Tíminn - 26.10.1975, Side 28

Tíminn - 26.10.1975, Side 28
28 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Árni Benediktsson: Borgarleikhús SíÓast liðiö vor skrifaði ég greinarstúf i Morgunblaðið um fyrirhugaða byggingu borgar- leikhúss. Ég þóttist hafa ástæðu til þess að ætla að fleiri en mér væri eftirsjá að þvi gamla og góða menningarsetri Iðnó. Svo virðist þó ekki vera, flestum virðist vera nákvæmlega sama, hvoru megin hryggjar það liggur. Ég þóttist einnig hafa allgild rök fyrir þvi, að borgarleikhús yrði ekki leik- listarlifi I höfuðborginni til framdráttar, þvert á móti gæti þaö orðið til skaða. Látum það vera þó að rök min hafi ekki verið nógu sannfærandi. Hins vegar er það furðulegt, að ekki skuli vera gerð könnun á hugsanlegum áhrifum slikrar framkvæmdar á menningarum- hverfið, áður en framkvæmdir eru endanlega afráðnar. Það hlýtur að vera skýlaus krafa, að slík könnun verði látin fara fram. Berlln hefur að undanförnu verið talin mesta leikhúsborg I heimi. Það er þó ekki alls kostar rétt. Tvöfalt fleiri Reykvlkingar geta sótt leikhús i einu en Berllnarbúar. Islendingar eru fámenn þjóð og verða að neita sér um margt. Við skulum sleppa veraldlegum gæðum eins og nothæfum þjóðvegum, en ræða þess I stað um menningar- leg gæði. Við höfum ekki haft efni á að halda uppi hæfilegum flutningi söngverka, okkar mörgu og ágætu söngvarar hafa átt fárra kosta völ hér heima, ekki ballett, rithöfundar okkar búa við skarðan hlut, og tíma- spursmál getur verið þangað til bókaútgáfa verður fyrir alvar- legum hnekki, framgang lista- hátíðar hefur ekki verið unnt að tryggja I tæka tið, og þó er lista- hátið eitt hið merkasta, sem fram hefur komið I menningar- lifi Reykjavikur um langt skeið. Kvikmyndalist er i algjörri niðurlægingu af fjárskorti. Fyrir höggmyndalist mætti svo sannarlega gera meira. Og þannig mætti lengi telja, verk- efnin blasa alls staðar við. Það hefur ekki verið mögulegt að veita leikstarfsemi úti á landsbyggðinni nægan stuðning og skortir þar mjög á. En i Reykjavlk, þar sem fleiri leikhússæti eru að tiltölu en alls staðar annars staðar I veröld- inni, þar sem fleiri starfa nú þegar við leikhús að tiltölu en annars staðar þekkist, þar sem fleiri leikverk eru sýnd árlega en að flestir komist yfir að sjá, né hafi áhuga á að sjá, þar, einmitt þar á að bæta við. Þar, á þvl eina sviði islenzkrar menningar, þar sem að fullu hefur verið séð fyrir þörfum, þar á að bæta við. Það á að bera I bakkafullan lækinn. Það verður að lita svo á, að Reykvlkingar hafi ekki áhyggj- ur af því að taka á sig rekstrar- kostnað borgarleikhúss. Það hefur að visu aldrei komið fram, að rekstrarhalli hússins, sem greiddur verði úr borgar- sjóði, muni nema 150 milljónum króna á ári á núgildandi verð- lagi, eða um 9 þúsund krónur á hverja fimm manna fjölskyldu, enda hefur enginn um það spurt. Leikfélag Reykjavíkur og borgarstjórn hafa af slóttug- heitum slegið á frest að gera rekstrarsamning, til þess að losna undan þvi að nefna tölur. Engu að sfður liggur það alveg ljóst fyrir, að rekstrarhalli leikhússins hlýtur að verða greiddur úr borgarsjóði, það-er engum öðrum til að dreifa. Hins vegar hefur verið bókað I borgarstjórn að bygging leikhússins verði ekki til þess að draga úr öðrum framkvæmd- um. Það á væntanlega við um rekstrarkostnaðinn líka, annars væri bókunin hrein blekking. Þvl mun kostnaðurinn við borgarleikhúsið verða viðbót við þá skatta, sem fyrir eru, ein- hvers staðar nálægt 7 þúsund krónum á ári á hverja fimm manna fjölskyldu. Það verður að llta svo á, að Reykvikingar hafi samþykkt þessa skatt- heimtu, þeir hafa nú i sumar haft tækifæri til þess að mótmæla henni. Það hafa þeir ekki gert, og að sjálfsögðu eru mótmæli eftirá markleysa. Það er gleðilegt, að Reykvíkingar skuli fúsir til þess að taka á sig aukna skattbyrði vegna menningarmála, en vissulega má nota það fé betur en til byggingar borgarleikhúss. Þjóðleikhúsið er að miklum meirihluta sótt af Reykvlking- um og fólki úr næstu byggðar- lögum. Ef Reykjavíkurborg er þess albúin að sjá borginni fyrir fullnægjandi leiklistarstarfi, eins og virðist vera, er ástæðu- laust annað en rfkið dragi sig I hlé á þeim vettvangi. Það er ekki hlutverk rikisvaldsins að standa að ofgnótt á neinu sviði, enda um næg önnur verkefni að ræða, verkefni sem kalla á auk- ið fjármagn. Rlkið ætti þvi að afhenda Reykjavikurborg Þjóðleikhúsið til rekstrar. Það fjármagn, sem rikinu sparaðist á þennan hátt, ætti að nota til eflingar leiklistar úti á lands- byggðinni. Jafnframt þvi gæti rikið lagt nokkurt fé til kvik- myndagerðar árlega og stuðlað að þvl að hér rlsi upp visir að óperu. Hugsanlega gæti rikið einnig hugað að fleiri menningarverkefnum, sem fram að þessu hafa verið sár- lega vanrækt. Vaka eða víma o o „Brýnna aðgerða er Hvers þarf? Alþýðublaðið hefur nýlega birt greinaflokk um „málefni ofdrykkjumanna strætisins.” Honum lauk 15. okt. með grein, sem var kölluð: „Brýnna aðgerða er þörf.” Höfundur telur stórskömm að þvl, hvernig ástatt er. Honum þykir skilningur almennings mjög takmarkaður. Vanrækt sé að hafa strangt eftirlit og aðhald með mönnunum, þegar þeir koma úr meöferð. Flestir geti þeir hins vegar með góðu að- haldi snúið baki við áfengis- neyzlunni, hafið störf og orðið á- byrgir þjóðfélagsþegnar. Þvi þurfi almenningur að taka höndum saman gegn þessu vandamáli og krefjast skjótra aðgeröa. Höfundur tekur það fram, að þetta sé ekki skrifað til að finna „einhverjar stórsnjallar úr- lausnir,” heldur til að „upplýsa og sýna fram á neyðina.” Mér skilst, að hann ætlist til þess að almenningur vakni nú til að krefjast, og þá á væntanlega að krefjast aðgerðanna af þjóðfé- laginu. Hvað er þjóðfélagið? Það ert þú og ég og allir hinir. En hér er ekki talað um að við eigum að krefjast neins af okkur sjálfum. Hvað þurfa þessir nauðstöddu menn? Þeir þurfa fyrst og fremst áfengislaust umhverfi. Þeir þurfa umhverfi eins og fylgir bindindissemi og bindindismönnum. Það er hverju orði sannara, að skiln- ingur almennings á þvl virðist vera næsta takmarkaður. Þvi er likast sem menn ráfi I vimu, en haldi ekki vöku sinni. Alþýðublaðið ýkir ekki neyðina. Vlst er skjótra aðgerða þörf. En hafa menn trú á þvi, að reynt sé að koma upp bannlandi með drykkfelldri þjóð handa þessu fólki? Það yrði einskonar þurrkvl — áfengislaus vand- ræðam annanýlenda. Er ekki reynandi að skilja samhengi atvikanna? Er ekki tímabært að athuga um þátt okkar sjálfra I þvi þjóðfélags- ástandi, sem veldur þessum dapurlegu örlögum? Er nú ekki rétt að gera kröfur til sjálfra sín — mannsæmandi kröfur, eins og stundum er sagt? Eða sæmir það mönnum að mynda siðspill- andi þjóðfélag? Viljir þú verða til góðs i þessum efnum, þá gengur þú til liðs við þá, sem hafa umhverfi sitt áfengislaust. H.Kr. Lögregluþjónsstaða Laus er til umsóknar staða eins lögreglu- þjóns i lögregluliði Kópavogskaupstaðar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. nóv. 1975. Nánari uppiýsingar gefur yfirlögreglu- þjónn. 4 . . SKIPAUTGCRB RIKISINS AA.s. Esja fer frá Reykjavlk föstudag- inn 31. þ.m. austur um land I hringferð. Vörumóttaka: Mánudag, þriðjudag og mið- vikudag til Austfjarðahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. Hluti af blómstursaumuðum samfellubekk. Samfelluna saumaði Guðrún Skúladóttir fógeta Magnússonar. Frá lokum 18. aldar. Marglitt ullarband: dökkbiátt, uilarklæði, Þjms. Húsfreyjan nýkomln út — Einnig ný handbók um mataræði og saumakver með íslenzkum útsaumsgerðum SJ-Reykjavik. Nýlega kom út þriðja tölublað Húsfreyjunnar á þessu ári, en útgefandi ritsins er Kvenfélagasamband Islands. t ritinu segir Sigriður Thorlacius formaður Kvenfélagasam- bandsins frá jafnréttisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I Mexikó i sumar. Þar eru einnig kaflar úr erindi Evu Kolstad á hátíðarfundi kvennaársins I Reykjavik 14. júní, sem hún nefndi Sameinuðu þjóðirnar — kvenréttindi — kvennaár. Anna Snorradóttir hefur ritað grein I blaðið, sem á erindi á þessum árstima — Börnin okkar ogskólarnir— Þegar skóli hefst. Bjarni Bjarnason læknir skrifar um reykingar og hættuna af þeim. Birtar eru myndir og sagt frá handavinnusýningu afskekktra svæða á Norðurlöndum, sem haldin var hér I sumar og siðan hefur verið I Grænlandi og fór Sigriður Haraldsdóttir með henni þangað. Fimm brauð og tveir fiskar nefnist grein Vigdisar Jóns- dóttur um matarvenjur rikra þjóða eða sóunarlanda eins og hún nefnir þær til aðgreiningar frá þróunarlöndum. Manneldisþáttur Kristjönu Steingrímsdóttur er að þessu sinni um kartöflur og fylgja hon- um margaruppskriftir af góðum kartöfluréttum. Þá er heimilisþáttur og ýmislegt fleira efni er i blaðinu. Nýlega kom út á vegum Kven- félagasambandsins bæklingur um nútíma mataræði, en áður hafa verið gefnar út ýmsar hand- bækur i formi smárita, sem koma sér vel á hverju heimili. 1 næstsíðasta hefti Hús- freyjunnar, sem kom út i sumar, birtist saumakver, sem . Elsa E. Guðjónsson hefur tekið saman. Þar eru sýndar og skýrðar is- lenzkar útsaumsgerðir, en svo sem Elsa segir í formála hafa is- lenzku útsaumsgerðirnar mjög orðið að þoka fyrir tizkusporum nútlmans, þótt áhugi sé nú tals- verður á islenzkum mynstrum. Sigriður Thorlacíus ritar um kvennaráðstefnuna I Mexikó i nýjasta hefti Húsfreyjunnar. Zókalotorg I Mexikóborg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.