Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 29. október 1975. Matthías Á. Mathiesen fjármálardðherra: Auknar erlendar lántökur útilokaðar nema þróunin í greiðslujöfnuði landsins stefni til betri vegar MATTHtAS A. Mathiesen fjár- málaráðherra fylgdi fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 197(> úr hlaði i gær. t ræðu fjármálaráð- herra kom fram, að á þessu ári mvndihallinn í viðskiptum okkar viðerlendar þjóðir nema um 10% af- þjóðarframleiðslunni, þrátt fyrir verulega minnkun innflutn- ings. Nú værisvo komið, að gjald- eyrisforðinn væri eingöngu láns- fc, og frekari lántökur eriendis væru útilokaðar, nema greiðslu- jöfnuðurinn stefndi til betri veg- ar. Hér á eftir fer fyrri hluti ræðu Matthiasar A. Mathiesen: I upphafi athugasemdanna, sem fjárlagafrumvarpinu fylgja, kemur fram, að brýnustu við- fangsefnin á sviði islenzkra efna- hagsmála eru um þessar mundir að hamla gegn verðbólgu og' draga úr hallanum i greiðsluvið- skiptum við aðrar þjóðir. Nægi- lega rik áherzla verður vart lögð á mikilvægi þess, að árangur ná- ist í þessum efnum, ef tryggja á til frambúðar atvinnu og fram- farir í landinu. Rikisstjórnin mun beita sam- ræmdum aðgerðum i rikisfjár- málum og lánamálum i þessu skvni. 1 fvrsta lagi á bann hátt. að fjárlög ársins 1976 verði hallalaus og feli alls ekki i sér magnaukn- ingu útgjalda frá árinu* 1975. t öðru lagi með gerð lánsfjáráætl- unar fyrir árið 1976, er nái til allra innlendra lánastofnana, svo og til lántöku erlends f jár og ráðstöfun- ar þess. I þriðja lagi með virku og ströngu eftirliti með rikisútgjöld- um innan fjárlagaársins hjá stofnunum og fyrirtækjum rikis- ins, er byggðist á samræmdri skýrslugerð um framgang allra rikisframkvæmda innan fjár- lagaársins og betri samræmingu á framsetningu fjárlagafrum- varps, endanlegum fjárlögum og reikningstölum rikisbókhalds. 1 fjórða lagi með undirbún- ingi að gerð áætlana um þróun tekna og útgjalda rikis- sjóðs á næstu árum, og þar með endurskoðun sjálfvirkni núgild- andi útgjaldalöggjafar. Jafn- framt verðitekinn upp sá háttur, aö stjórnarfrumvörpum fylgi jafnan útreikningar og mat á þeim útgjöldum, sem frumvörpin hafa i för með sér, bæði i bráð og lengd. Siðast liðin fjögur ár hefur verðbólga farið ört vaxandi hér á landi og árin 1974 og 1975 numið 40-50%. Þetta er miklu meiri verðbólga en verið hefur i flestum nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Það er fyrst nú siðustu mánuði, að dregið hefur úr hraöa verðbólgunnar hér á landi. Þann- ig hafa verðbreytingar frá mai- byrjun i ár fram til þessa verið nálægt 25-30% á ársgrundvelli, og horfur eru á, að enn muni úr draga á næstunni, ef við berum gætu til að nota skynsamlega það tækifæri, sem nú gefst til þess að ná árangri i viðureigninni við verðbólguna, þegar i senn dregur úr verðbólgu hér heima og er- lendis. Afleiðingar hinnar öru verð- bólguþróunar hér á landi koma viöa fram. Þær koma fram i minnkandi sparnaði og i skerð- ingu eigna lifseyrissjóða og ann- arra sjóða. 1 litt yfirveguðum og óhagsstæðum framkvæmdum jafnt hjá opinberum aöilum sem einkaaðilum. 1 röskun á skiptingu eigna og tekna þjóðféiagsþegn- anna. Engri þjóð hefur tekizt að ná varanlegri aukningu velmeg- unar og félagslegum umbótum samfara örri verðbólgu. Viðast hvar hefur verðbólga fyrr eða siöar leitt til efnahagslegrar stöðnunar eða hnignunar og fé- lagslegs misréttis. Á þessu ári mun hallinn i viö- skiptum okkar við aðrar þjóðir nema um 10% af þjóðarfram- leiöslunni, þrátt fyrir verulega minnkun innflutnings. Þetta felur þaö i sér, að um tiunda hver króna, sem við ráðstöfum til neyzlu og framkvæmda, sé fengin með þvi að ganga á gjaldeyris- sjóðinn eða að láni frá öðrum þjóðum. Nú er svo komið, að gjaldeyrisforðinn er eingöngu lánsfé. Við getum nú ekki haldið þessum hallabúskap áfram. Þetta hefur tekizt enn sem komið er, vegna þess að þjóðin hefur notið mikils lánstrausts, sem grundvöllur var lagður að á s.l. áratug, og auk þess getað hagnýtt sér fyrirgreiðslu alþjóðalána- stofnana, einkum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir, að þetta traust er nú nýtt til hins ýtrasta, og aö frekari erlendar lántökur i verulegum mæli eru útilokaðar, nema ljóst sé, að þróunin i greiðslujöfnuði landsins stefni til betri vegar. Ein meginástæða hinnar erfiðu greiðslustöðu út á við á árinu i ár, eru útflutnings- erfiðleikar, sölutregða og óhag- stæð verðþróun, samfara inn- flutningsverðhækkun. Versnandi ytri skilyrði hafa hrakið okkur af leið, og við verðum að snúast við þeim vanda af fyllsta manndómi. Sú barátta gegn verðbólgu og halla i' greiðsluviðskiptum, sem nú skiptir öllu, fer þannig fram við erfiðar ytri aðstæður, sem þó er ekki unnt að gera ráð fyrir að fari batnandi á næstunni. A árinu 1974 varð engin aukning á þjóðar- tekjum, og á þessu ári er gert ráð fyrir að þærlækki um 9% á mann. Engar horfur eru taldar á þvi, að um teljandi aukningu útflutnings- framleiðslu eða batnandi við- skiptakjör verði að ræða á næsta ári. Að visu má búast við, að efnahagsástand fari verulega batnandi i viðskiptalöndum okk- ar, þegar kemur fram á næsta ár. Þetta mun þó naumast hafa telj- andi áhrif á þær vörur, sem við flytjum út, fyrst um sinn. A sumum útflutningsmörkuðum okkar, ekki sizt mörkuðum fyrir saltfisk og rækju, eru horfurnar mjög alvarlegar. Jafnframt heldur verð á innflutningi enn áfram að hækka nokkuð. Við þvi þarf aö búast, að raunverulegar þjóðartekjur verði litlu meiri eða svipaðar á næsta ári og i ár. Rétt stjórn fjármála og pen- ingamála eru ein af meginfor- sendum þess, að árangur náist i baráttu gegn verðbólgu og greiðsluhalla. Geysileg aukning útgjalda rikis, sveitarfélaga og opinberra sjóða og útlána banka og fjárfestingarlánasjóða hefur verið ein af orsökum verðbólgu- vaxtarins á undanförnum árum. Eigi að snúa taflinu við og draga stórlega úr verðbólgu og greiðslu- halla, verður það að byggjast á þvi, að útgjöld og útlán hætti að aukast með þeim hætti, sem verið hefur. Þetta er mörgum annmörkum háð, vegna þess að margvisleg löggjöf hefur verið sett um stóraukna opinbera þjón- ustu, án þess að fjárhagslegar af- leiðingar þeirrar löggjafar hafi veriö metnar til fulls eða teknar til greina. Stórframkvæmdum hefur verið hrundið af stað, án þess að séð hafi verið fyrir fjár- mögnun þeirra með heilbrigðum hætti. Á hliðstæðan hátt hafa framkvæmdir verið hafnar i at- vinnulifinu lángt umfram getu fyrirtækjanna sjálfra og fjárfest- ingarlánasjóða og banka til að sjá þeim fyrir fjármagni. Það er þvi óhjákvæmilegt, að draga verður úr þjónustu og framkvæmdir verða að tefjast frá þvi sem ráð- gert hafði verið, ef tilætlaður árangur iviðnámigegn verðbólg- unni á að nást. Enn fremur má framvegis ekki auka opinbera þjónustu né taka upp nýja, án þess aö þær fjárhagslegu byröar, sem þetta hefurí för með sér i nú- tið og framtið, iiggi ljósar fyrir, og ekki hefja framkvæmdir án þess að séð hafi verið fyrir fjár- mögnun þeirra. Vandinn er að sjálfsögðu ekki einungis sá að halda útgjöldum og framkvæmd- um innan þeirra takmarka, sem eðlileg fjáröflun setur, heldur einnig sá, að nú er brýnna en nokkru sinni, að þau útgjöld og framkvæmdir sitji i fyrirrúmi, sem stuðla að aukinni hagkvæmni og framleiðslu. Ríkisf jármálin 1975 Eins og jafnan hefur verið reynslan á siðari árum, hafa verið gerðar ýmsar efnahagsráð- stafanir á f járlagaárinu, eða eftir að fjárlög ársins 1975 voru sam- þykkt, vegna aðsteðjandi efna- hagsvanda. Margar þessar að- gerða hafa beinlinis verið fólgnar ibreytingum á tekjum oggjöldum rikissjóðs. Aðrar aðgerðir hafa fyrst og fremst beinzt að eða komið fram á öðrum sviðum efnahagsstarfseminnar, en engu að siður haft mikil áhrif á þróun rikisútgjalda og rikistekna. Af hinum siðartöldu má nefna almennar launahækkanir og gengisbreytingar, sem orðið hafa á árinu. Þannig er áætlað, að áhrif gengislækkunarinnar i febrúar s.l. hafi haft i för með sér beint og óbeint um 1.870 m. kr. gjaldaauka fyrir rikissjóð, ef þessi hækkunaráhrif fengju að koma fram óheft, en rikisstjórnin tók þá ákvörðun að bæta ekki kostnaðarauka á almennum rekstrarliðum vegna gengis- breytingarinnar, heldur skyldi þeim mæt.t með endurskoðun út- gjaldaáforma i hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum rikis- ins. Hér var um 820 m. kr. lækkun að ræða, og nettóáhrif gengisfell- ingarinnar þvi metin 1.050 m. kr. útgjaldaauki. Af þeirri fjárhæð koma 435 m. kr. fram i greiðslum, sem á einhvern hátt eru bundnar erlendum gjaldeyri, svo sem kostnaður við sendiráðin og endurgreiðslur erlendra lána, en 615 m. kr. koma fram i framlög- um til almannatrygginga og al- mennum launakostnaði, sem nú mun að vikið, og verða áhrifin sem rekja mætti til gengisbreyt- ingarinnar ekki talin þar sérstak- lega. 1 marzmánuði hækkuðu almenn laun um 10-11% að meðaltali, og i júni gekk dómur kjaradóms varð- andi opinbera starfsmenn, sem fól i sér hliðstæða hækkun launa. Um miðjan júni varð svo enn al- menn launahækkun, sem metin hefur verið nálægt 10%. Þessar hækkanir hafa leitt til nálægt 11 1/2% útghaldaauka á launalið rikissjóðs á árinu 1975, eða sem næst 1.000 m. kr. Ýmsar beinar aögerðir i rikisfjármálum, aðrar en launa- hækkanir opinberra starfs- manna, hafa haft áhrif á út- gjaldahliðina, og skulu hinar veigameiri nú raktar. 1 marz- mánuði varð ákveðið að hækka niðurgreiöslur, sem nam um 200 m. kr. á ársgrundvelli, og aftur voru niðurgreiðslur auknar i júni- mánuði, sem nam um 1200 m. kr. á heilu ári. 1 bæði skiptin var ákvörðunin tekin með tilliti til þróunar verðlagsmála almennt, og i sfðara skiptið var tilgangur- inn ekki sizt að auðvelda samn- ingagerð i launamálum, sem þá stóð yfir. Útgjaldaauki af þessum sökum er áætlaður 910 m. kr. á árinu 1975. Sem kunnugt er hafa bótafjárhæðir lifeyristrygginga verið tengdar kauptöxtum, og i samræmi við það hafa bætur verið hækkaðar tvisvar á árinu, eða um 9% i april og 11% frá 1. júli. Samfara hækkuninni i april var lögfest sú kerfisbreyting, aö frá miðju ári skyldu fjölskyldu- bætur falla inn i tekjuskattkerfið. Þá hafa daggjöld á sjúkrahúsum, og þar með framlög til sjúkra- trygginga, verið hækkuð þrisvar á árinu, eða um 7,4% að meðaltali frá 1. mai, 6,5 % frá 1. júli og 15% frá 1. október, auk þess sem halladaggjöld hafa verið i gildi á einstökum sjúkrastofnunum. Er þetta afleiðing launahækkana starfsfólks og annarra verölags- hækkana. Nettóhækkun framlaga til alm annatrygginga er af þessum sökum metin um 2.300 m. kr. á árinu. Þá var ákveðið á ár- inu, að rikissjóður stæði undir þeirri auknu greiðslubyrði vegna togarakaupa, er leiddi af leng- ingu lána togaraeigenda umfram lánstima erlendu lánanna, er fengust i sambandi við kaupin. Eru greiðslur af þessum sökum áætlaðar 560 m. kr. á árinu. Enn fremur ákvað rikisstjórnin að greiða niður áburðarverð, er hafði hækkað mjög verulega er- lendis og verður til þess varið 600 m. kr. á þessu ári. 1 ljós hefur komið, að uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir eru vanáætl- aðar i fjárlögum 1975, og er gert ráð fyrir, að þessar uppbætur fari 250 m. kr. fram úr fjárlagatöiu ársins. Loks hafa breytingar á sköttum og almennt endurmat tekjuáætlunar leitt til hækkunar markaðra tekjustofna, sem fram koma i' gjaldahlið og auk þess hefur ekki verið komizt hjá að samþykkja nokkrar umfram- greiðslur á einstökum fjárlaga- liðum, sem ekki eru innifaldar i framangreindum tölum, Er áætl- að að útgjaldaauki af þessum tveimur ástæðum nemi um 240 m. kr. Þá var i efnahagsmálalögun- um frá april s.l. heimild til lækk- unarútgjalda um 3.500 m. kr., en eftirað málið hafði verið til með- ferðar i fjárveitinganefnd. var það álit nefndarinnar, að ekki væri fært að lækka gjöld um meira en 2.000 m. kr., og gerði nefndin tillögu um það efni. Þegar tekið hefur verið tillit til alls þessa, verður niðurstaðan sú, að heildarútgjöld á árinu 1975 verði nálægt 51.500 m. kr., en það er um 4.300 m. kr. hærra en fjár- lagatala ársins. Allmiklarbreytingarhafa verið gerðar á skattamálum siðan fjár- lög voru afgreidd, og skal þeirra veigamestu nú getið. Með efna- hagsmálalögunum i aprii var tekjuskattur einstaklinga lækk- aður verulega,ogernúáætlað, að hann verði um 920 mkr. lægri en fjárlagatala ársins, en þá er ekki dreginn frá nema helmingur fjöl- skyldubóta ársins, enda gert ráð fyrir þeirri fjárhæð,sem útgjöld- um i þeim tölum, sem þegar hefur verið greint frá. Hins vegar er tekjuskattur félaga áætlaður um 170 mkr. hærri en i f járlögum árs- ins. Almenn aðflutningsgjöld eru áætluð einungis 390 mkr. hærri en i fjárlögum, þrátt fyrir gengis- fellinguna i febrúar, og er skýr- ingin annars vegar fólgin i af- námi tolla á ýmsum matvörum með efnahagsmálalögunum, og hins vegar i lækkun meðaltoll- hlutfalls vegna minni hátollainn- flutnings i ár en i fyrra. 1 sömu lögum voru ákvæði um niðurfell- ingu söluskatts af tilteknum mat- vörum, og þrátt fyrir meiri veltu en reiknað var með er nú áætlað, að tekjur af söluskatti verði 460 mkr. lægri en i fjárlagaáætlun. Þá var með efnahagsmálalögun- um tekið upp flugvallagjald, sem talið er að muni gefa af sér 225 mkr. á árinu. Þegar ljóst varð, að niðurfærsla rikisútgjalda næmi eigi hærri upphæð en 2.000 mkr., var ákveðið að innheimta með bráðabirgðalögum sérstakt tima- bundið 12% vörugjald, sem standa skyldi til loka þessa árs. Aætlað var, að tekjur af vöru- gjaldinunæmu 1.850mkr.á árinu, en eftir 2.000 mkr. lækkun út- gjalda var það sá fjárhagsvandi, sem rikissjóður var talinn standa frammi fyrir, og leysa þyrfti, til að jöfnuður næðist i rikisfjármál- unum. Endurskoðun þessa tekju- stofns hefur nú leitt i ljós, að ekki sé aö vænta meira en 1.600-1.700 mkr. af gjaldinu. Verð áfengis og tóbaks hefur verið hækkað á ár- inu. Af þessum sökum er áætlað, að tekjur rikissjóðs af ATVR verði 1.050 mkr. umfram fjár- lagaáætlun. Að lokum skal þess getið, að i' febrúar var innflutn- ingsgjald af farþegabifreiðum hækkað, og eru tekjur af gjaldinu nú áætlaðar70 mkr. umfram f jár- lagatölu. Endurmat tekjuáætlun- ar að öðru leyti hefur leitt i ljós, að nettóhækkun annarra tekjuliða er talin 379 mkr., og heildartekjur á árinu þannig 50.230 mkr., þegar fjölskyldubætur hafa verið dregn- ar frá tekjuskatti að hálfu. Er þetta 2.604 mkr. umfram fjár- lagaáætlun ársins 1975. 1 fjárlögum er gert ráð fyrir, að á lánahreyfingum verði 270 mkr. nettóhalli, og á þessu stigi hefur ekki þótt ástæða til að breyta þeirri áætlun, enda um mörg óviss atriði að ræða. Áður en ég vik að f járlagafrum- varpinu, vil ég gera stutta grein fyrir afkomu rikissjóðs 1974. Afkoma ríkissjóðs árið 1974 1 mai'mánuði siðast liðnum gerði ég stutta grein fyrir afkomu rikissjóðs skv. A-hluta rikisreikn- ings fyrir árið 1974. Reikningur- inn var þá jafnframt afhentur al- þingismönnum fullbúinn af hálfu rikisbókhalds, en án athuga- semda yfirskoðunarmanna. Var það i fyrsta skipti, sem A-hlutinn i heild hefur verið lagður fram að vori. Vænti ég að svo geti orðið framvegis. Rikisbókhaldið hefur nú einnig lokið við gerð B-hluta rikisreikn- ings, og er hann nú afhentur i sér- stöku hefti. Þegar yfirskoðunar- menn rikisreiknings hafa gert sinar athugasemdir við A- og B-hluta hans og þeir fengið svör við þeim og gert sinar tillögur, mun reikningurinn i heild verða lagður fram, væntanlega sfðar á þessu þingi. Jafnframt þvi að leggja fram B-hluta reikningsins, hefur grein- argerð rikisbókhaldsins um af- komu rikissjóðs á árinu 1974 verið dreift meðal þingmanna. Leyfj ég mér að visa til hennar, en vil þó draga fram helztu atriði i afkomu rikissjóðs á næstliðnu ári. Afkoma rikissjóðs skv. rekstr- arreikningi A-hluta rikisreikn- ings fyrir árið 1974 varð óhagstæð um 3.287 mkr. Gjöld að meðtöld- um f járfestingarútgjöldum reyndust 41.008 mkr. og tekjur 37.721 mkr. Endurmatsjöfnuður varð óhagstæður um 576 mkr., einkum vegna hækkunar skulda i erlendri mynt vegna gengismun- ar. Rekstrar- og endurmatsjöfn- uður sýndu þvi óhagstæða þróun að fjárhæð 3.863 mkr. eða skulda- aukningu rikissjóðs, nettó, um þá fjárhæð á árinu. Sú breyting kom annars vegar fram i óhagstæðum greiðslujöfnuði i heild um 2.294 mkr. og hins vegar lánajöfnuðiað fjárhæð 1.569 mkr. Greiðslujöfn- uður i þrengri merkingu, þ.e. jöfnuður sjóðs og bankareikn- inga, var hins vegar óhagstæður um 3.171 mkr. Ef skuldaaukning rikissjóðs við Seðlabankann i um- sömdum lánum að fjárhæð 220 mkr. er talin með, er jöfnuðurinn óhagstæður um 3.391 mkr., en um 2.514 mkr., ef breyting ýmissa lausaskulda og inneigna er talin með. Lánajöfnuður sýndi aukningu skulda rikissjóðs um 1.569 mkr. og þar af, eins og áður segir, 220 mkr. við Seðlabankann. Skuldir við aðra i formi tekinna lána hækkuðu um 1.444 mkr. Veitt lán lækkuðu um 25 mkr. og eign i hlutabréfum og stofnfjárframlög- um hækkaði um 120mkr. Innifalið i þessum fjárhæðum er endurmat vegna gengismunar til hækkunar tekinna lána um 613 mkr. og stofnfjárframlag til alþjóðastofn- ana um 48 mkr. Gjöldin árið 1974 námu eins og áður sagði 41 milljarði og 8 millj. króna.eöa 11 milljörðum 606 mill- jónum króna umfram fjárlög. Þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa markaðra tekna og sér- stakra laga, sem leitt hafa til gjalda umfram áætlun fjárlaga, samtals að fjárhæð 2.664 mkr., sbr. bls. 63 og 183 i rikisreikningi, A-hluta, námu umframgjöldin 8.942 mkr., eða 28% af fjárlögum og fjárveitingaheimildum. Stærstu gjaldaliöir voru eins og áður framlög til tryggingamála, þ.e. til Tryggingastofnunar rikis- Framhald á 13. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.