Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 28. október 1975. Enska knattspyrnan vv „SPUTNIKARNIR AFTUR KOMNIR Á TOPPINN — eftir sigur (1:0) í leik gegn botnliðinu Sheffield United ★ Lögreglan þurfti að skerast í leikinn, þegar West Ham lagði(2:1) Manchester United á Upton Park BOBBY GOULD var hetja West Ham, þegar „Hammers" sigruðu Manchester United (2:1) i sögu- legum ieik á Upton Park i Lundúnum. Bobby Gould hamr- aði inn sigurmark Lundúnaliðs- ins, eftir að Graham Paddon hafði tekiö aukaspyrnu. West Ham-liðið fékk óskabyrjun i leiknum, þegar Aian Taylor skoraði gott mark eftir aðeins 6 minútur, og var staðan þannig, þegar domari leiksins, Pcter Reeves frá Leicester þurfti að stöðva leikinn á 12. min. siöari hálfleiksins, en þá ruddust 1000 áhorfendur inn á völlinn og mikil slagsmál brutust út á áhorfenda- pöllunum. Reeves sendi þá leik- menn liðanna inn i búningsklefa, á meðan öflugt lögreglulið bældi niöur uppþotiö á áhorfendapöll- unum. Yfir 100 áhorfendur meiddust, 38 voru bornir af leik- velli, og 9 voru fluttir á sjúkrahús, þar sem gert var að meiöslum þeirra — en alvarlegustu meiðsiin voru á manni, sem hafði fengið bjórflösku i höfuðið, þannig að hann fékk djúpt sár á hnakka. Það tók lögregluliðið 18 min. að hreinsa til á veilinum, þannig að leikurinn gæti haldið áfram. Það var greinilegt að þetta upp- þot á áhorfendapöllunum haföi áhrif á West Ham-liðið sem þurfti að hiröa knöttinn úr netinu hjá sér, aðeins 1 min eftir að leik- urinn hófst að nýju — Lou Macari skoraði mark United. En „Hammers” tókst að rétta úr kútnum, og Bobby Gould, mað- urinn, sem hefur leikið hjá 6 lið- um — Coventry, Arsenal, Wolves, West Bromwich Albion, Bristol City og nú West Ham — á litrfkum knattspyrnuferli sinum, skoraði sigurmark liösins 20 min fyrir leikslok. Hinir herskáu áhangendur Manchester United, sem valda ávallt miklum vandræðum þar sem þeir koma, settu svo sannar- lega svip á austurhluta Lundúna — það var ekki nóg með að þeir stofnuðu til óláta á Upton Park heldur brutu þeir verzlunar- glugga, þegar þeir voru á leiðinni á völlinn. En nóg með það, snúum okkur aftur að knattspyrnunni. Lundúnaliðið Q.P.R. tók foryst- una á laugardaginn, þegar þetta mikla „spútniklið” sigraði botn- liðið Sheffield United (1:0) á Loftus Road. Gerry Francis, 1. DEILD Úrslitin I leikjunum I Englandi urðu þessi á laugardaginn: Arsenal — Middlesb ..2:1 Aston Villa — Burnley ..1:1 Leeds — Coventry ..2:0 Leicester — Tottenham ..2:3 Liverpool — Derby ..1:1 Manc. City —Ipswich ..1:1 Norwich — Birmingham .... .. 1:0 Q.P.R. —Sheff.Utd . .1:0 Stoke — Newcastle ..1:1 West Ham — Man.Utd . .2:1 Wolves — Everton ..1:2 2. DEILD Blackburn —Chelsea.........1:1 Blackpool — Bristol R......1:4 BristolC. — W.B.A..........0:2 Carlisle — Charlton.......1: i Fulham —Orient.............j:i Hull — Bolton .............2:2 NottsC. — Portsmouth.......2:0 Oldham —Nott.For...........0:0 Plymouth — Oxford .........2:1 Southampton — York.........2:0 Sunderland — Luton.........2:0 GERRY FRANCIS....... átti stór- leik með Q.P.R.-Iiðinu, sem hefur tekið forystuna i 1. deild. fyrirliði enska landsliðsins, átti stórleik — hann var maðurinn á bak við sigur Gueens Park Rang- ers. Francis sendi góða sendingu til Don Givens, sem skoraði sigurmark Q.P.R. á 61. minútu. Peter Noble, markaskorarinn mikli frá Turf Moor, var I sviðs- ljósinu á Villa Park, — hann skoraði gott mark fyrir Burnley, en siöan jafnaði hann (1:1) fyrir Aston Villa, þegar hann varö fyrir þvi óhappi að senda knöttinn i eigið mark. Jimmy Greenhoff, fyrirliði Stoke, átti enn einn stór- leikinn, þegar Stoke mætti New- castle á Victoriu-leikvellinum — Grecnhoffskoraði gott mark sem virtist ætla að duga. En leikmenn Newcastle gáfust ekki upp, þeim tókstað jafna (1:1) þegar venju-' legur leiktimi var útrunninn — það var Alan Gowling, sem skoraði markið. Phil Boyer.var hetja Norwich, hann skoraði sigurmark (1:0) Angeliu-liðsins gegn Birming- ham. Martin Ilobson og Garry Jones skoruðu mörk Everton á Molineux, en Ken Hibbitt minnkaði muninn (1:2) fyrir Ulfana. Leeds-liðið vann sann- færandi sigur (2:0) gegn Coventry — Terry Yorath og Ailan Clarke skoruðu mörk liðs- íns. leikmönnum Arsenal. Frank . Stepleton skoraði gott mark hjá „Boro” og Arsenal komst yfir — 1:0. David Mills svaraði fyrir „Boro” á 18. min. seinni hálf- leiksins, en siðan greiddi Skotinn Alex Cropley Middlesborough rothögg — þegar hann skoraði sigurmark Arsenal aðeins tveim- ur min. fyrir leikslok. N-írinn Bryan Hamilton skor- aði fyrir Ipswich, eftir ljót varn- armistök hjá Manchester City á Maine Road. Þrátt fyrir þetta gáfust leikmenn City ekki upp — Colin Bell tókst að jafna. Mar- sey-liðið Liverpool var heppið að sleppa með jafntefli (1:1) gegn Englandsmeisturum Derby — dómarinn Keith Stylesfrá Barns- ley var tólfti maður Liver- pool-liðsins I leiknum, sem fór fram á Anfield Road. Styles lok- aði augunum fyrir tveimur greinilegum vitaspyrnum — þeg- ar Roger Daviesvar tvisvar sinn- um á stuttum tima gróflega felld- ur innan vitateigs Liverpool. Dómarinn dæmdi þá ekkert — og i siðara skiptið, sem Davies var felldur, mótmæltu leikmenn Derby kröftuglega — þeir Roy McFarland, Colin Toddog Archie GemmilI.Styles var ekki á sama máli og þeir — hann bókaöi Todd. Upp úr þessu var leikurinn harð- ur — liktist oft á tiðum frekar hnefaleikum en knattspyrnu. Það var John „Stóri” Toshack sem skoraöi mark Liverpool, eftir góða sendingu frá Kevin Keegan, sem átti stórleik, ásamt miðvörð- um Derby — McFarlandog Todd. Gamla kempan „Franny” Lee jafnaðisiðan (1:1) fyrir Derby. I- an Callaghan lék sinn 730. leik meö Liverpool-liöinu. Terry Paine, fyrrum fyrirliði Dýrlinganna frá Southampton, setti nýtt met á laugardaginn, þegar hann lék með Hereford gegn Peterborough. Paine lék þá sinn 765. deildarleik — 713 með Southampton og 52 meö Hereford — og sló þar með met Jimmy Dickinson, sem lék 764 deildar- leiki með Portsmouth timabiliö 1946-1965. Sunderland hefur tekiö foryst- una i 2. deildar keppninni, eftir 2:0 sigur yfir Luton — Bobby Kerr og „Pop” Robson skoruðu mörk liðsins,sem hefur unnið alla heimaleiki sina á keppnistimabil- inu. — SOS. ..Víkmqar v ná öllu sín — Strákarnir gátu ekki verið óheppnari með mótherja, þvi að Gummersbach-Iiðið er geysilega sterkt um þessar mundir, sagði Einar Magnússon, sem leikur með v-þýzka iiðinu Hamburger, þegar hann frétti, að Vikingur hefði dregizt gegn hinu fræga v-þýzka liði I Evrópukeppni meistaraliða. — Leikmenn Gummersbach eru gífur- lega sterkir, þeir leika sterka vörn, eru fljótir og skotfastir og hrað- upphlaup þeirra eru snögg — og enda yfirleitt með marki. — Vikingar þurfa að ná öllu sinu bezta til að eiga möguleika á að velgja leikmönnum Gummersbach undir uggum i Laugardalshöllinni. Aftur á móti verður róðurinn þungur fyrir þá á heimavelli Gummersbach, sem hefur ekki Lundúnaliðið Tottenham vann sinn fyrsta sigur á útivelli — á kostnað Leicester á Filbert Street. Ralph Coates kom „Spur’s”á sporið —hann skoraði þá sitt fyrsta mark frá þvi i nóvember 1974. Keith Wcller jafnaði (1:1) fyrir heimamenn og náði siðan forystu (2:1), þegar hann skallaði knöttinn glæsilega fram hjá Pat Jennings. Fyrsti sigur Leicester blasti við — en Adam var ekki lengi I Paradis. Tottenham skoraði tvö mörk á tveimur mínútum — Martin Chivers og fyrirliðinn Steve Perryman — og Leicester-liðið hrundi. — Leikmenn Middlesborough, sem hafa haldið markinu hjá sér hreinu sl. 7 leiki — frá þvi að Maine Road 13. september, fengu að hirða knöttinn tvisvar sinnum úr netinu hjá sér á Highbury i Lundúnum, þegar þeir mættu KRISTINN JÖRUNDSSON.......k sést hér skora góða körfu gegn r Armanni. Hann átti mjög góðan leik ineð ÍR-liðinu. (Timamynd Gunnar). ÍR-ingar slógu vop — með hraða og ákveðnum leik, og tryggðu sér Reykjaví KRISTINN JÖRUNDSSON lék aðalhlutverkið hjá IR-liðinu, sem tryggði sér Reykjavlkur- meistaratitilinn I kröfuknattleik á laugardaginn, þegar það vann góðan sigur (85:78) yfir Armenn- ingum. Kristinn var potturinn og pannan I leik lR-inga, sem mættu mjög ákveðnir til leiks. — Þéir hreinlega slógu vopnið úr höndum Armenninga, þegar þeir tóku þá Jimmy Rogers og Jón Sigurðs- s’on, aðalmenn Armannsliðsins, undir stöðugt eftirlit. Með þessum aðgerðum náðu Armenningar sér aldrei á strik — og frumkvæðið var I höndum Kristins Jörunds- sonar og félaga hans. Kristinn Jörundsson stjórnaði hjá 1R. Þeir byrjuðu mjög vel — komust fljótlega I 10:2. Armenn- ingar voru óstyrkir I byrjun, en beir fóru siðan að saxa á forskot tR-inga, og náðu að minnka muninn I 35:34 fyrir leikhlé. En þeir þoldu greinilega ekki press- una, sem IR-ingar settu á þá. — 1 byrjun slðari hálfleiksins hrökk allt I baklás hjá þeim, þeir voru óheppnir með skot og TR-ingar hirtusvotil öll fráköstin. IRingar settu á fulla ferð, og skoruðu margar góðar körfur eftir vel út- færð hraðaupphlaup. Kolbeinn Kristinsson var mjög liflegur, og skoraði hann hverja körfuna á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.