Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. október 1975. TtMINN 15 8 fslendinqar til Innsbruch — þar sem vetrarolympíuleikarnir fara fram ★ 13 manna landsliðshópur er byrjaður að undirbúa sig af fullum krafti, bæði hér ó landi og erlendis SOS-Reykjavík. — Skíða- menn okkar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir Vetrar-olympíuleikanna, sem haldnir verða í Innsbruch í Austurríki í byrjun febrúar 1976. 8 Is- lendingar verða meðal þátttakenda í Innsbruch — fjórir í alpagreinum karla, tveir íalpagreinum kvenna og tveir í göngu. 13 manna landsliðshópur hefur nú þegar verið valinn, en siðar verður valið endanlegt lið til þátt- töku i Olympiuleikunum. Lands- liðshópurinn er þannig skipaður: Alpagreinar karla: — Akur- eyringarnir Arni óðinsson, Haukur Jóhannsson og Tómas Leifsson. Isfirðingarnir Hafþór Júliusson Sigurður Jónsson og Guðjón í. Sverrisson frá Reykja- vik, sem kom i §tað ísfirðingsins Hafsteins Sigurðssonar, sem gaf ekki kost á sér, þar sem hann hafði ekki aðstöðu til að æfa með hópnum. Alpagreinar kvenna: Reykvikingarnir Jórunn Viggós- dóttir og Steinunn Sæmundsdóttir og Akureyrarstúlkurnar Margrét Baldvinsdóttir og Katrin Frimannsdóttir. Ganga: — Fljótamennirnir Trausti Sveins- son og Magnús Eiriksson og Akuréyringurinn Halldór Matthiasson. Mikill áhugi er hjá skiðafólkinu og hefur nokkuð af þvi farið utan til æfinga á eigin vegum. Þannig stunduðu Isfirðingarnir ungu og efnilegu Sigurður Jónsson (16 ára)og Hafþór Júliusson (17 ára) æfingar i ág. i Austurriki, og nú dvelst hin unga og efnilega Jórunn Viggósdóttir (16 ára) við æfingar i Austurriki og Italiu, þar sem hún æfir með norska lands- liðinu. Tómas Leifsson er nú nýfarinn þangað. Göngu- maðurinn snjalli Halldór Matthiassonhefur dvalizt i sumar i Noregi, þar sem hann hefur fengið að taka þátt i æfingum með norska landsliðinu. Iþróttasiðan hafði samband við Hákon ólafsson, formann Skiða- sambands tslands, og spurði hann um undirbúning landsliðs- hópsins: — Einn nauðsynlegasti þátturinn i undirbúningnum hjá okkur er, að veita væntanlegum þátt- takendum i Innsbruch keppnis- o-eynslu á erlendum vettvangi, Við höfum þvi ákveðið að alpa- greinamenn okkar fari i þjálfun og keppnisferð til Mið-Evrópu — þar sem þeir munu dveljast i Austurriki frá 15. nóvember til jóla. Munu þeir væntanlega fá að ferðast með landsliði Austurrikis og þjálfa með þvi, en þjálfari hópsins verður Austurrikis- maðurinn Kurt Jenny, sem hefur byggt upp æfingarfyrirkomulag alpagreinamanna okkar. Þá munu göngumenn okkar aftur á móti dveljast i Noregi á sama tima. — Tekur allur landsliðshópurinn þátt i þessum æfingaferðum? — Nei, þvi miður varð að þrengja hópinn fyrirferðir þessar, bæði af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum. Þeir sem taka þátt i þessum ferðum eru: Árni, Haukur, Tómas, Sigurður, Hafþór, Jórunn, Steinunn, Margrét, Halldór og Trausti, sagði Hákon. Að lokum má geta þess, að eftir þessar æfinga- og keppnisferðir verður endanlegt lið til þátttöku i Olympiuleiknum valið. Loka- undirbúningurinn fyrir OL verður siðan i lok janúar, en þá mun landsliðið taka þátt i 2-3 mótum erlendis. HOLLAND ÁFRAM HOLLENDINGAR standa nú með pálmann f höndunum I 5. riðli Evrópukeppni landsliða, eftir að ítalir gerðu jafntefli (0:0) gcgn Pólverjum á sunnudaginn, þegar þjóðirnar mættust I Varsjá. 100 þús. á- horfendur sáu hinn snjalla markvörð ltaliu, Dino Zoff, koma I veg fyrir sigur Pól- verja — hann varði snilldar- lega, hvað eftir annað. Á sama tima hafði pólski markvörður- inn nærekkert að gera I mark- inu. Hollendiingum dugar nú jafntefli — þeir mega einnig tapa með litlum mun fyrir ítölum, til að tryggja sér sig- urinn i riðlinum, en staðan er nú þessi i honum: Holland........5 4 0 1 14:7 8 Pólland........6 3 2 1 9:5 8 Italia.........5 13 1 2:3 5 Finnland.......6015 3:13 1 ELÍAS HETJA HAUKA Hann tryggði Hafnarfjarðarliðinu jafntefli (13:13) gegn Val rétt fyrir leikslok ELÍAS JÓNASSON var hetja Hauka, þegar þeir tryggðu sér jafntefli (13:13) gegn Valsmönnum I LaugardalshöIIinni. — Þessi útsjónasami leikmaður fann glufu i Valsvörninni, aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok, og skoraði þá jöfnunarmark Hafnarfjarðarliðsinsmeð góðu langskoti, sem Jón Breiðfjörð, markvörður Vals, réð ekki við. Leikurinn var al- gjör martröð fyrir Valsmenn, sem höfðu leikinn í hendi sér um miðjan siðari hálfleikinn — þeir höfðu þá gott forskot, 13:9. Þá skall allt i bak- lás hjá Valsmönnum, þeim tókst aldrei aö opna stcrka vörn Haukanna, sem söxuðu smátt og smátt á forskotið, og jöfnuðu siðan rétt fyrir leiks- lok, eins og fyrr segir. — Við vöknuðum upp við vondan draum, þegar staðan var orðin 13:9, héldum að þetta væri búið. En við höfðum engu að tapa og vorum ákveðnir i að gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana, sagði Hörður Sigmarsson, lands- liðsmaður úr Haukum, eftir leik- inn. Haukar sýndu svo sannar- lega klærnar undir lokin: þeir léku sterkan varnarleik og stöðv- uðu sóknarlotur Valsmanna á réttum tima. Það er greinilegt, að Haukar verða með i baráttunni um Islandsmeistaratitilinn, ef þeir halda svona áfram — leik- menn liðsins hafa ódrepandi keppnisskap, og þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir mörg ljót mistök, GUNNAR BJÖRNSSON... var eini maðurinn hjá Valsliðinu, sem Haukar þurftu að hafa strangar gætur á. (Timamynd Gunnar) sem þeir gerðu. Heldur hvöttu þeir hver annan til dáða, og árangurinn lét ekki á sér standa — náðu jafntefli gegn Val, eftir að Valsmenn höfðu náð góðum tök- um á leiknum. Leikur Vals og Hauka ein- kenndist á góðri markvörzlu og sterkum vörnum. Elias Jónasson, Hörður Sigmarsson og Ingimar Iiaraldsson, ásamt markverðin- um Gunnari Einarssyni, voru beztu menn Hauka-liðsins. Vals- menn léku einhæfan sóknarleik gegn Haukum — það var litil ógn- un i leik þeirra, sérstaklega undir lokin, þegar þeir skoruðu ekki mark siðustu 17 minúturnar. Gunnar Björnsson átti góðan leik til að byrja með, þá ógnaði hann með krafti sinum og langskotum — en Haukar gerðu hann siðan óvirkan, með þvi að hafa góðar gætur á honum. Eftir að Gunnar var gerður óvirkur, varð sóknar- leikur Vals bitlaus, og maður ELÍAS JÓNASSON.... skoraði jöfnunarmark Hauka með lúmsku langskoti. furðaði sig oft á þvi, hve litið kemur út úr leik Guðjón Magnús- sonar, sem eitt sinn var okkar hættulegasta langskytta — hann skorar nú varla mark. Þetta sýnir kannski bezt, hve litil ógnunin er i sóknarleik Valsliðsins, sem leikur aftur á móti sterkan varnarleik. Beztu menn Vals voru þeir Gunnar, Jón Breiðfjörð mark- vörður og ungur og efnilegur ný- liði, Jóhann Stefánsson, sem er mjög sterkur varnarleikmaður — hann hafði góðar gætur á Herði Sigmarssyni. Mörkin i leiknum skoruðu: Haukar: Hörður 5 (2 viti), Elias 3, Ingimar 2, Jón Hauksson, Sigur- geir og Þorgeir eitt hver. Valur: Jón K. 3, Gunnar 4 (2 viti), Jón Péturs 2, Jóhann Ingi 2, Guðjón og Stefán eitt hvor. — sos Fram-liðið er aðeins skuggi af fyrri frægð Framarar mdttu sætta sig við jafntefli (12:12) gegn nýliðum Þróttar FRAMARAR mega muna sinn fifil fegri. Það er ekki langt slðan Fram-liðið var stórveldi I hand- knattleik, liðsem flaggaði öllu þvi bezta, sem sézt hefur I Islenzkum handknattleik — góðum lang- skyttum, linumönnum, mark- vörðum og frábær.u leikskipulagi, sem geröi liðið sigursælt. Nú er liðið aðeins skuggi af fyrri frægð, og það hefur litið upp á að bjóða, sem gleður augað. Það sást, þeg- ar Fram varð að sætta sig við jafntefli (12:12) gegn Þrótti, sem skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok, eftir að Fram hafði haft fjögurra marka forystu (10:6) um miðjan síöari hálfleik. Leikmenn Fram-libsins eru nú þungir og sóknaraðgerðir þeirra eru allar mjög þunglamalegar — alls engin ógnun. Það er ekki til góð langskytta i herbúðum Fram, sem getur ógnað með uppstökk- um og dregið vörn andstæðing- anna i sundur, til að opna fyrir linumönnunum. Þáhafa reyndari leikmenn liðsins ekki hjálpað ungu leikmönnunum — frekar dregið úr þeim með óþarfa nöldri, sem setur oft óþolandi svip á flokkaiþróttalið. Framarar verða að taka sig á ef ekki á að fara illa fyrir þeim. Menn verða að hafa linumönnunum. Þá hafa reyndari gaman af þvi sem þeir eru að gera ef þeir ætla sér að ná ár- angri. Mörkin i leiknum skoruðu: Fram: Pálmi 5 (1 viti), Gústaf 2, Kjartan 3, Arnar og Andrés eitt hvor. Þröttur: Friðrik 5 (1 víti), Trausti 2, Sveinlaugur 3. Bjarní (viti) og Gunnar eitt hvor. —sos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.