Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 19
Miövikudagur 29. október 1975. TÍMINN 19 i—I Framsóknar- menn Suðurlandi Kjördæmisþing framsóknarmanna I Suðurlandskjördæmi verður haldið að Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 9. nóv. og hefst kl. 10 f.h. Auk venjulegra þingstarfa verða tekin til meðferðar orku- og menntamál. Framsögumenn verða Helgi Bergs banka- stjóri og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. Snæfellingar önnur umferð i þriggja kvölda spilakeppninni verður að Breiða- bliki laugardaginn 1. nóv, og hefst kl. 21.30. Aðalvinningur er Mallorkaferð fyrir tvo. Einnig góð kvöldverðlaun. Alexander Stefánsson oddviti flytur ávarp. Að lokum verður stiginn dans. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Handavinnukvöld hjá basarnefnd að Rauðarárstig 18 n.k. fimmtudag 30. okt. kl. 20.30. Fjölmennið. Basarnefndin. * Arnessýsla Ákveðið er aö Framsóknarfélag Árnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld i nóvember. Hið fyrsta verður aö Aratungu 14. nó.v, annað að Borg 21. nóv. og þriðja og siðasta spilakvöldið i Arnesi 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Fjórlagaræða 0 arsköttum eru áætlaðar 1.022 m.kr., eöa um 524 m.kr. hærri en i fjárlögum 1975. Meginástæða þessarar breytingar er sú, að gert er ráð fyrir að við álagningu eign- arskatta verði tekið mið af þeirri breytingu, er orðið hefur að und- anförnu á verðgildi fasteigna, en fasteignamat til eignaskatts hefur verið óbreytt siðan 1972. A vegum yfirfasteignamats- nefndar er nú i undirbúningi framreikningur fasteignamats skv. ákvæðum gildandi laga um fasteignamat og -skráningu, sem vonazt er til að taki gildi um ára- mótin 1976/1977. Þá er og i undir- búningi i fjármálaráðuneytinu gerð nýs frumvarps um skrán- ingu og mat fasteigna, að mestu samhljóða eldra stjórnar- frumvarpi, sem lagt var fyrir Al- þingi vorið 1974, en fékkst þá ekki afgreitt sökum timaskorts, en með þvi frumvarpi er gert ráð fyrir sifelldri matsstarfsemi og þvi, að matsfjárhæðir endurspegli' raunverulegt gangverð eigna á hverjum tima. Verður gerð nán- ari grein fyrir þessu máli, þegar það kemur til kasta Alþingis nú á næstunni. Innheimtur tekjuskattur ein- staklinga. A árinu 1976 er tekju- skattur einstaklinga áætlaður 5.600 m.kr., að frádregnum barnabótum og persónuafslætti til greiðslu útsvars, en þá er með- talin innheimta eftirstöðva frá fyrri árum. Talið er, að innheimt- ur tekjuskattur einstaklinga i ár verði 4,350 m.kr. Þetta er 570 m.kr. lægri upphæð en áætlað var i siðustu fjárlögum, og veldur þar mestu um sú breyting á skatta- lögunum, sem gerð var á sl. vori. Tekjuáætlun þessi er m.a. á þvi byggð, að tekjur til skatts hækki um 27% milli áranna 1974 og 1975, og er þá meðtalin 1—2% fjölgun framteljenda. Aætlaður tekjuskattur félaga reyndist nokkru hærri i ár en á- ætlað var, eða um 1.200 m.kr. Bú- izt er við að álagður tekjuskattur félaga verði minni næsta ár en i ár, og er gert ráð fyrir að hann muni nema 950 m.kr. við álagn- ingu, en 990 m.kr. muni innheimt- ast, og er þá miðað við áætlaðar eftirstöövar um næstu áramót. Gjöld af innflutningihækka um 142 m.kr. frá endurskoðaðri tekjuáætlun árið 1975, en um 698 m.kr. frá fjárlögum 1975. Al- mennar tolltekjur eru áætlaðar 10.070 m.kr. i ár, sem er aðeins 4% aukning frá fjárlagaáætlun. Gjöld af innflutningi árið 1976 eru áætluð 10.013 m.kr. Er þá gert ráð fyrir óbreyttu magni og svip- aðri samsetningu innflutnings og var á árinu 1975. Rýrnun tolltekna vegna samnings við EFTA og EBE er áætluð um 800 m.kr. Verðhækkun á innflutningi er aft- ur á móti áætluð 9% i krónum miðað við núverandi gengi. Aætlað er að innflutningur bif- reiða verði með svipuðum hætti á árinu 1976 og var nú i ár. Innflutn- ingsgjöld af bifreiðum er talin nema 800 m.kr. á næsta ári og hækka um 100 m.kr. frá endur- skoðaðri tekjuáætlun þessa árs. Rétt er að minna á, að innflutn- ingsgjölditt voru hækkuð i febrúar sl., og er gert ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá á næsta ári. Innflutningsgjald af benslni og gúmmigjalder áætlað 2.033 m.kr. á næsta ári. 1 fjárlögum fyrir árið 1975 var gjald þetta áætlaö 1.830 m.kr. Horfur eruá, að innheimtar tekjur af gjaldi þessu verði svip- aðar og áætlað var i fjárlögum. Við endurskoðun vegaáætlunar á sl. sumri var gert ráð fyrir að bensingjaldið gæfi um 100 m.kr. meira i tekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir, en ljóst er nú, að sú á- ætlun mun ekki standast. Skattar af framleiðslu eru tald- ir nema 299 m.kr. á næsta ári, þar af nemur álgjald 141 m.kr. Við gerð siðustu fjárlaga var gert ráö fyrir að álgjald næmi 320 m.kr. Forsendur þeirrar áætlunar hafa breytzt að hluta vegna ástands á álmarkaði og nú er útlit fyrir, að einungis verði greitt lágmarks- gjald skv. álsamningnum, bæði á þessu ári og þvi næsta. Ljóst er, að tekjur af álgjaldinu eru mun minni en vonir hafa staðið til. Að undanförnu hafa staðið yfir við- ræður við álfélagið um endur- skoðun á framleiðslugjaldinu. Skattar af seldum vörum og þjónustu. Innheimtur söluskattur i rikissjóð i ár eru riú áætlaður 16.300 m.kr., sem er 460 m.kr. lægra en áætlað var i fjárlögum 1975, en þvi veldur niðurfelling söluskatts af ýmsum matvælum og af flugfargjöldum innanlands, en lög um þessa skattalækkun samþykkt i april sl. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er nú gert ráð fyrir, að 2% sölugjald til Við- lagasjóðs renni óskert i rikissjóð fró og með næstu áramótum. Miðað við þær forsendur og aðrar forsendur frumvarpsins um neyzlu, er innheimtur söluskattur i rikissjóð á næsta ári áætlaður 21.560 m.kr. Launaskattur er áætlaöur nema 3.050 m.kr. á næsta ári, og þá miðað við óbreytt kauplag frá október 1975 og óbreyttar álagn- ingarreglur. 1 ár er launaskatt- urinn áætlaður 2.520 m.kr. Hlutur Byggingarsjóðs af þessari upp- hæð verður 1.740 m.kr. á næsta ári, en i ár talinn verða 1.416 m.kr. Rétt er að vekja athygli á þvi, að til þess að þessar tölur standist, þarf að framlengja gildistima laga um launaskatt. Rekstrarhagnaður ATVR nemur i ár að likindum 5.150 m.kr., sem er 1.050 m.kr. hækkun frá fjárlögum. Miðað við núver- andi útsöluverð óbreytt eru tekjur af þessum stofni áætlaðar 5.900 m.kr. á næsta ári. Flugvallargjald skv. lögum nr. 11/1975 er áætlað i ár 225 m.kr. Á- kvæði laga þessara um flugvall- argjald komu til framkvæmda 1. mai sl.'og gilda til loka febrúar 1976. Gert er ráð fyrir, að fram- hald verði á innheimtu þessa gjalds með svipuðu fyrirkomu- lagi og tiðkast i nágrannalöndum okkar. Eru tekjur af gjaldi þessu þannig áætlaðar munu nema 235 m.kr. á næsta ári. Aðrir óbeinir skattarnema um 2.736 m.kr. skv. frumvarpinu, en eru áætlaðir 2.313 m.kr. nú i ár. Bifreiðaskattur i ár er áætlaður 487 m. kr. en 537 m.kr. á næsta ári skv. vegaáætlun. Lagt verður fram frumvarp á þessu þingi um breytingu á þungaskatti bifreiða, og verður gerð nánari grein fyrir þvi, þegar þar að kemur. Unnið er að endurskoðun laga um aukatekjur rikissjóðs, en gjöld fyrir ýmsa þjónustu, er rikisstofnanir láta i té, hafa verið óbreytt frá 1965 og gjaldaupphæð- ir sem i þeim eru tilgreindar, þvi löngu úreltar. Verðjöfnunargjald raforku er áætlað 715 m.kr. á næsta ári, mið- að við núverandi orkuverð. Hér að framan hefur verið getið helztu skatttekna rikissjóðs, en skatttekjur eru samtals um 99% af heildartekjum. Afgangurinn er m.a. arðgreiðslur frá rikisfyrir- tækjum, sem áætlað er að hækki nokkuðá ári, aðallega vegna auk- inna tekna frá Frihöfninni. i( Vorum að fá fjölbreytt úrval af smurkoppum — 1 • ! Slöngur og stútar fyrir smursprautur POSTSENDUAA UM ALLT LAND s í é i k A ARAAULA 7 - SIMI 84450 Framsóknarfélag #• Arnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu veröur haldinn að Ejirarvegi 15Selfossi 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður ræðir stjórnmála- viðhorfið. Kjörnið verða fulltrúar á kjördæmisþing. Stjórnin. Hafnarfjörður Viðtalstímar bæjarfulltrúa Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opið hús að Strandgötu 11, 2. hæð á hverjum fimmtudegi kl. 18—19. Þar verða til viðtals bæjarfulltrúi flokksins og varafulltrúi, svo og nefndarmenn. Simi 51819. Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið á Hótel KEA, Akureyri 8.-9. nóv. n.k. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Dalvíkingar, Svarfdælingar Framsóknarvist verður i Vikurröst 30. okt. n.k. og hefst kl. 21.00. Framsóknarfélag Dalvikur. Hafnarfjörður —Vetrarfagnaður Vetrarfagnaður FUF verður haldinn i Skiphól föstudaginn 31. október — matur — skemmtiatriði. Nánar auglýst siðar. FUF. Kópavogur Framsóknarfélag Kópavogs heldur fund i Félagsheimili Kópavogs — efri sal — fimmtudaginn 30. október n.k. Jón Skaftason alþingismaður ræðir spurn- inguna: „Getum við eitthvað lært af rikjandi efnahagskreppu?” Oilum heimill aðgangur. Hafnarf jörður —Framsóknarvist Þriggja kvölda spilakeppninni verður fram haldið fimmtudags- kvöldið 30. okt. i Iðnaöarmannasalnum Liennetsstig 3, kl. 20.30. Kvöldverðlaun — Heildarverðlaun. Sólarferð með Feröamið- stöðinni fyrir tvo næstkomandi vor. Framhald spilakvöldanna verður 13. nóvember. Mætiö stundvislega. Framsóknarfélögin i Hafnarfiröi. Vestur- Skaftafellssýsla Aðalfundur Framsóknarfélagana i Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn i Vik laugardaginn 1. nóv. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson mæta á fundinum. Stjórnirnar. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals laugardag á skrifstofu Framsóknarflokksins Raui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.