Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 1
Landvélar hf PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖBÐVR 6UNNARSS0H SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Borað eftir heitu vatni á ísafirði, Patreksfirði og í Flókalundi: „ÁTTUM EKKI VON Á SVONA MIKLUM HITA í ELZTA BERGI LANDSINS" Viö upphaf viöræðna íslendinga og V-Þjóövcrja í gærmorgun, t.f.v. Hans Jíirgen Wichnewskí, aðstoðarutanrikisráðherra V-Þjóðverja, Einar Agústsson, utanrikisráðherra, Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra og Fritz Lögeinann, ráðuneytisstjóri i matvæla- og iandbúnaöar- ráðuneyti V-Þýzkalands. Timamynd: G.E. SJ-Reykjavík — Arangurinn af boruninni i Súgandafirði fór langt fram úr vonum. A þessum slóðum er elzta berg landsins, og við höfðum ekki búizt við að finna svona mikinn jarðhita þarna. Nu . er bara spurningin, hvort hægt er að elta þessar sprungur uppi annars staðar á Vestfjörð- um, sagði Guömundur Sigurðs- son, verkstjórihjá Jarðborunum rikisins.— Þetta getur orðið til að gjörbreyta orkumálum Vestfirð- inga, en þeir eru rafmagnslitlir, eins og menn vita, og þvi ekki ó- nýtt fyrir þá að fá orku af jarð- hita. Enn er verið að bora i Súganda- firði og komið niður á 540 m. Vatnsmagnið hefur ekki breytzt siðan i 450 m, en nýjar hitamæl- ingar hafa ekki verið gerðar. Holán gaf 24 sekúndulítra i byrj- un, 22 nú. Hitinn var 65 stig i botni, en 62 stig ofar. 1 540 metra dýpt er jörðin orðin kolhörð undir bornum. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar er ekki ástæða til að bora öllu meira þarna að þessu sinni, en meiri jarðhitaleit fer fram i Súgandafirði næsta sumar. Þá verður þessi hola vikkuð og fóðruð innan. Meira vatnsmagn gæti verið i holunni en nú er, vegna slanga og annars útbúnað- ar, sem i henni er og kynni að hefta útstreymið. Hámarksjarðhiti, sem menn gera sér vonir um að finna á þess- um slóðum, er 70 stig. En kisil- sýruprófanir i Súgandafirði, gegnt Suðureyri, benda til að þar sé að finna 70 stiga heitt vatn. — Nú á næstunni er ákveðið að borinn verði fluttur i Tungudal við tsafjörð, og haldið áfram að bora i 100 metra djúpri holu, sem þar er fyrir. Þar eru þó tæpast vonir til að árangur verði eins góður og i Súgandafirði. Siðan er ákveðið að bora i Patreksfirði og Flókalundi. En nú stendur aðal- lega á peningum, sagði Guð- mundur Sigurðsson. — Eg vona bara að Vestfirð- ingar haldi ótrauðir áfram að láta bora. íslenzkir Færeyjafarar hjálparkokkar leynivínsala JH—Reykjavik — Að undanförnu hafa verið brögð að leynivlnsölu i Þórshöfn I Færeyjum, og hefur lögreglan þar nú hafið herferð gegn henni, gert húsrannsóknir og handtekið allmargt fólk, bæði karla og konur. Komið hefur i Ijós, að þetta fólk hefur notið að- stoðar útlendinga, og eru þar sér- staklega tilnefndir tslendingar, 55 millj. í súginn í Þorláks- höfn -------> o Fjdrlaga- ræða fjármála- ráðherra -------O við að komast yfir birgðir af áfengi. Áfengissala er ekki leyfileg i Færeyjum, en Færeyingar geta pantað áfengi frá Danmörku, ef þeir hafa staðið i skilum með skatta og skyldur. Fólk það, sem stundar leynivinsölu i Þórshöfn, er aftur á móti, ef ekki flest, að öðru þekkt en greiðum skilum hjá gjaldheimtunni þar. Afengis- ins hefur það aflað sér með þvi að fá að láni áfengiskort og vottorö hjá útlendingum, og þá einkum íslendingum, sem gist hafa Fær- eyjar, gegn þvi að láta eigendur kortanna fá nokkrar flöskur ókeypis fyrir greiðann. Er talið að leynivinsalarnir hafi haft mill- jónir islenzkra króna upp úr krafsinu. Við húsleit hafa fundizt miklar birgðir af sterku áfengi, auk áfengs bjórs, verulegar fjárhæðir i reiðufé og margvisleg gögn, sem notuð hafa verið við útvegun áfengisins og sanna hlutdeild annars fólks.sérilagi íslendinga. Háhyrningurinn skotinn — stórsá á dýrinu eftir _ slæma meðferð ^ w Viðræðunefndir islendinga og Þjóöverja að störfum i ráðherrabú- staönum við Tjarnargötu I gærmorgun. Timamynd: G.E. „GÓD VON UM SAMNINGA" — segja V-Þjóðverjar MT-Reykjavik — „Andrúmsloftið er mjög gott og ég er glaður yfir þvi. Að ég sé ánægður, get ég ekki sagt, fyrr en samningar hafa náðst. A morgun verða tveir um- ræðufundir, og ég býst við, að á þeim komumst við svo langt, að næst þegar við komum saman, muni geta náðst samkomulag. . Þannig fórust Wischnewski að- stoðarutanrikisráöherra V-Þýzkalands orö að loknum öðr- um umræðufundi Þjóöverja og tslendinga I gær. — Við erum ánægðir með að vera komnir til fyrstu umræðn- anna. Það hefur verið komið fram með staðreyndir og unnið mikið. Við höfum komið fram með tillög- ur okkar, en þær hafa ekki verið ræddar ýtarlega ennþá, og vil ég þvi ekki greina frá þeim að svo stöddu eða ekki fyrr en umræðun- um er lokið. — Viðræðurnar byggjast á mjög efnislegum grundvelli, en það þýðir ekki, að við höfum ekki mismunandi skoðanir, sagði Wischnewski ennfremur. Varðandi skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar þá eru tvær nefndir að störfum, ein sem fjall- ar um visindalegu hliðina, þ.e. verndun fiskistofna, og hin sem fjallar um lögfræðilegu hliðina. Nefndirnar eru i sumum atrið- um alveg sammála, en i öðrum alls ekki. Það eru mörg erfið atr- iði sem koma til greina. Aðspurður um það, hvort Þjóð- verjar myndu að fullu viðurkenna 200 milna fiskveiðilögsöguna, sagði Wischnewski, að gengið væri út frá þvi i umræðunum. Wischnewski sagði að eftir þvi sem hann bezt vissi, ætti bókun siú', sem varðar tollaiviljanir á Framhald á 3. siðu. Eitrað salt í matvöru- búðum ---------* 9 „Sjávar- útvegs- ráðuneytið kom aftan að okkur" -----ó- o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.