Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.10.1975, Blaðsíða 20
SÍM1 12234 -HERRft GARdDURlNN AIDALSTRfETl 3 Fjárhagur New York: Breytir Ford frá fyrri afstöðu9 UiOlwVU • Reuter/Washington. Blaða- fulltrúi Fords Bandarikja- forseta tilkynnti i gær, að forsetinn myndi i dag flytja ræðu, þar sem hann tæki til sérstakrar meðferðar fjár- hagsvandræði þau, er New York borg hefur átt við að striða að undanförnu. Til- kynning þessi hefur vakið vonir i brjósti ráðamanna borgarinnar um það, að Ford muni nú tilkynna, að hann ætli að beita sér fyrir þvi, að alrikisstjórnin i Washington komi yfirvöldum i New York til hjálpar. Ron Nessen, blaðafulltrúi forsetans, sagði i gær, að ræðu þessa myndi forsetinn flytja á fundi samtaka bandariskra blaðamanna. „Þetta verður mikilvæg ræða um mikilvægt mál- efni,” sagði blaðafulltrúinn. 20 hand- teknir á Spáni Ueuter/Bilbao. Lögregluyfirvöld i Bilbao skýrðu svo frá igærað 20 manns, þar af niu konur, hefðu verið handtekin i gær, ákærðir fyrir að tilheyra aðskilnað’ar- hreyfingu baska, ETA. Meðal hinna handteknu voru þrjár konur og einn karlmaður, sem höfðu áform um að sprengja i loft upp flutningavagn, sem er i eigu lögreglúnnar i borginni. Þá skýrðu lögregluyfirvöld og frá þvi, að þau hefðu fundið sex ibúð- ir, þar sem skæruliðar höfðust við og geyrodu skotvopn cg áróðurs- bæklinga. ETA, sem hefur það á stefnu- skrá sinni að skilja Baskahéruðin frá Spáni og koma þar á laggirnar sósialisku þjóðskipulagi, hefur lýst sig ábyrgt fyrir morðum á fjórum lögreglumönnum, sem létu lifið f þessum mánuði. Austurríki: Verður not- kun bílbelta lögboðin? Reuter/Vin. Austurrisk yfirvöld hafa i hyggju að lögbjóða notkun bilbelta þar i landi. Þó segir i fréttum Reuters frá Vin í gær, að þeir, sem staönir verði að þvi að nota ekki bilbelti, verði ekki á- kærðir og sóttir til saka. Haft er eftir opinberum heim- ildum i Vin, að stjórnin hyggðist á næstu mánuðum leggja laga- frumvarp fyrir þingið, þar sem notkun bilbelta yrði lögboðin i þeim bilum, sem með slik belti séu, þegar lögin taki gildi. Vonast stjórnin til, aö lögin geti komið til framkvæmda strax næsta sumar, verði þau samþykkt i þinginu. Þött þeir bilstjórar, sem ekki nota belti, verði ekki sóttir til saka, breytist réttarstaða þeirra til hins verra gagnvart trygg- ingafélögum i landinu. Gangan til Sahara: Nú reynir Amin að miðla mdlum — deiluaðilar bj Reuter/Madrid. Sérstakur sendi- maður Idi Amins Ugandaforseta, sem jafnframt er leiðtogi Ein- ingarsamtaka Afrikurikja, kom i gær til Madrid með skilaboð til spænsku stjórnarinnar frá Amin, varðandi deiluna um yfirráðin yfir spænsku Sahara. Sendimaðurinn, Godwin Sule hershöfðingi, sagði við frétta- menn við komuna til Madrid i gær, að hann vissi ekkiinnihald skilaboða þeirra, er hann flytti spænsku stjórninni. Areiðanlegar heimildir telja, að i skilaboðum þessum sé áskorun frá Amin til spænsku stjórnarinnar um það, áð hún beiti sér fyrir friðsamlegri lausn deilunnar. Aður hefur Amin sent sams konar skilaboð til Houari Bou- rtsýnir á lausn medienne Alsirforseta, en Alsir er sem kunnugt er eitt þeirra fjögurra ríkja, sem deila nú um yfirráð yfir spænsku Sahara. Sule hershöfðingi kom til Madrid skömmu eftir að Kurt Waldheim, frámkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt flug- leiðis til New York frá Madrid, en Waldheim hefur reynt að beita sér fyrir friðsamlegri lausn deil- unnar. Hefur Waldheim m.a. átt viðræður við leiðtoga i Máritaniu, Alsir og Marokkó. Waldheim sagði við brottförina til New York, að hann myndi gera öryggisráði S.þ. grein fyrir niður- stöðum viðræðna sinna við leið- toga þeirra rikja, er hann hefði átt viðræður við. Utanrikisráðherrar Máritaniu og Marokkó komu báðir til Madrid I gær. Waldheim kvaðst vona, að lausn fyndist á deilunni. Utanrikisráðherra Marokkó, Ahmed Laraki, sem i gær kom ööru sinni i þessari viku til Spán- ar sagði, að liklegt mætti telja, að deilan yrði senn til lykta leidd. Utanrikisráðherra Máritaniu, Hamdi Ould Mouknass, sagði einnig, að hann vonaðist til að lausn fyndist brátt. Hassan, konungur Marokkó, hefur sem kunnugt er af fréttum, sagt, að hann ætli i friðsamlegum tilgangi að senda 350 þúsund Marokkobúa til spænsku Sahara innan tólfa daga til þess að undir- strika og itreka kröfur sinar um yfirráð yfir landsvæði þessu sem margir virðast lita hýru auga. 50 létu lífið í Beirut ■ gær Reuter/Beirut. Atökin í Beirut, höfuðborg Libanons, blossuðu upp i gær af mikilli hörku, og er talið, að um 50 manns hafi látið lifið þá um daginn. Lögreglan skýrði svo frá, að a.m.k. 20 manns hefðu bcðið bana, er kaffi- stofa i hinu fjölmenna hverfi Sabra, var sprengd i Ioft upp. t Karamis forsætisráðherra gengur illa að koma á sættum milli deiluaðila. hverfi þessu búa mestmegnis Palestinumenn og vinstri sinnar. Tala þeirra, er látið hafa lifið siðustu niu vikur, er nú komin upp i 900. I fyrrinótt voru einir hörð- ustu bardagar, er geysað hafa i borginni, frá þvi er deilur krist- inna og múhameðstrúarmanna hófust að marki fyrir um sjö mánuðum. Héldu skotbardagarn-' ir og sprengjuárásirnar stöðugt áfram i gær. Eldflaugum, fallbyssum og vél- byssum var beitt i hörðum átök- um, er áttu sér stað við öll helztu hótel borgarinnar, er deiluaðilar reyndu að ná yfirráðum á sjávar- svæðum borgarinnar. Flestir gestir á hinu vel þekkta Phoenicia-hóteli i Beirut voru fluttir til öruggari hótela nær ströndinni. Einn þeirra, er biðu bana i gær, var Pierre Gemayl, leiðtogi falangista. Hann var skotinn til bana á tröppum þinghússins i Beirut. Annar maður beið hana i sömu árás, og þrir voru særðir alvarlega. Árásin var gerð úr bil, er ók fram hjá þinghúsinu. Höfðu árás- armennirnir hátalara og kölluðu vlgorð til fólksins. Hrópuðu þeir m.a., að skipan þingsins endur- spegíaði ekki vilja þjóðarinnar. Sadat í USA: Engar ákvarðanir teknar um hernað- araðstoð við Egypta Reuter/Washington. Sadat Egyptalandsforseti og Ford Bandarikjaforseti héldu viðræð- um slnum áfram I gær. Mun Sadat hafa ítrekað kröfur Egypta um það, að Bandaríkja- menn hefji vopnasölu til Egyptalands. Jafnframt krafð- ist hann þess, að Bandaríkja- menn drægju úr hemaðaraðstoð sinni við Israel. Ron Nessen, blaðafulltrúi Fords, sagði hins vegar i gær, að engar ákvaröanir hefðu verið teknár um hernaðarskuldbind- ingar Bandarikjamanna gagn- vart Egyptum. Forsetarnir ræddu einnig um næsta áfanga til að tryggja var- anlegri frið milli Egypta og Israelsmanna og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Lögðu for- setarnir eindregið til, að tsrael- ar og Sýrlendingar gerðu með sér svipað samkomulag og tsra- elar og Egyptar gerðu með sér fyrir stuttu. tgær lauk formlegum viðræð- um forsetanna, en þeir ákváðu að ræðast' óformlega við i Flórida næsta sunnudag. Sadat lýsti í gær ánægju yfir bættri sambúð Egypta og Bandari’kja- manna, en varaði við þeirri hættu, sem enn væri fyrir hendi, að strið brytist út að nýju i Mið- austurlöndum. ttrekaði Sadat þörf þess, að komið yrði á friði, og sagði, að lausn á vandamál- um Palestínumanna væri lykill- inn að varanlegum friði. t dag heldur Sadat til New York. Abraham Beam, borgar- stjóri New York borgar, hefur neitað að bjóða Sadat velkom- inn, þar sem Egyptar hafa lýst stuðningi við þá skoðun einnar af nefndum Sameinuðu þjóð- anna, að sionisma megi llkja við kynþáttahatursstefnu. Karami forsætisráðherra hvatti 9 stjórnmálaleiðtoga iandsins til að koma til skrifstofu sinnar og fór þess á leit við þá, að þeir dveldu þar með honum, þar til átökunum lyki. En sex klukku- stundum eftir þessa áskorun Karamis höfðu einungis þrir orðið við ósk hans, en enginn þessara þriggja mun vera leiðtogi stjórn- málaflokks, sem verulegra hags- muna hefur að gæta I deilum þeim er nú geysa i borginni. Erlend sendiráð hvetja landa sina óspart til þess að yfirgefa Beirut vegna hins ótrygga ástands, eða færa sig til öruggari staða i landinu. Stjórn Belgiu hefur t.d. eindregið hvatt alla Belga I Beirut til þess að yfirgefa landið. í Llbanon eru um 350 Belgar, þar af 90 viðskiptamenn. Mynd þessi sýnir glöggt, hve deilurnar I Beirut hafa haft f för með sér glfurlegar skemmdir. ÞESSI EINA TEGUND nation*1 Mi-ToP HENTAR . í ALLT | Tvöföld ending Fæst í flestum kaupfélögum (ÆTTI AÐ FÁST í ÖLLUM) I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.