Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miövikudagur 29. október 1975. líOUlClUlu X'illc. ce ncst vas une víincc ajjairc... v. M > ec lc Standard t.í.-aa appartement plus vaste. Seul petit iFGEIft SEGURVINSSON: “CE N’EST PAS MOIU PATRON... J’ATTENDS QU’IL RENTRE...” ORMOND ER BJARTSÝNN JIM CRUICKSHANK og JOHN GREIG.... aftur I skozka landsliöiö, eftir fjögurra ára fjarveru. Myndin var tekin i Glasgow, þegar þeir voru á lciðinni i æfingabúðir skozka landsliðsins. ÞRATT FYRIR öll þau áföll, sem við höfum orðið fyrir að undanförnu, er ég mjög bjartsýnn fyrir leikinn gegn Dönum, sagði skozki landsliðs- einvaldurinn Willie Ormond. Um helgina forfölluðúst li af leikmönnum þeim, sein Orinond hafði valið i landsliðshóp sinn, sem mætir Dönum á Hampdeh Park i kvöld — þar af báðir markverðirnir, sein hann hafði valiö, þeir David Harvey, Leeds, og hinn ungi og efnilegi markvörður Slieffield United, Jim Brown. Harvey hefur verið undir lækn- ishendi, og i gær var útséð um, að hann yrði góður fyrir leikinn gegn Dönum. Jim Brownlék ekki með Sheffield United-liðinu gegn Queens Park Rangers á laugar- daginn, vegna meiðsla i öxl. Aðrir leikmenn, sem eiga við meiðsli að striða, eru þeir Martin Bucham, Manchester United, Gordon Mc- Queen, Leeds, Sandy Jardine, Glasgow Rangers, og David Hay, Chelsea. Buchan, er meiddur i nára, Jardine, sem margir töldu að myndi taka við fyrirliðastöðu Billy Bremner.er meiddur á fæti. McQueen er meiddur á ökkla. Hay gat ekki gefið kost á sér af persónulegum ástæðum. Eftir að útséð var um að David Harvey gæti leikið i markinu valdi WiIIie Ormond tvo nýja markverði i landsliðshópinn — þá Jim Cruickshank, Hearts, sem lék siðast með skozka landsliðinu 1971 gegn Belgiu, og Bobby Clarke, Aberdeen. Þá valdi hann einnig fyrirliða Glasgow Rang- ers, John Greig, i hópinn, en Greig á 43 landsleiki fyrir Skota að baki. Hann lék siðast með Skotum fyrir fjórum árum — 1971 gegn Englendingum. Að öllum likindum verður lið Skota skipað þessum leikmönn- um i kvöld: Cruickshank, Aber- deen, McGrain, Celtic, Jackson, Rangers, Greig, Rangers, Ilouston, Man. Utd., Rioch, Derby, Dalglish.Celtic, Iiartford, Man. City, Lorimer, Leeds, Parlane, Rangers, og Mac- Dougall, Norwich. —sos Ásgeir og Guðg í sviðsljósinu — AAikið hefur verið skrifað um þá í belgískum blöðum KNATTSPYRNUKAPPARNIR Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson hafa veriðf sviðsljósinu i Belgiu að undanförnu — enda hafa þeirátt hvern leikinn öðrum betri og skoraö fallega mörk. As- geir, cða „Sigur” eins og hann er kallaöur, er búinn að skapa sér stöðugan sess hjá Standard Liege. — Hann er kominn i hóp beztu knattspyrnumanna Belgiu, sem aðalburöarás Standard Liege-liðsins. Mikið hefur verið skrifað um þá Asgeir og Guðgeir i belgiskum blöðum að undanförnu, og nú i vikunni birti stærsta iþróttablað Belgiu „Sportif 70” heilsiðu viðtal við Asgeir, eftir stórleik hans með Standard Liege gegn Anders- lecht, þar sem var rætt um knatt- spyrnuferil hans, islenzka lands- liðið og islenzka knattspyrnu. Fyrir skömmu birti „Sportif 70” viðtal við Guðgeir — eftir að hann skoraöi fyrsta mark sitt fyrir Charleroi, sem var jafnframt fyrsta mark liðsins á heimavelli á keppnistimabilinu —en liðið hafði þá ekki skorað mark i 314 minútur á heimavelli. Þá má geta þess, að Ásgeir Sigurvinsson er annar tveggja leikmanna Standard Liege, sem Coca Cola notar myndir af i aug- lýsingaherferð gosdrykkjafyrir- tækisins i Belgiu. Coca Cola hefur sett myndir af snjöllustu knatt- spyrnumönnum Belgiu innan i hvern tappa á Coca Cola flöskun- um — þannig að fólk er farið að safna myndunum úr töppunum. A þessu sést, hversu stórt nafn As- geir er i belgiskri knattspyrnu. SOS miiiiDÁin irni mm miun m rríimnr mMöFMím GUDGEIR LEIFSSON: NE MARQUERAI QUE A REGÍIÍC\ rr UR PHASE ARRETEE. j ASGEIR SIGURVINSSON...sést hér I ibúð sinni, þar sem hann er að bregöa hljómplötu á fóninn — að sjálfsögðu með islenzkum listamönnuin. Þessi mynd birtist í „Sportif 70” með viötal- inu við Ásgeir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.