Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Við háskans dyr Horfttil horfinnar kreppu Sil kynslóð, sem nú er roskin orðin, lif ði i bernsku sinni og æsku kreppuna miklu, þegar hagspek- ingar og spásagnarmenn i fjár- ra^hm-.- og viðskiptamálum flHW^5s urðu sér svo rækilega til wmmar, að allirkastalar þeirra ri'iun^u eins og spilaborg yfir þi&ðirnar likt og hendi væri veif- ao^fu'gmilljónir manna gengu at- vinnulausar árum saman, drag- andi fram lifið á náðarbrauði og bónbjörgum, og eigandi lögreglu- sveitir yfir höfði sér, þegar upp úr sauð. Flestar stoðir þess heims, sem var, svignuðu eða brotnuðu, og svo öfugsnúið var mannlegt samfélag, að samtimis þvi, að óseljanlegar birgðir matvæla og annarra lifsþarfa voru brenndar, þá svalt aragrúi fólks heilu og hálfu hungri og gekk berum kjúk- um um torg og stræti stórborg- anna. Oddvitar þjóðanna voru þess vanmegnugir að finna leið út úr þessum myrkviði öfugsnúinna mannlifshátta, og i köldum skugga kreppunnar dafnaði fas- ismi og nazismi, nærðir af kvöl þeirra, sem ekki áttu málungi matar, og ótta hinna, sem nægð höfðu, en skelfdust umbrotin i djúpi þjóðfélagsins. Skilgetin afkvæmi þessa ástands voru þeir Hitler og Franco, og bein afleiðing af valdatöku þess konar kumpána var heimsstyrjöldin siðari, er endaskipti hafði á flestu og rak smiðshöggið á þá kollvörpun margra hugmynda og lifsvið- horfa, er áður voru þyngst á met- um. Vonir, sem brugðust Hitler og Miíssólini og þeirra bandamenn lutu i lægra haldi, og likt og eftir heimsstyrjöldina fyrri voru nærðar 1 brjóstum fólks þær vonir, að upp úr styrjaldar- rústunum risi betri heimur. En þegar i öndverðu léku um þessar vonir eldglæringar kjarnorku- sprengjunnar, sem splundraði Hlrósjima og Nagasakí og sveið allt kvikt og dautt, er vitistungur hennar náðu til. Og i stað frið- sælla yfirbótartíma hélt kalda striðið innreið sina með væring- um, togstreitu, hatursáróðri, her- væðingu og viðbjóðslegum styrjöldum i löndum þjóða, sem urðu bitbein að ósekju, Um skeið var þvi likast sem veröldinni hefði verið varpað aftur i þær ald- ir, þegar galdrabrennurnar voru ákafast iðkaðar, og menn sáu púka og djöfla gægjast úr hverju skoti og hverri fellingu á klæðum fólks. Andrúmsloftið á árunum i kringum 1950 var pestnæmt, og andlegur faraldur herjaði þjóðirnar. Hryllilegasti ávöxtur þessarar formyrkvunar manns- hugans var striðið i Indó-Kina, sem treint var um tugi ára með allri þeirri grimmd, er mest verð- ur upp hugsuð. Hagvöxtur, sem ekki þýddi hamingjuvöxt Liðnir áratugir hafa verið undarlegir timar. Hinn opinberi boðskapur hefur annars vegar verið lofsöngur og fyrirheit um frelsi, mannréttindi og mann- helgi, og ákvörðunarréttur þjóða og einstaklinga mikils metinn i orði kveðnu. Og þetta frjálsa fólk átti ekki að standa á neinum hor- leggjum. Stöðugur hagvöxtur, sem skyldi vera þess bakhjarl, átti að gera lifið bjartra og full- komnara og þægilegra, og allt átti þetta að vera ávöxtur frjálsra umsvifa, sem höfðu i sér fólgið það eðli eða lögmál, er öllu stýrði til farsældar — með yfirstjórn og handleiðslu þó i miklum fjár- uiii lain iðstöðvum. Þessu tvennu til framdráttar, Viðskiptahallinn 19,3 milljaröar á niu mánuðum, og fiskiskipin sigld heim af miðunum. frelsinu og hagvextinum, voru settar á laggirnar voldugar maskinur, sem möluðu og möluðu nótt og nýtan dag. En þvi miður hefur afrakstur þessara kvarna ekki allur verið af þeim gæða- flokki, sem trúboðið vildi vera láta. Vissulega hefur orðið stórmikill „hagvöxtur" i þeim löndum, þar sem tækni var eða hefur komizt á hátt stig. Og það stóð heima: Lengi vel jókst þessi hagvöxtur ár frá ári. Velferðarþjóðfélögin blómguðust og buðu þegnum sin- um mikil fjárráð og allt það öryggi, sem veitt verður með peningum —. að minnsta kosti þorra þeirra. En i kaupbæti kom sivaxandi mengun, sem mönnum hefur allt fram á þennan dag verið ofvaxið að hamla gegn, svo að duga megi. I annan stað uppgötvuðu visinda- menn og hugsuðir þá ógnvekjandi staðreynd, að hagvöxturinn og öll þau veraldargæði, sem hann lagði fólki i hendur, var ránskapur á kostnað framtiðarinnar. Það var verið að tæma innstæðurnar i banka jarðarinnar i þágu örfárra kynslóða með þá framtiðarsýn, að fólk á tuttugustu og fyrstu öld .stæði uppi, rúið þvi, sem er fótur- inn undir þeim mannfélögum, er verið hafa i myndun: Orku og málmum. í þriðja lagi hefur kom- ið á daginn, að hagvöxturinn hef- ur ekki fært þjóðunum aukna lí'fs- hamingju með tækni sinni, stór- framleiðslu og peningaaustri. í fjórða lagi hafa þær mörgu og fjölmennu þjóðir heims, sem ekki voru svo i stakk búnar, að þær gætu tekið þátt i þessu kapphlaupi & skeiðvelli hagvaxtarins, dregizt aftur Ur, jafnvel enn frekar en áð- ur, og hungur herjað fleiri en nokkru sinni fyrr. Viðbrögðin við vonbrigðunum og uggnum Afleiðingar hafa ekki látið á sér standa: Vond samvizka, lifsleiði og beygur, bæði við mengun og vltisvélar á. borð við hel- sprenjurnar, hafa sett sitt mark á fjölda fólks. Þetta hefur birzt i margvislegum myndum: Upp- reisnarhug ungu kynslóðarinnar, eiturlyfjaneyzlu, átrúnaði á alls konar furður, svo að aftur verður að nefna miðaldir, þegar deilt var og þjarkað um svö hjákátlega hluti I nafni trúar, að engu tali tekur. Þetta er flótti vonsvikins fólks — leit þess að nýju haldreipi — og leiðir fólk stundum á skyn- samlegar brautir, en dregur aðra út I ófæru. Og nú er kominn afturkippur i hagvöxtinn. Einhvers staðar hafa eitteða tvö tannhjól maskínunnar brugðiztóforvarandis, og skritnir apakettir með poka, sem I mun vera skritið mjöl og ekki gott, eins og Mogens Glistrup I Dan- mörku, eru teknir að fiska i gruggugu vatni. Og fiska bara vel, svo furðulegt sem það er meðal raunsærrar og menntaðrar þjóðar. Ömurleg þversögn Frelsið, sem átti að bjarga, vernda og efla hefur lika orðið hart úti. Inn i þann félagsskap, sem átti að vera þvi til halds og trausts i vondum heimi, voru ekki aðeins teknir þeir, sem virtu frelsi eða voru lfklegir til þess, heldur einnig þeir, sem fótum- tröðu það öðrum fremur. Og meira en það: Hvað eftir annað hefur það gerzt, þegar rofað hafði til eða likur voru á að rofaði til i formyrkvunarlöndum, að annar- leg hönd hefur kippt i hulda þræði og slökkt ljósglætuna. Við minn- umst Guatemala, Grikklands, Chile. Hér kann einhver að staldra við og nefna Ungverjaland og Tékkó- slóvaklu I huga sér. Og hví ekki þaö? En hér er bara verið að tala um hið vestræna svæði sem við tilheyrum og drögum dám af, enda er illgresið, sem vex i eigin garði nærtækara en það, er ann- ars staðar vex. Og þá er komið að virðingunni fyrir manninum og mannréttind- unum, frjálsri skoðanamyndun, réttinum til þess að álykta og tala eins og hugur býður. I þriðja sinn hljótum við að nefna miðaldir — og einmitt það, sem skuggalegast var. Við lifum sem sé I heimi, þar sem aragrúi fólks gistir fangelsi vegna þess, að það hugsar ekki eins og valdhöfunum þóknast, og annað enn verra: Svivirðilegustu og hroðalegustu pyndingar eru daglegt brauð, einn þáttur ein- hvers, sem liklega er kallað „réttarfar", likt og á galdra- brennuöld, þegar mestu varðaði að sigra heimatilbúinn andskot- ann og ára hans, og öllu varð til þess að kosta I drottins nafni, hversu andstyggilegt sem það var. Menn vita að sjálfsögðu ekki, hvað leynist I leyndarskjalasöfn- um ríkja, nema slysni leiði til uppljóstrunar. En maður vill helzt ekki trúa þvi, að það hafi verið titt 1 löndum og meðal þjóða, sem átt hafa að heita sið- menntaðar, að lögð hafi á ráð i opinberum stofnunum um aðra eins hluti og nú er bert orðið, i framhaldi af Vatnsgáttarmáli Nixons, að CIA hafði á prjónun- um: Morð á þjóðhöfðingjum og ýmiskonar leiðtogum i öðrum löndum og heimamönnum, sem voru óþægir ljáir I þúfu. Svona fóru samvizkulausir stjórnmála- refir að á miðöldum, en af þvi all- ar kynslóðir halda, að sin öld sé ögninni skárri en hinar fyrri, eða vilja að hún sé, þá hefur liklega sumum að minnsta kosti hnykkt við. Af þvi lika þetta er ekki uppá- koma meðal einhverra yfirlýstra og ódulbúinna einræðisherra, sem skipa fyrir um það i fullri dagsbirtu, hvernig hver og einn skal sitja og standa, heldur tiðindi úr innsta hring þess vigis, sem segist reist til framdráttar frelsi og réttlæti. Vonbrigðin i hinum vestræna heimi hljóta að vera að sinu leyti áþekk þeim tilfinningum, sem yfirlýsingar nýs þjóðarleiðtoga i Sovétríkjunum um hætti Stalins hér á árunum, vöktu i Aust- ur-Evrópu. Ofbeldið i þjónustu gróðabrallanna Stríð veldur hatri og heift, og hatrið myrkvar hugann og blind- ar manneskjuna, hversu fagur- lega sem tunga hennar talar. Kalda striðið var þó nokkuð heitt, og það fæddi af sér öfugsnúið hugarfar. Þótt mjög hafi verið talað um frið, hefur ofbeldið verið iðkað og dýrkað, og sú ofbeldis- dýrkun hefur ekki aðeins tekið til þess, sem unnt var að tengja yfir- drottnun og stjórnarfari, heldur hefur hún ekki sfður verið tekin i þjónustu gróðakapphlaupsins. I kvikmyndaiðjuverum er keppzt við að festa á filmur sem mest af óhugnaði, hrottaskap, viðbjóði og andstyggð, og slðan er þessum varningi dreift um allar jarðir til þess að græða á honum, þótt það kosti þá, sem meðtaka, auk peninganna, hugarfarsmeng- un og röskun alls skynsamlegs og sómasamlegs mats á stöðu mannsins i samfélaginu og veröldinni. Að sama skapi spýta prentvélarnar I sifellu úr sér les- máli, sem er á lægra stigi og ógeöslegra á alla lund en nokkurt lesmál hefur verið siðan ærðir klerkar sátu við að telja djöfla og semja helvitislýsingar fyrir mörgum öldum. Og þetta. gerist i okkar hluta heims, þessum góba, frjálsa hluta, sem vill frið og manngæzku og allt gott, að því er segir íhátiðlegum ræðum og yfir- lýsingum — ekki hjá hinum and- skotunum. Nú og hér Nú kann einhverjum að þykja þetta texti, sem varla heyri til þessum sunnudegi, þegar allt stendur á öndinni á þessum land- skika okkar með verðbólgu sinni, fjármálaupplausn, viðskiptahalla og uppáföllnum og aðsteðjandi verkföllum við fiskveiðar, nám, embættisverk og stjórnsýslu. Og þar á ofan óvissu um framvind- una f því máli, sem mestu varðar framtið okkar, landhelgismálinu. Svo þarf þó ekki endilega að vera. Kenningin um hinn stöðuga og sifellda hagvöxt hefur reynzt okkur fallvölt, þótt til atvinnu- leysis hafi ekki komið eins og i fjölmörgum öðrum löndum vest- rænum, þar sem það er víðast 7-10%. Það er aldrei utan garna að reyna að átta sig á framvindu og samhengi sögunnar — án þess mikillætis sagt, að það hafi hér i þessum orðum verið settur upp neinn áttaviti, sem gagn sé að. En til er nokkuð, sem heitir sýking hugarfarsins. Enginn er eyland, hefur'verið sagt. Til er llka, að ástand sé svipað á mörg- um stöðum samtlmis og hætt við, að það kalli fram viðlika við- brögð. Kannski er þetta hvort tveggja mannllfslögmál, sem ekki verður spyrnt gegn. En ein- hvern veginn finnst mér meira manndómsbragð að þvi, að hugsa sér manninn einhvers ráðandi um sjálfan sig og örlög sin. Og þar er raunar komin kveikjan að þess- um hugleiðingum. Nú eru umbrot mikil með þjóð- inni, og ekki aðeins þau, sem á yfirborðinusjástogá allra vörum eru. Þau eru einnig leynd í hugum einstaklinganna. En eitt gildir um þessi umbrot, hvort sem þau fara leynt eða ljóst: Menn verða að leitast við að hafa stjórn á þvi, að þau leiði til viðbragða eða verknaðar, sem dregur á eftirsér langan hala ófarnaðar. Ég er ekki af kyni Njáls, heldur Egils, sem var svartur og ljótur, og átti sér ungur þá hugsjón að höggva mann og annan. Samt hygg ég nú flest þannig undir komið i þjóð- félaginu, að annað verkefni sé brýnna fyrir okkur en brytja hvern annan I spað. Fæstir munu láta að sér hvarfla, að harðar sviptingar verði umflúnar, og það á fleiri sviðum en einu, en þær sviptingar má að minnsta kostí ekki þreyta af þvl ofurkappi, sem skilur eftir sig rústir. Menn kunna að vera vonsviknir, reiðir og sár- ir. En það væri ekki raunabót að neinu þvi, er gerði það ástand, sem illt er, enn verra. Og ein- hvers staðar úti við sjóndeildar- hringinn kynni að leynast ský handa Islenzkurh Glistrup að svifa á, ef jarðvegurinn er nógu lengi urinn til vaxtar þess konar fyrirbæri. Skyldu margir vænta þess, að sinn fifill frikkaði við ráðs- mennsku þess konar ör- væntingarafbrigða i mannfélag- inu? Fjárhagserfiðleikar, sem koma utan frá, hafa lostið okkur, auk þess sem við eigum sjálf sök á, vonbrigði og sárindi af heims- sógulegum toga hafa ekki farið fram hjá garði okkar, hvort sem við gerum okkur það ljóst eða ekki, og mengun hugarfarsins hefur unnið sin spellvirki'meðal okkar eins og daglegar fréttir sýna og sanna. An alls efa hefðum viö getað verið miklu betur á verði gegn henni. Og allt á þetta sinn þátt i þvi, hvernig við hugs- um og hegðum okkur. En hvað sem öllu sliku liður, verðum við að leggja það á minn- iö, einnig I hita harðra deilna, að við erum öll ein þjóð, og stöndum og f öllum saman. Þar er einn fyr- ir alla, og allir fyrir einn. Eftir á að hyggja: Hafa menn heyrt þess getið, hvernig komið er fyrir New York-borg? — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.