt er við að greinar rifni af honum i hvassviðrum. En hann er fallegur og vex mjög ört. Verður fljótt hávaxinn og stór um sig. Laufin eru löng. Hann laufgast mun fyrr en gljáviðir, en heldur þó laufinu lengi. Vesturbæjar- viðir ber stundum mikið af lag- legum reklum, en það gerir t.d. viðjan lika. Þriðja tegundin, brekkuviðir, er einnig græn alllengi frameft- ir hausti. Hann er þéttvaxinn, laglegur runni, mikið notaður I limgerði I seinni tið. Alaskaviðir.öðru nafni silfur- vlðir, er sérstaklega fallegur i golu. Blöð hans eru silfurgrá, að neöan, og það kemur i ljós, þeg- ar vindur hreyfir þau, og þá sindrar fagurlega á hrislurnar. Hafa margir tekið eftir þvi, t.d. á Miklatúni i Reykjavik. Brekkuviðirinn mun vera bastarður gráviðis og gulviðis. Allar fjórar íslenzku viðitegundirnar geta myndað bastarða sin á milli — og eru þeir allfjölbreyttir að stærð og öllu útliti. Ræktaðar viðitegund- ir eru lika sumar hverjar bastarðar. Ef þið finnið álitlega viðihrislu, er ráð að fjölga henni með græðlingum (greinarstúf) á vorin. Þá ganga allir eigin- leikar hennar örugglega að erfðum. Fræsáning er miklu óvissari. Litið á garðana, enn má sjá ýmis litbrigði haustsins og sum blóm skarta ennþá. Sumar rósir eru með blóm i miðjum október. Þið munuð hafa gaman af að sjá, hvað lengst endist fram á haustiö — og hvað þið óskið að rækta i ykkar görðum. Fjöldi haustlauka hefur verið á markaðinum, einkum alls konar tegundir og afbrigði túlipana. Enn fremur páskaliljur, nvita- sunnuliljur, perluliljur, stjörnu- liljur, dvergliljur, vetrargosi, vorboöi o.fl. En vepjuliljan gleymdist. Hún er þó bæði harð- gerð og sérkennilega falleg, blómin stór, brúndoppótt eða hvit, hvilandi á grönnum stinn- um stönglum. Munið eftir vepjuliljunni næst. Gott er að leggja greinar, lauf o.fl. sem létt skýli ofan á lauka- beöin. Þá helzt hitinn jafnari i moldinni en ella. Mokið mold með rósun- um. Ef þið setjið búfjáráburð kringum tré og runna, þá munið að rætur ná álika langt út i moldina og greinarná ofanjarð- ar. Það eru einmitt yztu rótar- greinarnar, sem einkum ná i næringu úr moldinni. Það er þvi ekki nóg að bera áburðinn .á bara inn við stofninn. Sumir eru nú að refta yfir eða gera grindahús utanum ungar grenihrislur, svo að þær skemmist siður að vetrinum. Barrtrjám, einkum ungum, er hætt viðsólbruna, þegar sól skin á þau á vorin, meðan jörð er enn frosin, svo að þær ná ekki i vatn. Er einstökum hrislum hættast, ef þær eru berskjaldaðar. I lundi eða skógi er hættan minni, þvi að þar njóta trén hæfilegs skugga. Ég minntistáðan á blómlauk- ana. Þeir blómgast mis- snemma, bæði eftir tegundum, og einnig eftir þvi, hvar þeir erui garðinum. Laukar uppi við hús á móti sól blómgast vitan- lega fyrst. Það er gaman að fá blómin snemma, en þeim er hættara við vorkuldaskemmd- um heldur en hinum,sem seinna bera blóm, t.d. fjær húsinu, eða i nokkrum skugga. Athugið þetta. Harögerðastir og fyrstir i blóma á vorin eru vetrargosar, vorboðar og stjörnuliljur. Einnig dvergliljur (Crocus). Og þessar tegundir koma i blóma ár eftir ár. Liður að vetri. „Hausta tók og hrimga jörð, huldu mekkir fjallaskörð”, kvað Matthias I Grettisljóðum. Gróðurinn býr sig undir vetur, sauðfé er fyrir löngu komið heim á ræktaða jörð viðasthvar. Þær rata heim að fjárhúsunum sinum ærnar (Sjá mynd). Laufið er orðið mislitt, en lika götótt af nagi skógarmaðka og rifið af veðri og vindum. Sniglar leita i laufdyngjurnar og naga, svepp- ir og bakteriur flýta fyrir rotnun og moldarmyndun. Þannig er gangur lifsins. Flestir hafa séð brúnleita bletti ryðsveppa á jurtablöðum og trjálaufi. A gulvlði sjást stundum kolsvart- ir, oft upphleyptir blettir, sem „tjörusveppur” veldur. En ýmsar efnabreytingar valda haustlitum i laufi. Berjalyng roðnar fágurlega á haustin, en sjáist rautt lyng á miðju sumri, er venjulega sveppaskemmdum um að kenna. WEISSAUER KENNIR GRAFÍK Á NÁMSKEIÐI í MYNDLISTARSKÓLANUM Opnar einnig sýningu á verkum sínum í Reykjavík Hinn kunni þýzki list- málari og Islandsvin- ur, Rudolf Weissauer, er nýkominn hingað til lands, en hann hefur fallizt á að kenna við Myndlista- og handiða- skólann. Mun hann kenna þar grafik og frjálsa teikningu um eins mánaðar skeið. Rudolf er einkum kunnur fyrir grafiskar myndir, kopar- stungur, en koparstungur hans er að finna i mörgum þekktum söfnum. Námskeiðið við skólann er ætlað fyrir nemendur hans, en auk þess munu margir starf- andi myndlistarmenn hafa hug á að notfæra sér kennslu hans. Áður hafði komiö til tals, að Rudolf Weissauer héldi grafískt námskeið við skólann, en af þvi hefur ekki orðið fyrr en nú. I stuttu samtaii við blaðið sagði málarinn, að Bragi Ás- geirsson listmálari hefði orðað þetta fyrst við hann, vegna skól- ans, og hefði hann kynnt sér að- stæður þar. Kvað hann Myndlistarskólann vera mjög vel búinn tækjum til grafikgerð- ar, og gæfi tækjabúnaðurinn ekkert eftir öðrum listaskólum, t.d. listaakademiunni I Miinchen, en húsnæði væri af skornum skammti. — Einar Há- konarson listmálari rekur þessa deild og er mjög alhliða og vel menntaður f grafik, sagði Weissauer. Námskeiðið hefst 27. október og stendur I einn mánuð. Sýnir grafik meðan á dvölinni stendur Meðan á dvölinni stendur, mun Rudolf Weissauer halda sýningu á verkum sinum I vinnustofu Guðmundar Arna- sonar að Bergstaðastræti 15 i Reykjavik. Sýnir hann þar eink- um grafik, og enn fremur fáein- ar vatnslitamyndir. Myndirnar eru frá Islandi, og eru sumar i einkaeign hér á landi, en aðrar verða til sölu. Að lokum kvaðst málarinn mega til með að lýsa ánægju sinni yfir að vera kominn til Is- lands eftir alla hitana, sem herjuði Evrópu I sumar. Loftið væri hreint og kraftmikið, og það væri þess virði að koma hingað langan veg, bara til að anda. JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.