Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. október 1975. TÍMINN 4.30% hér, en 5.90% í Noregi t útvarps- umræðunum s.l. linimtu- dag sagði Vil- hjálm ur Hjálmarsson men ntamála- ráðherra, að þegar þrengdi að i el'nahags- málum, væri gjarna horft eftir mögulcika til sparnaðar á stærstu fjár- lagaliðunum. Mörgum þætti stór hluti renna til menntamála hér, en sannlcikurinn væri sá, að við eyddum minna til þess mála- l’lokks en ýmsar nágranna- þjóðir okkar. Minnti hann á, að i hagtölu ágústmánaðar kæmi fram, að islendingar verðu til menntamála 4,20% af þjóðarframleiðslu, en aftur á inóti verðu Norðmenn 5,90% af þjóðarframleiðslu sinni til menntamála. Sór af sér flugvöll Mörgum þykir gainan að hlusta á Karvel Pálmason, þinginan n Sa mtakanna. Við lyrstu uinræðu fjár- lagafrum- varpsins i gær taldi þingmaðurinn, að næsta litið hefði verið fram- kvæmt i sa mgöngumálum . Samgönguinálaráðherra, Ilalldór E. Sigurðsson, minnti þingmanninn þá á það, að iniklar framkvæmdir hefðu ált sér stað i þeim málum, ekki sizt á Vestfjörðum. M.a. hefði hann lesið það i blaði (Nýjum þjóðinálum), að Kar- vel Pálmason hefði byggt nýjan flugvöll á Súgandafirði. Auk þess hefðu átt sér stað talsverðar vegaframkvæmdir viö þéttbýlisstaði i þessu kjör- dæmi. Eftir að Halldór E. Sigurðs- son hafði upplýst þetta, rauk þingmaðurinn upp i ræðustól og sór af sér flugvöllinn á Súg- andafirði. Hann sagði, að Halldór E. Sigurðsson ætti allan heiöur af þeirri fram- kvæmd. Auk þess rámaði liann nú i það, að sitthvað hefði veriö framkvæmt i sam- göngumálum Vestfirðinga. Það er ekki á hverjum degi, sem þessi þinginaður cr jafn- fljótur að leiðrétta sjálfan sig, og það var vissulega hraust- lega gert al' honum að sverja flugvöllinn af sér. En liætt er við, að ritstjóri „Nýrra þjóðmála" verði ekki jafn- hrifinn, þvi að ætlunin var að nota þessa „skrautfjöður” siðar. Kanuski l'áum við næst að lesa um það i „Nýjum þjóðináluin", að Karvel hafi byggt höfn einhvers staðar á Vestfjörðum! — a.þ. Þriðju tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar gébé Rvik — Þriðju reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands á þessu starfsári stjórnar Karsten Andersen aðalhljóm- sveitarstjóri, og einsöngvari verður Elisabeth Söderström óperusöngkona. Tónleikarnir verða i Háskólabiói fimmtu- daginn 30. október kl. 20:30. A efnisskrá verða m.a. verk eftir Brahms, Haydn, Jónas Tómas- son, Malcolm Williamson og Richard Wagner. Elisabeth Söderström fæddist i SVA.ÐAMÓT I SKÁK W OKVCMR ‘ I' NCV, V5?l> Frímerkjasafnarar Skdkóhugamenn Svæðamótið í skdk SÖLUDEILD — HÓTEL ESJU Skáksamband íslands f&gt Taflfólag Reykjavíkur VINNINOUR- ruÁM 1 Umleri 15 Cl LDi R SEM HA PPDRA.TTISM1DI ■ m í4s. VA.OAMOT merkjaumslög með teikningum eftir Halldór ;ursson og stimpli Svæðamótsins. ^gplattar með mynd af Friðrik Ólafssyni. idum i póstkröfu. Stokkhólmi 1929, og stundaði allt sitt tónlistarnám þar. Meðan hún var við nám á Tónlistarhá- skólanum i Stokkhólmi, söng hún hlutverk i Konunglega leikhúsinu, en þangað var hún ráðin 1950. Hún söng á tónlistarhátiðinni i Salzburg 1955 og i Metropolitan- óperunni árið 1959 Siðan hefur hún notið alþjóðlegrar frægðar fyrir frábær raddgæði og listræna túlkun viðfangsefna sinna. J. usp.---- 'V Teikning af Tlior Vilhjálmssyni rithöfundi. Tryggvi Olafsson með teikningar á AAokka JG-Rvk. A mánudag opnaöi Tryggvi Ólafsson listmálari sýn- ingu á teikningum á Mokka. Tryggvi Ólafsson er einnig með málvcrkasýningu i Galleri SÚM en hann er einn súmara. Hann hafði þetta að segja um útihúið á Mokka: — Þessar teikningar eru rúm- lega 20 talsins og eru af allskonar fólki, innlendu og útlendu. Þetta eru frægir listamenn, eða stjórn- málamenn. Þetta fólk hefur haft áhrif á mig, og þvi hef ég gert teikningarnar af þvi. Vinnan við þessar teikningar er þannig innt af hendi, að ég byrja á mynd á venjulega teikniörk, eins- og börn nota, og teikna með svörtu tússi. Ef mér likar ekki eitthvað i myndinni, þá nem ég það einfaldlega á brott með rak- blaði og limi hvitt undir. Þannig þróast myndin smám saman og fær þá það útlit, sem ég óskaði eftir. Þá tek ég mynd, og eftir hennigeri ég svo myndirnar, sem hér eru, Þetta er ekki grafik. Aðeins eitt eintak er til af hverri, nema eina teiknaði ég tvisvar og gaf ein- hverjum hitt eintakið. Sýningin verður opin fram eftir þessum mánuði og næsta. 5 Kaupitf straH-oo H JImM KVERNELANDS kvíslar Tæki, sem allir bændur þekkja tenginga d dmoksturstæki og þrítengi drdttarvéla Örfdar óseldar — Greiðsluskilmdlar Hagkvæmt haust-verð kr. 62 þúsund með söluskatti Verðtilboð þetta stendur til 5. nóvember - eða meðan birgðir endast Gtobusi LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 m »v*;-4 /&•: § fíí». Að gefnu tilefni skal tekið fram, að afla þarf leyfis lieilbrigðismála- ráðs, til að setja á stoln eða reka hárgreiðslustofu, rak- arastofu eöa hverskonar aörar snyrtistofur. Skilyrði til þess, að slik fyrirtæki verði leyfðeru m.a., að húsakynni séu björt og rúmgóð, með nægjanlegri loftræstingu og upphitun, og megi ekki vera i sambandi við óskyldan atvinnurekstur eða i ibúð, sbr. ákvæði Heilbrigðisreglugerðar frá 8. febrúar 1972. Reykjavik, 28. september 1975, Heilbrigöismálaráð lleykjavikurborgar. $ ■n m i'r- h w . ■5V & Starf í New York Fyrirhugaö er að ráða forstöðumann karl eöa konu fyrir íslandsdeild upplýsinga og landkynningarskrifstofu Noröurlandanna i New York. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu i ferðamálum, góða málakunnáttu og nokkra þekkingu á bandarisku þjóðlifi. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu vorri. Taða til sölu vel bundin ca. 50 tonn. Einar Steindórsson, Efri-Veindheimum. Simi um Bægisá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.