Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 29. oktdber 1975. LÖGREGLUHA TARINN 52 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Um það mátti lengi deila hvort heyrnardauf i maðurinn væri afbrotasnillingurinn. Carella hugðist efna til funda með samstarf smönnum sinum þegar hann kæmi af tur til starfa. Læknirinn taldi hann mundi losna næsta f immtu- dag. Það virtist samdóma álit læknanna að meðvitund- arleysi hefði alltaf í för með sér heilahristing og heila- hristingurinn gæti svo hins vegar leitt af sér innvortis blæðingar. Það var lágmark að vera eina viku á sjúkra- húsi til eftirlits. Verið gat að neyrnardaufi maðurinn væri enginn af- brotasnillingur. Hann var kannski einfaldlega aðeins klókari en lögreglumennirnir sem hann átti í höggi við. Þessi þankagangur var allt annað en uppörvandi. En væri maðurinn jafn snjall og allt virtist benda til — var þá nokkur möguleiki fyrir síður gefna menn að geta sér til um hvað hann ætlaðist fyrir? Djöfullegar áætlanir mannsins. Var það kannski ekki djöfullegt að heimta fimm þúsund dollara og skjóta svo lögreglufulltrúann? Þá var ekki síður djöfullegt að kref jast f immtiu þúsund dollara og myrða þvi næst varaborgarstjórann. Það var blátt áfram óhollt að hugsa um hver yrði næsta krafan og næsta fórnarlambið. Það var þó öruggt, að enn á ný yrði sett fram f járkrafa og það hlaut að hafa í för með sér nýtt f órnarlamb. Eða hvað? Hvernig er hægt að geta sér til um áætlanir afbrotasnillings? Það er ekki hægt. Hann er afbrota-snillingur. Carella fór yf ir þessa röksemdafærslu á ný: Nei. Hann er þó ekki nema mannlegur. Hann reiðir sig á ákveðin mannleg viðbrögð. Hann ætlast til þess að við reynum að stöðva hann í hvert skipti. Þó ætlast hann til þess að okk- ur mistakist og neyðum hann þannig til að framkvæma hótanir sínar. Þá eru fyrstu f járkúgunarbréfin aðeins undirbúningur undir eitthvað annað og meira. AAaðurinn virðist vera á leið upp metorðastiga embættismanna borgarinnar. önnur krafa hans var tíföld sú fyrsta. Það er næstum öruggt að næst velur hann sjálfan borgar- stjórann, James AAartin Vale, sem fórnarlamb. Þá tí- faldar hann fyrri kröfuna. Fimm hundruð þúsund doll- arar. Það er ekki nein smáfúlga. Er ég aðeins að geta mér til um fyrirætlun afbrota- meistara? Áég að REYNAaðgeta mér til um fyrirætlun hans? Er hann í raun og veru að undirbúa aðalmorðið eða er eitthvað enn djöfullegra sem hann hefur í hyggju? I sömu andrá gekk Teddy Carella inn í herbergið. Carella þurfti aðeins að geta sér til um hvort hann myndi kyssa hana fyrst eða öfugt. En þar sem nefið á honum var allt í umbúðum ákvað hann að leyfa henni að velja. Hún gerði það af nærfærinni ró. Carella fór sjálf ur að brugga djöfullegar ráðagerðir. Hefði hann fram- kvæmt þær þá hefði það leitt til þess, að honum hefði aldrei framar verið hleypt inn á Buena Vista sjúkrahúsið. Ekki einu sinni i einkaherbergi. XXX Richard Genero lögreglumaður var á sama spítala þennan sunnudagsmorgunn. En hugsun hans var bundin við starfsframa og árangur fremur en holdsins lysti- semdir. Enda þótt mikil leynd hvíldi yfir aðgerðum lög- reglunnar vegna morðanna hafði framagjörnum og dug- legum blaðamanni dottið í hug að samband gæti verið á milli fótasárs Generos og morðsins á Scanlon — kvöldið áður. Enn sem komið var vissu blöðin ekkert um fjár- kúgunarhótanir mannsins, símtölin og annað því við- komandi. En blaðamaður eins helzta stórblaðs borgar- innar hafði þennan morgun birt blaðagrein þar sem hann spurði þeirrar spurningar hvort leynilögreglumenn úr einu borgarumdæminu hefðu ekki vitað fyrir, að reynt yrði að myrða varaborgarstjórann. Höfðu þeir raunar ekki sett upp mikilfenglega gildru sama kvöldið? Varð kannski ekki einn hinna hugrökku lögreglumanna fyrir byssukúlu og slasaðist á fæti þegar reynt var að hand- sama hinn grunaða morðingja? Ekki var gott að segja hvaðan fréttamaðurinn hafði upplýsingar sínar. Þó hafði hann látið hjá líða að geta þess, að Genero hafði skotið sjálfan sig í fótinn fyrir eintóman klaufaskap. Vegna þess að hann var dauðhræddur við hunda og glæpamenn og ennfremur vegna þess, að hann var ekki vanur að skjóta menn, sem voru á flótta. Faðir Generos vann sjálf ur hjá borginni. Hann var bú- inn að starfa hjá heilbrigðisstjórninni í rúm tuttugu ár. Hann vissi ekki einu sinni að Genero hafði óvart skotið í fótinn á sér. Hann vissi aðeins að sonur hans var hetja. Foreldrarnir komu á spítalann og færðu syni sínum viðeigandi gjöf. Nú sátu kona hans og sonur í herberginu hjá honum á f jórðu hæð spítalans. Þau ræddu um nærri gulltryggða stöðuhækkun Generos i þriðju gráðu leyni- lögreglumann. Satt að segja hafði stöðuhækkun aldrei hvarflað að Genero. En þegar faðir hans útlistaði hetjulega frammi- 29. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og ver&urfregn- ir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les (12) 15.00 Mi&degistónleikar Roberto Szidon leikur Pianósónötu. nr. 1 i f-moll eftir Alexander Skrjabin. Finharmoniusveitin i Los Angeles leikur „Dýrðar- nótt”, sinfóniskt tónaljóð op. 4 eftir Arnold Schön- berg, Zubin Metha stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (2). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35. Vinnumál Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Lögfræð- ingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöidvakaa. Einsöngur Guðmunda Eliasdóttir syngur islenzk lög. b. Elzti rithöfundur Rangæinga. Helgi Hannesson flytur erindi: siðari hluti. c. „Krókárgerður”, visnaflokkur eftir óiinu Jónasdóttur, Indriði Þ. Þórðarson kveður. d. „Þjóösagan hefst”, Sveinn Bergsveinsson les kafla úr óprentaðri skáldsögu. e. Kórsöngur. Liljukórinn syngur lög við kvæði Einars Benediktssonar, Jón As- geirsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræður” eftir Gunnar Gunnarsson Þorsteinn ö. Stephensen les (8) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „KjarvaP’ eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (7) 22.35 Skákfréttir 22.40 Pjassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AAiðvikudagur 29. október 18.00 Naglinn. Sovézk teikni- mynd. 18.10 Dýratemjarinn. Sovézk teiknimynd. 18.20 List og listsköpun. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur fyrir ung- linga. 2. þáttur. Myndskip- un.Þýðandi Hallveig Thor- lacius. Þulur Ingi Karl Jó- hannesson. 18.45 Kaplaskjól. Brezkur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Sólardagur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Pagskrá og auglýsingar 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.25 Farþeginn. Brezkt saka- málaleikrit. Lokaþáttur. Aðalhlutverk Petur Bark- worth og Paul Grist. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 22.10 Gömlu dansarnir. Hljómsveit Guðjóns Matthiassonar leikur fyrir dansi i sjónvarpssai. Dans- stjóri og kynnir Kristján Þórsteinsson. Stjórn upp- töku Egill Eðvarðsson. Þessi þáttur var frumfluttur 2. ágúst 1975. 23.40 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.