Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN ■miooQflmm Miðvikudagur 29. október 1975. Lifandi skotskífa Hér sjáið þið myndir af náunga, sem snýr baki i vinnuna, og allt mun fara vel svo lengi sem hann hugsar sterklega um það. sem hann er að gera. Yogi frá .Jamaica. Vassell að nafni, býr nú i London. vinnur sem lifandi skotskifa. Hann segir sjálfur að hann finni alls ekkert til. — Maður verður að hafa nógu sterka trú, segir hann. Þegar hann var 11 ára gamall gat hann gengið á brotnum flöskum og brennandi kolum, án þess að finna til sársauka. Hann fullyrðir að hann lái aldrei skurð eða sýkingu af óhreinsuð- um skotskeytum i bakið. Ahugamenn um yoga, fyrir alla muni reynið ekki að gera þetta eftir! Línur og form Franski tfzkufrömuðurinn Pierre Cardin er sagður vera orðinn hálfþreyttur á hinum svokölluðu kvenlegu linum. Að minnsta kosti hefur hann hvilt sig á þeim að undanförnu með þvi að sökkva sér niður i bila- teikningar. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Bráðlega verður hafður til sýnis litill og léttur straumlinulagaður plast- bill, sem snillingurinn hefur hannaö með umferðina i heims- borgum ihuga. Þvi miður hefur okkur ekki tekizt að útvega mynd af fineriinu, en hver veit nema Reykjavik, sem sögð er vera að springa utan af bif- reiðaeign borgarbúa (a.m.k. miðborgin), verði innan nokk- urra ára orðin vettvangur slikra farkosta. Aldrei á sunnudögum Sex kvöld vikunnar heldur hin 25 ára Kellie Everts, sem þið sjáið hér myndir af, nektar- sýningu i einum af nætur- klúbbunum á Broadway. Sjöunda daginn predikar hún yfir söfnuðinum i hinni nýstofnuðu Kirkju alheims- ijóssins. Kellie var einu sinni kosin Ungfrú alheimur. Hún sá ljósið þegar hún var eitt sinn við vinnu sina ber að ofan sem dansmær i næturklúbbi — Ég var sjúk og þunglynd. segir hún, ég fór i þennan söfnuð og ég fékk blessun og trú. Nú er ungfrú Kellie prestur i þessari kirkju New York deildarinnar, og ein af skyldum hennar er að hafa einu sinni i viku guðsþjónustu i sjónvarpi. En hvað er þá hægt að segja um hitt starfið hennar. - Guð gaf mér fallegan likama, og ég hef ekkert á móti þvi að sýna hann, einkum og sér i lagi, þar sem peningarnir, sem ég fæ fyrir sýningarnar, fara til kirkjunnar minnar og guðs þakka. Ég er viss um að guð litur á það með velþóknun. „Já góði minn... þvi færöu þér ekki heldur almanak með mynd af landslagi eöa bil?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.