Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 29. október 1975. TÍMINN 17 Landsleikir gegn Eng- lendingum — fyrsti þáttur undirbúnings blaklandsliðsins fyrir undan keppni ÓL á Ítalíu — ÞETTA er allt aö koma hjá okkur, við erum að æfa nýja leikaðferð, sem strákarnir eru að ná valdi á, sagði Halldór Jónsson, liðsstjóri landsliðsins í blaki, eftir að landsliðið hafði unnið góðan sigur í leik gegn „pressuliðinu" 3:0—15:10 —15:10 og 15:9. Landsliðið lék með alla sína sterkustu leikmenn, nema Halldór, sem stjórn- aði liðinu. Halldór lék ekki með vegna meiðsla í ökla, sem hann hlautá landsliðs- æfingu fyrir helgina. „Pressuleikurinn” var siðasti æfingaleikur landsliösins fyrir landsleikina gegn Englendingum, sem verða háðir um næstu helgi hér á landi. Blaklandsliðið er nú byrjað að æfa og undirbúa sig fyr- ir undankeppni Ólympiuleikanna, sem fer fram i Róm á Italiu 15.-19. janúar n.k. Þar leika Islendingar i riðli með A-Þjóðverjum, Búlgör- um, Spánverjum og Indónesiu- mönnum. — Undirbúningurinn hjá okkur fyrir undankeppni ÓL á Italiu er i fullum gangi, og eru leikirnir gegn Englendingum liður i þeim undirbúningi. Þá eru einnig fyrir- hugaöir tveir landsleikir gegn Færeyingum i byrjun desember, sagði Halldói. SVÍI RÁÐINN ÞJÁLFARI BLAK- LANDSLIÐSINS BLAKSAMBANDl íslands hefur ráðið sænskan þjálfara, Erik Skar- back, til að þjálfa og undirbúa islenzka landsliðið fyrir undankeppni Ólymþiuleikanna i blaki, sem fara fram á ttaliu. Skarback er væntan- legur til landsins um miðjan desember, og inun hann þá taka við stjórn landsliðsins og stjórna lokaundirbúningnum fyrir ttaliuferðina — þar sem liann mun stjórna landsliðinu. ÁRMENNINGAR I VÍGAHUG — þeir maeta finnska liðinu Playboy í Evrópukeppni bikarmeistara annað kvöld í Laugardalshöllinni — Við höfum undirbúið okkur mjög vel, og erum bjartsýnir á að okkur takist að leggja Finnana að velli, sagði Jón Björgvinsson, landsliðsmaður úr Armanni, sem mætir finnska liðinu Playboys i Evrópukeppni bikarmeistara i Laugardalshöllinni annað kvöld. — Það ríkir mjög mikill áhugi i herbúðum okkar, og við höfum æft mjög vel undir handleiðslu Ingvars Sigurbjörnssonar þjálf- ara og Jimmy Rogers, sagði Jón. Það má búast við fjörugum leik, þegar Armenningar mæta finnsku „plebbunum” i Laugar- dalshöllinni, en Finnarnir hafa mjög sterku liði á að skipa. Þeir hafa einn Bandarikjamann i herbúðum sinum, eins og Ar- menningar. Hann heitir Konnie Canon, og ér hann „aðeins” 2.06 m á hæð. Leikmenn finnska liös- ins eru mjög hávaxnir, flestir um 2m. Það verður þvi gaman að sjá Armenninga, sem leika sinn fyrsta Evrópuleik, með Jón Sigurðsson og Jimmy Rogers i fararbroddi, glima við hina há- vöxnu Finna. Það er ekki að efa, að ef Ármenningar ná sér á strik, þá ættu þeir að geta veitt Finnun- um harða keppni — og ef heppnin verður með þeim, geta þeir jafn- vel lagt þá að velli. Evrópuleikurinn hefst kl. 8.30 i Laugardalshöllinni, annað kvöld. — SOS JIMMY ROGERS....... Banda- rikjamaðurinn, sem leikur með Armannsliðinu. Hann varð stiga- hæstur i Reykjavikurmótinu — með 113 stig. ■ 1 (Timamynd Gunnar) i i Við munum gera allt til ab sundra vörn Tékka" — sagði Don Revie, landsliðseinvaldur Englendinga, sem mæta Tékkum í Bradislava í kvöld ★ Fjórar breytingar — SÓKNARLEIKUR og aftur sóknarleikur, er dagskipunin hjá Don Revie, enska landsliðsein- valdinum, þegar Englendingar mæta Tékkum i Bratislava i kvöld i Evrópukeppni landsliða. — Viö vitum, að Tékkar eru veik- astir fyrir i vörninni, þess vegna munum við gera allt til að sundra vörn þeirra, sagöi Revie, þegar hann hélt með strákana sin til Tékkóslóvakiu. Revie hefur gert fjórar breytingar á liði sinu frá landsleik Englendinga gegn Svisslendingum i byrjun septem- ber. Þeir Paul Madeley, Leeds, Ian Gillard, Q.P.R. Malcolm MacDonald, Newcastle, og Alan Clarke, Leeds, koma inn i enska liðið. Enska landsliðið, sem leikur gegn Tékkum i Bratislava er skipað þessum leikmönnum: Ray Clemence, Liverpool......13 Paul Madelev, Leeds..........19 Ian Gillard, Q.P.R........... 2 Roy McFarland, Derby........24 Colin Todd, Derby...........” 17 Colin Bell, Man. City .......47 Kevin Keegan, Liverpool......15 Gerry Francis, Q.P.R......... 5 Mike Channon, Southampton ..28 Allan Clarke, Leeds ........17 Malcolm MacDonald, Newcastle ..................11 Eins og sést á þessu, þá er Colin Bell leikreyndasti leikmaður liðs- þús. punda þóknun, ef þeir verða Evrópumeistarar. — Ég er bjartsýnn á leikinn gegn Englendingum, strákarnir hafa sýnt fram á, að þeir leika góða knattspyrnu og ef þeir veröa fljótir að notfæra sér tækifærin sin, þá er ég ekkert hræddur um. að þeir standi sig ekki, sagði Vaclay Jezck, þjálfari tékkneska liösins. — Strákarnir eru i mjög góðri æfingu. bæði andlega og likamlega. Það hefur mikið að segja i baráttunni við „enska ljónið”, sagði Jezck. — SOS DON REVIE.......sésthér ræða við leikmenn slna, sem vt rða i sviðsljósinu i Bratislava I \ , kvöld. d enska liðinu framlinunni. Þá kemur Alan Clarke aftur i framlinuna — i staðinn fyrir David Johnson Ips- wich, sem er meiddur. Clarke, sem hefursjaldan verið betri, lék siðast i ensku landsliöspeysunni gegn Portúgal á Wembley i nóvember 1974. Ensku leikmennirnir hafa mikið aö vinna, þvi að enska knatt- spyrnusambandið hefur ákveðið að þeir fái 2 þús. punda þóknun, ef þeir komast i 8-liða úrslit i Evrópukeppninni — til þess að komast þangað, þurfa Eng- lendingar að leggja Tékka að velli, og siðan Portúgali. Þá hefur sambandið einnig ákveðið, að þeir fái 1 þús. pund fyrir hvern unnin leik i úrslitakeppninni, ef þeir komast i hana. A þessu sést, að leikmennirnir geta fengið 5 ins, með 47 landsleiki að baki. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1968 á Wembley, gegn Svium. Ian Gillard tekur bakvarðar- stöðu Kevin Beattie, Ipswich, sem á við meiðsl að striða — i hásin. Þá kemur Paul Madeley inn sem hægri bakvörður, i stað- inn fyrir Steve Whitwoeth, Leicester. Roy McFarland, sem lék sfðast með enska landsliðinu 1974 gegn N-Irum, tekur aftur stöðusina sem miðvörður — hann átti við meiðsli að striða sl. keppnistlmabil. Dave Watson, Manchester City, varð að vikja fyrir McFraland, sem leikur i kvöld við hliðina á félaga sinum Colin Todd, Kevin Keegan tekur stöðu Tony Currie.Sheffield Unit- ed, á miðjunni, og Malcolm Mac- Donald tekur stöðu Keegans i J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.