Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Tmaoominn Þriftjudagur 28. október 1975, Dagdraumar, þegar Fabiola Belgadrottning dáist aö tyrk- nesku sýningardeildinni, sem vakti óskipta athygii. Evrópa í ólgusjó óstarinnar Hinn 7. september lauk sýningu á siðvenjum og seremónium varðandi ást og hjúskap, en hún var haldinn i ráðhúsi Antwerpen á vegum Evrópuráösins. Frá 22 þjóðlöndum, þ.á.m. nokkrum Austantjaldslöndum, var brugðið upp svipmyndum af fjörlegum, litrikum, frumlegum og hátiðlegum siðvenjum i sam- bandi við tilhugalif. hjóna- vigslur, ást og hjónaband. Nú á dögum, þegar fólk er ókunnugt og aðskilið i stál- grindahúsum og steinsteypu- blokkum, er samlif manna komið ofan i lágmark. A okkar öld tiunda fjblmiölar alla þætti mannlifsins og er gott að minnast andrúmsloftsins á fyrri timum. Með sýningu þessari veitti Evrópuráðið öllum mönn- um tækifæri til að kynna sér arfleifð ágætra menningartima- bila. Nú skulum við fara i gönguferð um þetta völundar- hús, þar sem sérhvert þátt- tökuland sýnir gjafir, sem vinir og elskendur gefa hvorum öðrum, trúlofunar- og brúðkaupsgjafir, og loks brúðkaupsdaginn sjálfan. Helzta gildi sýningarinnar hefur verið tilraun til að skapa skilning á sambandinu milli sýningargripanna og á þýðingu hvers um sig. Hér þarf að hafa augun alls staðar og nægir ekki til, eins og Fabiola drottning sagði, þegar hún kom á staðinn. Fyrst gefur að líta litinn blómvönd skreyttum perlum og bendlum. Einu sinni var þetta merki ástarinnar i Belgiu, sem ungur biðill hengdi á dyr unnustu sinnar. Við hliðina á blómvendinum ermálverk og er þá komið að hinum fögru brúðkaupsmyndum flæmskra listamanna. Mjög er áberandi á sýningu þessari hve mikla áherzlu brúðurin leggur á höfuðbúnað sinn. Þarna gefur að lita allar stærðir og gerðir höfuðfata, en þó gátu ekki mörg lönd státað af svissneskri hefð þess efnis, að eingöngu skirlif ungmenni mættu nota stóra, slétta samlokuhatta. Einnig eru ágæt dæmi um skapandi hugmyndir á þessu sviði frá Islandi, Danmörku, Noreg'i, Júgóslaviu og Póllandi. Einnig bregður fyrir nokkru skopi. Meðal sýningargripa frá Hollandi og Danmörku eru skyrtur, sem brúðurin hefur saumað á listrænan hátt löngu áður en hjónaefnin fara að draga sig saman. Þannig saumaði hún á eiginmanninn áður en hún sá hann i nánd við sig. Þá er farið til Stóra-Bret- lands og Viktoriutimabilsins. A- horfendur eru þöglir og hug- fangnir. Þar gefur að lita mat- arföt og diska, brúðkaupskort og tilkynningar og jafnvel skopmyndir, allt eftir sérkenni- legum brezkum smekk og tilfinningaléysi. Tyrkneska deildin vekur. mesta athygli, enda eru hjóna- vigsluvenjur hvergi eins mjög i heiðri hafðar. Sýndur er fatnaður og gjafir, teppi, sjöl, klútar ogskófatnaður. Skemmst frá að segja gefur hér að lita verk ibúa heils þorps, þar sem allir tóku þátt i mestu hátið ævinnar. Hefðbundnum hlutum eru engin takmörk sett. Er margt likt um þá á Norðurlöndum annars vegar og i Júgóslaviu, Búlgariu, Tékkóslóvakiu og Ungverjalandi hins vegar. Þótt konurán væri mjög oft framið i Júgóslaviu, með eða án samþykkis k venkostsins, þannig að komizt yrði hjá kostnaðarsömu brúðkaupi er þarna að finna stórkostlegan brúðarkistil, sem ber engin merki konuráns. Tékkneskur höfuðbúnaður er einnig mjög fagur. Þá má sjá kápu og hettu búlgarsks brúðguma með blóm- um og fjöðrum og brúðarkjól frá Búlgariu, sem nota varð við vinnu á ökrum úti lengi vel eftir að hjónavigslan hafði farið fram. í Ungverjalandi var skósveinn brúðarinnar aðal- maðurinn, og skoða má hátiða- búning hans, blómvönd, háls- klút, staf og flösku. Minnsta evrópska þátt- tökulandið, Luxemborg er i sér- stöðu. En þótt fjarlægðin milli Tyrklands og Luxembourg sé þúsundir kilómetra, viðhafa bæöi þessi lönd sams konar siðvenjur. t Luxembourg er ekki lokiö upp fyrir skrúðgöngu brúðhjónanna fyrr en merki er gefið. Þar eru notuð skrautleg sokkabönd, sem stundum eru klippt niður og seld einhleypum mönnum. í Luxembourg er ekk- ert á móti þvi að halda brúðkaupsveizlu á kjöt- kveðjuhátið, þótt giftingin sé ekkert grimuball. trar sýna úrvals myndskurð. Og Spánverjar sönnuðu að brúðhjón þola kimni, þegar hringlaði i litlu bjöllunum, sem bundnar voru við rúmdýnu. A Spáni og i Finnlandi á fatnaður og annar búnaður að sýna kunnáttu brúöar og brúðguma. Sænsku málverkin eru draumkennd og frönsk leirkera- smið, tóbaksbaukar, hringir, nælur, rúmstæðiogplattar bera glæsibrag Parisartiskunnar glöggt vitni. Frá Vestur-Þýzkalandi má sjá mynt, minnispeninga og borðbúnað úr tini, sem fram- leiddur vari tilefni hjónavigslu. Dáðst er að útsaum frá þýzka alþýðulýðveldinu, sem sýnir af- bragðs handbragð. Loks er komið að teprulegum siðum á ttaliu fyrri tima, þar sem voru útskornir lifstykkja- teinar úr hvalbeini. Jafnvel á þeim timum þyrftf að huga vandlega að mittislinuninni. Siðustu furðuhlutirnir, em við sjáum, eru sérstakir korn- skurðarhnifar. Á sýningu þessari koma þjóðaeinkenni fram i táknum og fögrum mynstrum. Ahrif hennar eru slik, að mönnum finnst þeir hafa farið aftur i fortiðina. Anægjulegt ertil þessaðvita, að Evrópuráðið skuli hafa lagt sig svo mjög fram um að varðveita menjar um úthald Evrópumanna á ólgusjó ástar- innar. Léleg getnaðarvörn Vestur-þýzkur karlmaður á sextugsaldri, sem lagður var inn á sjúkrahús til minniháttar aðgerðar, var samkvæmt venju spurður að þvi, hvort hann neytti einhverra lyfja. Mikil var undrun læknisins, þegar hann heyrði svar mannsins, sem var eitthvað á þessa leið: — Ég hef sem betur fer alltaf verið hraustur, og þess vegna tek ég ekkert nema pilluna. Læknirinn horfði lengi vantrúaður á sjúklinginn, en spurði svo varnfærnislega, hvort hann ætti við hina einu sönnu getnaðar- varnarpillu, og hversu lengi hann hefði tekið hana. 1 ljós kom, að eiginkona mannsins hafði hætt að taka pilluna fyrir sjö árum, og þá hefði hann einfaldlega tekið við. Hann fór nákvæmlega eftir fyrirmælun- um á umbúðunum, tók pilluna daglega i þrjár vikur, og hvildi sig svo þá daga, sem konan hafði sinar mánaðarlegu blæöingar. — Það stóð ekkert um þaö á umbuðunum, sagði sjúklingurinn vandræðalega, þegar læknirinn sagði honum, að pillan væri eingöngu ætluð konum. En nú skil ég hvers vegna við höfum eignast sex börn á þessum sjö árum! DENNi DÆMALAUSl; „Pabbi segir aö þetta sé ágætt ár, sérstaklega nóvember.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.