Tíminn - 30.10.1975, Page 1

Tíminn - 30.10.1975, Page 1
PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF QÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Viðskiptavið- ræður við Rússa 28 frystihús boða stöðvun um helgina — 1400 manns vinna hjá húsunum BH—Reykjavik — Samninga- nefnd frá Sovétrikjunum hefur dvaliö her á landi undanfarna daga á fundum meö samninga- nefnd islenzkra aðila i sambandi viö gerð rammasamnings um viðskipti rikjanna næstu fimm ár- in, 1976-1980. Fer samningageröin þannig fram, aö ákveðið er há- mark hverrar vöru, sem keypt er héðan, og kvótinn felldur inn i samningsrammann, en siðan eru frekari samningar gerðir frá ári til árs, þar sem magnið er nánar til tekið. i islenzku samninganefndinni sitja m.a. fulltrúar viðskipta- málaráðuneytisins, sjávarút- vegsmálaráðuneytisins, iðnaðar- ins, verzlunarinnar og útgerðar- innar, en formaður nefndarinnar er Þórhaliur Asgeirsson ráðu- neytisstjóri. BH—Reykjavik — Það er ekkert útiit fyrir annað en flestöli frysti- hús á suðvesturhluta landsins stöðvist um næstu helgi, ef ekkert verður að gert, og ekki litur út fyrir, að úrræði liggi á lausu sagði Arni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins að Kirkjusandi, við Timann i gær- kvöidi. — Málavextir eru þeir, að sl. sunnudag skrifuðu forráða- menn 28 frystihúsa, svo til alira frystihúsa á Suðurnesjum og I Vestmannaeyjum, allra á Akra- nesi og nokkurra á höfuðborgar- svæðinu, rikisstjórninni bréf, þar sem þau tilkynna stöðvun á rekstri eftir viku. Og ekki er fyrirsjáanlegt, að þau komist af staðaftur. Sannleikurinn er sá, að það er hægt að velta skuldunum hjá frystihúsunum, meðan allt er i fullum gangi, en um leið og stopp verður, er vopinn vís, og landsigling fiskiflotans i siðustu viku gerði útslagið i þessu tilfelli. Við báðum Arna Benediktsson að útskýra málið nánar, og svaraði hann þá þessu til: — Reksturinn byggist á þvi að geta veðsett framleiðslu siðustu viku og greiða með þvi vinnulaun og eitthvað upp i hrá- efni. Þegar hráefnisstopp veröur úr heil vika með engri fram- leiðslu, en októbervextirnir falla i gjalddaga um næstu helgi, og þá taka þeir það sem fæst með veð- setningu jiar næstu viku. Það sem margir sjá fram-á með ugg.er aö veðsetningarféð dugi ekki einu sinni fyrir vöxtunum. — En var þá búið að segja starfsfólki frystihúsanna upp störfum? — Það voru velflestir, held ég, búnir að segja upp kauptryggingu fólksins, þvi að mörg frystihúsin voru orðin hráefnislaus, og um næstu helgi allur þorri þeirra. Það er ekki gott um það að segja, hvort einhver þeirra geta haldið áfram eftir helgina. — Hafið þið bent á úrræði til lausnar vandanum? — Ég er hræddur um, að þau liggi ekki á lausu, en það er fund- ur með forsætisráðherra i dag. Kannski verður sá fundur til þess að lausnin finnst. Talið er, að um 1400 manns starfi hjá þéssum 28 frystihúsum. Stöðvfirðingar: LEGGJA FRAM 40.000 KR. AÐ MEÐALTALI Á HVERN ÍBÚA TIL AÐ ENDURREISA ATVINNULÍFIÐ Á STAÐNUM M.Ó.—Reykjavik — A Stöðvar- firði hefur nú verið stofnað öflugt hlutafélag til að sinna rekstri at- vinnutækja staðarins. A Stöðvar- firði búa um 300 manns á 50 heim- ilum og munu ibúarnir leggja fram að minnsta kosti 12 milljónir króna i bein framlög til hlutafé- lagsins. A Stöðvarfirði hefur verið fremur ótryggt atvinnuástand og fyrirtæki barizt i bökkum fjár- hagslega. Fyrir rúmu ári tóku margir aðilar á Stöðvarfirði sig saman um að snúa nú vörn i sókn og efla byggðina. Unnið hefur verið að þvi, að endurskipuleggja atvinnufyrir- tækin og gera eitt fyrirtæki úr þeim framleiðslufyrirtækjum, sem á staðnum voru. Hefur sú breyting nú komizt i höfn, og tvö frystihús, sildarverksmiðja, salt- fiskverkun og útgerð á Stöðvar- firði verið sameinuð og stofnað hlutafélag um reksturinn. íbúar staðarins munu leggja a.m.k. 12 milljónir króna bein framlög i hlutafélagið, auk þess sem Stöðv- arhreppur og fyrirtæki staðarins leggja verulega af mörkum. Guðmundur Gislason, kaupfé- lagsstjóriá Stöðvarfirði, sagði, að þessi endurskipulagning atvinnu- fyrirtækjanna væri gifurlega stórt skref, sem ljóst væri að ætti eftir að verða Stöðvarfirði til mikilla hagsbóta. Fyrsta verkefni hins nýja fé- lags væri, að ljúka við gerð nýs frystihúss á staðnum, og unnið væri að fyrirhuguðum skuttog- arakaupum. Siðan fylgdu fleiri verkefni i kjölfarið. Frá Stöðvarfirði Þjóðverjar viðræðu betri en Bretar Framhaldsviðræður verða væntanlega í nóvember MÓ—Reykjavik — Þaðerljóst, að mun meiri samkomulagsmögu- leikar eru við Vestur-Þjóðverja heldur en Breta sagði Einar Agústsson utánrlkisráðherra i viðtali við Timann að loknum samningafundi um landhelgis- málið i gær. Þjóðverjar hafa sleg- ið verulega af sinum kröfum, en samt sem áður ber þó mikið á milli. Viðræður munu halda áfram, en ekki hefur staður né stund verið ákveðin. Sérfræðingar og embættismenn halda áfram fund- um, og siðar i vikunni verður málið kynnt i stjórnarflokkunum og landhelgisnefnd. Umræðurnar á fundunum nú snérust mikið um skýrslu fiski- fræðinga Hafrannsóknastofnun- arinnar. Skýrslan vakti þó önnur viðbrögð Þjóðverja en Breta, enda sækjast Þjóðverjar aðallega eftir að veiða hér ufsa og karfa. Þá var á fundunum einnig rætt um skipafjölda, stærð þeirra og veiðisvæði, viðurkenningu Þjóð- verja á 200 milna fiskveiðilögsög- unni og tollaundanþágur i EBE löndunum. Timinn náði tali af Bernhard Zepter, fulltrúa i v-þýzka utanrik- isráðuneytinu. Zepter sagði, að þeir hefðu aldrei gert sér vonir um endanlegar niðurstöður i þessum viðræðum. Við höfum lagt fram okkar tillögur og is- lenzka rikisstjórnin verður að fá tima til að athuga þær nákvæm- lega. I þessum tillögum göngum við eins langt og við mögulega getum. Zepter sagði, að auðvelt ætti að vera að ná samkomulagi um viss friðunarsvæði og „þegar sam- komulag hefur náðst um afla- magn munu ekki vera nein ágreiningsatriði fyrir hendi, sem máli skipta.” Innflutningur litsjónvarpa nú stöðvaður MÓ—Reykjavik —Viðskiptaráðuneytið gaf i gær út breytingu á reglu- gerð uin innflutning á sjónvarpstækjum, þess efnis að framvegis skuli sjónvarpstæki fyrir útsendingar i lit vcra háð innflutnings- og gjaldeyr- isleyfum. Að sögn Björgvins Guömundssonar I viðskiptaráðuney tinu er ætlunin að stöðva innflutning litsjónvarpstækja um óákveðinn tima. Slik tæki kosta um helmingi meira i útsölu en sjónvarpstæki fyrir svart/hvlta mynd, og þykir ekki ástæða til að leyfa slika eyðslu gjaldeyris að sinni. Björgvin var að þvi spurður, hvað yrði um pantanir á litstjónvarps- tækjum, sem þegar hafa verið gerðar. — Um það hefur ekkert verið ákveðið og þvi allt óljóst um það á þessu stigi málsins. Ég get því ekkert sagt um, hvort leyft verði að af- greiða þau tæki, sem komin eru til landsins og ekki hafa verið leyst úr tolli, eða hvað verður um þær pantanir sem gerðar hafa verið, en ekki komnar til landsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.