Tíminn - 26.10.1975, Síða 39

Tíminn - 26.10.1975, Síða 39
Sunnudagur 26, október 1975 Trésmíðafélag Reykjavíkur: FULLYRÐINGAR UM KAUP TRÉSMIÐA ORÐUM AUKNAR Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi athugasemd frá trésmiðafé- lagi Reykjavikur: „t þætti sjónvarpsins „Kast- ljós” s.l. fötudag þar sem rætt var um ákvæðisvinnu, var m.a. full- yrt að trésmiðir i tilteknu verki hefðu haft kr. 3.000.- á timann fyr- ir tveimur árum og að það jafn- gilti um kr. 6.000,- á verðlagi dagsins i dag. Við eftirgrennslan hefur komið i ljós að það verk, sem vitnað var i, var uppsláttur i sökklum undir einbýlishús við- lagasjóðs við Keilufell i Breið- holti. SJ-Reykjavik. Þegar Kristur kemur.... Þannig hljóðar yfir- skrift æskulvðsviku K.F.U.M og K„ sem hefst sunnudaginn 26. október. Þar verður fjallað um meginatriði kristinnar trúar. Bent er á að Jesús eigi erindi til nútimamanna. Meðal þeirra sem koma fram á samkomum vikunnar, sem eru öll kvöld þessarar viku, eru skóla- presturinn Jón D. Hróbjartsson og sr. Guðmundur Oli Ólafsson auk hóps ungs fólks, m.a. guðfræðinemar Mikið verður um söng á samkomunum. Æskulýðsvikur K.F.U.M. og K. hafa verið haldnar i um 40 ár. Allir eru velkomnir á sam- komurnar, sem hefjast kl. 20.30. Uppmælingar á þessum sökkl- um voru framkvæmdar af mæl- ingarstofu Trésmiðafélags Reykjavikur og þar sem öll gögn varðandi uppmælingar eru geymd i nokkur ár þá er hægt að kanna sannleiksgildi þessarar fullyrðingar. Þessir sökklar voru unnir á ; timabilinu júli til nóvember 1973. Samtals voru framkvæmdar 54 uppmælingar af þessum sökkl- um. Meðalkaup trésmiða við þessa vinnu var kr. 372.14. Hæst komst kaup i einni mælingu, sem tók 27 tima að vinna, þar reyndist kaupið kr. 751.09 pr. tima. Lægst var kaup i mælingu sem tók 150 tima að vinna. Þar reyndist kaup- ið vera kr. 122.76. Umsamið með- . alkaup i timavinnu á þessu tima- bili var kr. 188.58 i dagvinnu. Það skal tekið fram, að Iaun i þessum sökklum eru hærri en meðaltal ákvæðisvinnu á þessu thnabili. Það skal einnig tekið fram, að á þessu timabili (júli til nóvember 1973) urðu kaupbreytingar og er i framangreindum tölum miðað við meðalkaup á timabilinu. Þótt ákvæðisvinna sé gagnrýnd og þótt hún skili i sumum tilvik- um mjög góðu kaupi til röskra manna á bezta aldri við hag- stæðust vinnuskilyrði, þá eru full- yrðingar um 3-6000 kr. timakaup trésmiða I uppmælingu rakalaus- ar með öllu.” f.h. stjórnar Trésmiðafélags Reykjavikur Jón Snorri Þorleifsson. Útlönd Þar á meðal má nefna réttinn til landsins. Við þekkjum ekki til þess að einstaklingar eigi land. Veiðilendurnar eru sam- eign allra. En koma aðvifandi menn og slá eign sinni á þess- ar veiðilendur eins og gerðist við blý- og sinknámuna i Marmorliik á Norður-Græn- landi. Svipuð saga er nú að endurtaka sig i sambandi við oliuna. Það er bara óútkljáð, hvar borað verður. Það er ekki fávizka og ekki heldur rómantik að segja, að Danir hafi uppi nýlendu- stefnu. Nú höfum við einmitt fyllsta tilefni til þess. Auðæfi eru fundin i jörðu, og hinir ei- lifu gullgrafarar munu reyna að standa af sér kuldann til þess að geta ausið upp auðæf- um, sem þeir verða að hverfa frá annars staðar i heiminum vegna ótryggs stjórnmála- ástands. A Grænlandi er allt öruggt, þvi að fjörutiu og fimm þúsund manna þjóð getur ekki risið upp af þeim sjúkrabeði, sem dönsk yfir- völd hafa búið henni. Hér verður ekkert Alsirstrið — ekkert Viet-nam. En það er hægt að þurrka út fyrirhafnarsaman mannflokk i dönsku rikisheildinni. Við stöndum andspænis þvi, að gróðafikn og tillitslaust kapphlaup um auð lands okk- ar muni valda okkur þungum búsifjum, er við reynum að hefja okkur úr duftinu eftir meðferð Dana á okkur. Það er nú okkar nauðsyn að sá hluti dönsku þjóðarinnar, sem i tima og ótima hefur verið að tala um ábyrgðog hjálp, leggi okkur lið. Hvað er annars orðið af þessu fólki? Eru Grænlend- ingar of fáir til þess að eiga rétt á stuðningi og vernd? t Kanada er skipulögð alþjóðleg ráðstefna, þar sem þjóðir fjórða heimsins —Indi'ánar, Eskimóar og allir þeir minnihlutahópar, sem hafa séð land sitt hrifsað frá sér af Evrópubúum — ætla að ræða stöðu sina og bindast samtökum. Þar á að koma á skipulagi, hvernig þessir aðil- ar geta helzt verndað sjálfa sig gegn hinum, er hafa neitað þeim um rétt sinn. Landsráðiðgrænlenzka vildi ekki eiga hlutdeild að þessari ráðstefnu, þvi að það er i reynd eins konar framlenging á löngum armi dansks rikis- valds, og það hefur neitað þeim samtökum, sem hafa viljað afla sér þekkingar til þess að skilja sem bezt, hvernig högum Grænlendinga er kom- ið, um fjárhagsstuðning. Við höfum viða knúið dyra, en enginn hefur talið vert að rétta okkur hjálparhönd. Eina markmið þessarar ráðstefnu er verndun minnihlutahópa viðs vegar i heiminum og til- raun til þess að gera sér grein fyrir, hvað að þeim steðjar. Þriðji heimurinn er i þann veginn að brjótast að fullu og öllu undan valdi annarra þjóða. Það getur gerzt á morgun eða hinn daginn. Þá hafa þjóðir hans hreppt sjálf- stæði stjórnarfarslega, þótt það eigi langt i land, að þær öðlist fjárhagslegt frelsi og fólkið full mannréttindi. Næstu kynslóðir munu hafna evrópskum lifsháttum Peningaveldin munu renna augum sinum til landsvæða minnihlutahópa og ieitast við að þurrka þar út þjóðernisleg og menningarleg einkenni, svo að þau verði ekki uppspretta stjórnmálalegs óróa, sem raskað getur þvi, að gróðafé- lög njóti friðar og værðar. Þriðji heimurinn er vaknað- ur. Fjórði heimurinn er að lyfta höfði af kodda og glæða sjálfs- virðingu sina — virðinguna fyrir manneskjunni. Fjórði heimurinn hefur alltaf verið gestrisinn og tekið af auðmýkt hjartans á móti aðvifandi fólki. En þetta er að breytast, þvi að gestirnirhafa hrifsað til sin allan veizlukostinn, áður enhann var borinn á borð. Það er saknæmt brot á lögmálum gestrisninnar og andstætt trúnni á manneskjuna sem manneskju. Hugsjón gestrisn- innar hefur verið kæfð. Gest- irnir vilja lika gleypa okkur með húð og hári, éta okkur lif- andi. Það sættum við okkur ekki lengur við. Eina vopnið, sem við höfum gegn ásælninni er orðið og sú lifsreisn, sem ekki lætur kúgast. Þetta bréf er ekki skrifað með hatur i huga. Ég skal meira að segja endurtaka það, þótt seint sé, að Danir hafa alltaf verið mér hugfólgnir — i einu tilfelli á mjög persónu- legan hátt. Það gleður mig, að ég hef kynnzt þægilegum og hugmyndarikum Dönum i landi þeirra sjálfra. Leitað að rjúpna- skyttu SJ- Reykjavik A föstudagskvöh var saknað rjúpnaskyttu, sem farið hafði til rjúpna frá Bröttu- brekku i Borgarfirði ásamt fleiri mönnum. Þegar var farið að svipast um eftir manninum og i nótt var haft samband við Slysa- varnafélagið I Reykjavik, sem hafði milligöngu um að farið var með sporhund Hjálparsveitar skáta á vettvar.g strax i birtingu i gærmorgun. Þá voru um 100 manns komnir til leitar úr Borgarfirði og nálægum héruð- um. Þokubakkar voru á þessu svæði á föstudag. í gærmorgun var þoka á fjöllum og ekki var hægt að fljúga yfir svæðið. Á ellefta timanum i gærmorgun bárust fréttir um að maðurinn væri fundinn heill á húfi. Hafði hann viilzt i þoku. Menn úr björg- unarsveitinni Brák i Borgarnesi fundu rjúpnaskyttuna i Langa- vatnsdal, sem er alllangt frá þeim stað sem maðurinn hafði lagt upp frá á föstudag. Liknarsjóður Aslaugar K.P Maack Kópavogi, efnir tii blóma- solu sunnudaginn 26. október. Liknarsjóðurinn var stofnaður 27. janúar 1952 til minningar um fyrsta formann Kvenfélags Kópa- vogs frú Áslaugu K.P. Maack. Markmið sjóðsins er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á hjálp að halda vegna veikinda eöa annarra erfiðleika Oft er um skyndihjálp að ræða, t.d. vegna slysa. Blóm Liknarsjoðsins hefur verið selt i Kópavogi einn dag á ári er það „Gleym mér ei”, en Aslaug K.P. Maack gleymdi ekki þeim, sem áttu i erfiðleikum. Blómið er þvi táknrænt. Stjórn Liknarsjóðsins skipa þessar konur: Helga Þorsteinsdóttir, formaður, Soffia Eygló Jónsdóttir, varafor- maður, Vilborg Björnsdóttir, ritari, ólafia Jensdóttir gjaldkeri og Agla Bjarnadóttir meðstjórn- andi. Kópavogsbúar! Berið allir „Gleym mér ei” i barmi næsta sunnudag. Dalamenn Aðalfundur Framsóknarfélaganna i Dalasýslu verður haldinn að Ásgarði sunnudaginn 26. október kl. 15. Venjuleg aðalfundar- störf. Félagsstjórnir. Framsóknarfélag Arnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu verður haldinn að E/rarvegi 15 Selfossi 31. okt. kl. 21 00 Venjuleg aðalfundarstörf. víðhorfíð1 Sigurjónsson> alÞingismaður ræðir stjórnmála- Kjörnið verða fulltrúar á kjördæmisþing. Stjórnin. Kópavogur Framsóknarfélag Kópavogs heldur fund I Félagsheimili Kópavogs — efri sal — fimmtudaginn 30. október n.k. Jón Skaftason alþingismaður ræðir spurn- inguna: „Getum við eitthvað lært af rikjandi efnahagskreppu ? ’ ’ Ollum heimill aðgangur. Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið á Hótel KEA, Akureyri 8.-9. nóv. n.k. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. w Arnessýsla Akveðið er aö Framsóknarfélag Arnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld i nóvember. Hið fyrsta verður að Aratungu 14 nó v annað að Borg 21. nóv. og þriðja og siðasta spilakvöldið i Arnesi’ 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Dalvíkingar, Svarfdælingar Framsóknarvist verður I Vikurröst 30. okt. n.k. og hefst kl. 21.00. Framsóknarfélag Dalvikur. Hafnarfjörður — Vetrarfagnaður Vetrarfagnaður FUF verður haldinn i Skiphól föstudaginn 31. október — matur — skemmtiatriði. Nánar auglýst siðar FUF. Hafnarfjörður — Framsóknarvist Þriggja kvölda spilakeppninni verður fram haldið fimmtudags- kvöldið 30. okt. i Iðnaðarmannasalnum Liennetsstig 3, kl. 20 30 Kvöldverðlaun — Heildarverðlaun. Sólarferð með Ferðamið- stöðinni fyrir tvo næstkomandi vor. Framhald spilakvöldanna verður 13. nóvember. Mætið stundvisle^a. Framsóknarfélögin i Hafnarfirði. Skrifstofuhúsnæði óskast Bandalag háskólamanna óskar eftir aö taka á leigu skrifstofuhúsnæði, 120 til 140 l'erin. Vinsamlegast hafið samband við skrif- stofu BHM simi 2-11-73. Bandalag háskólamanna. -i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.